27. ágúst 2011

Bókastóll

Fyrirtækið Fishbol selur svona lesstól, sem fékk verðlaun á hönnunarsýningunni í Montreal 2008. Mér finnst þetta í sjálfu sér ekki ólaglegur gripur en ekki get ég ímyndað mér að það sé þægilegt að sitja í þessum stól.

2 ummæli:

Hildur Knútsdóttir sagði...

Hann virðist a.m.k. mega óþægilegur.

Kristín í París sagði...

Allt of beint bak, sýnist mér. En kannski ruggar hann vel aftur á bak ef maður hefur doðrantana á réttum stað í honum. Hvernig væri að hefja myndasýningu á bókastólum/sófum/rúmum, svona fyrst að bókahilludæmið sem þið störtuðuð hér í denn, var síðan þjófstolið af bókamessuþáttökunni í Þýskalandi?