Og enn berast okkur bréf og svo dásamlega fallegar myndir að hörðustu töffarar klökkna.
Sælar dömur!
Bókahillusyrpan ykkar er ákaflega skemmtileg. Hér er svolítið spin á hana: Við hjónin eigum bæði við það að stríða að kunna okkur ekki hóf þegar kemur að bókasöfnun (enda eigum við bæði starfsferla að baki á bókasöfnum) og þegar fór að örla á erfingja varð ljóst að eitthvað varð undan að láta til þess að barnunginn kæmist fyrir á heimilinu. Í stað þess að fækka bókum brugðum við á það ráð, eins og sönnum bókafíklum sæmir, að auka frekar hillupláss. Það tókst naumlega í tæka tíð og hálfum mánuði fyrir fæðingu barnsins voru komnar upp þessar fínu veggföstu hillur frá gólfi upp í loft með innbyggðum ljósum eins og hjá fínu fólki.
Þegar barnið var vikugamalt fengum við svo ljósmyndara í heimsókn til að festa afkvæmið undursamlega á filmu - www.gudbjorg.is - og hún sá strax möguleika á því að nýta hilluna fínu við myndatökurnar. Hér er afraksturinn:
Vikugömul Freydís í fornbókmenntunum (athugið að barnið er stafrófsraðað - Flateyjarbók, Freydís, Grágás) og vikugömul Freydís í bókmenntafræðinni.
Mbk,
Dúnja
28. júlí 2009
Enn af bókahillum - bækur eftir litum
Lesendur síðunnar halda áfram að kæta okkur og gleðja með bréfum og myndum af bókahillunum sínum. Við erum að sjálfsögðu afar ánægðar með þetta. Þið sem eruð í stuði megið gjarna senda okkur línu á bokvit@gmail.com.
Hér fyrir neðan er nýjasta bréfið og myndir fylgja líka :)
Ég uppgötvaði nýlega síðuna ykkar og núna er ég orðinn eldheitur aðdáandi sem fær gleðifiðring í magann þegar nýtt efni birtist. Litabækurnar þekki ég ágætlega en eins og Eiríkur Örn hef ég skoðað "bókahillan mín" dálkinn í Lesbókinni og án þess að segja nokkrum frá því látið mig dreyma um að sýna mína.
Þegar ég flutti inn í íbúðina fyrir 3 árum var svart og hvítt allsráðandi í innlit/útlit og þar sem ég er með eindæmum áhrifagjörn kona ákvað ég að lakka hillurnar háglanshvítar. En af því að ég vissi að svarthvíta myndi líða hjá á einni mínútu ákvað ég að mála vegginn á bakvið ekki svartan þó ég óskaði einskis heitar. Hann er hins vegar dökkbrúnn og þegar ég opnaði málningardósina varð ég að passa mig að hella málningunni ekki út á ís því hún var alveg eins og súkkulaðisósa.
Hillurnar eru vel á minnst vínkassar úr tré sem ég fékk gefins í ríkinu og skrúfaði beint í vegginn. (Ég var á undan Fótógrafí svo því sé líka haldið til haga. (ekki það að ég sé að springa úr hégóma))
Litaflokkunarþemað er svo þjófstolið frá Tinnu vinkonu minni sem þjófstal því úr eldgömlu tölublaði Húsa og híbýla en mér finnst það smellpassa í hillurnar góðu. Það er eitthvað svo ótrúlega frelsandi að reyna ekki einusinni að finna system heldur líta bara á lit á kili. Þetta er líka svo ótrúlega yfirborðskennt og dásamlegt.
Svörtu og hvítu bækurnar enduðu uppi á svefnlofti, bæði af því að það var ekki pláss fyrir allar og vegna þess að þar fékk ég útrás fyrir svart/hvítu áráttuna. Blessunarlega gerði ég það ekki annarsstaðar því ég gubba ef ég sé fleira svart og hvítt.
Kærustu kveðjur
Fífa
Hér fyrir neðan er nýjasta bréfið og myndir fylgja líka :)
Ég uppgötvaði nýlega síðuna ykkar og núna er ég orðinn eldheitur aðdáandi sem fær gleðifiðring í magann þegar nýtt efni birtist. Litabækurnar þekki ég ágætlega en eins og Eiríkur Örn hef ég skoðað "bókahillan mín" dálkinn í Lesbókinni og án þess að segja nokkrum frá því látið mig dreyma um að sýna mína.
Þegar ég flutti inn í íbúðina fyrir 3 árum var svart og hvítt allsráðandi í innlit/útlit og þar sem ég er með eindæmum áhrifagjörn kona ákvað ég að lakka hillurnar háglanshvítar. En af því að ég vissi að svarthvíta myndi líða hjá á einni mínútu ákvað ég að mála vegginn á bakvið ekki svartan þó ég óskaði einskis heitar. Hann er hins vegar dökkbrúnn og þegar ég opnaði málningardósina varð ég að passa mig að hella málningunni ekki út á ís því hún var alveg eins og súkkulaðisósa.
Hillurnar eru vel á minnst vínkassar úr tré sem ég fékk gefins í ríkinu og skrúfaði beint í vegginn. (Ég var á undan Fótógrafí svo því sé líka haldið til haga. (ekki það að ég sé að springa úr hégóma))
Litaflokkunarþemað er svo þjófstolið frá Tinnu vinkonu minni sem þjófstal því úr eldgömlu tölublaði Húsa og híbýla en mér finnst það smellpassa í hillurnar góðu. Það er eitthvað svo ótrúlega frelsandi að reyna ekki einusinni að finna system heldur líta bara á lit á kili. Þetta er líka svo ótrúlega yfirborðskennt og dásamlegt.
Svörtu og hvítu bækurnar enduðu uppi á svefnlofti, bæði af því að það var ekki pláss fyrir allar og vegna þess að þar fékk ég útrás fyrir svart/hvítu áráttuna. Blessunarlega gerði ég það ekki annarsstaðar því ég gubba ef ég sé fleira svart og hvítt.
Kærustu kveðjur
Fífa
26. júlí 2009
Landnemabókmenntir
Sem barn las ég um Láru litlu Ingalls og ævintýri hennar á gresjunni. Sjónvarpsþættirnir Húsið á sléttunni voru svo sýndir á Rúv og það var hart hjarta sem ekki bifaðist með sorgum og sigrum Ingalls fjölskyldunnar þar sem þau reyndu að temja bandaríska náttúru um miðbik 19. aldar. Bækurnar og enn frekar þættirnir voru sveipuð rómantískum blæ og heimurinn sem þau lýstu var einfaldur og skýr. Ingalls fjölskyldan var góð og sannkristin en illskan birtist helst í andstyggilegu kaupmannsdótturinni Nell sem og hinum óblíðu náttúruöflum. Alltaf þegar maður hélt að nú gæti Michael Landon glaður leikið á fiðluna og Lára fengið nýja skó fyrir veturinn kom uppskerubrestur – ef ekki þurrkur þá engisprettufaraldur. Sögurnar af Ingalls fjölskyldunni höfðu það þó fram yfir margar landnemasögur að þær voru byggðar á raunverulegum endurminningum Láru – vissulega sveipaðar ljósrauðum bjarma en engu að síður heimild um hversu erfitt lífið á gresjunni var.
Sögumaður lítur um öxl á uppvaxtarár sín í sveitinni og rifjar upp minningar um jafnöldru sína – Ántoniu. Bókin er óvenjuleg (sérstaklega miðað við ritunartíma) fyrir það að fjalla um fátæka innflytjendur og aðallega konur. Hér kynnumst við dönskum þvottastúlkum, rússneskum veiðimönnum og bláfátækri fjölskyldu frá Bóhemiu (síðar Tékkoslovakíu...síðar Tékklandi). Sumir voru að flýja erfiðar aðstæður heima fyrir en margir voru vel stöndugir í heimalandinu þegar ævintýraþráin rak þá að heiman. Örlögin sem biðu þeirra í nýja landinu voru svo sannarlega ekki alltaf blíð. Cather kynnir okkur bæði fyrir rússanum sem sveltur í kofanum sínum sem og hinni skandinavísku Lenu sem öllum að óvörum verður efnaður kjólameistari. Ántonia endar sem bláfátæk tíu eða ellefu barna móðir eftir heilmiklar hrakningar en hún er þó hamingjusöm þegar sögumaður skilur við hana...eins gott að vera nægjusamur á sléttunni...
Í The View from Castle Rock rekur Alice Munro sögu forfeðra sinni sem fóru með skipi frá Skotlandi til Kanada um miðja 19. öldina og áttu ekki sjö dagana sæla. Munro er ekki mikið fyrir rómantík og rósrauð gleraugu og spurning hvort er miskunnarlausara í meðförum hennar – náttúran eða fólkið... Bókin hefst á frásagnarbrotum um langlangafa og langömmur en eftir því sem árin líða þrengist hringurinn um Munro sjálfa – eða í öllu falli skáldaða útgáfu af henni. Stíll Munro er fjarlægur svo þótt hún lýsi hörmulegum atburðum; ástvinamissi, heilsubresti og barnadauða þá tekst henni einhvern veginn að hnýta það saman við stærra samhengi svo lesandanum verður ljóst að þótt þetta eða hitt sé vissulega sorglegt þá er það ekki dramatískur harmleikur heldur bara lífið. Þetta gerir atburðina ekki beint léttvægari – en kannski lífið þungbærara...En þótt Munro sé ekki feel good höfundur er hún oft mjög fyndin (á þurran hátt) og húmorinn ber mann í gegnum vonleysislegan heiminn sem hún lýsir.
Þessar bækur eru ekki beinlínis tæmandi heimild um landnema 19. aldar en það virðist nokkuð ljóst að landnámið var ekki tekið út með sældinni og sennilega hefur „Grenjað á gresjunni“ verið réttnefni eftir allt saman...
