Í þeirri góðu trú að lesendur séu ekki búnir að fá sig fullsadda af greinaflokknum Bókasöfn á gististöðum bæti ég við áttunda þætti.
Það er gaman að koma á næturstað sem er stútfullur af nýjum og spennandi bókum - en það er líka svo notalegt að hitta þar fyrir gamla og góða vini. Á dögunum rakst ég á vinkonu mína Guðrúnu frá Lundi í heimilislegum bókaskáp. Þar sat hún innanum titla á borð við Íslenzki bóndinn, Miðilshendur Einars á Einarsstöðum og Hinsta sjúkdómsgreiningin. Þar mátti líka finna níu ástarsögur eftir Bodil Fosberg í þýðingu Skúla Jenssonar, Dagbók Berts og Vetrarbörn eftir Deau Trier Morch. Þar var líka að finna ákaflega furðulega sögu sem ber titilinn Á miðum og mýrum eftir Rögnvald nokkurn Möller. Meira af henni síðar.
Dalalíf var lengi ein af mínum eftirlætis sögum. Ég hafði það fyrir reglu að lesa hana alla einu sinni á ári - alltaf í maí, en líklega eru nærri tíu ár síðan síðast. Það var því kærkomið að bregða sér í Hrútadalinn og hitta þar fyrir kvennabósann Jón á Nautaflötum, hina fragílu eiginkonu hans Önnu, Þóru í Hvammi og hennar fúllynda eiginmann og alla hina.
Guðrún frá Lundi var miklu vinsælli en allir samtímarithöfundar hennar karlkyns til samans leyfi ég mér að segja. Hún var komin á efri ár þegar hún settist við skriftir og var þá óstöðvandi. Bækurnar voru í stöðugu útláni á bókasöfnum og seldust í ótrúlegum upplögum. Mörgum fannst nóg um og töldu að fólk ætti nú frekar að halla sér að Nóbelsskáldinu en lúra í kjöltu skagfirskrar kerlingar. Guðrún fékk ábyggilega aldrei ritlaun þrátt fyrir ævintýraleg afköst og miklar vinsældir. Í seinni tíð hefur hún hlotið einhverja viðurkenningu og meðal annars hafa verið haldin tvö fjölsótt málþing um verk hennar á heimaslóðunum í Skagafirði.
Guðrún frá Lundi var góður rithöfundur. Hún hafði látlausan stíl, bjó til minnisstæðar persónur og Dalalíf er aldrei leiðinleg þó hún telji hátt í 2000 blaðsíður. Ég þarf ekki mikið meira.
31. ágúst 2011
Metsala - barnabækur
Metsölulisti Eymundsson-bókabúðanna birtist alltaf á miðvikudögum. Aðallistinn fyrir síðustu viku er svona. Ég ætla ekkert að tjá mig um hann sérstaklega að öðru leyti en því að þarna er bara ein bók sem hefur eitthvað með börn að gera og það er matreiðslubók og því tæplega notuð til kvöldlestra. Listi barnabóka lítur svona út.
Í fyrstu þremur sætunum eru tvær Disney-matreiðslubækur og bók um Justin Bieber. Síðan kemur eldgömul (en ágæt) bók, ekki beint framsækið verk, líklega aðallega keypt af nostalgískum eldri borgurum. Nú veit ég ekkert hversu mikil sala er að baki þessu og það seljast auðvitað fleiri bækur en í búðunum hjá Eymó, en er ekki eitthvað athugavert við barnabókamarkaðinn? Tekur fólk kannski flestar barnabækur að láni á bókasöfnum?
Í fyrstu þremur sætunum eru tvær Disney-matreiðslubækur og bók um Justin Bieber. Síðan kemur eldgömul (en ágæt) bók, ekki beint framsækið verk, líklega aðallega keypt af nostalgískum eldri borgurum. Nú veit ég ekkert hversu mikil sala er að baki þessu og það seljast auðvitað fleiri bækur en í búðunum hjá Eymó, en er ekki eitthvað athugavert við barnabókamarkaðinn? Tekur fólk kannski flestar barnabækur að láni á bókasöfnum?
30. ágúst 2011
Umdeildur metsöluhöfundur
Kristmann Guðmundsson gaf um sextugt út endurminningar sínar í fjórum bindum, sem samtals eru rúmar þrettán hundruð síður. Bækurnar bera titlana Ísold hin svarta, Dægrin blá, Loginn hvíti og Ísold hin gullna og komu þær út á árunum 1959 - 1962. Kristmann var bæði umdeildur sem rithöfundur og á milli tannanna á fólki vegna einkalífs síns. Hér fyrir neðan eru brot úr útvarpsþætti um Kristmann.
Kristmann Guðmundsson fæddist á Þverfelli í Lundareykjadal í Borgarfirði árið 1901 og lést árið 1983. Hann ólst upp á Snæfellsnesi hjá móðurforeldrum sínum, en Kristmann var lausaleiksbarn og segir skáldið í fyrsta bindi endurminninga sinna, að hann hafi verið óboðinn gestur og óvelkominn í þennan heim. Móðir hans fól foreldrum sínum að ala drenginn upp en flutti sjálf austur í land þar sem hún giftist. Kristmann hitti hana ekki aftur fyrr en á unglingsárum og virðist alltaf hafa gætt biturleika frá hendi sonarins í hennar garð. Faðir Kristmanns, Guðmundur frá Helgastöðum í Skuggahverfinu, bjó í Reykjavík og hafði Kristmann nokkur samskipti við hann þegar hann var orðinn fullorðinn. Um Guðmund segir Kristmann að hann hafi verið kvennabósi og nánast sagnafígúra, nokkurs konar Hrói höttur sem veiddi kvenfólk og vöðuseli í staðinn fyrir skógardýr.
Kristmann Guðmundsson fæddist á Þverfelli í Lundareykjadal í Borgarfirði árið 1901 og lést árið 1983. Hann ólst upp á Snæfellsnesi hjá móðurforeldrum sínum, en Kristmann var lausaleiksbarn og segir skáldið í fyrsta bindi endurminninga sinna, að hann hafi verið óboðinn gestur og óvelkominn í þennan heim. Móðir hans fól foreldrum sínum að ala drenginn upp en flutti sjálf austur í land þar sem hún giftist. Kristmann hitti hana ekki aftur fyrr en á unglingsárum og virðist alltaf hafa gætt biturleika frá hendi sonarins í hennar garð. Faðir Kristmanns, Guðmundur frá Helgastöðum í Skuggahverfinu, bjó í Reykjavík og hafði Kristmann nokkur samskipti við hann þegar hann var orðinn fullorðinn. Um Guðmund segir Kristmann að hann hafi verið kvennabósi og nánast sagnafígúra, nokkurs konar Hrói höttur sem veiddi kvenfólk og vöðuseli í staðinn fyrir skógardýr.
Happy Hour með sænska kónginum?
Druslubókadömur ætluðu að bregða undir sig betri fætinum og fara á bar en þegar vangaveltur yfir góðum stað náðu hámarki komu barráðleggingar Grapevine til bjargar. Þær reyndust ekki einungis hjálplegar heldur líka bráðskemmtilegar og mælum við því hiklaust með þeim.
Hér má bæði finna upplýsingar um verð og stemningu sem og fáanlegt snarl og snakk á hverjum stað en mesta lukku vakti þó yfirlitið yfir fastagesti eða hinn almenna bargest hvers staðar. Við áttum fullt í fangi með að velja hvort við vildum heldur tylla okkur hjá „Seasoned alcoholics and middle aged sailors. 40+“ á Barónspöbb eða „ [d]rinking veterans mixed with pool players of all ages (including weathered hustlers)“ á bar 46 en síður vorum við spenntar yfir „ The typical Icelandic teen: egocentric, plainspoken, drunk“ á Ellefunni og alls ekki „ Weekend dads on their off weekends, drunks who wish they were writers and the not-so-bonny lasses who love them“ á Dubliners – en það eru náttúrulega bara okkar fordómar…
Leiðbeiningarnar lýsa líka stemningu og arkitektúr hvers staðar og þar var aftur erfitt að velja á milli Ellefunnar: „ Like the cantina in Star Wars, with worse music“ og Dubliners:„ Like the bar from ‘Pirates Of The Caribbean’, but without the fist fights and attractive people“. Við vorum hins vegar forvitnar þegar við lásum að Barónspöbb væri dekóreraður eins og austurísku alparnir! Við vorum líka spenntar fyrir bar 101: „Real Estate Agents, 25+, High Income, King of Sweden“ en það er sennilega ekki hægt að treysta því að konungurinn sé þarna á hverju kvöldi…nóg þarf Sylvia víst að þola samt!
Allt eru þetta góðar og mikilvægar upplýsingar sem hjálpuðu bjórþyrstum dömum að finna sinn stað í lífinu (þetta tiltekna kvöld) en þó er ótalið að yfirlitið varar líka við hvar og hvenær má búast við misgóðum trúbadorum… það voru jafnvel þær upplýsingar sem innsigluðu ákvörðunina (alla vega frá mínum bæjardyrum séð).
En nú hvet ég lesendur til að líta á listann og athuga hvaða staður hljómar eins og paradís á himnum – Skál!
Hér má bæði finna upplýsingar um verð og stemningu sem og fáanlegt snarl og snakk á hverjum stað en mesta lukku vakti þó yfirlitið yfir fastagesti eða hinn almenna bargest hvers staðar. Við áttum fullt í fangi með að velja hvort við vildum heldur tylla okkur hjá „Seasoned alcoholics and middle aged sailors. 40+“ á Barónspöbb eða „ [d]rinking veterans mixed with pool players of all ages (including weathered hustlers)“ á bar 46 en síður vorum við spenntar yfir „ The typical Icelandic teen: egocentric, plainspoken, drunk“ á Ellefunni og alls ekki „ Weekend dads on their off weekends, drunks who wish they were writers and the not-so-bonny lasses who love them“ á Dubliners – en það eru náttúrulega bara okkar fordómar…
Leiðbeiningarnar lýsa líka stemningu og arkitektúr hvers staðar og þar var aftur erfitt að velja á milli Ellefunnar: „ Like the cantina in Star Wars, with worse music“ og Dubliners:„ Like the bar from ‘Pirates Of The Caribbean’, but without the fist fights and attractive people“. Við vorum hins vegar forvitnar þegar við lásum að Barónspöbb væri dekóreraður eins og austurísku alparnir! Við vorum líka spenntar fyrir bar 101: „Real Estate Agents, 25+, High Income, King of Sweden“ en það er sennilega ekki hægt að treysta því að konungurinn sé þarna á hverju kvöldi…nóg þarf Sylvia víst að þola samt!
Allt eru þetta góðar og mikilvægar upplýsingar sem hjálpuðu bjórþyrstum dömum að finna sinn stað í lífinu (þetta tiltekna kvöld) en þó er ótalið að yfirlitið varar líka við hvar og hvenær má búast við misgóðum trúbadorum… það voru jafnvel þær upplýsingar sem innsigluðu ákvörðunina (alla vega frá mínum bæjardyrum séð).
En nú hvet ég lesendur til að líta á listann og athuga hvaða staður hljómar eins og paradís á himnum – Skál!
J. K. Rowling er kannski bráðum tilbúin með nýja bók!
Ég, einsog fleiri, horfði fyrr í sumar á síðustu Harry Potter myndina með blendnar tilfinningar í brjósti.
Því þó mér finnist bækurnar auðvitað miklu, miklu betri en myndirnar þá var Harry Potter tilhlökkunin ekki alveg horfin úr lífinu, því þegar maður lauk við síðustu bókina þá gat maður að minnsta kosti huggað sig pínulítið við að maður ætti allavega síðustu myndirnar eftir.
Svo komu fréttirnar um Pottermore-heimasíðuna, sem virðist stefna í að verða einhver metnaðarfyllsta heimasíða sem sögur fara af. Þar á víst líka að birtast fullt af aukaefni, sögum og smáatriðum sem Rowling skrifaði og fékk ekki pláss í bókunum, svo það var huggun harmi gegn. (Ég viðurkenni samt að ég er ótrúlega tortryggin gagnvart svona „gagnvirkum“ heimasíðum, þær valda mér nefnilega iðulega vonbrigðum, en ég er búin að krossa putta og vona að þessi verði öðruvísi.)
