Í vikunni fékk sveitungi minn úr Hafnarfirði, Bryndís Björgvinsdóttir, Íslensku barnabókaverðlaunin fyrir bókina Flugan sem stöðvaði stríðið. Í fréttatilkynningu sem gefin var út segir að bókin sé óvenjuleg saga, bráðfyndin og alvarleg í senn, um flugur, fólk og stríð. Bókin, sem er myndskreytt af Þórarni Má Baldurssyni, fjallar um Kolkex, Hermann Súkker og Fluguna, sem eru ósköp venjulegar húsflugur sem fáir taka eftir og gera sjaldnast neitt merkilegt. Þar til daginn sem þær ákveða að flýja að heiman út af nýja rafmagnsflugnaspaðanum og leita uppi munkana góðu í Nepal sem aldrei gera flugu mein. Þá fer af stað atburðarás sem leiðir til þess að stríð hættir og fluga kemst á forsíðu blaðanna.
Okkur Bryndísi tengja fjölmargir þræðir og ég hef fylgst með henni í nokkur ár og fundist alveg borðleggjandi að það kæmi að því að hún fengi verðskuldaða athygli og viðurkenningu fyrir einhver af sínum góðu verkum. Um leið og ég óskaði Bryndísi til hamingju með verðlaunin og nýju bókina dembdi ég á hana nokkrum spurningum.
Ég veit að þú ert ekki alveg ný í barnabókabransanum, á nýja bókin eitthvað sameiginlegt með Orðabelg Ormars ofurmennis, bókinni sem þú skrifaðir fyrir mörgum árum?
Til að byrja með. Ég fyllist óöryggi þegar það kemur að umræðu um bókmenntir. Þess vegna er svo fínt að hafa fólk eins og ykkur sem maður getur lesið og reynt að skilja umræður og umfjallanir um bókmenntir í gegnum. Ég hef lítið lesið um bókmenntir en áhugi minn er fyrst og fremst að reyna að koma tilfinningum og hugsunum í orð, að koma einhverjum böndum á hvort tveggja, og deila með öðrum. Ég held þess vegna að Flugan og Ormar eigi ýmislegt sameiginlegt því báðar bækurnar eru tilraunir mínar (og Auðar Magndísar vinkonu sem skrifaði með mér Ormar) til að tjá mig um eigin upplifun af heiminum, hlæja og deila áhyggjum og gleði með öðrum. Ég vona að báðar bækurnar séu skemmtilegar. Ég sagði við Egil Helgason þegar hann spurði að því sama að ég héldi að Ormar væri léttur og fyndinn en Flugan þung og fyndinn. Kannski þyngslin í seinni bókinni séu þroskamerki. Hvort sem það má teljast gott eða slæmt.
29. september 2011
28. september 2011
Sagan af Jaycee
Ég man óljóst eftir fréttum af því þegar Jaycee Dugard var frelsuð úr prísund sinni haustið 2009. Þá hafði hún verið 18 ár í haldi hjóna sem numu hana á brott skammt frá heimili hennar í South Lake Tahoe í Kaliforníu. Mál Jaycee rann fljótt saman við aðrar fregnir af konum og börnum sem níðingar halda föngnum í kjöllurum þessa heims og ég hugsaði ekki til hennar aftur fyrr en um daginn þegar ég sá nýútkomna sjálfsævisögu hennar í hverfisbókaversluninni minni.
Það var ósköp venjulegur virkur morgunn árið 1991. Jaycee, sem þá var 11 ára, var á leið í skólann þegar henni var skyndilega kippt upp í bíl. Þar var á ferðinni margdæmdur kynferðisafbrotamaður á skilorði, Phillip Garrido og kona hans Nancy. Þau héldu Jaycee fanginni í sérútbúinni aðstöðu á heimili sínu í nærri tvo áratugi og níddust á henni. Án þess að fara í smáatriðum í þær hörmungar sem stúlkan gekk í gegnum þá má geta þess að hún fæddi tvö börn á tímabilinu. Fjölskylda Jaycee missti aldrei vonina um að hún myndi finnast á lífi og allan tímann hélt móðir hennar úti miklu starfi í kringum leitina að dóttur sinni. Hún prentaði dreifibréf í heimilisprentaranum á kvöldin, hélt fjáröflunarsamkomur, hringdi óteljandi símtöl og virkjaði síðar internetið í þágu baráttunnar. Það leið og beið en ekkert fréttist af afdrifum Jaycee þó lögreglu bærist öðru hverju símtöl frá fólki sem taldi sig hafa séð hana tilsýndar. Reyndar hefur lögreglan legið undir ámæli fyrir að sinna ekki almennilega þessum ábendingum og ekki síður fyrir þá staðreynd að Garrido var á skilorði og átti að vera undir ströngu eftirliti.
Dag einn árið 2009 tók lögreglukona ein eftir manni í fylgd tveggja barna og ungrar konu. Henni fannst þau undarleg í háttum og þegar málið var kannað nánar tókst að bera kennsl á Jaycee sem þarna var á ferð með kvalara sínum og tveim dætrum. Jaycee og dætur hennar tvær voru frelsaðar og Garrido-hjónin leidd fyrir dóm. Fjölmiðlar biðu froðufellandi eftir því að stúlkan segði frá. Oprah og aðrar spjallþáttadrottningar vildu ekkert frekar en að fá Jaycee í settið og fá hana til að tala. En hún sagði ekki orð heldur skrifaði heila bók undir titlinum Stolen Life sem kom út í sumar. Bókin hefur fengið góða dóma og selst vel eins og nærri má geta, enda margt sem fólk þyrsti í að vita. Hvernig var samband hennar við Garrido? Hvernig liðu dagarnir? Hvernig fóru fæðingarnar fram? Reyndi hún að flýja? Hvernig í ósköpunum fór hún að því að komast í gegnum þetta?
Handahófskennt gúgl mitt leiddi í ljós að á hverju ári er um 800.000 barna og unglinga undir lögaldri saknað í Bandaríkjunum öllum. Mörg þeirra leggja sjálf á flótta frá heimilum sínum af ýmsum ástæðum, sum eru numin á brott af fjölskyldumeðlimum og svo gerist það stundum líkt og í tilfelli Jaycee að þeim er rænt af ókunnugum.
Þó ég lesi mikið af sjálfsævisögum þá hef ég aldrei verið sérlega áhugasöm um akkúrat þessa gerð þeirra – þegar fólk gerir tilraun til þess að lýsa ólýsanlegum hörmunugum og ofbeldi. Bókin minnti mig mest á sögu Leifs Muller Býr Íslendingur hér þar sem hann segir frá því þegar hann var í haldi nasista. Saga Jaycee fjallar svo sannarlega einmitt um ofbeldi og það sem maðurinn er í raun og veru fær um að gera öðrum manneskjum. Bókin er á köflum mjög erfið aflestrar. Það breytir því ekki að lesandinn veit að stúlkan sleppur fyrir rest – vonin er alltaf til staðar. Í raun er það óskiljanlegt hvernig stúlkunni tekst að lifa þessu lífi og hversu heil hún virðist vera þrátt fyrir þetta allt saman. Í viðtali við Diane Sawyer á ABC sjónvarpsstöðinni sem tekið var upp fyrir stuttu kemur hún manni fyrir sjónir sem heilsteypt og lífsglöð kona. Viðtalið má sjá hér.
27. september 2011
Smábarnabók fyrir foreldra
Myndabókin Go the Fuck to Sleep er eftir bandaríska rithöfundinn Adam Mansbach og myndskreytt af Ricardo Cortés. Henni hefur verið lýst sem smábarnabók fyrir fullorðna og hefur náð gífurlegum vinsældum. Go the Fuck to Sleep náði að vera söluhæsta bókin hjá Amazon mánuði áður en hún kom út en bókin varð óvænt „viral“ þegar bóksalar láku pdf-útgáfum af henni. Go the Fuck to Sleep átti upprunalega að koma út í október 2011 en útgefandinn ákvað að færa útgáfudaginn fram í júní út af þessum óvæntu vinsældum.
Þegar dóttir rithöfundarins var tveggja ára tók það hana allt að tveim tímum að sofna á kvöldin. Uppgefinn á þessari hegðun dóttur sinnar setti hann í gríni þessa færslu á Facebook: „Look out for my forthcoming children’s book, Go the Fuck to Sleep“. Vinir Mansbach voru svo áhugasamir um þessa hugmynd að bók að hann tók strax til við skrifin. Hann fékk vin sinn Ricardo Cortés til að myndskreyta bókina en Cortés hefur meðal annars unnið fyrir The New York Times.
Ofurtæknilegir uppvakningar í Vesturbænum
Nú í sumar kom út bókin Zombie Iceland eftir Nönnu Árnadóttur. Mér reiknast til að þetta sé fyrsta íslenska uppvakningabókin (endilega leiðréttið mig í kommentum ef mér hefur yfirsést einhver!), en þó má þræta um hversu "íslensk" hún sé í raun. Því þótt sögusviðið sé Reykjavík og höfundurinn íslensk, þá er bókin skrifuð á ensku og er a.m.k. í aðra röndina hugsuð sem ferðamannahandbók.
