
Líf og list: 100 ára vegferð Karitasar Jónsdóttur
Bókmenntanámskeið um verk Kristínar Marju Baldursdóttur.
Leiðbeinandi: Sigfríður Gunnlaugsdóttir
Bókmenntanámskeiðið er haldið í tengslum við Ritþing Kristínar Marju Baldursdóttur sem verður haldið í Gerðubergi 31. október n.k. Á námskeiðinu verður skyggnst inn í söguheim Karitasarbóka Kristínar Marju Baldursdóttur. Saga Karitasar er ekki einungis saga af langri og viðburðaríkri ævi einnar manneskju heldur saga íslenskrar þjóðar í 100 ár einsog hún hljómar af vörum konu sem hefur valið sér það hlutskipti að verða listakona.

Þessi mánudagskvöld í október munum við ganga saman inn í heim Karitasar: fjalla um persónur sögunnar, sérstaklega kvenpersónurnar, fjölskylduna og samfélagið, listamenn í íslensku samfélagi, og reyna að átta okkur á því hvað það er sem mótar og knýr Karitas áfram sem persónu og listamann.
Nánari upplýsingar: Guðrún Dís Jónatansdóttir netfang: gudrun.dis.jonatansdottir@reykjavik.is, s. 575 7006