Og þið getið því ímyndað ykkur gleðina þegar ég las þessa frétt hérna, en þar kemur fram að J. K. Rowling sé með a.m.k. tvö verk í smíðum (eitt fyrir fullorðna og eitt fyrir börn) og hún geti fyrst nú, eftir að síðasta myndin um Harry hefur verið frumsýnd, hugsað sér að fara að gefa eitthvað út.
Hún segir í viðtali:
"I think I always felt I didn't want to publish again until the last film was out because Potter has been such a huge thing in my life. I've been writing hard ever since I finished writing Hallows, so I've got a lot of stuff and I suppose it's a question of deciding which one comes out first. But I will publish again. In a sense it's a beginning for me as well as an end."
Og ég segi: Loksins!
Því þó mér finnist bækurnar auðvitað miklu, miklu betri en myndirnar þá var Harry Potter tilhlökkunin ekki alveg horfin úr lífinu, því þegar maður lauk við síðustu bókina þá gat maður að minnsta kosti huggað sig pínulítið við að maður ætti allavega síðustu myndirnar eftir.
Svo komu fréttirnar um Pottermore-heimasíðuna, sem virðist stefna í að verða einhver metnaðarfyllsta heimasíða sem sögur fara af. Þar á víst líka að birtast fullt af aukaefni, sögum og smáatriðum sem Rowling skrifaði og fékk ekki pláss í bókunum, svo það var huggun harmi gegn. (Ég viðurkenni samt að ég er ótrúlega tortryggin gagnvart svona „gagnvirkum“ heimasíðum, þær valda mér nefnilega iðulega vonbrigðum, en ég er búin að krossa putta og vona að þessi verði öðruvísi.)
Og þið getið því ímyndað ykkur gleðina þegar ég las þessa frétt hérna, en þar kemur fram að J. K. Rowling sé með a.m.k. tvö verk í smíðum (eitt fyrir fullorðna og eitt fyrir börn) og hún geti fyrst nú, eftir að síðasta myndin um Harry hefur verið frumsýnd, hugsað sér að fara að gefa eitthvað út.
Hún segir í viðtali:
"I think I always felt I didn't want to publish again until the last film was out because Potter has been such a huge thing in my life. I've been writing hard ever since I finished writing Hallows, so I've got a lot of stuff and I suppose it's a question of deciding which one comes out first. But I will publish again. In a sense it's a beginning for me as well as an end."
Og ég segi: Loksins!
Lesendakönnun
Þessi bloggsíða fær þó nokkra athygli og er töluvert lesin. Stundum svífur fólk á mann á förnum vegi og tjáir sig um einstaka færslur eða umfjöllunarefni, einhverjir hafa krækt á eitthvað sem þeim hefur fundist þurfa að benda á og athugasemdir birtast stundum neðan við færslurnar (þær mættu sko gjarna vera fleiri). Teljarinn okkar segir að í gær hafi heimsóknir á síðuna verið 1625 og í dag þegar þetta er skrifað - fyrir hádegi - eru heimsóknirnar farnar að nálgast 300, já og Facebook-síðan okkar á 744 vini.
Nú er það ekkert sérstakt kappsmál að fá sem flestar heimsóknir hingað, þ.e.a.s. okkur finnst auðvitað frábært að fólk vilji lesa, en við höfum ekkert sérstaklega lagt okkur eftir að skrifa æsandi fyrirsagnir (til að lokka fólk inn) eða þjóna einum né neinum, enda stendur í síðuhausnum að við skrifum um það sem okkur sýnist. En burtséð frá þessu er ég dálítið forvitin um hvað lesendum síðunnar finnst áhugaverðast. Finnst fólki skemmtilegast að lesa um gamlar bækur eða langar ykkur helst að lesa um glænýjar bækur eða einhverjar sérstakar bókmenntir? Og hvað með annað efni? Ég nenni ekki að búa til dæmigerða vefkönnun þar sem hægt er að krossa í reit (hún kemur kannski seinna) en það má gjarna svara í athugasemdakerfið hér fyrir neðan, skrifa athugsemd á facebook-síðuna eða senda okkur póst á bokvit@gmail.com.
P.S. Vá, hvað það verður glatað ef enginn svarar.
Nú er það ekkert sérstakt kappsmál að fá sem flestar heimsóknir hingað, þ.e.a.s. okkur finnst auðvitað frábært að fólk vilji lesa, en við höfum ekkert sérstaklega lagt okkur eftir að skrifa æsandi fyrirsagnir (til að lokka fólk inn) eða þjóna einum né neinum, enda stendur í síðuhausnum að við skrifum um það sem okkur sýnist. En burtséð frá þessu er ég dálítið forvitin um hvað lesendum síðunnar finnst áhugaverðast. Finnst fólki skemmtilegast að lesa um gamlar bækur eða langar ykkur helst að lesa um glænýjar bækur eða einhverjar sérstakar bókmenntir? Og hvað með annað efni? Ég nenni ekki að búa til dæmigerða vefkönnun þar sem hægt er að krossa í reit (hún kemur kannski seinna) en það má gjarna svara í athugasemdakerfið hér fyrir neðan, skrifa athugsemd á facebook-síðuna eða senda okkur póst á bokvit@gmail.com.
P.S. Vá, hvað það verður glatað ef enginn svarar.
Murakami og kettirnir
Ensk þýðing á nýjustu bók Haruki Murakami mun koma út í október, aðdáendum japanska rithöfundarins til mikillar gleði. Í nýjasta hefti New Yorker eru birtar heilar níu blaðsíður upp úr bókinni, sem nefnist 1Q84, og er hægt að lesa þær hér á vefsíðu tímaritsins. 1Q84 kom út í Japan 2009-10 í þremur bindum, en mun víst vera gefin út í 1.000 blaðsíðna doðranti vestanhafs, en í tveim bindum í Bretlandi. Bókin varð alger metsölubók í Japan og seldist í einni milljón eintaka á innan við mánuði. Glöggir lesendur Druslubókabloggsins hafa að sjálfsögðu kveikt á því að nafn bókarinnar er vísun í 1984, bók George Orwells, en talan níu hljómar víst eins og stafurinn Q á japönsku. Þetta er ekki tilviljun því frásögnin mun vera óður til bókar Orwells.
Bókarbrotið í New Yorker er birt undir fyrirsögninni „Town of Cats“ og í því kynnumst við annarri af aðalsöguhetjum 1Q84, manni að nafni Tengo, þegar hann ákveður skyndilega að heimsækja föður sinn er býr á heimili fyrir heilabilaða. Feðgarnir eru ekki nánir og Tengo hugsar til þess á meðan hann bíður eftir lestinni: „They were two separate human beings who had come from—and were heading toward—entirely different places. By chance, they had spent some years of life together—that was all. It was a shame that it had come to that, but there was absolutely nothing that Tengo could do about it.“
Þetta væri ekki Murakami ef ekki væri ofin súrrealísk dæmisaga inn í aðalfrásögnina af feðgunum. Á þessum níu blaðsíðum er það smásagan Town of Cats sem Tengo les í lestinni á leiðinni í heimsóknina. Maður þarf ekki að vera mikill túlkunarfræðingur til að nema vísanaþyngsli sögunnar í samskiptum Tengo og pabbans heilabilaða:
Þeir sem hafa lesið 1Q84 vilja meina að hún sé í kunnuglegum Murakami stíl þar sem súrrealískur hliðarveruleiki og hversdagsleg rauntilvist persónanna er í stöðugu flökti inn og út af sögusviðinu. Bókinni var ekki síður vel tekið af gagnrýnendum í Japan og var álit manna að hér væri eitt höfuðverk skáldsins á ferðinni.
1Q84 verður komin í búðir í lok október sem gefur manni nægan tíma til að hita upp með lestri á uppáhalds Murakami bókunum, Hard-Boiled Wonderland and the End of the World, A Wild Sheep Chase og The Wind-Up Bird Chronicle.
Helga Ferdinands
Bókarbrotið í New Yorker er birt undir fyrirsögninni „Town of Cats“ og í því kynnumst við annarri af aðalsöguhetjum 1Q84, manni að nafni Tengo, þegar hann ákveður skyndilega að heimsækja föður sinn er býr á heimili fyrir heilabilaða. Feðgarnir eru ekki nánir og Tengo hugsar til þess á meðan hann bíður eftir lestinni: „They were two separate human beings who had come from—and were heading toward—entirely different places. By chance, they had spent some years of life together—that was all. It was a shame that it had come to that, but there was absolutely nothing that Tengo could do about it.“
Þetta væri ekki Murakami ef ekki væri ofin súrrealísk dæmisaga inn í aðalfrásögnina af feðgunum. Á þessum níu blaðsíðum er það smásagan Town of Cats sem Tengo les í lestinni á leiðinni í heimsóknina. Maður þarf ekki að vera mikill túlkunarfræðingur til að nema vísanaþyngsli sögunnar í samskiptum Tengo og pabbans heilabilaða:
“Hey, do you smell something human?” one of the cats says. “Now that you mention it, I thought there was a funny smell the past few days,” another chimes in, twitching his nose. “Me, too,” yet another cat says. “That’s weird. There shouldn’t be any humans here,” someone adds. “No, of course not. There’s no way a human could get into this town of cats.” “But that smell is definitely here.”
Þeir sem hafa lesið 1Q84 vilja meina að hún sé í kunnuglegum Murakami stíl þar sem súrrealískur hliðarveruleiki og hversdagsleg rauntilvist persónanna er í stöðugu flökti inn og út af sögusviðinu. Bókinni var ekki síður vel tekið af gagnrýnendum í Japan og var álit manna að hér væri eitt höfuðverk skáldsins á ferðinni.
1Q84 verður komin í búðir í lok október sem gefur manni nægan tíma til að hita upp með lestri á uppáhalds Murakami bókunum, Hard-Boiled Wonderland and the End of the World, A Wild Sheep Chase og The Wind-Up Bird Chronicle.
Helga Ferdinands
29. ágúst 2011
Áritaðar bækur
Um daginn rákumst við Druslubókadömurnar á þetta blogg manns sem safnar móðgandi áritunum í bækur. Ég fór í kjölfarið að hugsa um áritaðar bækur, velta fyrir mér hvort mér þætti töff að eiga svoleiðis eða þvert á móti hallærislegt og reyna að rifja upp hversu margar ég sjálf ætti. Það er alveg sama hversu mikið ég brýt heilann og blaða, ég kemst ekki að annarri niðurstöðu en að ég eigi bara þrjár áritaðar bækur. Þær mynda afskaplega óheildstætt og undarlegt safn svo ekki sé meira sagt. Bækurnar eru eftirfarandi:
Finnska barnabókin Herra Hú, árituð af höfundinum Hannu Mäkelä og þýðandanum Nirði P. Njarðvík með nöfnum.
Ó fyrir framan eftir Þórarinn Eldjárn, árituð „Með bestu kveðju“ og nafni höfundar.
After the Quake, árituð með nafni höfundarins Haruki Murakami.
Fyrstu tvær bækurnar fékk ég gefins (og veit fyrir víst að gefendurnir höfðu ekkert sérstaklega mikið fyrir að fá áritunina) en þá þriðju fékk ég sjálf áritaða þegar Murakami kom til Íslands á bókmenntahátíð fyrir nokkrum árum. Ég er reyndar eftir á að hyggja svolítið spæld yfir að hafa valið akkúrat þessa bók því hún er ekki í neinu sérstöku uppáhaldi þannig lagað séð. En ég átti nú fyrir það fyrsta ekkert sérstaklega von á að það gæfist færi á að biðja um áritun og svo var hún sú eina sem ég átti í harðspjaldaútgáfu og mér fannst einhvern veginn að annað væri ekki við hæfi. Bókinni fylgir allar götur síðan penni sem Murakami fékk lánaðan hjá mér og skrifaði með í bæði mína bók og nokkrar aðrar. Ég tek hann kannski aftur í gagnið þegar ég skrifa metsölubókina mína.