Nýverið hef ég svo lesið tvær mjög ólíkar frásagnir af landnemum. Sú fyrri er My Ántonia eftir Willa Cather. Hún kom út árið 1918 en fjallar um landnema í Nebraska um miðja 19. öldina. Hér eru langar og ljóðrænar lýsingar á engjum, sólsetrum og eplabökum en líka langir, kaldir vetur – hungur og sjálfsmorð. Með öðrum orðum er rómantíkin tempruð með brauðstriti og alltaf þegar maður er farinn að óska sér á sléttur Nebraska kemur einhver kona arkandi með þvottakörfu og blæðandi fingur.
Sögumaður lítur um öxl á uppvaxtarár sín í sveitinni og rifjar upp minningar um jafnöldru sína – Ántoniu. Bókin er óvenjuleg (sérstaklega miðað við ritunartíma) fyrir það að fjalla um fátæka innflytjendur og aðallega konur. Hér kynnumst við dönskum þvottastúlkum, rússneskum veiðimönnum og bláfátækri fjölskyldu frá Bóhemiu (síðar Tékkoslovakíu...síðar Tékklandi). Sumir voru að flýja erfiðar aðstæður heima fyrir en margir voru vel stöndugir í heimalandinu þegar ævintýraþráin rak þá að heiman. Örlögin sem biðu þeirra í nýja landinu voru svo sannarlega ekki alltaf blíð. Cather kynnir okkur bæði fyrir rússanum sem sveltur í kofanum sínum sem og hinni skandinavísku Lenu sem öllum að óvörum verður efnaður kjólameistari. Ántonia endar sem bláfátæk tíu eða ellefu barna móðir eftir heilmiklar hrakningar en hún er þó hamingjusöm þegar sögumaður skilur við hana...eins gott að vera nægjusamur á sléttunni...
Í The View from Castle Rock rekur Alice Munro sögu forfeðra sinni sem fóru með skipi frá Skotlandi til Kanada um miðja 19. öldina og áttu ekki sjö dagana sæla. Munro er ekki mikið fyrir rómantík og rósrauð gleraugu og spurning hvort er miskunnarlausara í meðförum hennar – náttúran eða fólkið... Bókin hefst á frásagnarbrotum um langlangafa og langömmur en eftir því sem árin líða þrengist hringurinn um Munro sjálfa – eða í öllu falli skáldaða útgáfu af henni. Stíll Munro er fjarlægur svo þótt hún lýsi hörmulegum atburðum; ástvinamissi, heilsubresti og barnadauða þá tekst henni einhvern veginn að hnýta það saman við stærra samhengi svo lesandanum verður ljóst að þótt þetta eða hitt sé vissulega sorglegt þá er það ekki dramatískur harmleikur heldur bara lífið. Þetta gerir atburðina ekki beint léttvægari – en kannski lífið þungbærara...En þótt Munro sé ekki feel good höfundur er hún oft mjög fyndin (á þurran hátt) og húmorinn ber mann í gegnum vonleysislegan heiminn sem hún lýsir.
Þessar bækur eru ekki beinlínis tæmandi heimild um landnema 19. aldar en það virðist nokkuð ljóst að landnámið var ekki tekið út með sældinni og sennilega hefur „Grenjað á gresjunni“ verið réttnefni eftir allt saman...
24. júlí 2009
Skýjað og dálítil súld en sumstaðar þokubakkar...
Til er sport sem á ensku kallast cloudspotting (skýjaskoðun?). Um sportið hafa verið skrifaðar bækur og félög stofnuð til heiðurs því. Dýrkun sólarinnar er stórhættulegt sport eins og allir vita, hún veldur krabbameini, stuðlar að ranghugmyndum ( t.d. um að dökkbrún og leðurkennd húð fari vel með hvítum strípum og tribal húðflúrum) og svo eykur hún auðvitað leti okkar hér á norðurhjaranum sem nennum ekki að vinna þegar sólin skín.
Bókasíða The Guardian býður upp á fagurt myndband þar sem Gavin Pretor-Pinney, höfundur bóka á borð við The Cloudspotter's Guide horfir til himins.
22. júlí 2009
Klósettbókahillur Kristínar Parísardömu
Ég bý, ásamt eiginmanni og tveimur börnum, í 69 m2 íbúð í úthverfi nálægt París. Þegar við fluttum í þessa íbúð fyrir fimm árum síðan, þurftum við heldur betur að grisja bókaeign okkar, aðallega vegna þess að í íbúðinni er ekkert sérlega mikið af veggjaplássi fyrir bókahillur. Við vorum snögg að sjá möguleikann á að koma dágóðu magni af bókum fyrir á klósettinu, en í Frakklandi tíðkast það að skipta baðherberginu í tvö aðskilin svæði, það þykir ekki fínt að ganga örna sinna og þrífa sig í sama rýminu. Þess vegna er klósettið ekki rakt herbergi og algengt í smáum íbúðum að nýta það sem geymslupláss líka.
Sakir þrengsla var tilvalið að láta saga mjóar hillur og koma vasabrotsbókunum okkar þarna upp á vegginn vinstra megin. Við vorum ægilega hörð og gáfum frá okkur gífurlegt magn af kiljum, en berjumst því miður bæði vonlausri baráttu gegn söfnunaráráttu og ég efast ekki um að megnið af þessum bókum verða ekki teknar úr hillunum aftur nema ef ég ákveð að ég neyðist til þess þegar ég mála næst - sem átti að vera í fyrrasumar, en framkvæmdin strandaði einmitt á þessari úlfakreppu, þ.e. hvort ég ætti að mála í kringum bækurnar eða ekki.
Þarna kennir ýmissa grasa, allt frá léttum reyfurum upp í dýrindis skáldsögur og ljóð, heimspekirit, sagnfræði og annað gáfulegt. Þessi flokkun einkennir reyndar allar bókahillur heimilisins, það er frekar raðað eftir stærð og útgáfum en í stafrófsröð eða eftir efni, einfaldlega vegna þess að þannig kemst meira fyrir. Þessar klósetthillur eru einu sérsmíðuðu hillurnar okkar, aðrir bókaskápar koma úr IKEA, utan einn smáan sem er úr búi langömmu minnar.
Neðsta hillan er eflaust sú sem mesta hreyfing er í, þar eru nokkrar bækur sem ég glugga reglulega í þegar klósettferðin vill verða löng og er ég nokkuð viss um að fleiri fari eins að, þó ekki minnist ég þess að það hafi verið rætt, þó heimilismeðlimir eigi það reyndar til að missa sig í einum of djúpar samræður um klósettferðir.
Ég er til dæmis búin að lesa undanfarið ár aftur og aftur á brotakenndan hátt Dúfuna eftir Patrick Süskind og hef verið að glugga hér og hvar í Stefnumót í Dublin eftir Þráinn Bertelsson, bók sem mér var gefin þegar ég lagði af stað til Parísar fyrir tuttugu árum til að búa þar og skipar því sérstakan sess í hjarta mínu. Þegar ég vil ekki ílengjast um of, gríp ég einhverja þunga heimspekibók frá manninum mínum og voilà, það virkar alltaf.
Í hillunum til hægri, sem eru dýpri vegna þess að þær falla inn í hið undarlega holrúm sem var þarna fyrir, voru vídeóspólur safnarans mannsins míns. Þær eru að hverfa, hann hefur verið að færa þær á stafrænt form og áttaði sig vitanlega í leiðinni á því að megnið mátti nú bara fara beint í ruslið. Í stað vídeóspólanna hefur plássið verið tekið undir bækur sem hann hefur til sölu á netinu, Arnaud er nefnilega bóksali. Hann kaupir bækur fyrir slikk á ókristilegum tíma á flóamörkuðum og í litlum rykugum holum í ytri hverfum borgarinnar og selur þær svo á mismiklum okurprís á ebay og priceminister og græðir á tá og fingri. Reyndar ekki nóg til að kaupa handa mér húsið með stóru bóka-, koníaks- og vindlastofunni sem mig dreymir um að eignast einhvern daginn, en nóg til að börnin okkar eru aldrei svöng þó að tekjulindin mín, íslenskir ferðalangar í Parísarheimsókn, sé í smá þurrð þessa dagana.
Reykjavík, 20. júlí 2009,
Kristín Jónsdóttir.
Sakir þrengsla var tilvalið að láta saga mjóar hillur og koma vasabrotsbókunum okkar þarna upp á vegginn vinstra megin. Við vorum ægilega hörð og gáfum frá okkur gífurlegt magn af kiljum, en berjumst því miður bæði vonlausri baráttu gegn söfnunaráráttu og ég efast ekki um að megnið af þessum bókum verða ekki teknar úr hillunum aftur nema ef ég ákveð að ég neyðist til þess þegar ég mála næst - sem átti að vera í fyrrasumar, en framkvæmdin strandaði einmitt á þessari úlfakreppu, þ.e. hvort ég ætti að mála í kringum bækurnar eða ekki.
Þarna kennir ýmissa grasa, allt frá léttum reyfurum upp í dýrindis skáldsögur og ljóð, heimspekirit, sagnfræði og annað gáfulegt. Þessi flokkun einkennir reyndar allar bókahillur heimilisins, það er frekar raðað eftir stærð og útgáfum en í stafrófsröð eða eftir efni, einfaldlega vegna þess að þannig kemst meira fyrir. Þessar klósetthillur eru einu sérsmíðuðu hillurnar okkar, aðrir bókaskápar koma úr IKEA, utan einn smáan sem er úr búi langömmu minnar.
