2. september 2011

Harry Potter kokkteilar!

Einsog Maríanna nefndi um daginn, þá erum við Druslubókadömur afar hrifnar af kokkteilum. Svo hrifnar reyndar að við hittumst reglulega til þess að drekka þá.

Ég hef líka skrifað um ást mína á Harry Potter og því réð ég mér varla fyrir kæti þegar ég rakst á blogg þar sem finna má kokkteila sem eru byggðir á persónum Harry Potter bókanna. Bloggið heitir Backyard Bartender og síðuhaldari er greinilega bæði metnaðarfullur barþjónn og næmur lesandi, því hún greinir persónurnar, þýðir persónueinkenni þeirra yfir í bragð og mixar svo drykk.

Hún skrifar um Draco Malfoy kokkteilinn:


I don't know about you, but when I think of a Draco-esque cocktail, I immediately think of a martini. But it couldn't be just a martini: that's boring. [...] Into the mix the pickle juice went, and out came a cocktail that was just like Draco: smooth, sleek, and a little bit nasty.
Og kokkteillinn hennar Lunu Lovegood er ekki síður viðeigandi:
Luna Lovegood: a little strange, a little spacey, and infinitely lovable. Unaged corn whiskey (also known as moonshine) seemed like the perfect expression of Luna's particular brand of home-grown wackiness. It was only after I made the drink that Garret pointed out to me that Luna means moon, which makes it even more perfect.
Luna Lovegood
 Ég veit ekki alveg hvað mér finnst um að kokkteillinn hennar Hermione sé bleikur og með freyðivíni.

Hermione Granger
En mér finnst Neville kokkteillinn hrein og klár snilld: „Tea-infused gin and Pimm's: a little fussy, quintessentially British, and unexpectedly strong.“

Neville Longbottom

Á síðunni má líka finna 400 ára gamla breska uppskrift að heitum „buttered beer“. Ég og systir mín (sem elskar HP jafn mikið og ég) urðum svo æstar þegar við lásum hana að við hlupum beinustu leið út í búð til að prófa uppskriftina. Því miður var ekki til ale í ríkinu í Austurstræti, svo við keyptum Guinness í staðinn. Við fylgdum uppskriftinni (eða ókei, hún gerði það, ég tók að mér að klára Guinnessinn sem gekk af og veitti andlegan stuðning) og útkoman var... áhugaverð.
Alltof, alltof mikið af smjöri fyrir minn smekk, en hann bragðast örugglega betur á dimmri vetrarnóttu en á sólríku júlíkvöldi.

Það er bara verst hvað bloggandi barþjónninn notar mikið af skrýtnu áfengi sem er ófáanlegt á Íslandi. Ætli það megi panta það í pósti til Íslands?

1 ummæli:

  1. Ég get nú ekki ímyndað mér að Guinness hafi passað vel í svona blöndu. Í völdum vínbúðum má fá Brakspear Oxford Gold, sem er ábyggilega fínn í þetta - eða þá Fuller's Honey Dew.

    Móri eða Norðankaldi gætu líka komið til greina, og ættu að fást alls staðar.

    SvaraEyða