Einhvern tímann rakst ég á blogg þar sem misheppnuðum áritunum á kökur er safnað saman. Alveg er ég viss um að það væri hægt að útbúa svipað safn af misheppnðum áritunum í bækur. Að minnsta kosti veit ég um tvær bækur sem Murakami áritaði með frekar skondnum hætti í þessari Íslandsferð sinni. Önnur var árituð fyrir strák sem stóð á undan mér í röðinni að borði Murakamis í Norræna húsinu. Strákurinn var greinilega æsispenntur að hitta átrúnaðargoðið og virtist í gleði sinni ekki átta sig á að Murakami leit ekki út fyrir að vera upp á sitt besta. Ég veit ekki alveg hvort þetta var spurning um dagsform, karakter eða menningarmun en hann virtist alla vega mjög stressaður og jafnvel þjakaður í þessum aðstæðum, með þvögu af fólki fyrir framan sig og næsta númer á bókmenntahátíð um það bil að hefjast í salnum. Strákurinn lét hins vegar móðan mása, rétti fram hverja bókina á fætur annarri, sagði Murakami frá því hvernig hann hefði rætt um bækur hans við kærustuna sína kvöldið sem þau kynntust og þar fram eftir götum. Síðasta bókin sem hann vildi fá áritun í átti að vera stíluð á Mumma. Og Murakami strauk svitaperlur af enni, greip þéttingsfast um pennan minn og skrifaði eins hratt og honum var unnt „To Mimi“. Daginn eftir átti Murakami svo að árita bækur í einni af bókabúðum bæjarins. Kunningjakona mín sem vann í einmitt þeirri búð en átti ekki að vera á vakt á þarna hafðið skilið bókina sína eftir hjá samstarfsfólki og beðið það að sjá til að hún yrði árituð. Einhver hafði límt á hana gulan post-it miða og skrifað á hann „Árita fyrir [og svo nafn stúlkunnar].“ Þegar hún mætti næst í vinnu beið hennar bókin með árituninni „To Arita, Haruki Murakami“.
Nú væri auðvitað gaman að sem flestir upplýstu um það í kommentunum hversu margar áritaðar bækur þeir eigi, hvort þeir þekki til einhverra misheppnaðra áritana og síðast en ekki síst væri fínt að þeir svöruðu fyrir mig spurningunni um hvort það væri töff að eiga áritaðar bækur eða ekki, ég er nefnilega ekki enn alveg búin að ákveða mig.
Finnska barnabókin Herra Hú, árituð af höfundinum Hannu Mäkelä og þýðandanum Nirði P. Njarðvík með nöfnum.
Ó fyrir framan eftir Þórarinn Eldjárn, árituð „Með bestu kveðju“ og nafni höfundar.
After the Quake, árituð með nafni höfundarins Haruki Murakami.
Fyrstu tvær bækurnar fékk ég gefins (og veit fyrir víst að gefendurnir höfðu ekkert sérstaklega mikið fyrir að fá áritunina) en þá þriðju fékk ég sjálf áritaða þegar Murakami kom til Íslands á bókmenntahátíð fyrir nokkrum árum. Ég er reyndar eftir á að hyggja svolítið spæld yfir að hafa valið akkúrat þessa bók því hún er ekki í neinu sérstöku uppáhaldi þannig lagað séð. En ég átti nú fyrir það fyrsta ekkert sérstaklega von á að það gæfist færi á að biðja um áritun og svo var hún sú eina sem ég átti í harðspjaldaútgáfu og mér fannst einhvern veginn að annað væri ekki við hæfi. Bókinni fylgir allar götur síðan penni sem Murakami fékk lánaðan hjá mér og skrifaði með í bæði mína bók og nokkrar aðrar. Ég tek hann kannski aftur í gagnið þegar ég skrifa metsölubókina mína.
Einhvern tímann rakst ég á blogg þar sem misheppnuðum áritunum á kökur er safnað saman. Alveg er ég viss um að það væri hægt að útbúa svipað safn af misheppnðum áritunum í bækur. Að minnsta kosti veit ég um tvær bækur sem Murakami áritaði með frekar skondnum hætti í þessari Íslandsferð sinni. Önnur var árituð fyrir strák sem stóð á undan mér í röðinni að borði Murakamis í Norræna húsinu. Strákurinn var greinilega æsispenntur að hitta átrúnaðargoðið og virtist í gleði sinni ekki átta sig á að Murakami leit ekki út fyrir að vera upp á sitt besta. Ég veit ekki alveg hvort þetta var spurning um dagsform, karakter eða menningarmun en hann virtist alla vega mjög stressaður og jafnvel þjakaður í þessum aðstæðum, með þvögu af fólki fyrir framan sig og næsta númer á bókmenntahátíð um það bil að hefjast í salnum. Strákurinn lét hins vegar móðan mása, rétti fram hverja bókina á fætur annarri, sagði Murakami frá því hvernig hann hefði rætt um bækur hans við kærustuna sína kvöldið sem þau kynntust og þar fram eftir götum. Síðasta bókin sem hann vildi fá áritun í átti að vera stíluð á Mumma. Og Murakami strauk svitaperlur af enni, greip þéttingsfast um pennan minn og skrifaði eins hratt og honum var unnt „To Mimi“. Daginn eftir átti Murakami svo að árita bækur í einni af bókabúðum bæjarins. Kunningjakona mín sem vann í einmitt þeirri búð en átti ekki að vera á vakt á þarna hafðið skilið bókina sína eftir hjá samstarfsfólki og beðið það að sjá til að hún yrði árituð. Einhver hafði límt á hana gulan post-it miða og skrifað á hann „Árita fyrir [og svo nafn stúlkunnar].“ Þegar hún mætti næst í vinnu beið hennar bókin með árituninni „To Arita, Haruki Murakami“.
Nú væri auðvitað gaman að sem flestir upplýstu um það í kommentunum hversu margar áritaðar bækur þeir eigi, hvort þeir þekki til einhverra misheppnaðra áritana og síðast en ekki síst væri fínt að þeir svöruðu fyrir mig spurningunni um hvort það væri töff að eiga áritaðar bækur eða ekki, ég er nefnilega ekki enn alveg búin að ákveða mig.
Stattu þig drengur
Stattu þig drengur eftir Stefán Unnsteinsson er ævisaga Sævars heitins Ciesielski fram til ársins 1980 þegar hann var 25 ára, en Sævar var eins og flestir vita, einn af sakborningunum í Geirfinnsmálinu. Sævar lést um daginn og okkur datt í hug að rifja upp þessa bók, en hún er alveg þess virði að lesa. Hér fyrir neðan er hluti úr útvarpsþætti þar sem fjallað var um bókina.
Stattu þig drengur kom út árið 1980 en þá sat Sævar enn í fangelsi og afplánaði dóm fyrir meinta aðild að hvarfi Geirfinns Einarssonar, sem fór að heiman kvöld eitt í nóvember árið 1974. Hann hafði mælt sér mót við ókunnan mann og hefur ekki sést síðan. Sævar Ciesielski var í hópi ungmenna sem var hnepptur í gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að hvarfinu en dómur féll í málinu árið 1980, árið sem Stattu þig drengur kom út og voru ungmennin fundin sek og dæmd til mislangrar fangavistar. Mikið hefur verið rætt um þetta mál, margoft hefur verið bent á það að engin sönnunargögn fundust málinu til stuðnings nema játningar sakborningana, sem voru síðar dregnar til baka og færð rök fyrir því að þær hafi á sínum tíma verið þvingaðar fram með pyntingum. Sævar Ciesielski gerði tilraun til að fá málið endurupptekið árið 1996 en það fékkst ekki í gegn. Umræða um Geirfinnsmálið hefur á undanförnum árum snúist töluvert um aðferðir lögreglu við rannsókn málsins en allt bendir til þess að sakborningar hafi verið beittir miklu harðræði. Það er ekki ætlunin að fjalla nánar um þetta mál hér í sjálfu sér, enda eru þau ekki mörg sakamálin sem hafa fengið meiri fjölmiðlaumfjöllun en Geirfinnsmálið.
28. ágúst 2011
Gömul sellát
Ýmislegt lærir maður af lestrinum á No Logo, áratug á eftir öllum öðrum. Ég vissi ekki að William Burroughs hefði komið fram í auglýsingu frá Nike! Minnir aðeins á Megas og Toyotaauglýsinguna...
Fann þetta kvót í Burroughs frá 1965: "And I see no reason why the artistic world can’t absolutely merge with Madison Avenue. Pop art is a move in that direction. Why can’t we have advertisements with beautiful words and beautiful images?"
Bókasöfn heimsins
Ég hef aldrei almennilega getað vanið mig á að lesa og læra í lessölum á bókasöfnum. Mér finnst alltaf svo mikið sem glepur, fólk sem ég þarf að horfa á og allskonar bækur og blöð sem ég þarf að skoða. Þess vegna hef ég aðallega unnið á bókasöfnum þegar ég hef þurft að nota bækur sem ég hef ekki mátt taka með mér út en mestmegnis notað bókasöfn til að fá lánaðar bækur heim, skemmta mér, lesa hitt og þetta óvænt og athuga hvað leynist í hillunum. Bókasöfn eru auðvitað draumastaðir fyrir þá sem kunna að meta bækur (það eru því miður alls ekki allir) og þegar leitað er að myndum af bókasöfnum á netinu rekst bókelskandi kona á margt fallegt. Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir frá ýmsum bókasöfnum. Neðst er mynd og krækja á fleiri myndir af glænýju bókasafni í Japan, það er ansi ólíkt gömlu bókasöfnunum.
Bókasafn í klaustri í Austurríki sem sagt er að hafi orðið Umberto Eco innblástur að Nafni rósarinnar.
Strahov-bókasafnið í Prag, það tilheyrir líka klaustri og flestar bækurnar eru frá 16.-18. öld, yfir 42 þúsund eintök.
George Peabody-bókasafnið við Johns Hopkins-háskólann í Baltimore í Maryland í Bandaríkjunum.
Lestrarsalur í British Museum í London. Þarna hafa áreiðanlega margir Íslendingar lesið.
Einkabókasafn George Vanderbilt í höllinni hans í New York-fylki. Þarna kom ég þegar ég var barn en man ekkert eftir þessu bókasafani. Þarna eru um tíu þúsund bækur og fínn arinn. Af efri hæð bókasafnsins eru leynidyr inn í svefnherbergi George Vanderbilt, hann vildi auðvitað geta farið beint úr rúminu og inn í bókasafnið.
Í lessalnum í Carolina Rediviva, aðalháskólabókasafninu í Uppsölum í Svíþjóð. Þarna sat Foucault á sínum tíma og vann að Sögu kynferðisins. Um helgar ók hann alltof hratt á sportbílnum sínum til Parísar til að skemmta sér.
Bókasafnið í Norræna húsinu í Vatnsmýrinni. Fallegt og bjart bókasafn þar sem er góður andi.
Háskólabókasfnið í Coimbra í Portúgal, alveg mögnuð mynd af flottu bókasafni.
Örlítið bókasafn í símaklefa í Somerset á Englandi. Þetta finnst mér alveg stórkostleg hugmynd. Ef einhver útvegar mér símaklefa þá heiti ég því að koma upp svona bókasafni í Reykjavík.
Hvernig finnst ykkur nýja bókasafnið í Kanazawa í Japan?
Strahov-bókasafnið í Prag, það tilheyrir líka klaustri og flestar bækurnar eru frá 16.-18. öld, yfir 42 þúsund eintök.
George Peabody-bókasafnið við Johns Hopkins-háskólann í Baltimore í Maryland í Bandaríkjunum.
Lestrarsalur í British Museum í London. Þarna hafa áreiðanlega margir Íslendingar lesið.
Einkabókasafn George Vanderbilt í höllinni hans í New York-fylki. Þarna kom ég þegar ég var barn en man ekkert eftir þessu bókasafani. Þarna eru um tíu þúsund bækur og fínn arinn. Af efri hæð bókasafnsins eru leynidyr inn í svefnherbergi George Vanderbilt, hann vildi auðvitað geta farið beint úr rúminu og inn í bókasafnið.
Í lessalnum í Carolina Rediviva, aðalháskólabókasafninu í Uppsölum í Svíþjóð. Þarna sat Foucault á sínum tíma og vann að Sögu kynferðisins. Um helgar ók hann alltof hratt á sportbílnum sínum til Parísar til að skemmta sér.
Bókasafnið í Norræna húsinu í Vatnsmýrinni. Fallegt og bjart bókasafn þar sem er góður andi.
Háskólabókasfnið í Coimbra í Portúgal, alveg mögnuð mynd af flottu bókasafni.
Örlítið bókasafn í símaklefa í Somerset á Englandi. Þetta finnst mér alveg stórkostleg hugmynd. Ef einhver útvegar mér símaklefa þá heiti ég því að koma upp svona bókasafni í Reykjavík.
Hvernig finnst ykkur nýja bókasafnið í Kanazawa í Japan?