Neðsta hillan er eflaust sú sem mesta hreyfing er í, þar eru nokkrar bækur sem ég glugga reglulega í þegar klósettferðin vill verða löng og er ég nokkuð viss um að fleiri fari eins að, þó ekki minnist ég þess að það hafi verið rætt, þó heimilismeðlimir eigi það reyndar til að missa sig í einum of djúpar samræður um klósettferðir.
Ég er til dæmis búin að lesa undanfarið ár aftur og aftur á brotakenndan hátt Dúfuna eftir Patrick Süskind og hef verið að glugga hér og hvar í Stefnumót í Dublin eftir Þráinn Bertelsson, bók sem mér var gefin þegar ég lagði af stað til Parísar fyrir tuttugu árum til að búa þar og skipar því sérstakan sess í hjarta mínu. Þegar ég vil ekki ílengjast um of, gríp ég einhverja þunga heimspekibók frá manninum mínum og voilà, það virkar alltaf.
Í hillunum til hægri, sem eru dýpri vegna þess að þær falla inn í hið undarlega holrúm sem var þarna fyrir, voru vídeóspólur safnarans mannsins míns. Þær eru að hverfa, hann hefur verið að færa þær á stafrænt form og áttaði sig vitanlega í leiðinni á því að megnið mátti nú bara fara beint í ruslið. Í stað vídeóspólanna hefur plássið verið tekið undir bækur sem hann hefur til sölu á netinu, Arnaud er nefnilega bóksali. Hann kaupir bækur fyrir slikk á ókristilegum tíma á flóamörkuðum og í litlum rykugum holum í ytri hverfum borgarinnar og selur þær svo á mismiklum okurprís á ebay og priceminister og græðir á tá og fingri. Reyndar ekki nóg til að kaupa handa mér húsið með stóru bóka-, koníaks- og vindlastofunni sem mig dreymir um að eignast einhvern daginn, en nóg til að börnin okkar eru aldrei svöng þó að tekjulindin mín, íslenskir ferðalangar í Parísarheimsókn, sé í smá þurrð þessa dagana.
Reykjavík, 20. júlí 2009,
Kristín Jónsdóttir.
20. júlí 2009
Frank McCourt er dáinn
Í dag, þegar nákvæmlega fjörutíu ár eru síðan Buzz Aldrin og Neil Armstrong skildu fyrstir manna eftir sig fótspor í auðninni á tunglinu, segja bókmenntasíður víðsvegar frá því að írski rithöfundurinn Frank McCourt hafið hafi dáið í gær í New York.
Frank McCourt er einn þó nokkurra írskra höfunda sem hafa glatt mig með verkum sínum, en bækur hans um æskuárin í Limerick og lífið í New York gleypti ég fyrir nokkrum árum (og þegar ég var búin með pakkann las ég bók eftir bróður hans, Malachy, sem fjallar líka um uppvöxt þeirra bræðra).
Frank McCourt var ekki einn þeirra sem kölluðu sig skáld frá menntaskólaárunum, fyrsta bók hans kom út 1996 (Aska Angelu) þegar hann var hátt á sjötugsaldri. Þar segir hann frá æsku sinni, hann var elstur sjö barna úr bláfátækri fjölskyldu þar sem drykkfelldur faðirinn stakk á endanum af. Fjögur barnanna lifðu og Frank komst á unglingsárum til Ameríku þar sem hann aflaði sér menntunar og gerðist kennari, hann skrifaði um kennarastarfið í bókinni Teacher Man. Fyrir Ösku Angelu fékk McCourt Pulitzerverðlaunin og bókin var kvikmynduð með Emily Watson og Robert Carlyle í hlutverkum foreldranna. Þá mynd hef ég aldrei lagt í að sjá (ég get lesið vel skrifaða texta um illa meðferð á fólki en er of mikill aumingi til að þola svoleiðis bíómyndir) svo ekki veit ég hvernig hún er. Framhald Ösku Angelu ('Tis', Alveg dýrlegt land á íslensku) kom nokkrum árum síðar og það er frábær bók (eins og allt sem ég hef lesið eftir McCourt, bækurnar hans eru fjórar).
Frank McCourt var fæddur 19. ágúst 1930 og banamein hans var, að sögn New York Times, húðkrabbi.
Frank McCourt er einn þó nokkurra írskra höfunda sem hafa glatt mig með verkum sínum, en bækur hans um æskuárin í Limerick og lífið í New York gleypti ég fyrir nokkrum árum (og þegar ég var búin með pakkann las ég bók eftir bróður hans, Malachy, sem fjallar líka um uppvöxt þeirra bræðra).
Frank McCourt var ekki einn þeirra sem kölluðu sig skáld frá menntaskólaárunum, fyrsta bók hans kom út 1996 (Aska Angelu) þegar hann var hátt á sjötugsaldri. Þar segir hann frá æsku sinni, hann var elstur sjö barna úr bláfátækri fjölskyldu þar sem drykkfelldur faðirinn stakk á endanum af. Fjögur barnanna lifðu og Frank komst á unglingsárum til Ameríku þar sem hann aflaði sér menntunar og gerðist kennari, hann skrifaði um kennarastarfið í bókinni Teacher Man. Fyrir Ösku Angelu fékk McCourt Pulitzerverðlaunin og bókin var kvikmynduð með Emily Watson og Robert Carlyle í hlutverkum foreldranna. Þá mynd hef ég aldrei lagt í að sjá (ég get lesið vel skrifaða texta um illa meðferð á fólki en er of mikill aumingi til að þola svoleiðis bíómyndir) svo ekki veit ég hvernig hún er. Framhald Ösku Angelu ('Tis', Alveg dýrlegt land á íslensku) kom nokkrum árum síðar og það er frábær bók (eins og allt sem ég hef lesið eftir McCourt, bækurnar hans eru fjórar).
Frank McCourt var fæddur 19. ágúst 1930 og banamein hans var, að sögn New York Times, húðkrabbi.
17. júlí 2009
Lifað og leikið - upphaf garðræktar Reykvíkinga
Í ævisögu sinni Lifað og leikið sem kom út árið 1949, rekur leikkonan Frú Eufemia Indriðadóttir Waage minningar sínar. Hún var fædd á Laugavegi 5 árið 1881 og ólst upp og bjó alla tíð í Reykjavík en Eufemia dó árið 1960. Bókin er ágætislesning um bæjarbrag og lifnaðarhætti í Reykjavík á uppvaxtarárum Eufemiu á áratugunum í kringum aldamótin 1900 og þar má meðal annars lesa um matjurtagarða bæjarbúa, en menn voru komnir með kálgarða hér og þar í Reykjavík fyrir hátt í 130 árum. Meðal annars segir Eufemia matjurtagarða hafa verið á Tjarnarbakkanum vestanmegin. Hún bjó fyrstu æviárin við Tjarnargötu 3, mér skilst að húsið hafi staðið einhversstaðar við horn Vonarstrætis, en Tjörnin náði þá uppundir Alþingishús og Dómkirkju að norðan. Fjölskyldan átti stóran matjurtagarð og segir hún marga krakka hafa öfundað þau af honum.
Amma Eufemiu í móðurætt og ættingjar hennar höfðu mikinn áhuga á garðrækt. Sú kona var aldönsk í aðra ættina og hálfdönsk í hina og segir í bókinni frá því að þegar amman hitti systurson sinn, Lárus Sveinbjörnsson á götu á sumrin, en sá var einnig mikið fyrir garðyrkju, þá spurðu þau hvort annað "Hvernig er sprottið hjá þér tanta mín?" og "Hvernig er sprottið hjá þér Lárus minn?" Sömu spurningu lögðu móðir Eufemiu, Marta Pétursdóttir og systur hennar, hver fyrir aðra þegar þær hittust á förnum vegi. Það grænmeti sem ræktað var á þessum árum í Reykjavík var aðallega kartöflur, rófur, gulrætur og næpur, en hvítkál og blómkál varð ekki algengt fyrr en seinna.
Meðal annarra garðræktenda í Reykjavík á þessum tímum, sem Eufemia nefnir, eru Pétur biskup Pétursson sem var giftur Sigríði Bogadóttur, en hún var mikil garðyrkjukona og stóð hús þeirra þar sem Reykjavíkur Apótek var síðar byggt á horni Austurstrætis og Pósthússtrætis (núna er einhver veitingastaður þar). Einnig nefnir Eufemia Schierbeck landlækni sem stundaði margvíslegar ræktunartilraunir og var ásamt Árna Thorsteinssyni landfógeta hvatamaður að stofnun Garðyrkjufélags Íslands árið 1885.
Í ársriti Garðyrkjufélagsins 1988 er grein eftir Ingólf Davíðsson þar sem hann segir frá garði Árna landfógeta, en sá garður er nú bakgarður Hressingarskálans við Austurstræti 20. Þennan garð segir Ingólfur vera aldursforseta reykvískra skrúðgarða sem enn eru í ræktun. Garðinum var komið upp á árunum 1862–1865. Árni fógeti keypti húsið árið 1861, kálgarður var þar fyrir en jarðvegurinn ófrjór svo hann var bættur og plöntur sem ekki hafði verið plantað á Íslandi áður voru settar niður, en einnig algengar garðjurtir og skrúðplöntur. Mikil gróska og fjölbreytni var lengi í Landfógetagarðinum og mun hann hafa verið mörgum Reykvíkingum til hvatningar og eftirbreytni í garðræktinni. Húsið var í eigu ættingja Árna til 1930, þá keypti KFUM það en 1932 hófst rekstur gamla Hressingarskálans sem var ekki síst vinsæll vegna garðsins þar sem sitja mátti og borða hnallþórur og drekka te undir trjákrónum þegar veður leyfði. Í nýlegu skipulagi er gert ráð fyrir að Landfógetagarðurinn verði gerður aðgengilegur fyrir almenning. Þess er óskandi að það skipulag standist.