Bókin fjallar um hörkutólið Barböru sem reynir að bjarga sér og systkinum sínum undan svöngum og morðóðum zombíum sem hafa yfirtekið Ísland eftir að dularfullt gas losnaði úr læðingi við byggingu nýrrar virkjunnar. Barbara er nokkuð sérvitur, hún og pabbi hennar hafa horft mikið á uppvakningamyndir og hún er því einstaklega vel undirbúin undir zombípláguna. Hún hefur aðgang að byssum og kann að skjóta og hún sver sig í ætt við hetjuna sem maður hefur séð í mörgum zombímyndum. Þið kannist kannski við týpuna, maður hefur á tilfinningunni að hún sé ein af þeim sem kann að stela bíl með því að tengja framhjá og lesandi efast ekki um að hún kunni að gera við vararafstöðvar og búa til heimagerða rafmagnsgirðingu til að halda óvinum sínum úti. Það fellur enda í hennar hlut að reyna að koma systkinum sínum og fleira ósjálfbjarga fólki sem þau rekast á lifandi frá ósköpunum. Barbara er samt ekki bara hörkutól, heldur er hún líka manneskuleg og ég hélt a.m.k. mikið með henni.
Bókin fjallar um hörkutólið Barböru sem reynir að bjarga sér og systkinum sínum undan svöngum og morðóðum zombíum sem hafa yfirtekið Ísland eftir að dularfullt gas losnaði úr læðingi við byggingu nýrrar virkjunnar. Barbara er nokkuð sérvitur, hún og pabbi hennar hafa horft mikið á uppvakningamyndir og hún er því einstaklega vel undirbúin undir zombípláguna. Hún hefur aðgang að byssum og kann að skjóta og hún sver sig í ætt við hetjuna sem maður hefur séð í mörgum zombímyndum. Þið kannist kannski við týpuna, maður hefur á tilfinningunni að hún sé ein af þeim sem kann að stela bíl með því að tengja framhjá og lesandi efast ekki um að hún kunni að gera við vararafstöðvar og búa til heimagerða rafmagnsgirðingu til að halda óvinum sínum úti. Það fellur enda í hennar hlut að reyna að koma systkinum sínum og fleira ósjálfbjarga fólki sem þau rekast á lifandi frá ósköpunum. Barbara er samt ekki bara hörkutól, heldur er hún líka manneskuleg og ég hélt a.m.k. mikið með henni.
26. september 2011
Saumavélasögur
Fyrir nokkrum árum fékk ég saumavél í afmælisgjöf. Miðað við að ég hafði óskað mér saumavélar látlaust í mörg ár hefði ég átt að vera himinsæl með gjöfina. En eitthvað fór lítið fyrir sælunni. Meira áberandi var svekkelsi, uppgjöf, jafnvel ótti. Ástæðan fyrir þessu misræmi var auðvitað sú að þrátt fyrir að mig dreymdi um að vera týpan sem gæti vippað upp pilsi korter í partý, breytt smart vintage fötum þannig að þau yrðu enn smartari og saumað litla stelpukjóla úr seventís koddaverum þá var ég einmitt ekki sú týpa. Ég var þvert á móti týpan sem hafði síðast sest við saumavél í 12 ára bekk til að gera við gat á buxum áður en ég færi í þeim í skíðaferð. Ég meina, hversu flókið gat þetta verið, maður bara saumaði eitt „strik“ og málið væri leyst, ræt? Klukkutíma og þremur brotnum nálum síðar kom í ljós að ég hafði ekki bara saumað gatið saman heldur alla buxnaskálmina í kuðl. Og ekki bara það. Einhvern tímann í hita leiksins höfðu flugbeittar tennur saumavélarinnar líka nælt í nærliggjandi koddaver og það hafði saumast fast við skálmarkuðlið. Ég mætti grátandi í skíðaferðina og í buxum af litla bróður mínum. Og þar sem ég stóð fyrir framan nýju saumavélina var ég allt í einu miklu meira þessi týpa en sú í draumum mínum. Það var ekki fyrr en sirka tveimur vikum eftir afmælið sem það hvarflaði fyrst að mér að kannski hefðu verið skrifaðar bækur fyrir fólk eins og mig, bækur sem kenndu byrjendum að sauma einfalt en samt ekki hræðilega ljótt dót. Ég lagðist í rannsóknarvinnu á netinu og nýr heimur opnaðist.
Norðurlandamót í frásagnarlist: Ævintýri, hversdagshetjur og vafasamar kvenpersónur
Liðna helgi fór fram Norðurlandamót í frásagnarlist (Nordisk mesterskap i storyslam) í heimabæ undirritaðrar, Turku í Suðvestur-Finnlandi. Voru fulltrúar Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs, Finnlands og Íslands mættir til leiks, tveir frá hverju landi. Ég hafði ekki heyrt af tilvist keppninnar fyrr, en þetta er víst fjórða árið sem Norðurlandamót í storyslam er haldið. Fyrsta innanlandsmótið var í Stokkhólmi 2005 og voru það keppnir í poetryslam, sem einnig hefur verið efnt til á Íslandi, sem kveiktu hugmyndina til að byrja með. Ég hefði að öllum líkindum látið þetta framhjá mér fara hefði ég ekki verið svo heppin að kannast við einn af skipuleggjendum keppninnar hér í Turku, sem sagði mér frá henni og bað mig að sitja í dómnefnd sem fulltrúi Íslands.
25. september 2011
Bækur og bíó á RIFF
Það gengur á með hátíðum. Nú á fimmtudagskvöldið byrjaði kvikmyndahátíðin RIFF og næstu vikuna verður áfram gósentíð en jafnframt krónískur valkvíði hjá kvikmyndaáhugafólki. Þeim sem hafa áhuga á bæði bókum og bíó má benda á að nokkrar myndir á hátíðinni tengjast bókmenntum eða bókum.
Faust, kvikmynd Alexanders Sokurovs, er t.d. sprottin af samnefndu verki Goethes en samkvæmt kynningu í prógrammi er kvikmyndin þó „ekki aðlögun á harmleik Goethes í hefðbundnum skilningi, heldur túlkun á því sem má lesa milli línanna“. We Need to Talk About Kevin er byggð á samnefndri skáldsögu. Í pistli hér á síðunni fyrir allnokkru mælti Æsa alls ekki með því að fólk bókina, m.a. því hún gæti valdið andvökum með óbærilegum hugsunum um vonsku heimsins. Ég hef heyrt vel látið af myndinni en jafnframt hefur fylgt sögunni að hún henti ekki viðkvæmum. Önnur skáldsögukvikmynd sem sjá má á RIFF er ný mynd Andreu Arnold eftir Wuthering Heights, sögu Emily Brontë. Á dagskrá hátíðarinnar er síðan líka bókamynd af allt öðru tagi: Að búa til bók með Steidl sem snýst um bækur en ekki bókmenntir því þetta er heimildamynd um bókaútgefandann Gerhard Steidl og útgáfu hans á ljósmyndabókum. (Ef lesendur vita um fleiri kvikmyndir á RIFF sem tengjast bókum á einhvern hátt má gjarnan láta vita í kommentakerfinu.)
Ég er búin að sjá tvær síðastnefndu myndirnar,
Faust, kvikmynd Alexanders Sokurovs, er t.d. sprottin af samnefndu verki Goethes en samkvæmt kynningu í prógrammi er kvikmyndin þó „ekki aðlögun á harmleik Goethes í hefðbundnum skilningi, heldur túlkun á því sem má lesa milli línanna“. We Need to Talk About Kevin er byggð á samnefndri skáldsögu. Í pistli hér á síðunni fyrir allnokkru mælti Æsa alls ekki með því að fólk bókina, m.a. því hún gæti valdið andvökum með óbærilegum hugsunum um vonsku heimsins. Ég hef heyrt vel látið af myndinni en jafnframt hefur fylgt sögunni að hún henti ekki viðkvæmum. Önnur skáldsögukvikmynd sem sjá má á RIFF er ný mynd Andreu Arnold eftir Wuthering Heights, sögu Emily Brontë. Á dagskrá hátíðarinnar er síðan líka bókamynd af allt öðru tagi: Að búa til bók með Steidl sem snýst um bækur en ekki bókmenntir því þetta er heimildamynd um bókaútgefandann Gerhard Steidl og útgáfu hans á ljósmyndabókum. (Ef lesendur vita um fleiri kvikmyndir á RIFF sem tengjast bókum á einhvern hátt má gjarnan láta vita í kommentakerfinu.)
Ég er búin að sjá tvær síðastnefndu myndirnar,
Spássían
Eigendur og útgefendur Spássíunnar eru bókmenntafræðingarnir Ásta Gísladóttir og Auður Aðalsteinsdóttir, og þær ættu auðvitað að fá fullt af verðlaunum og styrkjum fyrir að gefa út blaðið. Við hvetjum fólk til að gerast áskrifendur, það má gera með því að fylla út í reitina á þessari síðu.
