Sýnir færslur með efnisorðinu William S. Burroughs. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu William S. Burroughs. Sýna allar færslur

22. janúar 2012

Homo non sapiens: mannlýsingar

Ég fann svo skemmtilega mannlýsingu í bókinni sem ég er að lesa að ég fann mig knúna til að deila henni með ykkur:

„Robbins is about fifty, with the face of a Cockney informer, the archetypal “Copper´s Nark.“ He has a knack of pitching his whiny voice directly into your consciousness. No external noise drowns him out. Robbins looks like some unsuccessful species of Homo non sapiens, blackmailing the human race with his existence.

“Remember me? I´m the boy you left back there with the lemurs and the baboons. I´m not equipped for survival like some people.““

(Úr Interzone eftir William S. Burroughs, blaðsíðu 51.)

Munið þið eftir einhverjum góðum mannlýsingum?

26. desember 2011

Jólafixið

Eins og kunnugt er eru jólin sá tími þar sem ósentímentalasta fólk leggur sig eftir alls konar hefðum sem oft eru annað hvort væmnar eða skrítnar eða hvort tveggja. Ætli þessar hefðir séu ekki oftast tengdar mat og drykk, en sumir hafa það líka fyrir sið að lesa ákveðnar bækur eða horfa á ákveðnar bíómyndir um jólin. Einu sinni tókst mér að sögn konu nokkurrar að eyðileggja fyrir henni jólin með því að neita að lána henni eintakið af Fanny og Alexander. Ég gaf mig ekki, enda kalin á hjarta og loppin. Gott er að eiga Ríkissjónvarpið að þegar kemur að kvikmyndahefðum um jólin því það sýnir yfirleitt sömu myndirnar jól eftir jól. Hver man ekki eftir myndum á borð við Engin jól án Bassa og Jólaósk Önnu Bellu?

Eitt skemmtilegasta jólaverk sem ég þekki er smásagan / stuttmyndin The Junky´s Christmas, sem ég hef reyndar aldrei séð í Ríkissjónvarpinu. Smásagan er eftir mann sem maður hefði varla tengt við jólalega tjáningu frekar en...tjah, Bob Dylan eða Guðberg Bergsson, það er bandaríska rithöfundinn William S. Burroughs.

28. ágúst 2011

Gömul sellát


Ýmislegt lærir maður af lestrinum á No Logo, áratug á eftir öllum öðrum. Ég vissi ekki að William Burroughs hefði komið fram í auglýsingu frá Nike! Minnir aðeins á Megas og Toyotaauglýsinguna...

Fann þetta kvót í Burroughs frá 1965: "And I see no reason why the artistic world can’t absolutely merge with Madison Avenue. Pop art is a move in that direction. Why can’t we have advertisements with beautiful words and beautiful images?"