Amma Eufemiu í móðurætt og ættingjar hennar höfðu mikinn áhuga á garðrækt. Sú kona var aldönsk í aðra ættina og hálfdönsk í hina og segir í bókinni frá því að þegar amman hitti systurson sinn, Lárus Sveinbjörnsson á götu á sumrin, en sá var einnig mikið fyrir garðyrkju, þá spurðu þau hvort annað "Hvernig er sprottið hjá þér tanta mín?" og "Hvernig er sprottið hjá þér Lárus minn?" Sömu spurningu lögðu móðir Eufemiu, Marta Pétursdóttir og systur hennar, hver fyrir aðra þegar þær hittust á förnum vegi. Það grænmeti sem ræktað var á þessum árum í Reykjavík var aðallega kartöflur, rófur, gulrætur og næpur, en hvítkál og blómkál varð ekki algengt fyrr en seinna.
Meðal annarra garðræktenda í Reykjavík á þessum tímum, sem Eufemia nefnir, eru Pétur biskup Pétursson sem var giftur Sigríði Bogadóttur, en hún var mikil garðyrkjukona og stóð hús þeirra þar sem Reykjavíkur Apótek var síðar byggt á horni Austurstrætis og Pósthússtrætis (núna er einhver veitingastaður þar). Einnig nefnir Eufemia Schierbeck landlækni sem stundaði margvíslegar ræktunartilraunir og var ásamt Árna Thorsteinssyni landfógeta hvatamaður að stofnun Garðyrkjufélags Íslands árið 1885.
Í ársriti Garðyrkjufélagsins 1988 er grein eftir Ingólf Davíðsson þar sem hann segir frá garði Árna landfógeta, en sá garður er nú bakgarður Hressingarskálans við Austurstræti 20. Þennan garð segir Ingólfur vera aldursforseta reykvískra skrúðgarða sem enn eru í ræktun. Garðinum var komið upp á árunum 1862–1865. Árni fógeti keypti húsið árið 1861, kálgarður var þar fyrir en jarðvegurinn ófrjór svo hann var bættur og plöntur sem ekki hafði verið plantað á Íslandi áður voru settar niður, en einnig algengar garðjurtir og skrúðplöntur. Mikil gróska og fjölbreytni var lengi í Landfógetagarðinum og mun hann hafa verið mörgum Reykvíkingum til hvatningar og eftirbreytni í garðræktinni. Húsið var í eigu ættingja Árna til 1930, þá keypti KFUM það en 1932 hófst rekstur gamla Hressingarskálans sem var ekki síst vinsæll vegna garðsins þar sem sitja mátti og borða hnallþórur og drekka te undir trjákrónum þegar veður leyfði. Í nýlegu skipulagi er gert ráð fyrir að Landfógetagarðurinn verði gerður aðgengilegur fyrir almenning. Þess er óskandi að það skipulag standist.
15. júlí 2009
Sumar bækur sökka
Carlos Ruiz Zafón. The Angel's Game. Weidenfeld & Nicolson: London, 2009.
Á síðustu mánuðum hef ég lesið nokkrar bækur sem ég sé eiginlega eftir að hafa lesið. Hin óbærilega Sjöjungfrun Camillu Läckberg, væmna veimiltítan Tony Parsons og vellan hans My Favourite Wife, hryllingshroðbjóðurinn um Kevin litla eftir Lionel Shriver (sem ég skipti reyndar um skoðun á, ég gat ekki hætt að hugsa um Kevin og endaði á að lesa bókina aftur – það hljóta að teljast meðmæli) og núna síðast The Angel’s Game eftir Carlos Ruiz Zafón. Mínir pistlar hér eru því meira víti til varnaðar frekar en lofrullur um góðar bókmenntir. Stundum er maður bara óheppinn í bókakaupunum.
Árið 2001 skrifaði hinn spænski Zafón ágæta bók sem heitir The Shadow of the Wind, hans fyrsta skáldsaga ætluð fullorðnum. Hún varð mikil metsölubók, sérstaklega í Evrópu og sópaði til sín einhverjum fansí verðlaunum. Tómas R. Einarsson þýddi hana afar lipurlega á íslensku, Skuggi vindsins kom út 2005, ári síðar í kilju. Klisjukennd á köflum, en mátti fyllilega afsaka því sagan var nokkuð góð og grípandi. Hinn ungi Daníel Sempere er aðalsöguhetjan, en hann elst upp hjá föður sínum í Barcelona á valdaskeiði Francos. Borgin stendur algerlega undir því að vera ein aðalpersóna bókarinnar og það er erfitt að heillast ekki smávegis af Skugga vindsins.* Þess vegna keypti ég vonglöð í hjarta bókina sem margir hafa beðið eftir, The Angel´s Game.
Það er eins og helvítið hann Paulo Coehlo hafi skrifað þessi ósköp. Ég játa hérmeð að síðustu 50 blaðsíðurnar eru ólesnar, ég gat ekki meira af tilgerðarlegustu bók í heimi. Kannski eru síðustu síðurnar frábærar en ég leyfi mér að efast. Í vanmáttugri tilraun til að halda í þó þann sjarma sem fyrri bókin hafði reynir Zafón að troða inn aukapersónum úr Skugga vindsins og einnig kemur kirkjugarður hinna týndu bóka fyrir í þessari. Gömlu persónurnar flækjast eiginlega bara fyrir og verða hálf litlausar. Plottið er frekar samhengislaust og nýjar persónur bókarinnar einkar óminnistæðar. Tilgerðin svífur yfir vötnum og hver kafli endar á spennuþrungnu kommenti úr huga aðalsöguhetjunnar; „Only then did I realise that during the entire conversation I had not once seen him blink” (bls. 75), „Only then did I realise that I was exhausted and my whole body was aching“ (bls. 177), „An icy breeze touched my face, bringing with it the lost breath of great expectations“ (bls. 116), „Then all was darkness“ (bls. 68) og uppáhaldið mitt: „Go away, far away. This city is damned. Damned.“ (bls. 240).
Ég tæki ofan fyrir íslenskum bókaútgefendum ef þeir gæfu einfaldlega ekki út þessi ósköp en ég trúi ekki öðru en að hún komi út um næstu jól. The Angel’s Game (meira að segja titilinn er vemmilegur) mun nefnilega seljast á orðspori fyrri bókarinnar en lesendur mega búast við óbragði í munni eftir lesturinn – svo ég endi þetta þus á smá klisju.
*(00.42) Skuggi vindsins fékk þó ekki mjög góðan dóm á Bókabloggi Sigga!
Á síðustu mánuðum hef ég lesið nokkrar bækur sem ég sé eiginlega eftir að hafa lesið. Hin óbærilega Sjöjungfrun Camillu Läckberg, væmna veimiltítan Tony Parsons og vellan hans My Favourite Wife, hryllingshroðbjóðurinn um Kevin litla eftir Lionel Shriver (sem ég skipti reyndar um skoðun á, ég gat ekki hætt að hugsa um Kevin og endaði á að lesa bókina aftur – það hljóta að teljast meðmæli) og núna síðast The Angel’s Game eftir Carlos Ruiz Zafón. Mínir pistlar hér eru því meira víti til varnaðar frekar en lofrullur um góðar bókmenntir. Stundum er maður bara óheppinn í bókakaupunum.
Árið 2001 skrifaði hinn spænski Zafón ágæta bók sem heitir The Shadow of the Wind, hans fyrsta skáldsaga ætluð fullorðnum. Hún varð mikil metsölubók, sérstaklega í Evrópu og sópaði til sín einhverjum fansí verðlaunum. Tómas R. Einarsson þýddi hana afar lipurlega á íslensku, Skuggi vindsins kom út 2005, ári síðar í kilju. Klisjukennd á köflum, en mátti fyllilega afsaka því sagan var nokkuð góð og grípandi. Hinn ungi Daníel Sempere er aðalsöguhetjan, en hann elst upp hjá föður sínum í Barcelona á valdaskeiði Francos. Borgin stendur algerlega undir því að vera ein aðalpersóna bókarinnar og það er erfitt að heillast ekki smávegis af Skugga vindsins.* Þess vegna keypti ég vonglöð í hjarta bókina sem margir hafa beðið eftir, The Angel´s Game.
Það er eins og helvítið hann Paulo Coehlo hafi skrifað þessi ósköp. Ég játa hérmeð að síðustu 50 blaðsíðurnar eru ólesnar, ég gat ekki meira af tilgerðarlegustu bók í heimi. Kannski eru síðustu síðurnar frábærar en ég leyfi mér að efast. Í vanmáttugri tilraun til að halda í þó þann sjarma sem fyrri bókin hafði reynir Zafón að troða inn aukapersónum úr Skugga vindsins og einnig kemur kirkjugarður hinna týndu bóka fyrir í þessari. Gömlu persónurnar flækjast eiginlega bara fyrir og verða hálf litlausar. Plottið er frekar samhengislaust og nýjar persónur bókarinnar einkar óminnistæðar. Tilgerðin svífur yfir vötnum og hver kafli endar á spennuþrungnu kommenti úr huga aðalsöguhetjunnar; „Only then did I realise that during the entire conversation I had not once seen him blink” (bls. 75), „Only then did I realise that I was exhausted and my whole body was aching“ (bls. 177), „An icy breeze touched my face, bringing with it the lost breath of great expectations“ (bls. 116), „Then all was darkness“ (bls. 68) og uppáhaldið mitt: „Go away, far away. This city is damned. Damned.“ (bls. 240).
Ég tæki ofan fyrir íslenskum bókaútgefendum ef þeir gæfu einfaldlega ekki út þessi ósköp en ég trúi ekki öðru en að hún komi út um næstu jól. The Angel’s Game (meira að segja titilinn er vemmilegur) mun nefnilega seljast á orðspori fyrri bókarinnar en lesendur mega búast við óbragði í munni eftir lesturinn – svo ég endi þetta þus á smá klisju.