Druslubókadömur hittast stundum á Hótel Holti og bera saman bækur sínar. Á myndina vantar Eyju, Guðrúnu Láru, Erlu og Hilmu. |
24. september 2011
Skólabækur: Eleanor Rigby og Vinir
Þegar skólinn er byrjaður og tími manns fer að mestu í lestur fræða, er mjög mikilvægt að lesa skemmtilegar og helst fyndnar skáldsögur meðfram. Ekki síst til að fullvissa sjálfan sig um að maður geti nú alveg lesið á eðlilegum hraða ennþá, að allt sé í góðu lagi. (Ég verð stundum örlítið hrædd um að ég hafi hlotið vægan heilaskaða þegar ég er lengi að lesa fræðigreinar.) Undanfarnar vikur hef ég haft bók Douglas Coupland, Eleanor Rigby, við hliðina á skólabókunum. Bókin kom út árið 2004 og hefur verið að bíða eftir mér uppi í hillu síðan árið 2005, eins og margar aðrar áhugaverðar kiljur sem ég keypti í neyslubrjálæði góðæristímans. (Árið 2005 voru allir að segja mér að lesa Coupland, Paul Auster og Haruki Murakami, ég keypti því nokkar bækur eftir þá og las svona helminginn af þeim.)
Ég ákvað að lesa Eleanor eftir að hafa séð Coupland lesa úr nýjustu bók sinni, JPod, í Berlín í sumar. Hann er rosalega skemmtilegur kall, en mér fannst ég ekki geta keypt bókina vegna þess að það kostaði alveg 15 evrur inn á upplesturinn. Að minnsta kosti ekki fyrr en ég væri búin að lesa það sem ég ætti eftir hann. Og Eleanor Rigby er besta bókin sem ég hef lesið eftir Douglas Coupland hingað til. Miss Wyoming er líka mjög fín (ég skrifaði smá um hana hér), en mig minnir að All Families Are Psychotic hafi ekki verið eins stórfengleg og mér fannst titillinn lofa. (Ath. kápan á bókinni, sem er hér til hliðar, er villandi. Ég man ekki til þess að dökkhærð kona faðmi aðalpersónu nokkurn tímann í bókinni.)
Eleanor Rigby fjallar um Liz Dunn, sem er rauðhærð, þybbin kona á miðjum aldri. Hún er mjög einmana, eins og hún talar mikið um í bókinni, en hún er líka ótrúlega fyndin og kaldhæðin (og það er mikill kostur þegar fjallað er um einmanaleikann):
Ég ákvað að lesa Eleanor eftir að hafa séð Coupland lesa úr nýjustu bók sinni, JPod, í Berlín í sumar. Hann er rosalega skemmtilegur kall, en mér fannst ég ekki geta keypt bókina vegna þess að það kostaði alveg 15 evrur inn á upplesturinn. Að minnsta kosti ekki fyrr en ég væri búin að lesa það sem ég ætti eftir hann. Og Eleanor Rigby er besta bókin sem ég hef lesið eftir Douglas Coupland hingað til. Miss Wyoming er líka mjög fín (ég skrifaði smá um hana hér), en mig minnir að All Families Are Psychotic hafi ekki verið eins stórfengleg og mér fannst titillinn lofa. (Ath. kápan á bókinni, sem er hér til hliðar, er villandi. Ég man ekki til þess að dökkhærð kona faðmi aðalpersónu nokkurn tímann í bókinni.)
Eleanor Rigby fjallar um Liz Dunn, sem er rauðhærð, þybbin kona á miðjum aldri. Hún er mjög einmana, eins og hún talar mikið um í bókinni, en hún er líka ótrúlega fyndin og kaldhæðin (og það er mikill kostur þegar fjallað er um einmanaleikann):
Books always tell me to find "solitude," but I've Googled their authors, and they all have spouses and kids and grandkids, as well as fraternity and sorority memberships. The universally patronizing message of the authors is, "Okay, I got lucky and found someone to be with, but if I'd hung in there just a wee bit longer, I'd have achieved the blissful solitude you find me writing about in this book." I can just imagine the faces of these writers, sitting at their desks as they write their sage platitudes, their faces stoic and wise: "Why be lonely when you can enjoy solitude?"
Eleanor Rigby, bls. 29.
Oh, ég vildi að Liz væri vinkona mín. Hún býr ein, skrifstofuvinnan hennar er tilbreytingarsnauð og lítið gefandi, fjölskylda hennar er frekar þreytandi og hún á enga vini. Í upphafi bókar er Liz nýbúin í endajaxlatöku og hefur leigt sér helling af sorglegum vídjóspólum, vegna þess að það er svo gott að gráta þegar maður er á sterkum verkjalyfjum og er í fríi úr vinnunni. Þegar hún hefur verið heima að glápa og grenja í tvo eða þrjá daga, fær hún símtal sem breytir lífi hennar - henni er tilkynnt um að sonur hennar sé á spítala. Sonur sem hún gaf til ættleiðingar þegar hann fæddist, fyrir tuttugu árum síðan.
Bókin er fyrstu persónu frásögn Liz, sem flakkar fram og aftur í tíma. Hún segir meðal annars frá samskiptum sínum við lögregluna þegar hún var barn, örlagaríkri bekkjarferð til Rómar á unglingsárunum, því hvernig hún kynnist syni sínum og því sem gerist svo sjö árum eftir að hún kynnist honum (það er voða spennó). Sögukona (má segja það?) skiptir reglulega á milli ólíkra tímabila og frásagna eins og hún sé með hálfgerðan athyglisbrest. Það er mjög fínt, því þá er maður spenntur fyrir því hvað gerist næst í mörgum ólíkum frásögnum samtímis. Mestu skiptir þó að bókin er fyndin og það er alltaf eitthvað skemmtilegt og óvænt að gerast í henni.
Að lokum langar mig að minnast á bókina Vinir, sem er líka sniðug meðfram heimanáminu, að minnsta kosti ef vinir ykkar eru skemmtilegir. Þið áttuð ábyggilega öll svona bók þegar þið voruð lítil. Fyrir þá sem kannast ekki við það er kannski rétt að útskýra: vinir manns eiga að skrifa um sig í bókina, bæði praktískar upplýsingar (t.d. heimilisfang, afmælisdag, símanúmer) og annað áhugavert (uppáhalds námsgrein eða geisladiskur, „mig langar“, o.s.frv.). Ég keypti bókina þegar ég var í facebook-pásu og saknaði vina minna, en ég er ekki frá því að mér finnist svona bækur skemmtilegri nú en árið 1993.
Bókin er fyrstu persónu frásögn Liz, sem flakkar fram og aftur í tíma. Hún segir meðal annars frá samskiptum sínum við lögregluna þegar hún var barn, örlagaríkri bekkjarferð til Rómar á unglingsárunum, því hvernig hún kynnist syni sínum og því sem gerist svo sjö árum eftir að hún kynnist honum (það er voða spennó). Sögukona (má segja það?) skiptir reglulega á milli ólíkra tímabila og frásagna eins og hún sé með hálfgerðan athyglisbrest. Það er mjög fínt, því þá er maður spenntur fyrir því hvað gerist næst í mörgum ólíkum frásögnum samtímis. Mestu skiptir þó að bókin er fyndin og það er alltaf eitthvað skemmtilegt og óvænt að gerast í henni.
Að lokum langar mig að minnast á bókina Vinir, sem er líka sniðug meðfram heimanáminu, að minnsta kosti ef vinir ykkar eru skemmtilegir. Þið áttuð ábyggilega öll svona bók þegar þið voruð lítil. Fyrir þá sem kannast ekki við það er kannski rétt að útskýra: vinir manns eiga að skrifa um sig í bókina, bæði praktískar upplýsingar (t.d. heimilisfang, afmælisdag, símanúmer) og annað áhugavert (uppáhalds námsgrein eða geisladiskur, „mig langar“, o.s.frv.). Ég keypti bókina þegar ég var í facebook-pásu og saknaði vina minna, en ég er ekki frá því að mér finnist svona bækur skemmtilegri nú en árið 1993.
En usædvanlig læseoplevelse
Hér má lesa umfjöllun um nýlega bók með íslensku ljóðaúrvali sem komin er út á dönsku. Bókin heitir Ny Islandsk poesi og í henni eiga ljóð þau Steinar Bragi, Kristín Eiríksdóttir, Ingólfur Gíslason, Haukur Ingvarsson, Eiríkur Örn Norðdahl, Kári Páll Óskarsson, Ófeigur Sigurðsson, Sölvi Björn Sigurðsson, Ingunn Snædal og Kristín Svava Tómasdóttir. Þýðendur ljóðanna eru Nina Søs Vinther, sem einnig er ritstýra, Lóa Stefánsdóttir og Erik Skyum Nielsen
Það var ekki annað í bili krakkar mínir.
Það var ekki annað í bili krakkar mínir.
23. september 2011
Mælt með fornum reyfara: Double Indemnity e. James M. Cain
Svo ég hefji nú þennan pistil á að endurtaka mig úr þeim síðasta, þá les ég lítið af glæpasögum og þær sem ég hef (ansi handahófskennt) lesið undanfarin ár hafa mér í besta falli fundist ágætis afþreying. Um daginn rakst ég þó á eina sem mér finnst vert að mæla með: Double Indemnity eftir James M. Cain.
