30. ágúst 2011

Lesendakönnun

Þessi bloggsíða fær þó nokkra athygli og er töluvert lesin. Stundum svífur fólk á mann á förnum vegi og tjáir sig um einstaka færslur eða umfjöllunarefni, einhverjir hafa krækt á eitthvað sem þeim hefur fundist þurfa að benda á og athugasemdir birtast stundum neðan við færslurnar (þær mættu sko gjarna vera fleiri). Teljarinn okkar segir að í gær hafi heimsóknir á síðuna verið 1625 og í dag þegar þetta er skrifað - fyrir hádegi - eru heimsóknirnar farnar að nálgast 300, já og  Facebook-síðan okkar á 744 vini.

Nú er það ekkert sérstakt kappsmál að fá sem flestar heimsóknir hingað, þ.e.a.s. okkur finnst auðvitað frábært að fólk vilji lesa, en við höfum ekkert sérstaklega lagt okkur eftir að skrifa æsandi fyrirsagnir (til að lokka fólk inn) eða þjóna einum né neinum, enda stendur í síðuhausnum að við skrifum um það sem okkur sýnist. En burtséð frá þessu er ég dálítið forvitin um hvað lesendum síðunnar finnst áhugaverðast. Finnst fólki skemmtilegast að lesa um gamlar bækur eða langar ykkur helst að lesa um glænýjar bækur eða einhverjar sérstakar bókmenntir? Og hvað með annað efni? Ég nenni ekki að búa til dæmigerða vefkönnun þar sem hægt er að krossa í reit (hún kemur kannski seinna) en það má gjarna svara í athugasemdakerfið hér fyrir neðan, skrifa athugsemd á facebook-síðuna eða senda okkur póst á bokvit@gmail.com.

P.S. Vá, hvað það verður glatað ef enginn svarar.

23 ummæli:

Þórdís Gísladóttir sagði...

Já, eða finnst ykkur þetta almennt bara frekar glatað tómstundagaman og hugsjónastarf?

Gisli sagði...

Ég les allt sem þið skrifið hér og hef gaman af flestu. Kostur síðunnar er fjölbreytni í umfjöllun og fjöldi höfunda. Þetta verður aldrei einhæft og stirðbusalegt hjá ykkur.
Hafið þið annars skrifað um Kristmann Guðmundsson, uppáhaldshöfund æsku minnar?

Nafnlaus sagði...

Bloggið ykkar er frábært eins og það er. Það er fjölbreytt, ekki bara umsagnir um bækur, heldur svo margt annað áhugavert. Umsagnir um gamlar bækur eru skemmtilegar en góð blanda af efni er best.
Kv. Gurrí

Þorgerður sagði...

Tjah...við gerðum nú útvarpsþátt um Kristmann, við Þórdís, kannski er það stöff til einhversstaðar...

Nafnlaus sagði...

Það sem er sérstaklega skemmtilegt við þessa síðu er einmitt hvað efnið er fjölbreytt. Ég hef gaman að lesa um bækur sem ég vissi ekki að væru til, gamla kunningja, gamlar og nýjar, íslenskar og erlendar.Ég myndi ekkert vera að pæla í "hvað fólk vill", leiðir það ekki bara til einsleitni?
kv. Ásdís

Þórdís Gísladóttir sagði...

Ég skal athuga fljótlega hvort ég finn ekki eitthvað um Kristmann. Hann á það skilið.

Nafnlaus sagði...

Mér finnst kostur við þessa síðu að efnisval er fjölbreytt. Finnst kostur að fjallað er nýjar sem og gamlar bækur.

Nafnlaus sagði...

Sammála síðustu ræðumönnum. Fjölbreytni. Maður les þá bara ekki alveg allt.

Helga sagði...