*(00.42) Skuggi vindsins fékk þó ekki mjög góðan dóm á Bókabloggi Sigga!
14. júlí 2009
Blóðdropinn
Líkt og kemur fram á Bókmenntavef Borgarbókasafnsins hlaut Ævar Örn Jósepsson Blóðdropann, glæpasagnaverðlaun Hins íslenska glæpafélags, fyrir örfáum dögum. Blóðdropann hlaut höfundurinn fyrir bókina Land tækifæranna og verður bókin einnig framlag Íslands til Glerlykilsins árið 2010. Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráherra sem einnig sat í dómnefndinni, afhenti Ævari verðlaunin.
Nokkrar druslubókadömur eru miklir aðdáendur glæpasagna Ævars Arnar og finnst Land tækifæranna þrusufín bók þar sem ekki örlar á neinu blóðleysi. Við höldum öll með Ævari Erni þegar kemur að því að Glerlykillinn verði afhentur á næsta ári.
Nokkrar druslubókadömur eru miklir aðdáendur glæpasagna Ævars Arnar og finnst Land tækifæranna þrusufín bók þar sem ekki örlar á neinu blóðleysi. Við höldum öll með Ævari Erni þegar kemur að því að Glerlykillinn verði afhentur á næsta ári.
13. júlí 2009
Sumarbók Tove Jansson
Margir vita ekki að Tove Jansson, höfundur bókanna um Múmínálfana og alla furðulegu vini þeirra, skrifaði ekki bara bækur fyrir börn (reyndar hugsaði hún Múmínálfabækurnar ekki síður sem lesningu fyrir fullorðna). Hún skrifaði líka um tug ágætra bóka fyrir fullorðna, sem hafa fallið í skuggann vegna gífurlegra vinsælda Múmínálfabókanna.
Ég held mjög mikið upp á litla bók eftir Tove Jansson sem heitir Sommarboken, eða Sumarbókin og kom fyrst út árið 1972. Sumarbókin fjallar um hina sex ára gömlu Soffíu og fjörgamla ömmu hennar, en þær dvelja saman um sumar á pínulítilli vindasamri eyju. Báðar eru þær sérvitrar með afbrigðum og skapmiklar líka og á ýmsu gengur í samskiptunum. Stelpan hefur misst mömmu sína og amman og hún ræða saman um hitt og þetta sem tengist lífi og dauða, meðal annars ber á góma hvort það séu hugsanlega til maurar í himnaríki. Þær teikna saman og búa til skúlptúra og endurbyggja Feneyjar í drullupolli og þær lenda líka í miklu ofviðri. Samtöl Soffíu og ömmu hennar eru stórskemmtileg og minna oft á samtölin í Múmínálfabókunum. Barnið spyr sakleysislegra spurninga og amman svarar, en hún er húmoristi og kann að leika sér og sprella. Þannig er heilmikil "Múmínálfastemning" í Sumarbókinni, Amman á ýmislegt sameiginlegt með Múmínmömmu. Hún fylgist með barninu eins og verndarengill með annað augað opið, en leyfir því þó algerlega að ráða för, gera mistök og þroskast á eigin forsendum. Sú gamla á ekki langt eftir en hún hefur ekki mjög miklar áhyggjur af dauðastundinni. Henni finnst verra að hún man ekki nógu vel hvernig tilfinning það er að sofa í tjaldi og hún sér eftir að hafa ekki sagt gömlum kærasta að henni hafi aldrei þótt sjerrí góður drykkur.
Milli þess sem Soffía vex og amman eldist og þær leika sér saman, spjalla þær á heimspekilegum nótum. Þær ræða um hvernig það sé að vera maðkur, sem er þræddur uppá öngul eða höggvinn í sundur með skóflu, þær ræða um guð og himnaríki og helvíti og hvort það síðastnefnda sé virkilega til. Soffía spyr hvernig guð geti eiginlega fylgst með öllum sem biðja bænirnar sínar á sama tíma og amman reynir að snúa sig útúr spurningunni og segir að guð sé bara svo hrikalega klár. En barnið sættir sig ekki við þetta svar og endurtekur spurninguna og þá segir amman að guð almáttugur sé með fjölmarga ritara í vinnu sem aðstoði hann við að fylgjast með þeim sem biðja til hans.
Hver kafli Sumarbókarinnar gæti staðið einn sem sérstök saga og hver setning er einföld en textinn er djúpur, allt er yfirvegað og engu ofaukið. Ýmislegt eftir Gyrði Elíasson minnir mig sterklega á Sumarbókina, ég þori næstum að vaða blint í sjóinn og veðja vinstri handleggnum upp á að Gyrðir hefur einhvern tíma lesið þessa bók.
Sumarbókin hefur því miður aldrei verið þýdd á íslensku fremur en mörg önnur verk Tove Jansson en hún er til á Norðurlandamálunum, ensku og fjölmörgum öðrum tungum fyrir þá sem hafa áhuga.
Ég held mjög mikið upp á litla bók eftir Tove Jansson sem heitir Sommarboken, eða Sumarbókin og kom fyrst út árið 1972. Sumarbókin fjallar um hina sex ára gömlu Soffíu og fjörgamla ömmu hennar, en þær dvelja saman um sumar á pínulítilli vindasamri eyju. Báðar eru þær sérvitrar með afbrigðum og skapmiklar líka og á ýmsu gengur í samskiptunum. Stelpan hefur misst mömmu sína og amman og hún ræða saman um hitt og þetta sem tengist lífi og dauða, meðal annars ber á góma hvort það séu hugsanlega til maurar í himnaríki. Þær teikna saman og búa til skúlptúra og endurbyggja Feneyjar í drullupolli og þær lenda líka í miklu ofviðri. Samtöl Soffíu og ömmu hennar eru stórskemmtileg og minna oft á samtölin í Múmínálfabókunum. Barnið spyr sakleysislegra spurninga og amman svarar, en hún er húmoristi og kann að leika sér og sprella. Þannig er heilmikil "Múmínálfastemning" í Sumarbókinni, Amman á ýmislegt sameiginlegt með Múmínmömmu. Hún fylgist með barninu eins og verndarengill með annað augað opið, en leyfir því þó algerlega að ráða för, gera mistök og þroskast á eigin forsendum. Sú gamla á ekki langt eftir en hún hefur ekki mjög miklar áhyggjur af dauðastundinni. Henni finnst verra að hún man ekki nógu vel hvernig tilfinning það er að sofa í tjaldi og hún sér eftir að hafa ekki sagt gömlum kærasta að henni hafi aldrei þótt sjerrí góður drykkur.
Milli þess sem Soffía vex og amman eldist og þær leika sér saman, spjalla þær á heimspekilegum nótum. Þær ræða um hvernig það sé að vera maðkur, sem er þræddur uppá öngul eða höggvinn í sundur með skóflu, þær ræða um guð og himnaríki og helvíti og hvort það síðastnefnda sé virkilega til. Soffía spyr hvernig guð geti eiginlega fylgst með öllum sem biðja bænirnar sínar á sama tíma og amman reynir að snúa sig útúr spurningunni og segir að guð sé bara svo hrikalega klár. En barnið sættir sig ekki við þetta svar og endurtekur spurninguna og þá segir amman að guð almáttugur sé með fjölmarga ritara í vinnu sem aðstoði hann við að fylgjast með þeim sem biðja til hans.
Hver kafli Sumarbókarinnar gæti staðið einn sem sérstök saga og hver setning er einföld en textinn er djúpur, allt er yfirvegað og engu ofaukið. Ýmislegt eftir Gyrði Elíasson minnir mig sterklega á Sumarbókina, ég þori næstum að vaða blint í sjóinn og veðja vinstri handleggnum upp á að Gyrðir hefur einhvern tíma lesið þessa bók.
Sumarbókin hefur því miður aldrei verið þýdd á íslensku fremur en mörg önnur verk Tove Jansson en hún er til á Norðurlandamálunum, ensku og fjölmörgum öðrum tungum fyrir þá sem hafa áhuga.
11. júlí 2009
Hvað lesið þið á klósettinu?
Pistilinn hér að neðan sendi Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir, gestapenni Druslubókabloggsins, okkur og við kunnum henni ástarþakkir fyrir.
Allir kannast nú við klósettlitteratúr. En það kallast þær bókmenntir sem fólk tekur með sér á klósettið, eða geymir jafnvel þar og grípur til þegar það vill gera stykki sín (hefur e.t.v. harðlífi eða vill hreinlega bara sitja einhvers staðar í friði frá dagsins amstri).
Afi minn setti aldrei saman stökur nema hann færi á klósettið að "gera númer tvö" (eins og Ameríkanarnir segja, en afi kallaði einfaldlega "að skíta"). Sumir ráða krossgátur eða sudoku, en algengast held ég að sé að fólk lesi, ef það vill gera eitthvað annað en að stara út í loftið á meðan það sinnir kalli náttúrunnar.
Þórbergur las Gamlatestamentið, að mig minnir. Vinur minn einn sagði mér frá því að Bónus-ljóð Andra Snæs hefðu verið á klósettinu hjá honum mánuðum saman, en alltaf væri samt hægt að skemmta sér yfir ljóðunum og að þau liðkuðu fyrir hægðum frekar en hitt. Höfuðbókmenntagyðja þessarar síðu, Þórdís Gísladóttir, vitnaði síðast í gær í garðyrkjubók sem hún hafði lesið á klósettinu áður en hún greip þríforkinn og lét hann vaða í safnhauginn.