22. september 2011
Rannsóknarmaðurinn og kerfið
Nýlega kom út hjá Bjarti í íslenskri þýðingu Rannsóknin eftir Philippe Claudel. Kristín Jónsdóttir þýðir bókina úr frönsku.
Um er að ræða martraðarbókmenntir í kafkaískum anda og ég veit ekki alveg hvað mér finnst, eða hvað mér á að finnast. Höfuðpersónu bókarinnar, Rannsóknarmanninum, fáum við aldrei að kynnast með nafni og undir lokin skiljum við hvers vegna. Satt að segja er hvergi notast við nöfn; fólk er aðeins nefnt út frá hlutverkum sínum, gjarnan starfsheitum. Þetta gerir andrúmsloftið vélrænna, sem er greinilega ætlun höfundar. Helsta leiðarstefið er það hve einstaklingurinn, persónan eða manneskjan er lítilfjörleg og vanmáttug gagnvart einhverju óskiljanlegu kerfi.
Plottið er eins og við er að búast af bók af umræddri gerð. Rannsóknarmaðurinn er sendur til bæjarins til að rannsaka hrinu sjálfsmorða hjá Fyrirtækinu. Hann er ekki fyrr kominn en allt tekur að ganga á afturfótunum: hann lendir í vandræðum með gistingu, fær ekkert almennilegt að borða, á í erfiðleikum með að komast yfir götuna og að finna Fyrirtækið, fötin hans verða ónothæf, hann fær ekki að þvo sér og hegðun þeirra sem á vegi hans verða er undarleg á ýmsa lund. Hann verður fyrir hverri niðurlægingunni á fætur annarri og allt er óskiljanlegt. Að lokum brotnar hann svo saman.
Ég get ekki annað sagt en að sagan sé nokkuð fyrirsjáanleg þegar á heildina er litið. Það blasir við frá byrjun að söguhetjunnar bíði fátt annað en vandræði og erfiðleikar og að hún muni ekki komast heil frá þessu ævintýri. Hugmyndin um hinn magnvana einstakling gagnvart ómanneskjulegu kerfi er heldur ekki ný af nálinni. Útfærsluatriðin eru hins vegar ekkert endilega fyrirsjáanleg og oft eru þau frumleg. Mér fannst sagan sem slík skilja furðulítið eftir sig og fann ekki mikinn boðskap eða tilgang í henni sem ekki hefur komið fram áður í öðrum sögum af sömu sort. En bókin er vel skrifuð og hélt athygli minni nokkuð vel. Segja má að þarna sé um að ræða prýðilega útfærslu á áður notaðri hugmynd.
Þýðingin er lipur og þjál og í alla staði til fyrirmyndar. Rétt er þó að geta þess að þýðandinn er vinkona mín og því kann að vera að ég gæti ekki fyllsta hlutleysis í því mati mínu.
Ljóðahátíð í Eyjafirði um helgina
Mér þykir við hæfi að auglýsa hér ljóðahátíð sem haldin verður í Eyjafirði um helgina, og þar sem ég mun lesa upp í fríðum flokki skálda. Aðstandendur hátíðarinnar eru Verksmiðjan á Hjalteyri, Populus tremula og Skógræktarfélag Eyfirðinga.
Hin árlega Ljóðaganga í eyfirskum skógi verður að þessu sinni hluti hátíðarinnar og nú haldin í Grundarskógi í Eyjafirði.
Dagskrá verður þríþætt eins og fram kemur hér að neðan. Hópur góðskálda heimsækir Eyjafjörð og les ljóð sín fyrir heimamenn og gesti.
Hin árlega Ljóðaganga í eyfirskum skógi verður að þessu sinni hluti hátíðarinnar og nú haldin í Grundarskógi í Eyjafirði.
Dagskrá verður þríþætt eins og fram kemur hér að neðan. Hópur góðskálda heimsækir Eyjafjörð og les ljóð sín fyrir heimamenn og gesti.
21. september 2011
Drauganet í skrúfunni
Nýútkomin ljóðabók Bergsveins Birgissonar, Drauganet, hefst á tilvitnun í Dymbilvöku Hannesar Sigfússonar: Hvar ferðast þú meðal dimmviðranna / með það djásn er ég gaf þér? Á meðan ég las þetta rifjaðist upp fyrir mér að síðasta bók Bergsveins, Svar við bréfi Helgu, hefst á tilvitnun í ljóð eftir Stefán Hörð Grímsson og það ljóð er einskonar leiðarstef sögunnar. Það er því ljóst að ljóð þessara skálda eru Bergsveini hugleikin. En þegar ég fór að lesa Drauganet fannst mér ég sömu leiðis skynja að Bergsveinn er undir áhrifum af skáldskap miklu eldri skálda, enda eru dróttkvæði fræðasvið hans, og svo er hann auðvitað rækilega flæktur í nútímanum, eins og við öll.
Drauganet er býsna löng sé miðað við margar þær íslensku ljóðabækur sem koma út um þessar mundir (88 bls). Hún skiptist í nokkra hluta og fyrsti hlutinn hefur yfirskriftina: mansöngvar / teip fyrir brotna heimsmynd. Fyrsta ljóðið hefst svona:
Ég hef aldrei tekið lán
ég kaupi ekki neitt
snuðrandi kortalesarar
og launtengdar eftirlitsmyndavélar
fá hvergi sporað ferðir mínar uppi
Síðar í ljóðinu kemur fram að pósturinn heldur áfram að troða í póstkassa ljóðmælandans þótt hann sé löngu látinn og sársaukinn sé hans eina rétta heimilisfang. Hann er drauganetið í djúpinu, bæn sem leitar viðfangs milli skýjanna.
Drauganet eru net sem skip hafa misst í sjóinn en þau halda samt áfram að veiða það sem fyrir þeim verður og flækjast fyrir. Þegar ég velti fyrst fyrir mér titli bókarinnar og drauganetunum sem minnst er á í ljóðunum, hugsaði ég um fólk sem þvælist eins og drauganet um allan sjó. Síðan fór ég að hugsa um ljóðið sjálft, það má segja hálfgert drauganet sem velkist um í heimi bókmenntanna og nýtur ekki beint vinsælda hjá þeim sem hafa áhuga á hagvexti og spennu. Svo heyrði ég viðtal við Bergsvein í Víðsjá þar sem hann minntist á drauganet versus tauganet og allt efnið sem þvælist fyrir okkur án þess að við vinnum úr því og þá fór ég að hugsa um internetið og öll drauganetin þar, endalaust flæði texta- og myndefnis, facebook-statusa og bloggsíður sem svífa um þó að löngu sé búið að reyna að eyða þeim eða eigendurnir horfnir á braut.
Já, Drauganet er ansi löng ljóðabók – og þó að henni sé skipt upp í kafla, svona til hæginda og þæginda, þá finnst mér hún svolítið sundurlaus. Ljóðin eru ort á löngum tíma (Bergsveinn sagði það í fyrrnefndu viðtali við Þorgerði) og yrkisefnin mjög fjölbreytt, ég ætla ekki að koma með upptalningarrunu hér (farið og kaupið bókina og lesið hana!) en lesandinn fær ansi stóran skammt af ljóðum á einu bretti. Auðvitað má alveg segja það gott, meira fyrir peninginn. En ég er svo mikill vertíðarþræll í andanum að ég spændi mig í gegnum bókina á einu bretti og fannst ég hafa étið yfir mig. Mitt lúxusvandamál alltsvo, það má að sjálfsögðu alveg lesa eina og eina setningu í einu og treina sér bókina í allan vetur.
Á þessari stundu höfðar lokakaflinn, sem segja má að sé persónulegastur, best til mín. Þar er mátulega mikil kaldhæðni - reyndar mjög mikil - en samt ákveðinn hlýleiki, svona eins og í baðstofu í gamla daga (nú er ég að ímynda mér notalega baðstofustemningu, en þar hefur fólk vísast alveg verið að drepa hvert annað úr leiðindum) þar sem menn voru hryssingslegir hver við annan þó að þeir elskuðu í raun hvert einasta bein í baðstofufélögunum. Þarna er eilíft stríðið við hvunndaginn mjög sýnilegt; týndur tannbursti, einhver að setja í uppþvottavél og einhver annar er skammaður, en samt er þarna ást, já og fullt af drauganetum.
Ef ég set ljóðin í Drauganetum í samhengi við ljóð annarra nútímaskálda þá detta mér í hug ljóð Gyrðis Elíassonar og Ingólfs Gíslasonar. Í Drauganetum talar bölsýnismaður sem er ekki æpandi einhverja rassvasapeki um að allt í heiminum sé í örum framförum og að það skipti ekki máli hvar við séum stödd heldur hvert við séum að fara. Þarna talar einhver sem fær mann til að hugsa um hvað nútíminn sé um margt klikkaður og bent er á hið smáa í lífinu, oft með því að vísa langt aftur eða í eitthvað mjög óskylt og ósýnilegt í okkar daglega veruleika. Skáldið fer víða, þjóðararfurinn, náttúran og bæði fornmenn og skáld síðustu aldar eru þarna einhversstaðar í og á milli línanna, en ljóðin í Drauganetum eru samt á öðru plani en skáldskapur fyrirrennarra Bergsveins og hann er líka innblásinn af annarri fagurfræði, sem er auðvitað miklu nútímalegri. Staða skáldsins, tilvistarpælingar og veruleikabömmer þess sem þarf að réttlæta það að gera það sem hann er að gera, má lesa út úr mörgum ljóðanna. Þetta má mögulega segja sígilt efni í ljóðum margra nútímaskálda, sem yrkja höfuðlausnir sem enginn tekur eftir, á meðan Höfuðlausnin eina og sanna var sjálfsagður skáldskapur sem hafði tilætluð áhrif .