Bókasöfn á gististöðum, 7. þáttur
Gististaður. |
Þegar gist er í tjaldi er engu bókasafni til að dreifa nema því sem ferðalangurinn tekur sjálfur með sér og þegar farangurinn er borinn milli staða segir það sig sjálft að einungis fáráðar myndu fórna dýrmætum kílóum í margar bækur. Á fimm daga gönguferð um Jökulsárgljúfur og Mývatnssveit fyrr í þessum mánuði var bókasafnið því af minna taginu en það var þó til staðar. Geta tvær bækur ekki annars talist safn?
Ljóð og með því |
Sum ljóðin voru lesin fyrir ferðafélagana með kvöldkakóinu og bókin um Jökulsárgljúfur var dregin upp öðru hverju á göngunni. Hvað gististaðinn sjálfan varðar, þ.e. tjaldið, varð reyndin sú að lítið varð um lestur. Það var fremur kalt á kvöldin og nóttunni þannig að þegar háttað var inn í tjald var best að reima svefnpokann saman við háls og því varð lestri ekki hæglega komið við. Sennilega er vissara að hafa hljóðbækur með til öryggis í næstu tjaldferð. Eða æfa sig að fletta bókum með nefinu.
Bókabúðablæti II: ennþá í Berlín
Ég má til með að bæta við fyrri færslu mína um góðar bókabúðir í Berlín eftir að hafa farið í búðina Another Country í fyrsta sinn núna í vikunni. Það er bókabúð, bókasafn og samkomustaður (quiz, vídjókvöld o.fl. reglulega í boði) sem bókhneigðir Berlínarbúar (nú eða ferðamenn) ættu endilega að tékka á.
Ef við hugsum aðeins um bókabúðir eins og fólk, má segja að Another Country sé drykkfellda, kjaftfora og óskipulagða systir St. George's bókabúðarinnar í Prenzlauerberg (henni myndi eflaust finnast bróðir sinn ógeðslega heterónormatífur og smáborgaralegur eitthvað). Búðin er á Riemannstrasse í Kreuzberg, hún er á tveimur hæðum og fremur kaótísk, þannig að það er best að kíkja við þegar maður hefur nógan tíma. Þetta er fyrsta bókabúðin sem ég kem í sem hefur bjór og rauðvín til sölu. (Svo er líka hægt að fá óáfenga drykki, þeir eru á neðri hæðinni. Það er mjög skrítin lykt á neðri hæðinni).
Drykkir eru ódýrir og það er nóg af stólum í boði, þannig að þetta er afskaplega hentugur staður til að slaka á og lesa. Þarna eru mjög margar bækur sem maður hefur ekki heyrt um áður, en þegar maður rekst á þekkt bókmenntaverk er gjarnan miði inni í því sem á stendur að maður megi bara fá það að láni. Á neðri hæðinni eru eiginlega bara fantasíu- og vísindaskáldsögur (ég hef ekki séð svo mikið úrval í öðrum sambærilegum búðum í Berlín - það er þó heil búð helguð slíkum bókum stutt frá, á Bergmannstrasse).
Sumstaðar er bókunum raðað fremur tilviljunarkennt eða samkvæmt sannfæringum bókabúðareiganda. Uppáhaldshillan mín hefur að geyma bækur sem eru flokkaðar „illar“ - en þar má til dæmis finna eintak af Men are from Mars, Women are from Venus og bækur um það að fólk geti ekki orðið hamingjusamt nema það setji sér markmið í lífinu. Mikið fannst mér gaman að sjá svona bækur rétt flokkaðar.
Ef við hugsum aðeins um bókabúðir eins og fólk, má segja að Another Country sé drykkfellda, kjaftfora og óskipulagða systir St. George's bókabúðarinnar í Prenzlauerberg (henni myndi eflaust finnast bróðir sinn ógeðslega heterónormatífur og smáborgaralegur eitthvað). Búðin er á Riemannstrasse í Kreuzberg, hún er á tveimur hæðum og fremur kaótísk, þannig að það er best að kíkja við þegar maður hefur nógan tíma. Þetta er fyrsta bókabúðin sem ég kem í sem hefur bjór og rauðvín til sölu. (Svo er líka hægt að fá óáfenga drykki, þeir eru á neðri hæðinni. Það er mjög skrítin lykt á neðri hæðinni).
Drykkir eru ódýrir og það er nóg af stólum í boði, þannig að þetta er afskaplega hentugur staður til að slaka á og lesa. Þarna eru mjög margar bækur sem maður hefur ekki heyrt um áður, en þegar maður rekst á þekkt bókmenntaverk er gjarnan miði inni í því sem á stendur að maður megi bara fá það að láni. Á neðri hæðinni eru eiginlega bara fantasíu- og vísindaskáldsögur (ég hef ekki séð svo mikið úrval í öðrum sambærilegum búðum í Berlín - það er þó heil búð helguð slíkum bókum stutt frá, á Bergmannstrasse).
Sumstaðar er bókunum raðað fremur tilviljunarkennt eða samkvæmt sannfæringum bókabúðareiganda. Uppáhaldshillan mín hefur að geyma bækur sem eru flokkaðar „illar“ - en þar má til dæmis finna eintak af Men are from Mars, Women are from Venus og bækur um það að fólk geti ekki orðið hamingjusamt nema það setji sér markmið í lífinu. Mikið fannst mér gaman að sjá svona bækur rétt flokkaðar.
27. ágúst 2011
Margit Sandemo - guðsbarn eða galdranorn?
Mér finnst við mega til með að dúndra hér inn smá frétt af Margit Sandemo, þeim öðlingshöfundi Norðmanna sem ég veit að er margri Druslubókadömunni kær. Þetta er frekar leim skúbb úr Fréttablaðinu í gær, en skemmtilegt samt sem áður: Margit hefur brugðist illa við nafngift fyrirhugaðs sjónvarpsþáttar Ragnhildar Steinunnar í Ríkissjónvarpinu um „unga íslenska eldhuga“, en hann átti að heita Ísfólkið. „Fólk verður að fá að eiga sín hugverk í friði og Ísfólkið er nafn sem flestir tengja við Sandemo”, segir Sigrún Halldórsdóttir, útgefandi Margitar á Íslandi (ég kalla hana náttúrulega sínu fyrra nafni, enda er hún mér eins og gamall félagi, þótt hún sé það kannski ekki fyrir Sigrúnu).
Fregnir herma að Ríkissjónvarpið leggi ekki í þennan slag við Margit en hyggist kalla þáttinn Djöflaeyjuna í staðinn. Ég geri ráð fyrir að þeir hafi borið þetta undir Einar Kárason? Það væri óneitanlega dálítið fyndið ef hann hótaði þeim líka málsókn og hver veit hvert þessi barátta gæti leitt Ragnhildi Steinunni og samstarfsfólk hennar á Ríkissjónvarpinu með því áframhaldi. Spjallþátturinn Svefnhjólið? Gullið í höfðinu – rætt við íslenska eldhuga? Fljótt, fljótt sagði fuglinn – spjallað við leiklistarnemann Þorvald Davíð? Nei, ég er bara að reyna að vera sniðug. Hvernig haldið þið að þetta endi?
26. ágúst 2011
Bókahillur draumórakvenna?
Einhver hönnuður hjá fyrirtæki úti í heimi sem heitir Dripta Design Studio lét sér detta í hug að gera svona hillur sem eru eins og ský eða hugsanablöðrur. Ef ég ætti svona þá hefði ég þær fyrir ofan rúmið mitt.
Vændi, ást og spakhettur
Um daginn lofaði ég frekara bloggi um Dóttur Rómar eftir Alberto Moravia og nú er mál að efna það. Bókin kom fyrst út 1949 og vakti talsverða athygli, enda var Moravia velþekktur á þeim tíma. Hún var á eftirstríðsárunum mestselda ítalska skáldsagan í Bandaríkjunum. Í umsögnum má meðal annars finna ummæli á borð við þau að Moravia máli þar napra og afhjúpandi mynd af fasistaríkinu Ítalíu og að hann veiti djúpa innsýn í líf vændiskvenna. Satt að segja fannst mér þessi bók þrugl og kjaftæði frá upphafi til enda og hér fylgja einhverjar skýringar á þeirri skoðun minni.
Bókin er fyrstupersónufrásögn Rómarstúlkunnar Adríönu frá því að hún er sextán ára og eitthvað fram eftir þrítugsaldri (sennilega, það er ekki greint frá því nákvæmlega hve mörg ár hafi liðið). Hún býr ein með móður sinni, fátækri saumakonu, sem hefur þann metnað helstan fyrir hönd dóttur sinnar að hún noti íturvaxinn líkama sinn sér til framdráttar í lífinu. Þannig hefur Adríana starfsferil sinn sem fyrirsæta málara meðan hún lætur sig dreyma um hjónaband, börn og lítið sætt hús. Eftir að afbrýðisöm vinkona narrar hana út í aðstæður þar sem henni er drukkinni nauðgað af lögreglustjóra sem á að heita ástfanginn af henni og unnusti hennar reynist harðgiftur svikahrappur ákveður Adríana á nokkuð yfirvegaðan hátt að gerast vændiskona. Móðir hennar, sem hafði ætíð sett sig upp á móti því að Adríana giftist, virðist hæstánægð með þessa ákvörðun, enda hafa þær mæðgur meiri peninga milli handanna eftir þessar breytingar á starfsvettvangi hennar.
Persónur bókarinnar eru meira og minna allar flatar og ótrúverðugar og ég stóð sjálfa mig að því að hrista höfuðið við hvert skrefið á fætur öðru í söguþræðinum og tauta fyrir munni mér að þetta væri nú ekki sannfærandi. Jafnframt er tilgangurinn óljós, í það minnsta átti ég í basli með að átta mig á því hvað það væri sem höfundur væri að reyna að koma á framfæri. Ég næ ekki að rýna í þetta allt saman hér og held mig við tvö þemu; vændið og ástina.
Á sínum tíma þótti bókin meðal annars merkileg fyrir þær sakir að vændiskonunni væri sýndur skilningur, engin tilraun væri gerð til að áfellast hana fyrir hegðun hennar heldur væri hún sýnd eins og hver önnur manneskja. Að vissu leyti er þetta rétt; Adríana er alls ekki látin vera slæm manneskja og sú mynd sem dregin er upp af henni er í raun jákvæðari en af mörgum af kúnnunum hennar. Hins vegar fyllir afstaða hennar til vændisins mig efasemdum. Hún er til dæmis látin segjast hafa mjög sterka kynhvöt og það er sett fram sem einhvers konar skýring á því hvers vegna henni líkar starfið bara nokkuð vel. Hún virðist nefnilega vera tiltölulega ánægð með starfið. Einstaka sinnum hellist yfir hana einhver örvænting en þess á milli og yfirleitt virðist hún bara sátt. Ekki virðist hún þjökuð af kynsjúkdómum (hún minnist reyndar einu sinni á að hún fari reglulega í læknisskoðun) og það er aðeins einn kúnni af hinum fjölmörgu sem henni stendur einhver ógn af. Það er óhjákvæmilegt að fara að velta því fyrir sér hvort Moravia hafi yfirleitt haft einhverjar forsendur til að draga upp mynd af upplifunum og líðan vændiskonu. Ætli hann hafi tekið viðtöl við vændiskonur við undirbúninginn? Ætli hann hafi átt ættingja eða vinkonur sem stunduðu vændi? Einhvern veginn fæ ég á tilfinninguna að helsta viskan þarna um sálarlíf vændiskonunnar sé upprunnin í hugarheimi Moravia, enda eru þarna ýmsar dæmigerðar karlaklisjur.