Kinnroðalaust segi ég frá því að síðustu vikur hefur bláa Skólaljóðabókin haft fastan sess á baðvigtinni minni og ég gríp gjarnan til hennar þegar ég sest á skálina. Nokkur ættjarðarljóð, meitluð æviágrip skáldanna og hringvöðvinn gleymir stund og stað:
Þrútið var loft og þungur sjór,
þokudrungað vor.
Það var hann Eggert Ólafsson,
hann ýtti frá kaldri skor.
Þrásetur á klósettinu eru ekki hollar og því verður lesefnið að vera hæfilega leiðinlegt, en samt ekki um of. Gjarnan má það líka vera í stuttum köflum svo að maður geti auðveldlega slitið sig frá því. Tilvitnanabækur hafa oft átt samastað á klósettinu hjá mér. Jafnvel þegar maður er bara að pissa, þá er hægt að grípa þrjár, fjórar góðar tilvitnanir og stökkva síðan glaðbeittur fram með tóma blöðru. Ef maður fer t.d. með ofurspennandi skáldsögu á klósettið getur það hent, sem henti mann skáldsins Hildar Lilliendahl um daginn, en hann gleymdi sér í sudoku og kom ekki fram af náðhúsinu fyrr en spúsa hans hafði hringt í björgunarsveitirnar. Sudoku eða spennusögur, það getur komið fyrir að maður sitji allt of lengi á skálinni og miklu lengur en maður á þangað erindi. Þá staulast maður kannski fram eftir klukkutíma, knýttur í herðum, með náladofa og byrjandi gyllinæð. Og ekki er það eftirsóknarvert.
En hvað segja lesendur? Hvaða bækur er best að lesa á salerninu? Hvaða bækur lesið þið?
Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir.
Allir kannast nú við klósettlitteratúr. En það kallast þær bókmenntir sem fólk tekur með sér á klósettið, eða geymir jafnvel þar og grípur til þegar það vill gera stykki sín (hefur e.t.v. harðlífi eða vill hreinlega bara sitja einhvers staðar í friði frá dagsins amstri).
Afi minn setti aldrei saman stökur nema hann færi á klósettið að "gera númer tvö" (eins og Ameríkanarnir segja, en afi kallaði einfaldlega "að skíta"). Sumir ráða krossgátur eða sudoku, en algengast held ég að sé að fólk lesi, ef það vill gera eitthvað annað en að stara út í loftið á meðan það sinnir kalli náttúrunnar.
Þórbergur las Gamlatestamentið, að mig minnir. Vinur minn einn sagði mér frá því að Bónus-ljóð Andra Snæs hefðu verið á klósettinu hjá honum mánuðum saman, en alltaf væri samt hægt að skemmta sér yfir ljóðunum og að þau liðkuðu fyrir hægðum frekar en hitt. Höfuðbókmenntagyðja þessarar síðu, Þórdís Gísladóttir, vitnaði síðast í gær í garðyrkjubók sem hún hafði lesið á klósettinu áður en hún greip þríforkinn og lét hann vaða í safnhauginn.
Kinnroðalaust segi ég frá því að síðustu vikur hefur bláa Skólaljóðabókin haft fastan sess á baðvigtinni minni og ég gríp gjarnan til hennar þegar ég sest á skálina. Nokkur ættjarðarljóð, meitluð æviágrip skáldanna og hringvöðvinn gleymir stund og stað:
Þrútið var loft og þungur sjór,
þokudrungað vor.
Það var hann Eggert Ólafsson,
hann ýtti frá kaldri skor.
Þrásetur á klósettinu eru ekki hollar og því verður lesefnið að vera hæfilega leiðinlegt, en samt ekki um of. Gjarnan má það líka vera í stuttum köflum svo að maður geti auðveldlega slitið sig frá því. Tilvitnanabækur hafa oft átt samastað á klósettinu hjá mér. Jafnvel þegar maður er bara að pissa, þá er hægt að grípa þrjár, fjórar góðar tilvitnanir og stökkva síðan glaðbeittur fram með tóma blöðru. Ef maður fer t.d. með ofurspennandi skáldsögu á klósettið getur það hent, sem henti mann skáldsins Hildar Lilliendahl um daginn, en hann gleymdi sér í sudoku og kom ekki fram af náðhúsinu fyrr en spúsa hans hafði hringt í björgunarsveitirnar. Sudoku eða spennusögur, það getur komið fyrir að maður sitji allt of lengi á skálinni og miklu lengur en maður á þangað erindi. Þá staulast maður kannski fram eftir klukkutíma, knýttur í herðum, með náladofa og byrjandi gyllinæð. Og ekki er það eftirsóknarvert.
En hvað segja lesendur? Hvaða bækur er best að lesa á salerninu? Hvaða bækur lesið þið?
Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir.
10. júlí 2009
August Strindberg og garðræktin
Rithöfundurinn August Strindberg (1849-1912) var eirðarlaus maður, sífellt á ferð og flugi og átti heimili á óteljandi stöðum. Flestir þekkja vísast Strindberg aðeins af ritstörfunum, en hann var líka mikill áhugmaður um garðrækt og hvar sem hann dvaldi reyndi hann alltaf að koma sér upp skika sem hann gat ræktað. Væri garðskiki ekki tiltækur var notast við blómapotta. Catharina Söderbergh hefur skrifað tvær bækur um Strindberg og hvorug þeirra er tileinkuð ritverkum hans. Fyrri bókin fjallar um áhuga rithöfundarins á mat og kallast bókin Till bords med Strindberg (1998) en sú síðari heitir Strindberg som trädgårdsmästare (2000) og eins og nafnið gefur til kynna er garðræktaráhugi hans til umfjöllunar þar.
Strindberg var sífellt ræktandi. Hann hlúði svo vel að plöntunum sínum að eftir að útgefandi hans, Karl Otto Bonnier, heimsótti hann árið 1883 skrifaði Bonnier:
Til að byrja með sýndi Strindberg mér garðræktina sína, aðallega þó ætiþistlana, sem ég fékk að njóta nokkrum tímum siðar. Hið allra fínasta var þó melónureitur, sem hann hafði komið sér upp við húsvegginn, þar sem sólin bakaði hann vel. Hann hafði meiri áhyggjur af melónunum sínum en ljóðabókunum sínum.
Í bók sinni Blomstermålningar segir Strindberg frá því hvernig hann í lok vetrar sáir fræjum í litla potta heima hjá sér í Stokkhólmi. Hann nefnir blómkál og salat, melónur og gúrkur og ýmis sumarblóm. Í maí voru síðan smáplönturnar fluttar út í litla eyju í Skerjagarðinum fyrir utan Stokkhólm, þar sem Strindberg hafði á leigu sumarhús í sjö sumur á árunum milli 1880 og 1890. Þá var hann giftur Siri Von Essen og þau áttu saman þrjú börn. Eyjan sem um ræðir heitir Kymendö og Strindberg fannst hann vera kominn til Paradísar þegar hann kom þangað í fysta skipti. Á eyjunni búa nú um fimmtán manns, en þangað sótti Strindberg sér innblástur í bók sína Hemsöborna og notaði lífið og fólkið á eyjunni sem fyrirmyndir. Strindberg sá ekki eintóma fegurð í mannlífinu á eyjunni og eyjabúar voru víst margir hverjir ekki par hrifnir af samsetningunni og hvernig þeim var lýst. Á þessari fallegu skerjagarðseyju er hægt að ganga á engjum og í skógum og þar er ennþá til sýnis kofinn sem Strindberg notaði til skrifta. Eins og sjá má á myndinni hér fyrir ofan er kofinn ekki stærri en útikamar en útsýnið til hafs bætir víst fullkomlega upp smæðina.
Þegar búið var að ferja plöntur Strindbergs til eyjarinnar, hófst langt ræktunartímabil. Komið var upp vermireitum og því hefur verið lýst að rithöfundurinn mikli hafi spígsporað um úti í náttúrunni á föðurlandinu einu klæða og pissað í vökvunarkönnuna til að fá gott áburðarvatn. Þennan áburð kallaði Strindberg púrín. Með púríninu vökvaði hann moldina áður en radísum, steinselju og spínati var sáð.
Gúrkurnar voru stolt og uppáhald Strindbergs. Úr litlum reit með 6 gúrkuplöntum, uppskar hann gúrkur frá júlímánuði og langt fram á haust svo dugði til matar handa öllu heimilisfólkinu og vinnuhjúunum og hann átti meira að segja afgang til að salta niður fyrir veturinn. Þrátt fyrir að eyjan sé vindasöm og oft blási þar að norðan tókst karlinum að rækta melónur, ætiþistla og spergil og á suðurvegg sumarhússins hafði hann vínviðarplöntu bundna við stoðir. Þetta sýndi hann forleggjaranum Karli Otto Bonnier með miklu stolti. Eftir að bókin um Hemsöbúana kom út átti höfundurinn illa afturkvæmt til eyjarinnar og var litinn þar hornauga. Um árabil bjó hann í ýmsum löndum í Evrópu og smám saman fór hjónaband hans og Siriar að trosna. Þá komu þau til baka til Svíþjóðar og leigðu sér sér sitthvort húsið á annarri skerjagarðseyju. Sú heitir Runmarö og þar hélt karlinn hélt áfram að rækta. Á Runmarö er ennþá hægt að fá sér kaffibolla undir háum sírenum sem August Strindberg gróðursetti.
Strindberg var sífellt ræktandi. Hann hlúði svo vel að plöntunum sínum að eftir að útgefandi hans, Karl Otto Bonnier, heimsótti hann árið 1883 skrifaði Bonnier:
Til að byrja með sýndi Strindberg mér garðræktina sína, aðallega þó ætiþistlana, sem ég fékk að njóta nokkrum tímum siðar. Hið allra fínasta var þó melónureitur, sem hann hafði komið sér upp við húsvegginn, þar sem sólin bakaði hann vel. Hann hafði meiri áhyggjur af melónunum sínum en ljóðabókunum sínum.