Ég lýk þessu á örlitlu sýnishorni:
Af hverju læsi ég alltaf húsinu
á kvöldin?
mín vegna mætti þjófur koma og fjarlægja allt innanstokks hér
ég er leiður á því öllu saman
sjónvarpið mætti hann byrja á að taka
(það væri þrifnaðarsýsla)
og útvarpið svei mér þá líka
diskana mína alla
nema kannski nokkur Bach-verk
og örfá Requiem sem ég hef safnað
bækurnar - allar saman
eða, kannski ég héldi nokkrum ljóðabókum
(Vallejo, Mandelstam, Dante)
og gamalli útgáfu af Heimskringlu
en íslensku fornritin mætti hann taka öll
og skáldsögurnar eins og þær leggja sig
(kannski ég myndi halda Eglu og Laxdælu)
Mér finnst Drauganet mjög fín bók – þetta hér að ofan er (hálfloðið) meðmælabréf.
Drauganet er býsna löng sé miðað við margar þær íslensku ljóðabækur sem koma út um þessar mundir (88 bls). Hún skiptist í nokkra hluta og fyrsti hlutinn hefur yfirskriftina: mansöngvar / teip fyrir brotna heimsmynd. Fyrsta ljóðið hefst svona:
Ég hef aldrei tekið lán
ég kaupi ekki neitt
snuðrandi kortalesarar
og launtengdar eftirlitsmyndavélar
fá hvergi sporað ferðir mínar uppi
Síðar í ljóðinu kemur fram að pósturinn heldur áfram að troða í póstkassa ljóðmælandans þótt hann sé löngu látinn og sársaukinn sé hans eina rétta heimilisfang. Hann er drauganetið í djúpinu, bæn sem leitar viðfangs milli skýjanna.
Drauganet eru net sem skip hafa misst í sjóinn en þau halda samt áfram að veiða það sem fyrir þeim verður og flækjast fyrir. Þegar ég velti fyrst fyrir mér titli bókarinnar og drauganetunum sem minnst er á í ljóðunum, hugsaði ég um fólk sem þvælist eins og drauganet um allan sjó. Síðan fór ég að hugsa um ljóðið sjálft, það má segja hálfgert drauganet sem velkist um í heimi bókmenntanna og nýtur ekki beint vinsælda hjá þeim sem hafa áhuga á hagvexti og spennu. Svo heyrði ég viðtal við Bergsvein í Víðsjá þar sem hann minntist á drauganet versus tauganet og allt efnið sem þvælist fyrir okkur án þess að við vinnum úr því og þá fór ég að hugsa um internetið og öll drauganetin þar, endalaust flæði texta- og myndefnis, facebook-statusa og bloggsíður sem svífa um þó að löngu sé búið að reyna að eyða þeim eða eigendurnir horfnir á braut.
Já, Drauganet er ansi löng ljóðabók – og þó að henni sé skipt upp í kafla, svona til hæginda og þæginda, þá finnst mér hún svolítið sundurlaus. Ljóðin eru ort á löngum tíma (Bergsveinn sagði það í fyrrnefndu viðtali við Þorgerði) og yrkisefnin mjög fjölbreytt, ég ætla ekki að koma með upptalningarrunu hér (farið og kaupið bókina og lesið hana!) en lesandinn fær ansi stóran skammt af ljóðum á einu bretti. Auðvitað má alveg segja það gott, meira fyrir peninginn. En ég er svo mikill vertíðarþræll í andanum að ég spændi mig í gegnum bókina á einu bretti og fannst ég hafa étið yfir mig. Mitt lúxusvandamál alltsvo, það má að sjálfsögðu alveg lesa eina og eina setningu í einu og treina sér bókina í allan vetur.
Á þessari stundu höfðar lokakaflinn, sem segja má að sé persónulegastur, best til mín. Þar er mátulega mikil kaldhæðni - reyndar mjög mikil - en samt ákveðinn hlýleiki, svona eins og í baðstofu í gamla daga (nú er ég að ímynda mér notalega baðstofustemningu, en þar hefur fólk vísast alveg verið að drepa hvert annað úr leiðindum) þar sem menn voru hryssingslegir hver við annan þó að þeir elskuðu í raun hvert einasta bein í baðstofufélögunum. Þarna er eilíft stríðið við hvunndaginn mjög sýnilegt; týndur tannbursti, einhver að setja í uppþvottavél og einhver annar er skammaður, en samt er þarna ást, já og fullt af drauganetum.
Ef ég set ljóðin í Drauganetum í samhengi við ljóð annarra nútímaskálda þá detta mér í hug ljóð Gyrðis Elíassonar og Ingólfs Gíslasonar. Í Drauganetum talar bölsýnismaður sem er ekki æpandi einhverja rassvasapeki um að allt í heiminum sé í örum framförum og að það skipti ekki máli hvar við séum stödd heldur hvert við séum að fara. Þarna talar einhver sem fær mann til að hugsa um hvað nútíminn sé um margt klikkaður og bent er á hið smáa í lífinu, oft með því að vísa langt aftur eða í eitthvað mjög óskylt og ósýnilegt í okkar daglega veruleika. Skáldið fer víða, þjóðararfurinn, náttúran og bæði fornmenn og skáld síðustu aldar eru þarna einhversstaðar í og á milli línanna, en ljóðin í Drauganetum eru samt á öðru plani en skáldskapur fyrirrennarra Bergsveins og hann er líka innblásinn af annarri fagurfræði, sem er auðvitað miklu nútímalegri. Staða skáldsins, tilvistarpælingar og veruleikabömmer þess sem þarf að réttlæta það að gera það sem hann er að gera, má lesa út úr mörgum ljóðanna. Þetta má mögulega segja sígilt efni í ljóðum margra nútímaskálda, sem yrkja höfuðlausnir sem enginn tekur eftir, á meðan Höfuðlausnin eina og sanna var sjálfsagður skáldskapur sem hafði tilætluð áhrif .
Ég lýk þessu á örlitlu sýnishorni:
Af hverju læsi ég alltaf húsinu
á kvöldin?
mín vegna mætti þjófur koma og fjarlægja allt innanstokks hér
ég er leiður á því öllu saman
sjónvarpið mætti hann byrja á að taka
(það væri þrifnaðarsýsla)
og útvarpið svei mér þá líka
diskana mína alla
nema kannski nokkur Bach-verk
og örfá Requiem sem ég hef safnað
bækurnar - allar saman
eða, kannski ég héldi nokkrum ljóðabókum
(Vallejo, Mandelstam, Dante)
og gamalli útgáfu af Heimskringlu
en íslensku fornritin mætti hann taka öll
og skáldsögurnar eins og þær leggja sig
(kannski ég myndi halda Eglu og Laxdælu)
Mér finnst Drauganet mjög fín bók – þetta hér að ofan er (hálfloðið) meðmælabréf.
Bækur í eyrun
Eitt af því sem ég sakna frá Bretlandsárum mínum er mikil og vönduð umfjöllun um bókmenntir, bæði í blöðum, útvarpi, tímaritum og sjónvarpi. Það er þó bót í máli að á netinu má finna mikið af slíku efni og þar á meðal er hinn stórskemmtilegi bókaklúbbur Guardian-dagblaðsins, The Guardian Book Club, sem finna má hér. Mánaðarlega er valin bók sem er svo fjallað um í greinum og umræðuþráðum, yfirleitt út frá tilteknu þema; höfundurinn svarar spurningum lesenda á netinu og síðast en ekki síst er hægt að hlaða niður podcasti með spjalli við höfundinn, sem mér þykir skemmtilegasti þáttur síðunnar. Auk þess fer bókaklúbburinn iðulega í heimsóknir á bókmenntahátíðir, upplestra og þvíumlíkt. Yfirumsjónarmaður klúbbsins, John Mullan, er reyndar ekki með skemmtilegustu rödd í heimi - en það venst og hann spyr oftast skemmtilegra og áhugaverðra spurninga. Höfundarnir eru að sjálfsögðu misgóðir spjallarar, en ég mæli t.d. með spjallinu við David Mitchell, höfund hinnar stórfenglegu Cloud Atlas, við Sue Townsend (þekktust fyrir Adrian Mole-bækurnar), Kiran Desai og Terry Pratchett.