Þær hugmyndir sem settar eru fram um ást í bókinni þóttu mér ekki síður skrýtnar og þær urðu mér tilefni til þó nokkurra heilabrota. Lögreglustjórinn Astaríta, sem nauðgar Adríönu (og borgar henni svo fyrir) meðan hún er enn trúlofuð svikahrappinum Gínó og ekki einu sinni farin að hugleiða það að stunda vændi er sagður ástfanginn af henni. Hann gegnir nokkuð veigamiklu hlutverki gegnum alla bókina og ást hans á Adríönu er þar mikið hreyfiafl. Þessi ást (sem maðurinn tjáir svo sannarlega undarlega) á að hafa kviknað úr fjarlægð, áður en hann hafði svo mikið sem talað við hana. Og grunnurinn fyrir ást Adríönu á Giacomo (sem hún kallar líka Mínó—sem nota bene er ekki sama persóna og Gínó), sem á að vera hennar stóra og mikla ást, virðist lítið betri. Hún verður ástfangin af honum eftir að hafa hitt hann einu sinni, að því er virðist aðallega af þeirri ástæðu að hann hafnar henni. Hvernig er það, ætti manneskja sem hefur starfað sem vændiskona í einhver ár ekki að vera alvön alls konar undarlegri og óvæntri hegðun af hálfu viðskiptavinanna án þess að þurfa að hlaupa til og verða ástfangin af þeim fyrir vikið? Adríönu tekst nú svo eftir einhvern eltingarleik að fá Mínó til við sig en hann er allan tímann hinn mesti durtur við hana og veltist um í einhverri sjálfsvorkunn allan tímann, líka áður en hann gerist uppljóstrari og lendir í enn meiri krísu og verður enn leiðinlegri. Í þokkabót laðast Adríana svo líka á einhvern undarlegan hátt að illmenninu og morðingjanum Sonzogno, væntanlega vegna þess að hún heillast af krafti hans eða einhverju slíku. En ég fór að velta fyrir mér hvað Moravia væri að reyna að segja okkur um ástina. Er meiningin hjá honum kannski sú að ást sé alltaf yfirborðskennd, jafnvel þótt við viljum trúa því að svo sé ekki? Að það að vera ástfanginn hljóti alltaf að fela í sér að elska eiginleika sem maður ímyndar sér að viðfang ástar manns hafi, eða sem maður varpar á viðfangið, og þess vegna megi allt eins elska bláókunnuga manneskju? Eða hefur Moravia einhverjar svona naíf rauðuástarsöguhugmyndir um ást sem lýstur niður í fólk á tilviljanakenndan hátt?
Hinn svokallaði Bechdel-staðall hefur verið notaður sem aðferð til að leggja mat á kvikmyndir með tilliti til þess hvort þær gefi viðunandi mynd af konum. Til að standast prófið þarf kvikmyndin að uppfylla þrjú skilyrði: 1) Í henni þurfa að vera a.m.k. tvær konur, 2) konurnar þurfa að tala saman, 3) um eitthvað annað en karlmenn. Þar sem Dóttir Rómar er fyrstupersónufrásögn vændiskonu fannst mér áhugavert að máta hana við Bechdel-staðalinn, en hugmyndinni að beita staðlinum á bækur er stolið héðan. Niðurstaðan hlýtur að teljast neikvæð. Í bókinni talar Adríana við tvær konur, annars vegar við móður sína og hins vegar við Gísellu vinkonu sína. Við Gísellu talar hún bara um karlmenn. Við móður sína talar hún svo sem ekki eingöngu um karlmenn, strangt til tekið. Þær tala þó mikið um karlmenn og þegar samtalið snýst ekki beinlínis um karlmenn þá snýst það um þá óbeint, með því að fjalla um leiðir til að þóknast þeim eða eitthvað slíkt.
Bókin kom út í íslenskri þýðingu 1951 og er þýdd af Andrési Kristjánssyni og Jóni Helgasyni. Málnotkun þeirra er allsérstök, stíllinn svolítið tilgerðarlegur og oft koma fyrir orð sem þeir virðast hafa sérsmíðað, alla vega finnast þau ekki í orðabókum. Og nú er lag að enda hér á orðagetraun. Þeir lesendur sem geta fundið út hvað eftirfarandi orð (sem bæði koma fyrir í bókinni) merkja hljóta lofsyrði að launum:
1) spakhettur
2) vermóður
Krypplingar og tilviljanir
Það getur verið gaman að lesa ólíkar bækur um tengd efni. Stundum eru slík lestrarþemu meðvituð, fyrir ferðalög sæki ég t.d. oft í að lesa bækur sem gerast í landinu eða borginni þangað sem förinni er heitið og ekki er síðra að halda því áfram meðan á ferðalaginu stendur eða þegar heim er komið.
Sem annars konar dæmi um meðvitað lestrarþema má nefna að Eiríkur Örn Norðdahl einsetti sér í fyrrahaust að lesa einungis pólitískar skáldsögur í eitt ár. Um tíma bloggaði hann um lesturinn og nýlega velti hann einnig upp áhugaverðum flötum á því hvernig hægt er að skilgreina bækur sem pólitískar á mismunandi hátt eftir því hvort ætlun höfundar eða lesanda er lögð til grundvallar.
Lestrarþemu eru þó ekki alltaf meðvituð og skipulögð. Stundum dúkkar sams konar atriði upp í hverri bókinni af annarri, algjörlega óforvarandis. Það getur komið skemmtilega á óvart að hnjóta um tengd efni í bókum sem eiga að öðru leyti fátt aða ekkert sameiginlegt.
Um síðustu helgi las ég t.d. fyrir einskæra tilviljun tvær bækur í röð þar sem krypplingar komu við sögu. Sú fyrri var Revelation eftir C.J. Sansom, fjórða bókin í flokki glæpasagna um Matthew Shardlake, kroppinbak og lögfræðing í London á 16. öld, en Maríanna fjallaði um bókaflokkinn í Víðsjárpistli í gær. Æsispennandi plottið og vel unnar lýsingar á tíðaranda, þ.m.t. eiginkvennadramanu kringum Hinrik VIII, trúarbragðaóróa og fölskum tönnum, heilluðu mig svo að ég pantaði samstundis fyrri bækurnar á Borgarbókasafninu (þær voru allar í láni).
Að því búnu velti ég fyrir mér hvað væri best að lesa næst. Það var nokkuð framorðið svo ég taldi upplagt að lesa stutta bók fyrir svefninn og greip Kaffihús tregans eftir Carson McCullers, bók sem kom í neon-bókaklúbbnum í fyrra og hafði farist fyrir að lesa. Kaffihús tregans var ágætis lesning en heillaði mig þó ekki sérstaklega. Kannski réð þar einhverju að ég var með hugann við annað, þ.e. óvæntu tenginguna við bókina sem ég var nýbúin að klára, því Lymon frændi, ein af aðalpersónunum, reyndist líka vera kroppinbakur. London á sextándu öld og suðurríki Bandaríkjanna á fyrri hluta 20. aldar eiga ekki margt sameiginlegt, bækurnar eru gerólíkar að allri gerð og krypplingar eru ekki á hverju strái þannig að mér fannst tilviljunin vægast sagt skondin.
Nú kemur sterklega til greina að halda áfram krypplinga-þemanu. Geta lesendur bent mér á aðrar bækur? Hringjarinn frá Notre-Dame kemur augljóslega til greina en ég er ólm í fleiri ábendingar!
Ég er þó ennþá forvitnari að heyra af sams konar tilviljunum hjá öðru fólki. Hafa ekki fleiri orðið fyrir því að uppgötva óvæntar tengingar milli bóka? Mælendaskráin er opin í kommentakerfinu!
Sem annars konar dæmi um meðvitað lestrarþema má nefna að Eiríkur Örn Norðdahl einsetti sér í fyrrahaust að lesa einungis pólitískar skáldsögur í eitt ár. Um tíma bloggaði hann um lesturinn og nýlega velti hann einnig upp áhugaverðum flötum á því hvernig hægt er að skilgreina bækur sem pólitískar á mismunandi hátt eftir því hvort ætlun höfundar eða lesanda er lögð til grundvallar.
Kroppinbakur í Antiokkíu á 2. öld |
Um síðustu helgi las ég t.d. fyrir einskæra tilviljun tvær bækur í röð þar sem krypplingar komu við sögu. Sú fyrri var Revelation eftir C.J. Sansom, fjórða bókin í flokki glæpasagna um Matthew Shardlake, kroppinbak og lögfræðing í London á 16. öld, en Maríanna fjallaði um bókaflokkinn í Víðsjárpistli í gær. Æsispennandi plottið og vel unnar lýsingar á tíðaranda, þ.m.t. eiginkvennadramanu kringum Hinrik VIII, trúarbragðaóróa og fölskum tönnum, heilluðu mig svo að ég pantaði samstundis fyrri bækurnar á Borgarbókasafninu (þær voru allar í láni).
Að því búnu velti ég fyrir mér hvað væri best að lesa næst. Það var nokkuð framorðið svo ég taldi upplagt að lesa stutta bók fyrir svefninn og greip Kaffihús tregans eftir Carson McCullers, bók sem kom í neon-bókaklúbbnum í fyrra og hafði farist fyrir að lesa. Kaffihús tregans var ágætis lesning en heillaði mig þó ekki sérstaklega. Kannski réð þar einhverju að ég var með hugann við annað, þ.e. óvæntu tenginguna við bókina sem ég var nýbúin að klára, því Lymon frændi, ein af aðalpersónunum, reyndist líka vera kroppinbakur. London á sextándu öld og suðurríki Bandaríkjanna á fyrri hluta 20. aldar eiga ekki margt sameiginlegt, bækurnar eru gerólíkar að allri gerð og krypplingar eru ekki á hverju strái þannig að mér fannst tilviljunin vægast sagt skondin.
Nú kemur sterklega til greina að halda áfram krypplinga-þemanu. Geta lesendur bent mér á aðrar bækur? Hringjarinn frá Notre-Dame kemur augljóslega til greina en ég er ólm í fleiri ábendingar!
Ég er þó ennþá forvitnari að heyra af sams konar tilviljunum hjá öðru fólki. Hafa ekki fleiri orðið fyrir því að uppgötva óvæntar tengingar milli bóka? Mælendaskráin er opin í kommentakerfinu!
25. ágúst 2011
Djörf og opinská ævisaga íslensks athafnamanns
Árið 1996 kom út bókin Götustrákur á spariskóm – Þættir úr lífi Þorsteins Viggóssonar athafna- og ævintýramanns. Blaðakonan Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skráði endurminningar Þorsteins, sem fæddist á Eskifirði árið 1936. Hann ólst upp við dæmigerða lífsbaráttu í íslensku sjávarplássi hjá foreldrum sínum og systkinum, í timburhúsi þar sem afi hans og amma bjuggu líka. Pabbinn var bakari og kokkur sem lengi starfaði til sjós, en mamman var húsfreyja. Berklar voru landlægir á Eskifirði og þegar Þorsteinn var fjórtán ára kom í ljós að hann var með blett í öðru lunganu. Hann var sendur til rannsókna í Reykjavík og svo á berklahælið á Vífilsstöðum þaðan sem hann sneri heill heilsu, hnöttóttur af offitu og heltekinn af útþrá.
Þorsteinn var heillaður af togarajöxlum, fannst þeir miklir naglar og hetjur. Hann réði sig því á togarann Austfirðing fimmtán ára gamall en síðar fékk hann vinnu sem messagutti á Dettifossi. Þorsteinn sigldi síðan um heimshöfin og kynntist fátækt eftistríðsáranna í erlendum hafnarborgum á borð við Leningrad, Hamborg og Rotterdam. Þar sem mikill vöruskortur var á þessum árum blómstraði svartamarkaðsbrask og smygl, sjómannsstarfið var í raun oft meiri kaupmennska en sjómennska, smygl var stór hluti aðráttaraflins sem siglingarnar höfðu og gaf drjúgan skilding. Eftir vinnu á Dettifossi réði Þorsteinn sig á Goðafoss en var á endanum rekinn þaðan og komst þá að á gleðiskipinu og óskabarni þjóðarinnar, Gullfossi, en þetta var árið 1955. Þá var Þorsteinn búinn að eignast barn í lausaleik og segir hann að hann hafi komist að því að ungpía þurfi aðeins að anda að sér fersku sjávarlofti til að pilsið fjúki uppum hana.
Gullfoss var talið besta veitingahús þjóðarinnar og þar var mikið dansað og ekki síður drukkið en Þorsteinn sjálfur snerti ekki áfengi. Hann ákvað síðan að læra til kokks og komst á samning hjá Frascati, þekktu veitingahúsi í Kaupmannahöfn. Námið tók þrjú ár. Í borginni við Eyrarsund eignaðist Þorsteinn ástkonur úr ýmsum stéttum, sem stunduðu ýmis störf og ekki öll lögleg, hann æfði líka hnefaleika og lyfti lóðum en löngu síðar náði Þorsteinn sér í svarta beltið í karate. Í Danmörku giftist Þorsteinn hinni dönsku Ínu, þau flytja síðan til Íslands en efasemdir um hjónabandið leita næstum samstundis á hann. Hann vinnur sem hótelstjóri á Bifröst en síðan flytja þau til Reykjavíkur og Þorsteinn tekur þann pól í hæðina að sækja sér félagsskap og blíðu utan hjónabandsins og heldur við hinar og þessar konur.