Í bók sinni Blomstermålningar segir Strindberg frá því hvernig hann í lok vetrar sáir fræjum í litla potta heima hjá sér í Stokkhólmi. Hann nefnir blómkál og salat, melónur og gúrkur og ýmis sumarblóm. Í maí voru síðan smáplönturnar fluttar út í litla eyju í Skerjagarðinum fyrir utan Stokkhólm, þar sem Strindberg hafði á leigu sumarhús í sjö sumur á árunum milli 1880 og 1890. Þá var hann giftur Siri Von Essen og þau áttu saman þrjú börn. Eyjan sem um ræðir heitir Kymendö og Strindberg fannst hann vera kominn til Paradísar þegar hann kom þangað í fysta skipti. Á eyjunni búa nú um fimmtán manns, en þangað sótti Strindberg sér innblástur í bók sína Hemsöborna og notaði lífið og fólkið á eyjunni sem fyrirmyndir. Strindberg sá ekki eintóma fegurð í mannlífinu á eyjunni og eyjabúar voru víst margir hverjir ekki par hrifnir af samsetningunni og hvernig þeim var lýst. Á þessari fallegu skerjagarðseyju er hægt að ganga á engjum og í skógum og þar er ennþá til sýnis kofinn sem Strindberg notaði til skrifta. Eins og sjá má á myndinni hér fyrir ofan er kofinn ekki stærri en útikamar en útsýnið til hafs bætir víst fullkomlega upp smæðina.
Þegar búið var að ferja plöntur Strindbergs til eyjarinnar, hófst langt ræktunartímabil. Komið var upp vermireitum og því hefur verið lýst að rithöfundurinn mikli hafi spígsporað um úti í náttúrunni á föðurlandinu einu klæða og pissað í vökvunarkönnuna til að fá gott áburðarvatn. Þennan áburð kallaði Strindberg púrín. Með púríninu vökvaði hann moldina áður en radísum, steinselju og spínati var sáð.
Gúrkurnar voru stolt og uppáhald Strindbergs. Úr litlum reit með 6 gúrkuplöntum, uppskar hann gúrkur frá júlímánuði og langt fram á haust svo dugði til matar handa öllu heimilisfólkinu og vinnuhjúunum og hann átti meira að segja afgang til að salta niður fyrir veturinn. Þrátt fyrir að eyjan sé vindasöm og oft blási þar að norðan tókst karlinum að rækta melónur, ætiþistla og spergil og á suðurvegg sumarhússins hafði hann vínviðarplöntu bundna við stoðir. Þetta sýndi hann forleggjaranum Karli Otto Bonnier með miklu stolti. Eftir að bókin um Hemsöbúana kom út átti höfundurinn illa afturkvæmt til eyjarinnar og var litinn þar hornauga. Um árabil bjó hann í ýmsum löndum í Evrópu og smám saman fór hjónaband hans og Siriar að trosna. Þá komu þau til baka til Svíþjóðar og leigðu sér sér sitthvort húsið á annarri skerjagarðseyju. Sú heitir Runmarö og þar hélt karlinn hélt áfram að rækta. Á Runmarö er ennþá hægt að fá sér kaffibolla undir háum sírenum sem August Strindberg gróðursetti.
8. júlí 2009
Bókabetrekk
Ég var að ljúka við að lesa hnausþykkan doðrant eftir einn af höfundunum sem kemur á Bókmenntahátíð í haust. Það er Norðmaðurinn Johan Harstad sem um ræðir og bókin heitir Buzz Aldrin, hvor ble det av deg i alt mylderet? en ég tók að mér að skrifa smágrein um hana og auk þess ætla ég að ræða við höfundinn og Anne B. Ragde (Berlínaraspirnar) á bókmenntahátíðinni.
Bók Johans grípur mig ekkert gríðarlega svona við fyrstu kynni þótt þar sé margt sem hægt er að velta sér uppúr. Á meðan ég melti hana aðeins með mér fór ég að fletta útlenskum blöðum með garðyrkjuþema. Í einu þeirra rakst ég á mynd af áhugaverðu bókaveggfóðri. Hér er kannski hægt að panta sér rúllu ef einhver hefur áhuga.
Bók Johans grípur mig ekkert gríðarlega svona við fyrstu kynni þótt þar sé margt sem hægt er að velta sér uppúr. Á meðan ég melti hana aðeins með mér fór ég að fletta útlenskum blöðum með garðyrkjuþema. Í einu þeirra rakst ég á mynd af áhugaverðu bókaveggfóðri. Hér er kannski hægt að panta sér rúllu ef einhver hefur áhuga.
Lesandinn Michael Jackson
Á vefsíðu tímaritsins LA Weekly (ég les það vefrit auðvitað reglulega) má lesa viðtal við einn lögfræðinga Michaels heitins Jacksons, Bob Sanger heitir sá, þar sem fram kemur að Michael var meiri bókamaður en margir myndu kannski ætla. Heima hjá popparanum í Neverland voru meira en tíuþúsund bækur og lögfræðingurinn segir poppstjörnuna hafa lesið heilmikið. Aðallega voru það verk um sálfræði og sögu og svo sígild verk sem Michael las og ræddi fúslega við lögfræðinginn, sem segir hann hafa verið býsna greindan. Bob Sanger vann fyrir Michael þegar hann var ákærður fyrir barnagirnd og Sanger segir að farið hafi verið í gegnum allt bókasafnið til að leita að hugsanlegum perrabókum. Þá fannst ein bók með allsberu fólki í hillunum, sú var þýsk listaverkabók frá tímum nazistanna.
Hér er krækja á viðtalið í LA Weekly.
Hér er krækja á viðtalið í LA Weekly.
6. júlí 2009
Holden Caulfield og Einar Áskell
Í síðustu viku vann rithöfundurinn J. D. Salinger fyrstu lotuna í málaferlum gegn Fredrik Colting, sem hefur skrifaði bókina 60 Years Later. Coming through the Rye, þar sem aðalpersónan er Holden Caulfield, sem aftur er aðalpersóna bókarinnar gömlu, The Catcher in the Rye, eftir Salinger. Útgáfa bókarinnar verður sem sé stöðvuð í Bandaríkjunum. Bókin er þó nú þegar komin út í Bretlandi og kemur út í Svíþjóð innan skamms og hún mun sennilega seljast vel því fátt selst jú betur en það sem er bannað.
Rökin fyrir banninu eru þau að Fredrik Colting fái of mikið af efni að láni úr bók Salingers, bæði stíllega og efnislega. Í bók Fredrik Coltings (höfundurinn gefur út undir dulnefninu John David California) eru bæði Salinger sjálfur og skáldsagnapersónan Holden Caulfield sögupersónur, en Colting segir bókina vera e.k. nútíma-Frankenstein. Dómnum verður áfrýjað og það verður spennandi að sjá hvert framhaldið verður.
Mörgum finnst skrítið að hægt sé að banna þessa bók og að Salinger nenni að standa í þessu veseni. Nýlega kom út í Noregi bók eftir Johan Harstad, sem kemur á Bókmenntahátíð í Reykjavík í haust, þar sem Einar Áskell og vinir hans eru aðalpersónur þegar þau eru orðin fullorðið úthverfafólk að því er mér skilst. Einar Áskell hefur áður verið settur í svipaða aðstöðu, en þá í sænskum útvarpsgrínþætti þar sem hann var gerður að dónakalli og dópsala. Höfundur bókanna um Einar Áskel, Gunilla Bergström, fór í mál en tapaði því á öllum dómstigum. Frá þeim málaferlum er sagt í grein eftir Hörpu Jónsdóttur í Börnum og menningu 2/2006.
Hér má lesa grein í Guardian um mál Fredriks Colting.
Rökin fyrir banninu eru þau að Fredrik Colting fái of mikið af efni að láni úr bók Salingers, bæði stíllega og efnislega. Í bók Fredrik Coltings (höfundurinn gefur út undir dulnefninu John David California) eru bæði Salinger sjálfur og skáldsagnapersónan Holden Caulfield sögupersónur, en Colting segir bókina vera e.k. nútíma-Frankenstein. Dómnum verður áfrýjað og það verður spennandi að sjá hvert framhaldið verður.
Mörgum finnst skrítið að hægt sé að banna þessa bók og að Salinger nenni að standa í þessu veseni. Nýlega kom út í Noregi bók eftir Johan Harstad, sem kemur á Bókmenntahátíð í Reykjavík í haust, þar sem Einar Áskell og vinir hans eru aðalpersónur þegar þau eru orðin fullorðið úthverfafólk að því er mér skilst. Einar Áskell hefur áður verið settur í svipaða aðstöðu, en þá í sænskum útvarpsgrínþætti þar sem hann var gerður að dónakalli og dópsala. Höfundur bókanna um Einar Áskel, Gunilla Bergström, fór í mál en tapaði því á öllum dómstigum. Frá þeim málaferlum er sagt í grein eftir Hörpu Jónsdóttur í Börnum og menningu 2/2006.
Hér má lesa grein í Guardian um mál Fredriks Colting.
5. júlí 2009
Ljóðabækur á faraldsfæti
Lesendur bloggsins gleðja okkur og ykkur með myndum og bréfum. Anna Hallgrímsdóttir sendi mynd og krækju frá farandbókasafni:
Sælar bókadömur.
Þetta er ekki mín bókahilla, ja þetta er ekki alveg bókhilla per se, heldur farandsbókasafn. The itinerant poetry library.
Bókasafnið hefur ferðast vítt og breitt og þannig hafa ólíklegustu aðilar fengið að njóta góðs af brennandi áhuga bókasafnsfræðingsins á ljóðum.