19. september 2011
Óyfirstíganleg bókavandræði
Ég er að velta fyrir mér hvort ég eigi að kaupa mér rafbókalesgræju. Fyrir nokkrum árum fannst mér hugmyndin fáránleg en núna er ég að reyna að selja sjálfri mér þá hugmynd að ég þurfi ekki að kaupa mér nýjar bókahillur (sem er til marks um sjálfsblekkingu á háu stigi) ef ég hætti einfaldlega að kaupa bækur í pappírsformi. En þetta er ekki svona einfalt, upp koma ýmis vandamál:
1. Hvað með bækurnar sem fyrir eru í hillunum? Er ekki eitthvað fáránlegt að hætta allt í einu að kaupa pappírsbækur og hafa gömlu bækurnar samt í hillunni? Þá halda gestir að ég hafi hætt að lesa bækur árið 2011 (gisp!). Á maður þá kannski gefa allar bækur nema uppáhaldsbækurnar, hætta einfaldlega að vera með bækur í hillum? Þetta finnst mér óyfirstíganlegt. Fréttir herma að IKEA ætli nú að setja á markað dýpri Billy bókaskápa (já, ég veit, fáránleg hugmynd, þeir eru of djúpir sem stendur) fyrir þá sem ætla ekki að hafa bækur í bókaskápunum, nema þá kannski einstaka menningarhornstein. IKEA býr sig þannig undir rafbókabyltinguna, í framtíðinni verða ekki bækur í bókaskápum, bara eitthvað dót. Hillurnar verða þannig aðalmálið en ekki bækurnar.
2. Ég er svona týpa sem grannskoða bókahillur heima hjá fólki. Fyrir mér eru bækur í hillum nefnilega vitnisburður um eiganda þeirra. Ég veit að þetta er ekkert sérlega gáfuleg árátta, hún býður upp á allskonar sleggjudóma og vitleysu. Ég hef tildæmis mikla fordóma fyrir þeim sem raða bókunum sínum í stafrófsröð eða eru mjög harðir á Dewey kerfinu. Svo segja bækur auðvitað stundum nákvæmlega ekki neitt um eigandann. Fyrir mörgum árum vann ég í bókabúð á Laugaveginum. Þangað kom einu sinni alþekktur nýríkisdrengur sem vildi kaupa bækur sem áttu að passa í nýjar, sérsmíðaðar hillur í piparsveinsíbúðinni hans. Hann mætti með hönnuðinn með sér til að kaupa réttu bækurnar sem áttu fyrst og fremst að líta vel út í hillu en þurftu einnig að endurspegla einhverja tilbúna sjálfsímynd drengsins, ef ég man rétt. Bókasafn þessa drengs endurspeglaði sumsé bara einhverja þvælu. Punkturinn er semsagt þessi. Ef enginn sér bækurnar mínar, hvernig getur fólk þá vitað hversu stórkóstlegan og víðfeðman bókmenntasmekk ég hef? Lætur maður kindelinn ganga í matarboðum eða....?
3. Hér kemur svo alvöru vandamál. Hvernig græju á maður að velja? Er ekki glatað að eiga Kindle af því að maður verður að kaupa bækurnar á amazon? Á ég þá að kaupa ipad? Ef ég kaupi ipad er þá ekki líklegt að ég noti hann bara til að leggja kapal í strætó? Hætti ég þá kannski að lesa af því að það er baklýsing (eða af því að það er ekki baklýsing, hvort er aftur betra?).
Ef einhver á svona græju og getur sagt reynslusögu/r þá er það vel þegið...eða bara fordómasögur...eða aðrar skemmtisögur...
Sister - glæpasögur og bókmenntaverk
Það getur verið ansi skemmtilegt þegar einhver kemur með bók til manns og segir manni að þessa bara verði maður að lesa. Stundum horfir maður í forundran á manneskjuna og bókina og skilur ekkert í því að viðkomandi hafi dottið í hug að maður væri týpan í að lesa svona bókmenntir – en svo gerist það líka að maður kannski les bókina og verður allsendis hissa á því hversu ágæt hún er. Eitthvað þessu líkt gerðist í sumar þegar samstarfskona mín kom askvaðandi með bók sem hún hafði lesið í sumarfríinu sínu (bókin bar þess þokkaleg merki að hafa verið lesin í sólbaði á grískri strönd) og sagði að þessa ætti ég að drífa mig í að lesa. Bókin húkti á hillunni minni í vinnunni í þónokkuð margar vikur og ég gjóaði á hana augunum öðru hvoru og hugsaði „jæja, ætti ég að setja hana ofaní tösku og taka með heim“ en ekkert varð úr því. Ég var svo á leið á nokkurra daga fund útá land fyrir skemmstu og uppgötvaði mér til skelfingar sem ég var að taka til dótið á skrifstofunni að ég hafði gleymt kvöldlesningu heima (en það er eitthvað sálrænt að þurfa alltaf að hafa með bækur í ferðalög, þó næsta víst sé miðað við prógrammið að lítill tími muni gefast til lesturs). Þar með var teningnum kastað, og sumarleyfisbókin fór ofaní tösku.
Bókin sem um ræðir er Bestseller frá 2010 og heitir Sister, gefin út af Piatkus sem er einhverskonar systurútgáfa Little, Brown. Þetta er fyrsta bók höfundarins, en hún heitir Rosamund Lupton og var handritshöfundur fyrir sjónvarp og bíómyndir áður en hún gerðist skáldsagnahöfundur. Hún stúderaði enskar bókmenntir í Cambridge, vann við textagerð og bókmenntagagnrýni auk þess að hafa unnið til verðlauna í keppni fyrir „nýja“ rithöfunda sem Carlton Television stóð fyrir. Ekki má gleyma því að hún býr í London ásamt eiginmanni, tveimur börnum og einum ketti.
Þessa bakgrunns gætir nokkuð í bókinni – Sister hefst á tveimur tilvitnunum: annarri úr Emmu eftir Jane Austen og hin er línur úr 5. sonnettu Shakespeare´s: „But flowers distill´d, though they with winter meet/Leese but their show, their substance still lives sweet.“ Báðar tilvitnanir eiga einkar vel við söguna, en þessi seinni er bara svo falleg að ég gat ekki stillt mig um að setja hana inn í heild sinni!
Einsog vera ber með bestseller er allskyns tilvitunum í hin ýmsustu átoritet dreift hér og hvað um kápuna og maður fær að lesa rúma blaðsíðu af hrósi áður en sagan sjálf sést. Á forsíðunni segir Jeffery Deaver (sem google segir mér að sé „international number one best selling author) að Sister eigi heima á þeim sjaldgæfa stað þar sem glæpasögur og bókmenntaverk verði eitt. Það er í sjálfu sér alveg rétt hjá honum – en mér finnst samt einsog ég hafi lesið mjög svipaðan frasa (væntanlega samt hafðan eftir einhverjum öðrum, um bók eftir Kate Atkinson, sem nota bene var mjög fín líka, en þó afar ólík þessari). Mér finnst takast vel til í þessari sögu að tengja saman góða sögu af sambandi systra og fjölskyldu þeirra, raunar bara alveg ágætu fjölskyldudrama (þó auðvitað hefði þurft að gera þeim þætti hærra undir höfði ef sagan hefði átt að falla í þann flokk), glæpasögu, einhverskonar vísindaskáldsögu ásamt smá slurk af pælingum um sjálfsuppgötvun og sambandsmál.
Það sem ég er kannski að reyna að segja er að mér finnst alveg óþarfi að vera að básúna eitthvað um að sagan sé bókmenntaverk þó hún sé líka einhverskonar „glæpasaga“. Mér, amk, finnst sú kategoría bara alls ekkert svo óvenjuleg – vil meina að þær glæpasögur sem eru almennilegar séu það afþví að þær eru vel skrifaðar og fjalla um efniviðinn útfrá áhugaverðu sjónarhorni. Sjálfri kom mér mest á óvart hversu vel henni tekst til við að gera áhugavert og læsilegt það sem ég myndi kalla „vísindaskáldsöguvinkilinn.“ En þar er jú einvörðungu mínum fordómum fyrir að fara, en ég hef alltaf talið mér trú um að mér þættu vísinda/tækniskáldsögur óheyrilega leiðinlegar og nefni máli mínu til stuðnings óbærilega leiðinlegar bækur einsog Neuromancer eftir William Gibson, sem mér hefði að sjálfsögðu aldrei dottið í hug að lesa nema afþví að ég neyddist til þess fyrir kúrs sem ég kenndi fyrir margt löngu.
En aftur að Sister. Ef þið hafið gaman af glæpasögum með fjölskylduívafi, konum sem uppgötva áður óþekktar víddir í eigin persónuleika, pælingum um samband systra o.s.frv. þá er Sister bókin fyrir ykkur.
18. september 2011
Dularfyllsti rithöfundur Íslands? Viðtal við Stellu Blómkvist
Ég er hrifin af reyfurum. Ég tók, einsog margir skilst mér, tímabil þegar ég lá bókstaflega í þeim. Mig minnir það hafi verið þegar ég var að klára 10. bekk og að byrja í menntaskóla, og meðal bókanna sem ég las voru þónokkrar bækur eftir (og um) Stellu nokkra Blómkvist.
Og allar götur síðan hef ég mikið brotið heilann um hver haldi um pennann og skrifi sögurnar um lögfræðinginn og ofurtöffarann Stellu. Ég hef rætt þetta í þaula við ólíklegasta fólk og kjamsað á nokkrum misgóðum kenningum, en aldrei hef ég komist til botns í málinu.
