30. október 2018

Prjónað meðfram jólabókaflóðinu

Nú er jólabókaflóðið skollið á og mig svimar af hamingju yfir öllum yndislestrinum sem fram undan er. En eitthvað verður kona að hafa fyrir stafni þau kvöld sem hún dettur í sjónvarpsgláp, þær stundir sem hún situr barnlaus í strætó, meðan hún hlustar á hljóðbækur og já – mér detta svo sem ekki í hug fleiri staðir og stundir þar sem ég gæti með góðu móti prjónað – en það geta vonandi aðrir - til dæmis má prjóna jólagjafir! Fyrir tæpu ári síðan áskotnaðist mér dásamleg dönsk bók sem heitir Kærlighed paa pinde – hér er engin erótík í spilunum heldur er þetta bók um prjónaskap. Það sem meira er – þetta er bók eftir einn uppáhalds prjónahönnuðinn minn –  Lene Holme Samsöe (hér eftir nefnd LHS).