30. ágúst 2011

J. K. Rowling er kannski bráðum tilbúin með nýja bók!

Ég, einsog fleiri, horfði fyrr í sumar á síðustu Harry Potter myndina með blendnar tilfinningar í brjósti.

Því þó mér finnist bækurnar auðvitað miklu, miklu betri en myndirnar þá var Harry Potter tilhlökkunin ekki alveg horfin úr lífinu, því þegar maður lauk við síðustu bókina þá gat maður að minnsta kosti huggað sig pínulítið við að maður ætti allavega síðustu myndirnar eftir.

Svo komu fréttirnar um Pottermore-heimasíðuna, sem virðist stefna í að verða einhver metnaðarfyllsta heimasíða sem sögur fara af. Þar á víst líka að birtast fullt af aukaefni, sögum og smáatriðum sem Rowling skrifaði og fékk ekki pláss í bókunum, svo það var huggun harmi gegn. (Ég viðurkenni samt að ég er ótrúlega tortryggin gagnvart svona „gagnvirkum“ heimasíðum, þær valda mér nefnilega iðulega vonbrigðum, en ég er búin að krossa putta og vona að þessi verði öðruvísi.)

Og þið getið því ímyndað ykkur gleðina þegar ég las þessa frétt hérna, en þar kemur fram að J. K. Rowling sé með a.m.k. tvö verk í smíðum (eitt fyrir fullorðna og eitt fyrir börn) og hún geti fyrst nú, eftir að síðasta myndin um Harry hefur verið frumsýnd, hugsað sér að fara að gefa eitthvað út.

Hún segir í viðtali:

"I think I always felt I didn't want to publish again until the last film was out because Potter has been such a huge thing in my life. I've been writing hard ever since I finished writing Hallows, so I've got a lot of stuff and I suppose it's a question of deciding which one comes out first. But I will publish again. In a sense it's a beginning for me as well as an end."

Og ég segi: Loksins!


2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vííí!

Nafnlaus sagði...

Jibbí!! Ég get ekki beðið eftir að fá nýja bók frá henni! :)