Þegar Stella Blómkvist poppaði svo upp á Facebook hjá mér um daginn (við eigum nokkra sameiginlega vini) þá ákvað ég að prófa að senda henni línu og spyrja hvort hún væri til í að svara nokkrum spurningum fyrir síðuna.
Ég bjóst svosem ekki við því að hún myndi ljóstra upp hver hún er, en það sakaði ekki að reyna.
Stella tók vel í beiðnina og svaraði mér um hæl.
Einhvernveginn svona ímynda ég mér að Stella líti út. |
Þegar Stella Blómkvist poppaði svo upp á Facebook hjá mér um daginn (við eigum nokkra sameiginlega vini) þá ákvað ég að prófa að senda henni línu og spyrja hvort hún væri til í að svara nokkrum spurningum fyrir síðuna.
Ég bjóst svosem ekki við því að hún myndi ljóstra upp hver hún er, en það sakaði ekki að reyna.
Stella tók vel í beiðnina og svaraði mér um hæl.
17. september 2011
Af andfætlingum
Eins og algengt er um bókhneigt fólk stjórnast tilfinningalíf mitt, áhugamál og langanir gjarnan af því sem ég les. Þar er ferðaþorstinn ekki undanskilinn og á síðustu árum hefur góðum bókum tekist að vekja með mér löngun til að ferðast til Ástralíu, sem ég hafði áður fremur leiðinlega mynd af og sá aðallega fyrir mér sólbrennda Breta, sálarlaus úthverfi og verslanaklasa (þökk sé breskum sjónvarpsþáttum, sér í lagi endalausum raunveruleikaþáttum þar sem miðstétta-Bretar í tilvistarkrísu flytja á vit nýs lífs "down under", sem endar yfirleitt með hjónaskilnaði og/eða gjaldþroti). Hér má sumsé lesa um nokkrar af þeim skemmtilegustu Ástralíutengdu bókum sem ég hef lesið á síðustu árum.
Fyrsta skal telja English Passengers eftir Matthew Kneale, sem einmitt segir frá upphafsárum vestrænna landnema í Eyjaálfu, nánar tiltekið á eynni Tasmaníu. English Passengers er ein af þessum sérdeilis safaríku bókum; framvindunni er komið til skila með röddum ótal ólíkra persóna og hún spannar langan tíma og gríðarlega stórt sögusvið. Stór hluti sögunnar er frásögn af ferðalagi þeirra séra Geoffrey Wilsons og Dr. Thomas Potters til Tasmaníu, en sérann er í eins konar pílagrímsferð og er þess fullviss að á Tasmaníu sé sjálfan Edensgarð að finna. Í frásögninni fléttast leyndardómar, ráðgátur og svik saman við afar vel útfærðar lýsingar á tíðaranda og staðháttum, auk þess sem skelfilegum örlögum frumbyggja Tasmaníu eru gerð ógleymanleg skil. Sagan er aldrei þung í vöfum; Kneale ber skynbragð á það fáránlega og skoplega þrátt fyrir að ýmislegt í sögunni sé átakanlegt, og þá sérstaklega sá hluti sem snýr að endurminningum Peevays, frumbyggja sem lendir milli tveggja menningarheima. Ég er afskaplega veik fyrir bókum sem hafa marga sögumenn; ef vel er skrifað vekur það upp alls kyns áhugaverðar spurningar um sannleika, trúverðugleika og mótívasjónir þess sem talar. Ég las þessa fyrir nokkrum árum og hún var klárlega ein af fimm bestu bókum sem ég las það árið.
Fyrsta skal telja English Passengers eftir Matthew Kneale, sem einmitt segir frá upphafsárum vestrænna landnema í Eyjaálfu, nánar tiltekið á eynni Tasmaníu. English Passengers er ein af þessum sérdeilis safaríku bókum; framvindunni er komið til skila með röddum ótal ólíkra persóna og hún spannar langan tíma og gríðarlega stórt sögusvið. Stór hluti sögunnar er frásögn af ferðalagi þeirra séra Geoffrey Wilsons og Dr. Thomas Potters til Tasmaníu, en sérann er í eins konar pílagrímsferð og er þess fullviss að á Tasmaníu sé sjálfan Edensgarð að finna. Í frásögninni fléttast leyndardómar, ráðgátur og svik saman við afar vel útfærðar lýsingar á tíðaranda og staðháttum, auk þess sem skelfilegum örlögum frumbyggja Tasmaníu eru gerð ógleymanleg skil. Sagan er aldrei þung í vöfum; Kneale ber skynbragð á það fáránlega og skoplega þrátt fyrir að ýmislegt í sögunni sé átakanlegt, og þá sérstaklega sá hluti sem snýr að endurminningum Peevays, frumbyggja sem lendir milli tveggja menningarheima. Ég er afskaplega veik fyrir bókum sem hafa marga sögumenn; ef vel er skrifað vekur það upp alls kyns áhugaverðar spurningar um sannleika, trúverðugleika og mótívasjónir þess sem talar. Ég las þessa fyrir nokkrum árum og hún var klárlega ein af fimm bestu bókum sem ég las það árið.
16. september 2011
Kroppinbakur leysir gátuna!
Sumarið er tími notalegheita og afþreyingarlesturs og hvað gæti verið notalegra aflestrar en vel skipulagt morð? Þótt reyfarar – eins og annað svokallað léttmeti - séu auðvitað misgóðir þá er óhætt að fullyrða að virkilega vel skrifaðar glæpasögur standist þeim bókmenntum sem hærra eru skrifaðar oft fullkomlega snúning. Sögulegir reyfarar hins breska C.J. Sansoms eru einmitt af þeirri gerðinni og eru umfjöllunarefni mitt í dag.
Rithöfundarferill C.J. Sansoms er um margt óvenjulegur – ef ekki fyrir annað en hversu seint hann hóf skriftir. Hann er fæddur í Edinborg í Skotlandi 1952 og hóf nám í sagnfræði þótt að skriftir hefðu alltaf blundað í honum. Hann tók doktorspróf í sögu en settist síðar aftur á skólabekk og lærði þá lögfræði. Hann hafði svo unnið sem lögfræðingur í mörg ár þegar honum hlotnaðist lítill arfur og ákvað að taka sér ársleyfi frá störfum til skrifta. Útkoman var skáldsagan Dissolution – fyrsta sagan í hinum stórskemmtilega bókaflokki um kroppinbakinn Matthew Shardlake, sem leysir ráðgátur á tímum Hinriks VIII í Englandi. Dissolution kom út árið 2003 og til að gera langa sögu stutta þá sló hún svo rækilega í gegn að Sansom hefur starfað sem rithöfundur síðan.
Rithöfundarferill C.J. Sansoms er um margt óvenjulegur – ef ekki fyrir annað en hversu seint hann hóf skriftir. Hann er fæddur í Edinborg í Skotlandi 1952 og hóf nám í sagnfræði þótt að skriftir hefðu alltaf blundað í honum. Hann tók doktorspróf í sögu en settist síðar aftur á skólabekk og lærði þá lögfræði. Hann hafði svo unnið sem lögfræðingur í mörg ár þegar honum hlotnaðist lítill arfur og ákvað að taka sér ársleyfi frá störfum til skrifta. Útkoman var skáldsagan Dissolution – fyrsta sagan í hinum stórskemmtilega bókaflokki um kroppinbakinn Matthew Shardlake, sem leysir ráðgátur á tímum Hinriks VIII í Englandi. Dissolution kom út árið 2003 og til að gera langa sögu stutta þá sló hún svo rækilega í gegn að Sansom hefur starfað sem rithöfundur síðan.
15. september 2011
Og epli bara á jólunum
Úr alþjóðlegum gloríum Bókmenntahátíðar yfir í eitthvað smærra í sniðum, þjóðlegra í einhverri merkingu, yfirlætislausara. (Er ekki fjölbreytnin aðalsmerki okkar druslubókadama – kom það ekki fram í einhverri könnun?) Ég veit ekki hvað á að kalla svona bækur þótt ég hafi lesið þær margar; bernskusögur, sveitasögur, þjóðlegan fróðleik? Svona til samanburðar er innihaldið ekki alveg ósvipað og bók sem margir hafa hlustað á lesna í útvarpið að undanförnu, Í barndómi eftir Jakobínu Sigurðardóttur.
Kannski kann höfundur bókarinnar mér litlar þakkir fyrir þann samanburð, enda hér ekki lagt upp í neina samkeppni við skáldjöfra þjóðarinnar, það eru persónulegri ástæður fyrir sagnarituninni. Jón Hjartarson skrifaði söguna Fyrir miðjum firði. Myndbrot frá liðinni öld fyrir afastelpurnar sínar tvær, en samskipti þeirra eru stundum erfið því þær eru báðar sjón- og heyrnarskertar og hann kann ekki táknmál. Sú eldri, Snædís Rán, skrifar stuttan formála að bókinni.