Þegar þarna var komið sögu hóf Þorsteinn Viggósson veitingarekstur í Reykjavík. Hann fékk augastað á Langabar við Lækjargötu. Barinn segir hann hafa verið sóðabúllu en honum tókst að hreinsa hann af óæskilegum gestum og staðurinn varð vinsæll. Auk þess leigði hann Adlonbarinn á Laugavegi 11 af Silla og Valda, en það var staður menningarvita og homma. Þorsteinn ákvað að losa sig við listamenn og samkynhneigða af staðnum, af þeim var litla peninga að hafa því þeir sátu allt of lengi yfir kaffibollunum. Það gerði hann með því að setja upp ærandi glymskratta sem flæmdi fastagestina í burtu. Reksturinn gekk þó ekki vel, það var erfitt að græða á kaffihúsum og börum í Reykjavík á þessum tíma og á endanum losar Þorsteinn sig við barina og fer í siglingar. Skömmu síðar er hann svo kominn aftur til Kaupmannahafnar en siglir með Brúarfossi og smyglar í gríð og erg, peningarnir fara í að greiða lánadrottnum á Íslandi. Þar á eftir gerist söguhetjan flugþjónn hjá Tjæreborg og flækist víða en festir síðan kaup á bar við Gothersgade í Kaupmannahöfn, sem hét Kaffibarinn, og hafði verið fræg svartamarkaðsbúlla og dópistagreni. Smám saman kaupir hann hæðina fyrir ofan barinn og hefst þá langur ferill Þorsteins í skemmtanabransa Kaupmannahafnar. Þarna opnar hann, árið 1970, diskótekið Pussycat og síðan stað sem hét Bonaparte, en þar hélt glamúrlið borgarinnar sig. Heimfrægir popparar á borð við Elton John, meðlimi Rolling Stones og Abba mættu gjarna, sömuleiðis diskódrottningarnar Donna Summer og Grace Jones og kvennaflagarinn alræmdi Warren Beatty var heimilisfastur á stöðum Þorsteins þegar hann átti leið um Kaupmannahöfn. Fleiri veitingahús rak Þorsteinn Viggósson í Danmörku og einnig fataverslanir, bæði þar og hér í Reykjavík.
Undirheimalífi Kaupmannahafnar er lýst í bókinni, en sögumaðurinn hafði umtalsvert veður af því. Auk þess að vera í vinfengi við hinn fræga Simon Spies, umgekkst hann vændiskonur, vasaþjófa, eiturlyfjasala og allskonar krimma. Klámiðnaðurinn var í hámarki á þessum árum og ástarlíf Þorsteins sjálfs var í meira lagi fjölskrúðugt, hann kvæntist nokkrum sinnum og átti að auki í fjölmörgum kynlífssamböndum.
Ekki lét Þorsteinn Viggósson sér duga að reka skemmtistaði í Kaupmannahöfn því hann flutti líka inn skemmtikrafta til Íslands, þeirra á meðal Ivan Rebroff. Á níunda áratug síðustu aldar stofnaði hann síðan meðferðarheimili fyrir danska alkohólista ásamt Björgólfi Guðmundssyni og Fritz Berndsen. Þeir festu kaup á gömlum skóla úti í sveit, en reksturinn varð aldrei eins og Þorsteinn hafði vonast eftir.
Endurminningar Þorsteins Viggóssonar eru um margt áhugaverð frásögn fyrir þá sem hafa áhuga á að rifja upp ýmislegt úr mannlífi og skemmtanalífi seinni hluta síðustu aldar. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar góðan blaðamannastíl og það er hvergi dvalið of mikið við smáatriði eða verið með óþarfa málalengingar. Sagan er lögð í munn aðalpersónunnar en lokakafli bókarinnar er í viðtalsformi og þar ýjar skrásetjarinn að því að þetta sé hálfgerð klámbók. Það eru kannski dálitlar ýkjur en engu að síður er ýmislegt bókinni sem teljast verður verulega opinskátt borið saman við íslenskar endurminningabækur yfirleitt.
Brot úr útvarpsþætti sem Þórdís og Þorgerður gerðu fyrir RÚV
Þorsteinn var heillaður af togarajöxlum, fannst þeir miklir naglar og hetjur. Hann réði sig því á togarann Austfirðing fimmtán ára gamall en síðar fékk hann vinnu sem messagutti á Dettifossi. Þorsteinn sigldi síðan um heimshöfin og kynntist fátækt eftistríðsáranna í erlendum hafnarborgum á borð við Leningrad, Hamborg og Rotterdam. Þar sem mikill vöruskortur var á þessum árum blómstraði svartamarkaðsbrask og smygl, sjómannsstarfið var í raun oft meiri kaupmennska en sjómennska, smygl var stór hluti aðráttaraflins sem siglingarnar höfðu og gaf drjúgan skilding. Eftir vinnu á Dettifossi réði Þorsteinn sig á Goðafoss en var á endanum rekinn þaðan og komst þá að á gleðiskipinu og óskabarni þjóðarinnar, Gullfossi, en þetta var árið 1955. Þá var Þorsteinn búinn að eignast barn í lausaleik og segir hann að hann hafi komist að því að ungpía þurfi aðeins að anda að sér fersku sjávarlofti til að pilsið fjúki uppum hana.
Gullfoss var talið besta veitingahús þjóðarinnar og þar var mikið dansað og ekki síður drukkið en Þorsteinn sjálfur snerti ekki áfengi. Hann ákvað síðan að læra til kokks og komst á samning hjá Frascati, þekktu veitingahúsi í Kaupmannahöfn. Námið tók þrjú ár. Í borginni við Eyrarsund eignaðist Þorsteinn ástkonur úr ýmsum stéttum, sem stunduðu ýmis störf og ekki öll lögleg, hann æfði líka hnefaleika og lyfti lóðum en löngu síðar náði Þorsteinn sér í svarta beltið í karate. Í Danmörku giftist Þorsteinn hinni dönsku Ínu, þau flytja síðan til Íslands en efasemdir um hjónabandið leita næstum samstundis á hann. Hann vinnur sem hótelstjóri á Bifröst en síðan flytja þau til Reykjavíkur og Þorsteinn tekur þann pól í hæðina að sækja sér félagsskap og blíðu utan hjónabandsins og heldur við hinar og þessar konur.
Þegar þarna var komið sögu hóf Þorsteinn Viggósson veitingarekstur í Reykjavík. Hann fékk augastað á Langabar við Lækjargötu. Barinn segir hann hafa verið sóðabúllu en honum tókst að hreinsa hann af óæskilegum gestum og staðurinn varð vinsæll. Auk þess leigði hann Adlonbarinn á Laugavegi 11 af Silla og Valda, en það var staður menningarvita og homma. Þorsteinn ákvað að losa sig við listamenn og samkynhneigða af staðnum, af þeim var litla peninga að hafa því þeir sátu allt of lengi yfir kaffibollunum. Það gerði hann með því að setja upp ærandi glymskratta sem flæmdi fastagestina í burtu. Reksturinn gekk þó ekki vel, það var erfitt að græða á kaffihúsum og börum í Reykjavík á þessum tíma og á endanum losar Þorsteinn sig við barina og fer í siglingar. Skömmu síðar er hann svo kominn aftur til Kaupmannahafnar en siglir með Brúarfossi og smyglar í gríð og erg, peningarnir fara í að greiða lánadrottnum á Íslandi. Þar á eftir gerist söguhetjan flugþjónn hjá Tjæreborg og flækist víða en festir síðan kaup á bar við Gothersgade í Kaupmannahöfn, sem hét Kaffibarinn, og hafði verið fræg svartamarkaðsbúlla og dópistagreni. Smám saman kaupir hann hæðina fyrir ofan barinn og hefst þá langur ferill Þorsteins í skemmtanabransa Kaupmannahafnar. Þarna opnar hann, árið 1970, diskótekið Pussycat og síðan stað sem hét Bonaparte, en þar hélt glamúrlið borgarinnar sig. Heimfrægir popparar á borð við Elton John, meðlimi Rolling Stones og Abba mættu gjarna, sömuleiðis diskódrottningarnar Donna Summer og Grace Jones og kvennaflagarinn alræmdi Warren Beatty var heimilisfastur á stöðum Þorsteins þegar hann átti leið um Kaupmannahöfn. Fleiri veitingahús rak Þorsteinn Viggósson í Danmörku og einnig fataverslanir, bæði þar og hér í Reykjavík.
Undirheimalífi Kaupmannahafnar er lýst í bókinni, en sögumaðurinn hafði umtalsvert veður af því. Auk þess að vera í vinfengi við hinn fræga Simon Spies, umgekkst hann vændiskonur, vasaþjófa, eiturlyfjasala og allskonar krimma. Klámiðnaðurinn var í hámarki á þessum árum og ástarlíf Þorsteins sjálfs var í meira lagi fjölskrúðugt, hann kvæntist nokkrum sinnum og átti að auki í fjölmörgum kynlífssamböndum.
Ekki lét Þorsteinn Viggósson sér duga að reka skemmtistaði í Kaupmannahöfn því hann flutti líka inn skemmtikrafta til Íslands, þeirra á meðal Ivan Rebroff. Á níunda áratug síðustu aldar stofnaði hann síðan meðferðarheimili fyrir danska alkohólista ásamt Björgólfi Guðmundssyni og Fritz Berndsen. Þeir festu kaup á gömlum skóla úti í sveit, en reksturinn varð aldrei eins og Þorsteinn hafði vonast eftir.
Endurminningar Þorsteins Viggóssonar eru um margt áhugaverð frásögn fyrir þá sem hafa áhuga á að rifja upp ýmislegt úr mannlífi og skemmtanalífi seinni hluta síðustu aldar. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar góðan blaðamannastíl og það er hvergi dvalið of mikið við smáatriði eða verið með óþarfa málalengingar. Sagan er lögð í munn aðalpersónunnar en lokakafli bókarinnar er í viðtalsformi og þar ýjar skrásetjarinn að því að þetta sé hálfgerð klámbók. Það eru kannski dálitlar ýkjur en engu að síður er ýmislegt bókinni sem teljast verður verulega opinskátt borið saman við íslenskar endurminningabækur yfirleitt.
Brot úr útvarpsþætti sem Þórdís og Þorgerður gerðu fyrir RÚV
Í höfuðið á ...?
Kannist þið við einhver skemmtileg dæmi um nafngiftir í höfuðið á sögupersónum eða rithöfundum? Svör óskast!
24. ágúst 2011
Úr íslenskum torfærum í frumskóga Afríku
Ferðasögur eða ferðabókmenntir er sérstök bókmenntagrein. Í ferðasögum segja höfundar frá ferðalögum sínum til ókunnra landa og lýsa staðháttum og menningarheimum sem oft eru ólíkir þeim sem þeir eiga að venjast. Slíkar lýsingar voru auðvitað ekki síst merkilegar áður en ljósmynda- og kvikmyndatæknin kom til sögunnar og í raun eina leiðin fyrir marga til að kynnast öðrum löndum og ólíkum menningarstraumum. Þekktir rithöfundar hafa iðulega skrifað sögur af ferðum sínum sem einskonar aukabúgrein og aðrir höfundar hafa einbeitt sér að þessum flokki. Á Íslandi hafa höfundar skrifað um ferðir sínar til ókunnra landa en slíkar lýsingar koma oftast fyrir í ævisögum enda ævisagnahefðin öflug hérlendis. Hreinræktaðar ferðabókmenntir eru í raun fremur sjaldséðar.
Bókin Sorry, Mister Boss eftir Róbert Brimdal er ævisaga Þórðar Jónssonar sem kom út árið 1994 en þá var Þórður fimmtugur. Lífshlaup hans er um margt sérstakt, hann hefur frá fæðingu glímt við mikla fötlun en ekki látið það aftra sér frá því að sinna hugðarefnum sínum og ferðast um heiminn. Þórður bjó um árabil í Ródesíu en frásagnir þaðan eru stór hluti sögunnar. Það má eiginlega segja að Sorry, Mister Boss sé markaðssett sem ferðasaga, titillinn vísar í afsökunarbeiðni einkaþjóns Þórðar í Ródesíu og bókarkápan vísar sterklega til þessa tíma í lífi Þórðar. Þar má finna mynd af honum ásamt einkaþjóninum en yfir þeim gnæfir útskorin afrísk stytta. Í bakgrunni má svona greina landakort af Afríku og er myndin römmuð inn af frumskógartrjám.
