28. ágúst 2011

Gömul sellát


Ýmislegt lærir maður af lestrinum á No Logo, áratug á eftir öllum öðrum. Ég vissi ekki að William Burroughs hefði komið fram í auglýsingu frá Nike! Minnir aðeins á Megas og Toyotaauglýsinguna...

Fann þetta kvót í Burroughs frá 1965: "And I see no reason why the artistic world can’t absolutely merge with Madison Avenue. Pop art is a move in that direction. Why can’t we have advertisements with beautiful words and beautiful images?"

4 ummæli:

Þórdís Gísladóttir sagði...

Tom Waits seldi sig líka Levis gallabuxnafabrikkunni þegar hann leyfði þeim að nota Heartattack and Vine í auglýsingu. Mér hefur alltaf fundist hann ofmetinn leiðindagaur svo mér hló hálfpartinn söngfugl í brjósti.

Kristín Svava sagði...

Samkvæmt Wikipedia var þetta gert án hans samþykkis, allavega kærði hann Levi´s og vann málið: http://en.wikipedia.org/wiki/Heartattack_and_Vine_%28song%29 Þetta var kover með Screamin´ Jay Hawkins, en ég er reyndar stórhrifin af þeim báðum.

Mér fannst þetta eiginlega mest spes með Megas af því að hann hafði, allavega samkvæmt bloggsíðu dr. Gunna, oft hafnað því að láta nota lögin sín í auglýsingum. Ætli hann hafi vantað pening eða langað til að stríða corporate-hatandi aðdáendum sínum? Eða ætli hann sé svakalegur fylgismaður Toyotabíla?

Þórdís Gísladóttir sagði...

Ókei. Ég man að við vinkona mín býsnuðumst heilmikið yfir hvað Tom Waits væri til í að selja sig.

Já, ætli M. hafi ekki bara verið að stríða fólki, og líka verið til í peninginn.

Kristín Svava sagði...

Ef ég væri stjórnarmaður í Vífilfelli veit ég alveg hvað ég myndi reyna að kaupa í auglýsingu: ljósmyndirnar sem komu í DV með fréttum af því að Guðbergur Bergsson hefði erft flugvöllinn í Alicante. Þetta voru feikna artí og flottar myndir af Guðbergi og tómum kókflöskum. Svo myndi ég hafa fyrirsögnina: KÓKIÐ ER KOMMA ÞAÐ SEM KUNTAN ER HOMMA.