Ég fékk kort á safnið í fyrra og vona að safnið verði einhvern tímann aftur svo nálægt að ég geti nýtt mér safnkortið mitt.
Kær kveðja,
Anna, nýtilkominn lesandi bloggsins.
Hér er krækja á heimasíðu safnsins.
Við þökkum Önnu að sjálfsögðu af öllu hjarta og bíðum í ofvæni eftir fleiri bréfum og myndum frá lesendum. Netfangið er bokvit@gmail.com.
Sælar bókadömur.
Þetta er ekki mín bókahilla, ja þetta er ekki alveg bókhilla per se, heldur farandsbókasafn. The itinerant poetry library.
Bókasafnið hefur ferðast vítt og breitt og þannig hafa ólíklegustu aðilar fengið að njóta góðs af brennandi áhuga bókasafnsfræðingsins á ljóðum.
Ég fékk kort á safnið í fyrra og vona að safnið verði einhvern tímann aftur svo nálægt að ég geti nýtt mér safnkortið mitt.
Kær kveðja,
Anna, nýtilkominn lesandi bloggsins.
Hér er krækja á heimasíðu safnsins.
Við þökkum Önnu að sjálfsögðu af öllu hjarta og bíðum í ofvæni eftir fleiri bréfum og myndum frá lesendum. Netfangið er bokvit@gmail.com.
4. júlí 2009
Hilla Eiríks Arnar
Skáldið og þýðandinn Eiríkur Örn Norðdahl sendi síðunni mynd af bókahillunni sinni og bréf með. Við ákváðum að birta það bara í heilu lagi því það er svo skemmtilegt:
Hæ.
Það er sosum ekkert merkilegra við þessa hillu en hverja aðra, en ég er andvaka og datt í hug að senda þessa mynd, fyrst ég á hana. Þetta eru ljóðabækurnar mínar. Mig langaði líka alltaf að vera í dálknum í Lesbókinni, þar sem fólk fékk að monta sig af bókaskápnum sínum. En blaðamenn hafa aldrei sýnt því áhuga að spyrja mig um annað en það sem ég er með í vösunum.
Myndin var tekin fyrir nokkrum mánuðum, þá voru enn bækur um ljóð og stíl og ævisögur skálda þarna efst, en þær hafa nú verið fluttar til systkina sinna
í öðrum bókaskáp (sem hefur reyndar verið tekinn í sundur vegna yfirvofandi flutninga, en það er önnur saga) og nýjar ljóðabækur hafa komið í þeirra
stað. Fremstur er Hómer á íslensku og ensku. Þarnæst bækur sem eru "í lestri" (annar eins bunki er jafnan líka á skrifborðinu mínu, og alltaf 5-6 ljóðabækur á klósettinu). Síðan eru safnrit. Þá bækur á ensku, að meðtöldum þýðingum yfir á ensku. Síðan þýskar og franskar bækur (mjög fáar). Ef einhverjum pervertaskap er þar einnig Vie: Mode d'emploi eftir Perec, sem er víst ekki beinlínis ljóðabók. Þaráeftir skandinavískar ljóðabækur. Þá þýðingar á skandinavísku og svo íslensku. Nú hefur þeim verið blandað saman, íslensku og skandinavísku þýðingunum - ég man ekki hvers vegna ég gerði það. Loks eru það svo íslensku ljóðabækurnar í neðstu tveimur hillunum.
Á gólfinu undir skápnum liggur svo greinilega bæklingur með ljóðinu Höpöhöpö Böks, sem var gefinn út í Kanada fyrir nokkrum árum. Hann skrifaði ég alveg sjálfur. Á veggnum við hliðina er myndljóð eftir derek beaulieu.
Mér hefur tekist að halda þessu kerfi í þau tvö ár sem ég hef búið í Helsinki, og var með svipað þegar ég bjó á Ísafirði. Öðrum bókum en ljóðabókum og bókum um bókmenntir raða ég bara þar sem þær passa í hillu. En ef maður skipuleggur ekki ljóðahilluna sína finnur maður aldrei neitt í henni, enda eru þær flestar óskaplega þunnar og vilja því drukkna í skápum.
Með bestu þökkum fyrir skrifin ykkar,
Eiríkur
Hæ.
Það er sosum ekkert merkilegra við þessa hillu en hverja aðra, en ég er andvaka og datt í hug að senda þessa mynd, fyrst ég á hana. Þetta eru ljóðabækurnar mínar. Mig langaði líka alltaf að vera í dálknum í Lesbókinni, þar sem fólk fékk að monta sig af bókaskápnum sínum. En blaðamenn hafa aldrei sýnt því áhuga að spyrja mig um annað en það sem ég er með í vösunum.
Myndin var tekin fyrir nokkrum mánuðum, þá voru enn bækur um ljóð og stíl og ævisögur skálda þarna efst, en þær hafa nú verið fluttar til systkina sinna
í öðrum bókaskáp (sem hefur reyndar verið tekinn í sundur vegna yfirvofandi flutninga, en það er önnur saga) og nýjar ljóðabækur hafa komið í þeirra
stað. Fremstur er Hómer á íslensku og ensku. Þarnæst bækur sem eru "í lestri" (annar eins bunki er jafnan líka á skrifborðinu mínu, og alltaf 5-6 ljóðabækur á klósettinu). Síðan eru safnrit. Þá bækur á ensku, að meðtöldum þýðingum yfir á ensku. Síðan þýskar og franskar bækur (mjög fáar). Ef einhverjum pervertaskap er þar einnig Vie: Mode d'emploi eftir Perec, sem er víst ekki beinlínis ljóðabók. Þaráeftir skandinavískar ljóðabækur. Þá þýðingar á skandinavísku og svo íslensku. Nú hefur þeim verið blandað saman, íslensku og skandinavísku þýðingunum - ég man ekki hvers vegna ég gerði það. Loks eru það svo íslensku ljóðabækurnar í neðstu tveimur hillunum.
Á gólfinu undir skápnum liggur svo greinilega bæklingur með ljóðinu Höpöhöpö Böks, sem var gefinn út í Kanada fyrir nokkrum árum. Hann skrifaði ég alveg sjálfur. Á veggnum við hliðina er myndljóð eftir derek beaulieu.
Mér hefur tekist að halda þessu kerfi í þau tvö ár sem ég hef búið í Helsinki, og var með svipað þegar ég bjó á Ísafirði. Öðrum bókum en ljóðabókum og bókum um bókmenntir raða ég bara þar sem þær passa í hillu. En ef maður skipuleggur ekki ljóðahilluna sína finnur maður aldrei neitt í henni, enda eru þær flestar óskaplega þunnar og vilja því drukkna í skápum.
Með bestu þökkum fyrir skrifin ykkar,
Eiríkur
1. júlí 2009
litabækur
Bakaradrengurinn Proust og litflokkun bóka
Marcel Proust var einu sinni í selskap þar sem menn voru að ræða hvað þeir vildu vera í lífinu ef þeir væru ekki það sem þeir væru. Proust sagði að ef hann væri ekki rithöfundur þá væri hann bakari, honum fannst svo fögur tilhugsun að hnoða deig og brauðfæða fólk. Þetta fannst einhverjum mjög fyndið, þeir sem þekktu Proust og þeir sem hafa lesið eitthvað um hann, vita nefnilega líklega að hann hefði áreiðanlega ekki getað ristað sér brauðsneið þótt hann væri í þann veginn að deyja úr hungri. Proust var víst eiginlega alveg ósjálfbjarga hvað varðaði praktíska lífið, hann lét mömmu sína og vinnukonu sjá um flest það sem ofurviðkvæmir rithöfundar, sem liggja oftast sjúgandi upp í nefið í rúminu, þurfa til að lifa af.
Mér datt þetta í hug þegar ég rakst á þessa mynd af bókahillu um daginn á bókahórusíðunni. Ein af ritdömunum þar er búin að raða öllum bókunum sínum eftir lit. Það hvarflaði í alvörunni að mér í nokkrar mínútur að reyna að leika þetta eftir. Bókahilluvandinn er eilífðarpróblem heima hjá mér, það er sama hvað ég reyni að raða í stafrófsröð eða eftir einhverjum Dewey-amatörkerfum, alltaf enda bækurnar tvist og bast í tilviljanakenndri röð eða í stöflum og hrúgum útum allt hús eða þversum fyrir framan hinar bækurnar í hillunum. Það eina góða við minn bókavanda er að ég á frekar auðvelt með að láta frá mér bækur, ég gef miskunnarlaust bókakassa í nytjagáma Sorpu í þeirri góðu trú að þaðan rati þær í Góða hirðinn og í hendur einhverra sem þær þurfa. En semsagt þar sem allt er í steik hvað varðar röðun eftir höfundum og efni, er þá ekki bara dálítið smart að raða svona eftir lit? Ég byrjaði að raða eftir þessu sýstemi í litla hillu í stofunni (hugsanlega spilaði inn í framtakssemina að ég hef meira en nóg á minni könnu og á að vera að gera eitthvað allt annað en raða bókum eða skrifa hér ef út í það er farið). Í stuttu máli þá féllust mér hendur eftir sjö sekúndur, ég gafst upp eftir að hafa raðað fimm gulleitum kjölum í röð. Ég er alveg hætt við litaröðunina í bili. Þótt ég sé sannkallaður völundur og verksnillingur miðað við Proust þá ætla ég bara að sætta mig við að ég hef meira úthald og er betri í ýmsu öðru en bókaröðun og mun frekar einbeita mér að því sem ég er góð í.
P.S. Ef þið eigið áhugaverðar bókahillur (fagrar eða ljótar) sem þið viljið deila með lesendum þessarar síðu þá takið endilega mynd og sendið á bokvit@gmail.com og ég skal setja þær á síðuna svo við getum öll inspírerast.