Þórður fæddist árið 1944, hann var tvíburi en systir hans lést í fæðingu og sjálfum var Þórði vart hugað líf fyrsta sólahringinn og börnunum beinlínis þrýst út úr kviði móðurinnar sem hafði reynt að fæða þau í á fimmta sólahring. Það kom í ljós þegar Þórður var á öðru ári að mæna hans var skemmd og einnig hafði hann farið úr öðrum mjaðmaliðnum við fæðingu og það var orðið of seint að koma honum í liðinn. Af þessum sökum hefur Þórður aldrei getað gengið óstuddur og hefur ferðast um í hjólastól. Þórður ólst upp hjá foreldrum sínum í Keflavík og í bókinni segir frá ýmsum erfiðleikum sem fylgdu því að alast upp í hjólastól, barnaskólinn hans var til dæmis ekki útbúin fyrir hjólastóla. Sjálfsbjargarviðleitnin var hinsvegar mikil og Þórður tók þátt í leikjum vina sinni eftir fremsta megni. Fljótlega kom líka í ljós að hann var með mikla bíladellu og varð bíladellan á endanum lifibrauð hans, í lok bókar er rekur hann partasölu fyrir jeppa.
Bókin er tileinkuð öllum þeim sem bera með sér einlæga ósk um að sjá drauma sína rætast og vinna gagnlegt verk í þjóðfélaginu en það er Þórði einmitt efst í huga að geta séð fyrir sér með vinnu og hafa fjárhagslegt sjálfstæði. Þetta reynist oft erfitt þar sem hann þarf töluverða hjálp í hinu daglega lífi. Baráttan er afskaplega áþreifanleg í frásögninni og lesandinn fær mikla tilfinningu fyrir erfiðleikunum sem mæta fötluðum í samfélaginu. Þórður er hinsvegar ekki manngerðin sem gefst upp og það má segja að fyrsti áfanginn til sjálfstæðis náist þegar hann tekur bílpróf. Á yngri árum vinnur hann meðal annars á bílaverkstæði hjá vini sínum við það að svara í símann en til lengdar gengur það ekki upp og svo er hann líka í húsnæðisvandræðum. Þegar hann er um þrítugt verða svo sannarlega þáttaskil í lífi Þórðar. Hann heimsækir vini sína sem hafa sest að í Ródesíu sem nú heitir Zimbabwe. Ródesía hafði verið bresk nýlenda en hafði þegar þarna var komið sögu fengið heimastjórn. Blökkumenn voru í miklum meirihluta í landinu en höfðu þó ekki kosningarétt á þessum tíma og öll samfélagsgerðin er gegnsýrð af aðskilnaðarstefnu sem var viðhaldið dyggilega af þáverandi forsætisráðherra Ian Smith en stjórn hans var einungis viðurkennd af stjórnvöldum í Suður-Afríku, aðrar þjóðir viðurkenndu stjórn Ian Smith ekki. Það var þannig mikil spenna á milli kynþátta í landinu og einnig hafa lönd Sameinuðu þjóðanna sett viðskiptabann á Ródesíu. Framtíðin er ekki björt á Íslandi fyrir fatlaðan mann í hjólastól sem vill vera sjálfstæður og Þórður kemst að því í heimsókn sinni til Ródesíu að þar geti hann lifað ágætu lífi. Örorkubætur frá Íslandi duga til þess að borga einkaþjóni laun og jafnframt að getur hann til að byrja með leigt sér ágætis herbergi á hóteli. Árin í Ródesíu eru viðburðarík, Þórður sýnir þar að hann er hæfileikaríkur braskari og er í ýmisskonar bílaviðskiptum og smyglar jafnvel peningum á milli landa, hann kaupir líka og rekur matvöruverslun um skeið. Hann fær líka það verkefni að líta til með hópi svartra myndhöggvara sem Brendon vinur hans, sem er hvítur Ródesíubúi, hafði ráðið til að búa til styttur fyrir sig sem hann seldi svo með miklum hagnaði í Suður-Afríku en annars staðar var ekki hægt að selja þessar vörur. Þar fær hann borgað allt að tífalt hærra verð en hann greiðir fyrir þær. Brendon hefur látið útbúa aðstöðu fyrir myndhöggvarana lengst inni í skógi við grjótnámurnar sem þeir fá efnivið sinn frá. Nú ber svo við að halda á sýningu á afrískum munum á Kjarvalsstöðum í Reykjavík þetta vor og hefur Brendon fengið það verkefni að útvega listmuni á sýninguna. Þess vegna er mikilvægt að listamennirnir haldi sig við efnið og til þess þarf hvítur maður að sitja yfir þeim að sögn Brendons. Þórður dvelur í tvær vikur í skóginum með myndhöggvurnum og á ýmis áhugaverð samskipti við þorpsbúa.
Það kemur víða í ljós í bókinni að Þórður er nokkuð tvístígandi þegar kemur að kynþáttaumfjöllun og kynþáttafordómum. Í ritdómi í Morgunblaðinu gagnrýndi Jón Stefánsson, líklega sá sem nú heitir Jón Kalman Stefánsson, Þórð harðlega fyrir kynþáttafordóma og segir meðal annars: Á einum stað segir Þórður frá því þegar vinur hans skýtur blökkumann í bakið svo að bani hlýst af – fyrir það eitt að hnupla vínflösku. Þórði finnst auðvitað langt gengið og telur sig lausan við kynþáttafordóma. En því miður er ég ekki sammála honum í því.
Jón tekur nokkur dæmi úr bókinni og segir síðan: Eins og Þórður tekur nokkrum sinnum fram í bókinni er hann trúaður maður. Það er því hreint og beint skelfilegt, að Paradís skuli hann kalla þann stað þar sem blökkumaðurinn er kúgaður, fyrirlitinn, arðrændur. Paradís Þórðar var helvíti á jörð fyrir blökkumanninn. Og það hlýtur að kallast mikil sjálfselska og fyrirlitning að vonast heitt og innilega eftir því að Ródesía verði áfram fyrir þá helvíti á jörð. Það er mikil synd af þessum þætti bókarinnar, því vel gæti ég trúað að seigla Þórðar og velgengni í þjóðfélaginu, gæti verið öðrum fötluðum örvun og fordæmi. Skrásetjari Þórðar, Róbert Brimdal, er einn helsti vinur hans. Ég er ekki viss um að svo náin tengsl séu heppileg, því skrásetjari þarf að hafa vissa fjarlægð á þann sem segir frá. Ég velti líka fyrir mér, hvort þeir Þórður hafi áttað sig á þeim viðhorfum sem skína í gegn í Ródesíuhlutanum, hvort þeir hafi áttað sig á þeim ótrúlega hroka sem felst í því að kalla slíkt land Paradís á jörðu.
Það er áhugavert að Jón skuli velta því fyrir sér hvort skrásetjari og sögumaður átti sig á viðhorfum í garð blökkumanna í þessari bók. Það er nefnilega nokkuð mikil meðvitund um viðhorf höfundar í skrifunum en viðhorfið er svo sannarlega tvíbent. Þórður gagnrýnir misrétti og fordóma gagnvart blökkumönnum á mörgum stöðum en jafnframt viðurkennir hann að hann sé litaður af ríkjandi viðhorfi hvítra Ródesíubúa. Það má velta fyrir sér hvort Þórður endurskoði afstöðu sína til svartra þegar hann lítur til baka, það líða tæplega tuttugu ár frá því að Þórður flytur frá Ródesíu og þar til að bókin er skrifuð. Það verður ekki hjá því litið að velsæld Þórðar í Ródesíu byggir á kynþáttamisrétti og það er áberandi í bókinni að ekki er gengið nærri sögumanninum hvað þetta varðar en viðhorf hans varðandi kynþáttafordóma viðruð á mun almennari nótum. Það má greina óöryggi í því hvernig fjallað er um þessi mál í bókinni, eins og höfundur viti ekki alveg hvernig hann eigi að taka á þeim.
Eitt atvik úr Ródesíudvölinni er Þórði minnisstæðara en önnur. Eitt sinn er hann á leið heim til Ródesíu frá Jóhannesarborg í Suður-Afríku þar sem hann hafði keypt bílavarahluti. Öll slík ferðalög voru áhættusöm vegna yfirvofandi árása skæruliða og í þessari ferð fer Þórður ekki varhluta af þeim hættum. Skæruliðar stöðva bílinn hans og hirða allt verðmætt, þeir eru í miðjum klíðum þegar heyrist í vélhjólum og skæruliðarnir bíða ekki boðanna og skjóta á vélhjólakappana. Þórður og bílstjóri hans björguðust naumlega úr þessari svaðilför. Þórður var aldrei samur maður eftir þennan atburð og verður hann í raun til þess að Þórður fer aftur til Íslands og leggst inn á sjúkrahús Keflavíkur sér til hvíldar og heilsubótar um tíma. Hann stefnir á að fara aftur til Ródesíu en úr því verður aldrei. Stjórn Ians Smith hefur verið steypt af stóli og allar líkur á að peningar sem Þórður á inni á banka hafi verið þjóðnýttir. Þórður fær úthlutað íbúð í Hátúni 12 en íbúðir í því nýbyggða húsi voru ætlaðar fötluðum. Þar kynnist hann tilvonandi eiginkonu sinni, Ingibjörgu Ólafsdóttur sem er einnig fötluð, en hún er afar heyrnarskert og hafði verið úrskurðuð vangefin, eins og segir í bókinni, fyrir misgáning. Síðar kemur í ljós að Ingibjörg á einungis í erfiðleikum með að tjá sig sökum heyrnarleysisins og er hún í endurhæfingu þegar hún kynnist Þórði. Það er merkilegt að lesa um fordómana og viðhorfið sem parið mætir í heilbrigðiskerfinu þegar í ljós kemur að Ingibjörg er barnshafandi, en þeim er ítrekað sagt að barnið geti orðið aumingi og þau fá jafnvel skammir í hattinn. En dóttir þeirra fæðist og reynist alheilbrigð. Það má segja að í lok bókarinnar hafi Þórður Jónsson eignast það sem hann þráir mest og við hin tökum mörg sem gefnu. Við sögulok lifir hann venjulegu lífi, á fjölskyldu, húsnæði, starfar í eigin fyrirtæki og fer til útlanda í sumarfríum.
Brot úr útvarpsþætti sem Þórdís og Þorgerður gerðu fyrir RÚV um nokkrar ævisögur íslenskra karlmanna.
Bókin Sorry, Mister Boss eftir Róbert Brimdal er ævisaga Þórðar Jónssonar sem kom út árið 1994 en þá var Þórður fimmtugur. Lífshlaup hans er um margt sérstakt, hann hefur frá fæðingu glímt við mikla fötlun en ekki látið það aftra sér frá því að sinna hugðarefnum sínum og ferðast um heiminn. Þórður bjó um árabil í Ródesíu en frásagnir þaðan eru stór hluti sögunnar. Það má eiginlega segja að Sorry, Mister Boss sé markaðssett sem ferðasaga, titillinn vísar í afsökunarbeiðni einkaþjóns Þórðar í Ródesíu og bókarkápan vísar sterklega til þessa tíma í lífi Þórðar. Þar má finna mynd af honum ásamt einkaþjóninum en yfir þeim gnæfir útskorin afrísk stytta. Í bakgrunni má svona greina landakort af Afríku og er myndin römmuð inn af frumskógartrjám.
Þórður fæddist árið 1944, hann var tvíburi en systir hans lést í fæðingu og sjálfum var Þórði vart hugað líf fyrsta sólahringinn og börnunum beinlínis þrýst út úr kviði móðurinnar sem hafði reynt að fæða þau í á fimmta sólahring. Það kom í ljós þegar Þórður var á öðru ári að mæna hans var skemmd og einnig hafði hann farið úr öðrum mjaðmaliðnum við fæðingu og það var orðið of seint að koma honum í liðinn. Af þessum sökum hefur Þórður aldrei getað gengið óstuddur og hefur ferðast um í hjólastól. Þórður ólst upp hjá foreldrum sínum í Keflavík og í bókinni segir frá ýmsum erfiðleikum sem fylgdu því að alast upp í hjólastól, barnaskólinn hans var til dæmis ekki útbúin fyrir hjólastóla. Sjálfsbjargarviðleitnin var hinsvegar mikil og Þórður tók þátt í leikjum vina sinni eftir fremsta megni. Fljótlega kom líka í ljós að hann var með mikla bíladellu og varð bíladellan á endanum lifibrauð hans, í lok bókar er rekur hann partasölu fyrir jeppa.