Fjölbreytnin, þegar þið lýsið rosa góðum bókum svo mig langar líka að lesa þær, líka hvað þið eruð duglegar, einkum upp á síðkastið. Svo finnst mér gott þetta mátulega kæruleysi; þetta er bara ykkar álit, laust við allt snobb og tilgerð - þið eruð sem sé óháðar "bókmenntastofnuninni". Úr því minnst er á Kristmann; ég ætlaði fyrir ekki löngu að kanna hvort Hagalín hefði ekki verið ranglæti beittur en sýndist að svo hefði ekki verið. Þið gætuð kannski kannað það betur?

Finnbogi sagði...

Ég er sammála fjölmenningarvitunum hér að ofan: á síðunni er ágætis blanda af um það bil öllu, sett fram af hæfilegri alvöru.

Nafnlaus sagði...

Sé að flestar athugasemdirnar eru samhljóða því sem ég vildi sagt hafa. Finnst einmitt gaman að fjölbreytninni,bækur og efni úr öllum áttum, stundum gamalkunnugt annað nýtt. Oft kviknar áhugi á að lesa bók sem annars hefði farið framhjá manni. Held að svona mátulega lausbeislað form sé hið besta mál.
Solveig

Nafnlaus sagði...

Hef mikla ánægju af því að skoða þessa síðu.

Takk fyrir mig.
Sigurður Þórðarson

Nafnlaus sagði...

Mér hefði t.d. aldrei dottið í hug að næla mér í Sorry, Mister Boss, nema af því að þið skrifuðuð um hana.
Frábært blogg.
Jóhanna Hafliðadóttir

baun sagði...

Það gengur ekki að hafa þrettán athugasemdir. En ég er sammála því að fjölbreytnin er indæl og les flestallt hér með bestu lyst. Takk fyrir mig!

Nafnlaus sagði...

Óþarfi að breyta einhverju en ég panta framhald af Bókabúðablætinu.
Kv.
Ingibjörg

Nafnlaus sagði...

Mér finnst virkilega gaman hvað það er fjölbreytt. Mér finnst rosalega gaman að lesa um uppáhaldshöfundana ykkar (sem eru oft einhverjir sem ég vissi ekki að væru til áður) og gamlar bækur í bland vip nýjar. Bókabúðapistlarnir eru líka dásamlegir.

Mér finnst samt langskemmtilegast hvað þið eruð lausar við allt bókmenntasnobb í pistlunum ykkar. Bókmenntasnobbarar eru svo leiðinlegt og slepjulegt fólk.

Nafnlaus sagði...

Styrkur bloggsins liggur fyrst og fremst í því hvað þið eruð margar og hafið mismunandi fókus og áhugamál í heimi bókanna. Það er ómetanlegt að hafa aðgang að öllum þessum pistlum sem eru skrifaðir af bókaást og lestrargleði, en snúast ekki bara um að selja bækur eða analýsera þær í hengla. Megi bloggið lifa sem lengst!

Viktor Arnar Ingólfsson sagði...

Það skemmtilegasta við Druslubækurnar er að maður veit aldrei á hverju maður á von. Endilega haldið áfram á sömu línu.

Nafnlaus sagði...

þetta er besta íslenska bloggið sem boðið er uppá í dag.

þakka fyrir mig og tek undir að fjölbreytnin og fjöldi penna með mismunandi áherslur er styrkur síðunnar.

haldið endilega áfram á sömu braut.

bkv. fanney

Harpa Jónsdóttir sagði...

Þið eruð æði.

Nafnlaus sagði...

Eg by i Oslo, og vinnutölvan bydur ekki upp a islenska bokstafi.

Eg vil gjarnan thakka ykkur fyrir thessa ahugaverdu og upplyftandi sidu. Eg elska ykkur eins og thid erud. Er thad ekki sönn ast?

Vitidi ad thad kallast ad "knausa" her i Noregi, ef madur er ad kljast vid "Min kamp" bækurnar hans Karls Oves Knausgårds?

Bestu kvedjur,
Halla Kristin Geirsdottir

Þórdís Gísladóttir sagði...

KNAUSA - skemmtilegt :)

Margrét sagði...

Þetta er frábært eins og þetta er, haldið bara áfram á sömu braut :)