Bókin er tileinkuð öllum þeim sem bera með sér einlæga ósk um að sjá drauma sína rætast og vinna gagnlegt verk í þjóðfélaginu en það er Þórði einmitt efst í huga að geta séð fyrir sér með vinnu og hafa fjárhagslegt sjálfstæði. Þetta reynist oft erfitt þar sem hann þarf töluverða hjálp í hinu daglega lífi. Baráttan er afskaplega áþreifanleg í frásögninni og lesandinn fær mikla tilfinningu fyrir erfiðleikunum sem mæta fötluðum í samfélaginu. Þórður er hinsvegar ekki manngerðin sem gefst upp og það má segja að fyrsti áfanginn til sjálfstæðis náist þegar hann tekur bílpróf. Á yngri árum vinnur hann meðal annars á bílaverkstæði hjá vini sínum við það að svara í símann en til lengdar gengur það ekki upp og svo er hann líka í húsnæðisvandræðum. Þegar hann er um þrítugt verða svo sannarlega þáttaskil í lífi Þórðar. Hann heimsækir vini sína sem hafa sest að í Ródesíu sem nú heitir Zimbabwe. Ródesía hafði verið bresk nýlenda en hafði þegar þarna var komið sögu fengið heimastjórn. Blökkumenn voru í miklum meirihluta í landinu en höfðu þó ekki kosningarétt á þessum tíma og öll samfélagsgerðin er gegnsýrð af aðskilnaðarstefnu sem var viðhaldið dyggilega af þáverandi forsætisráðherra Ian Smith en stjórn hans var einungis viðurkennd af stjórnvöldum í Suður-Afríku, aðrar þjóðir viðurkenndu stjórn Ian Smith ekki. Það var þannig mikil spenna á milli kynþátta í landinu og einnig hafa lönd Sameinuðu þjóðanna sett viðskiptabann á Ródesíu. Framtíðin er ekki björt á Íslandi fyrir fatlaðan mann í hjólastól sem vill vera sjálfstæður og Þórður kemst að því í heimsókn sinni til Ródesíu að þar geti hann lifað ágætu lífi. Örorkubætur frá Íslandi duga til þess að borga einkaþjóni laun og jafnframt að getur hann til að byrja með leigt sér ágætis herbergi á hóteli. Árin í Ródesíu eru viðburðarík, Þórður sýnir þar að hann er hæfileikaríkur braskari og er í ýmisskonar bílaviðskiptum og smyglar jafnvel peningum á milli landa, hann kaupir líka og rekur matvöruverslun um skeið. Hann fær líka það verkefni að líta til með hópi svartra myndhöggvara sem Brendon vinur hans, sem er hvítur Ródesíubúi, hafði ráðið til að búa til styttur fyrir sig sem hann seldi svo með miklum hagnaði í Suður-Afríku en annars staðar var ekki hægt að selja þessar vörur. Þar fær hann borgað allt að tífalt hærra verð en hann greiðir fyrir þær. Brendon hefur látið útbúa aðstöðu fyrir myndhöggvarana lengst inni í skógi við grjótnámurnar sem þeir fá efnivið sinn frá. Nú ber svo við að halda á sýningu á afrískum munum á Kjarvalsstöðum í Reykjavík þetta vor og hefur Brendon fengið það verkefni að útvega listmuni á sýninguna. Þess vegna er mikilvægt að listamennirnir haldi sig við efnið og til þess þarf hvítur maður að sitja yfir þeim að sögn Brendons. Þórður dvelur í tvær vikur í skóginum með myndhöggvurnum og á ýmis áhugaverð samskipti við þorpsbúa.
Það kemur víða í ljós í bókinni að Þórður er nokkuð tvístígandi þegar kemur að kynþáttaumfjöllun og kynþáttafordómum. Í ritdómi í Morgunblaðinu gagnrýndi Jón Stefánsson, líklega sá sem nú heitir Jón Kalman Stefánsson, Þórð harðlega fyrir kynþáttafordóma og segir meðal annars: Á einum stað segir Þórður frá því þegar vinur hans skýtur blökkumann í bakið svo að bani hlýst af – fyrir það eitt að hnupla vínflösku. Þórði finnst auðvitað langt gengið og telur sig lausan við kynþáttafordóma. En því miður er ég ekki sammála honum í því.
Jón tekur nokkur dæmi úr bókinni og segir síðan: Eins og Þórður tekur nokkrum sinnum fram í bókinni er hann trúaður maður. Það er því hreint og beint skelfilegt, að Paradís skuli hann kalla þann stað þar sem blökkumaðurinn er kúgaður, fyrirlitinn, arðrændur. Paradís Þórðar var helvíti á jörð fyrir blökkumanninn. Og það hlýtur að kallast mikil sjálfselska og fyrirlitning að vonast heitt og innilega eftir því að Ródesía verði áfram fyrir þá helvíti á jörð. Það er mikil synd af þessum þætti bókarinnar, því vel gæti ég trúað að seigla Þórðar og velgengni í þjóðfélaginu, gæti verið öðrum fötluðum örvun og fordæmi. Skrásetjari Þórðar, Róbert Brimdal, er einn helsti vinur hans. Ég er ekki viss um að svo náin tengsl séu heppileg, því skrásetjari þarf að hafa vissa fjarlægð á þann sem segir frá. Ég velti líka fyrir mér, hvort þeir Þórður hafi áttað sig á þeim viðhorfum sem skína í gegn í Ródesíuhlutanum, hvort þeir hafi áttað sig á þeim ótrúlega hroka sem felst í því að kalla slíkt land Paradís á jörðu.
Það er áhugavert að Jón skuli velta því fyrir sér hvort skrásetjari og sögumaður átti sig á viðhorfum í garð blökkumanna í þessari bók. Það er nefnilega nokkuð mikil meðvitund um viðhorf höfundar í skrifunum en viðhorfið er svo sannarlega tvíbent. Þórður gagnrýnir misrétti og fordóma gagnvart blökkumönnum á mörgum stöðum en jafnframt viðurkennir hann að hann sé litaður af ríkjandi viðhorfi hvítra Ródesíubúa. Það má velta fyrir sér hvort Þórður endurskoði afstöðu sína til svartra þegar hann lítur til baka, það líða tæplega tuttugu ár frá því að Þórður flytur frá Ródesíu og þar til að bókin er skrifuð. Það verður ekki hjá því litið að velsæld Þórðar í Ródesíu byggir á kynþáttamisrétti og það er áberandi í bókinni að ekki er gengið nærri sögumanninum hvað þetta varðar en viðhorf hans varðandi kynþáttafordóma viðruð á mun almennari nótum. Það má greina óöryggi í því hvernig fjallað er um þessi mál í bókinni, eins og höfundur viti ekki alveg hvernig hann eigi að taka á þeim.
Eitt atvik úr Ródesíudvölinni er Þórði minnisstæðara en önnur. Eitt sinn er hann á leið heim til Ródesíu frá Jóhannesarborg í Suður-Afríku þar sem hann hafði keypt bílavarahluti. Öll slík ferðalög voru áhættusöm vegna yfirvofandi árása skæruliða og í þessari ferð fer Þórður ekki varhluta af þeim hættum. Skæruliðar stöðva bílinn hans og hirða allt verðmætt, þeir eru í miðjum klíðum þegar heyrist í vélhjólum og skæruliðarnir bíða ekki boðanna og skjóta á vélhjólakappana. Þórður og bílstjóri hans björguðust naumlega úr þessari svaðilför. Þórður var aldrei samur maður eftir þennan atburð og verður hann í raun til þess að Þórður fer aftur til Íslands og leggst inn á sjúkrahús Keflavíkur sér til hvíldar og heilsubótar um tíma. Hann stefnir á að fara aftur til Ródesíu en úr því verður aldrei. Stjórn Ians Smith hefur verið steypt af stóli og allar líkur á að peningar sem Þórður á inni á banka hafi verið þjóðnýttir. Þórður fær úthlutað íbúð í Hátúni 12 en íbúðir í því nýbyggða húsi voru ætlaðar fötluðum. Þar kynnist hann tilvonandi eiginkonu sinni, Ingibjörgu Ólafsdóttur sem er einnig fötluð, en hún er afar heyrnarskert og hafði verið úrskurðuð vangefin, eins og segir í bókinni, fyrir misgáning. Síðar kemur í ljós að Ingibjörg á einungis í erfiðleikum með að tjá sig sökum heyrnarleysisins og er hún í endurhæfingu þegar hún kynnist Þórði. Það er merkilegt að lesa um fordómana og viðhorfið sem parið mætir í heilbrigðiskerfinu þegar í ljós kemur að Ingibjörg er barnshafandi, en þeim er ítrekað sagt að barnið geti orðið aumingi og þau fá jafnvel skammir í hattinn. En dóttir þeirra fæðist og reynist alheilbrigð. Það má segja að í lok bókarinnar hafi Þórður Jónsson eignast það sem hann þráir mest og við hin tökum mörg sem gefnu. Við sögulok lifir hann venjulegu lífi, á fjölskyldu, húsnæði, starfar í eigin fyrirtæki og fer til útlanda í sumarfríum.
Brot úr útvarpsþætti sem Þórdís og Þorgerður gerðu fyrir RÚV um nokkrar ævisögur íslenskra karlmanna.
Bókasöfn á gististöðum, 6. þáttur
Jæja, einsog ég sagði ykkur frá í síðustu færslu sem ég skrifaði hér, þá er ég stödd í leiguíbúð í Frakklandi, nánar tiltekið á Avenue Michel Croz, nr. 255 í litlum bæ sem heitir Chamonix. Bærinn stendur við rætur Mont Blanc, og hér hef ég verið í góðu yfirlæti í tvær vikur og sötrað bjór og borðað osta-fondue á meðan nokkrir í fjölskyldunni skelltu sér á toppinn.
Íbúðin er vel búin, hér er t.d. arinn, þvottavél, uppþvottavél, dvd-spilari og Playstation, og ansi veglegt úrval af bæði dvd-myndum og bókum. (Ég hefði s.s. getað sparað mér stressið kvöldið fyrir flug að hlaða kyndilinn fullan.)
Það eru svo margar bækur í hillunum að ég nenni ekki að telja þær upp, heldur ákvað ég að láta myndirnar tala. (Ég er líka í sumarfríi og alltof bissí við að gera ekki neitt til þess að geta splæst í langar bloggfærslur.)
Eins og við var að búast eru þetta mestmegnis spennusögur- og krimmar á ensku. Og ég er svo mikil Harry Potter grúppía að það gladdi mig mikið að finna heilar tvær bækur um Harry.
Og afþví ég veit ekki hvernig ég á að enda þessa bloggfærslu þá slaufa ég henni bara með mynd af mér sjálfri með Mont Blanc í baksýn. En ekki láta útivistarbakpokann blekkja ykkur. Það var ekkert nema varasalvinn minn og veski í honum og ég labbaði ekki neitt, heldur tók kláf og annan kláf og síðan lyftu uppí fjallið.
Svo fór ég og fékk mér bjór.
Íbúðin er vel búin, hér er t.d. arinn, þvottavél, uppþvottavél, dvd-spilari og Playstation, og ansi veglegt úrval af bæði dvd-myndum og bókum. (Ég hefði s.s. getað sparað mér stressið kvöldið fyrir flug að hlaða kyndilinn fullan.)
Það eru svo margar bækur í hillunum að ég nenni ekki að telja þær upp, heldur ákvað ég að láta myndirnar tala. (Ég er líka í sumarfríi og alltof bissí við að gera ekki neitt til þess að geta splæst í langar bloggfærslur.)
Súmmað inn á hinn helminginn.
Dvd- og bókahilla.
Eins og við var að búast eru þetta mestmegnis spennusögur- og krimmar á ensku. Og ég er svo mikil Harry Potter grúppía að það gladdi mig mikið að finna heilar tvær bækur um Harry.
Og afþví ég veit ekki hvernig ég á að enda þessa bloggfærslu þá slaufa ég henni bara með mynd af mér sjálfri með Mont Blanc í baksýn. En ekki láta útivistarbakpokann blekkja ykkur. Það var ekkert nema varasalvinn minn og veski í honum og ég labbaði ekki neitt, heldur tók kláf og annan kláf og síðan lyftu uppí fjallið.
Svo fór ég og fékk mér bjór.