Í bókinni rifjar Jón upp æsku sína á bænum Undralandi í Kollafirði í Strandasýslu (ég verð að viðurkenna að mér fannst nafnið á bænum skemmtilega væmið í samanburði við andrúmsloftið í bókinni almennt), ásamt foreldrum sínum og tveimur bræðrum. Þetta er um miðja 20. öld, nokkuð síðar en flestar aðrar sögur í þessum dúr sem ég hef lesið, en lífið í Kollafirðinum er samt ennþá að flestu leyti líf sveitasamfélagsins gamla: farskóli, vinnuharka, einangrun að vetrinum, epli bara á jólunum og svo framvegis.
Kannski kann höfundur bókarinnar mér litlar þakkir fyrir þann samanburð, enda hér ekki lagt upp í neina samkeppni við skáldjöfra þjóðarinnar, það eru persónulegri ástæður fyrir sagnarituninni. Jón Hjartarson skrifaði söguna Fyrir miðjum firði. Myndbrot frá liðinni öld fyrir afastelpurnar sínar tvær, en samskipti þeirra eru stundum erfið því þær eru báðar sjón- og heyrnarskertar og hann kann ekki táknmál. Sú eldri, Snædís Rán, skrifar stuttan formála að bókinni.
Í bókinni rifjar Jón upp æsku sína á bænum Undralandi í Kollafirði í Strandasýslu (ég verð að viðurkenna að mér fannst nafnið á bænum skemmtilega væmið í samanburði við andrúmsloftið í bókinni almennt), ásamt foreldrum sínum og tveimur bræðrum. Þetta er um miðja 20. öld, nokkuð síðar en flestar aðrar sögur í þessum dúr sem ég hef lesið, en lífið í Kollafirðinum er samt ennþá að flestu leyti líf sveitasamfélagsins gamla: farskóli, vinnuharka, einangrun að vetrinum, epli bara á jólunum og svo framvegis.
13. september 2011
„I‘m not that guy“
Ég var kynnt fyrir Horacio Castellanos Moya á bókaballinu. Um leið og ég tók í höndina á höfundi Fásinnu þá leit hann í augu mér og sagði eins og í trúnaði: „I‘m not that guy“. Þetta var ekki bara hver önnur setning, ég skildi strax um hvern hann var að tala.
Moya er landflótta rithöfundur frá El Salvador, samt fæddur í Hondúras og segist vera landlaus. Heimsborgari sem lítur ávallt yfir öxlina heim til Rómönsku-Ameríku í skáldskap sínum. Hann er af nýrri kynslóð rithöfunda, laus undan hefð töfraraunsæis Allende og Marquez og fjallar umbúðalaust um blóðuga fortíð þessarar stríðshrjáðu álfu. Skáldsaga hans Fásinna (Insensatez) er listavel þýdd af Hermanni Stefánssyni sem kemst snöfurmannlega frá stíl Moya sem einkennist af mikilli punktafæð og setningalengd.
Fásinna hverfist um rithöfundarlufsu sem fenginn er af kaþólsku kirkjunni í það verkefni að prófarkalesa ellefu hundruð síðna skýrslu um tíu ára gamalt þjóðarmorð hersins á frumbyggjum í ónefndu ríki í Mið-Ameríku. Ýmist drukkinn eða heltekinn kynórum leggst hann yfir vitnisburði af yfirgengilegum ofbeldisverkum.
„Ég er ekki andlega heill, hljóðaði setningin sem ég undirstrikaði með gula merkipennanum, setningin sem ég gekk svo langt að hreinrita í mína eigin persónulegu minnisbók, því þetta var ekki bara hver önnur setning, hvað þá afmarkað tilvik, öðru nær ...“ (7)
Rithöfundurinn heillast af ljóðrænni orðræðu frumbyggjanna en um leið þrengir blóðugt umfjöllunarefnið sér innundir vitundina uns taugaveiklun og vænisýki heltekur hann. Hann fer að sjá morðingja í hverju skúmaskoti og sannfærist um að hershöfðingjarnir sem stýra landinu vilji hann feigan.
Moya er landflótta rithöfundur frá El Salvador, samt fæddur í Hondúras og segist vera landlaus. Heimsborgari sem lítur ávallt yfir öxlina heim til Rómönsku-Ameríku í skáldskap sínum. Hann er af nýrri kynslóð rithöfunda, laus undan hefð töfraraunsæis Allende og Marquez og fjallar umbúðalaust um blóðuga fortíð þessarar stríðshrjáðu álfu. Skáldsaga hans Fásinna (Insensatez) er listavel þýdd af Hermanni Stefánssyni sem kemst snöfurmannlega frá stíl Moya sem einkennist af mikilli punktafæð og setningalengd.
Fásinna hverfist um rithöfundarlufsu sem fenginn er af kaþólsku kirkjunni í það verkefni að prófarkalesa ellefu hundruð síðna skýrslu um tíu ára gamalt þjóðarmorð hersins á frumbyggjum í ónefndu ríki í Mið-Ameríku. Ýmist drukkinn eða heltekinn kynórum leggst hann yfir vitnisburði af yfirgengilegum ofbeldisverkum.
„Ég er ekki andlega heill, hljóðaði setningin sem ég undirstrikaði með gula merkipennanum, setningin sem ég gekk svo langt að hreinrita í mína eigin persónulegu minnisbók, því þetta var ekki bara hver önnur setning, hvað þá afmarkað tilvik, öðru nær ...“ (7)
Rithöfundurinn heillast af ljóðrænni orðræðu frumbyggjanna en um leið þrengir blóðugt umfjöllunarefnið sér innundir vitundina uns taugaveiklun og vænisýki heltekur hann. Hann fer að sjá morðingja í hverju skúmaskoti og sannfærist um að hershöfðingjarnir sem stýra landinu vilji hann feigan.
12. september 2011
Roslund, Hellström og fullkomnunaráráttan
Ég er illa haldin af fullkomnunaráráttu. Nú halda sjálfsagt einhverjir að það þýði að það sé alltaf allt voðalega fullkomið hjá mér en því fer fjarri. Fullkomnunaráráttan veldur því annars vegar að ég legg yfirleitt ekki í að vinna nauðsynleg verkefni af því að ég er svo hrædd um að þau verði ekki fullkomin og svo hins vegar að mér finnst ég alltaf verða að ljúka verkefnum sem ég byrja á þrátt fyrir að ég átti mig á því einhvers staðar á miðri leið að þau séu tilgangslaus. Það er þessi seinni birtingarmynd fullkomnunaráráttunar sem veldur því að ég hef lesið alls kyns bókaseríur frá fyrstu bók til þeirrar síðustu þrátt fyrir að hafa kannski ekki verið neitt yfir mig hrifin. Sú nýjasta til að fylla þennan vafasama flokk er glæpasagnasería sænska tvíeykisins Roslund og Hellström.
Kynni mín af Roslund og Hellström hófust þegar ég ákvað að lesa nýjustu bókina þeirra, Tre sekunder, sem er sú fimmta í seríunni. Hún hafði legið á metsölulistunum í lengri tíma en ekki höfðað neitt til mín enda bara sprengingar og eldhaf á kápunni og ég dregst yfirleitt ekki að svoleiðislöguðu. Mig vantaði hins vegar eitthvert léttmeti og þar sem ég hafði heyrt góða hluti um bókina ákvað ég að gefa henni séns og til að gera langa sögu stutta gat ég ekki lagt hana frá mér fyrr en yfir lauk. Tre sekunder fjallar um Piet Hoffman sem leikur tveimur skjöldum, hann er annars vegar kominn í innsta hring pólsks eiturlyfjahrings og hins vegar flugumaður á vegum lögreglunnar. Pólverjarnir ákveða að senda hann inn í eitt stærsta öryggisfangelsi landsins til að taka yfir allan eiturlyfjamarkað þar og um leið lofa bæði lögreglan og sænskir ráðamenn að aðstoða hann við að komast út úr fangelsinu og í öruggt skjól um leið og hann hefur gefið þeim nægar upplýsingar til að hægt sé að uppræta hringinn. Að sjálfsögðu fara öll plön til fjandans og Hoffman þarf einn og óstuddur að verja sig fyrir bæði morðóðum samföngum og háttsettum pólitíkusum sem þykjast ekkert vita af tilvist hans. Allt leysist þetta upp í æsilegan hasar fullan af ævintýralegum smyglleiðum, míní-byssum, sprengingum og eldtungum og ég var sveitt í lófunum og „mamma-ætlar-bara-aðeins-að-lesa-og-svo-fáið-þið-að-borða“-spennt. Að lestrinum loknum var ég sannfærð um að ég hefði sennilega misst af stórkostlega skemmtilegri og spennandi glæpasagnaseríu og að ég yrði að lesa fleiri bækur eftir þá félaga – með fyrrgreindum afleiðingum.
Kynni mín af Roslund og Hellström hófust þegar ég ákvað að lesa nýjustu bókina þeirra, Tre sekunder, sem er sú fimmta í seríunni. Hún hafði legið á metsölulistunum í lengri tíma en ekki höfðað neitt til mín enda bara sprengingar og eldhaf á kápunni og ég dregst yfirleitt ekki að svoleiðislöguðu. Mig vantaði hins vegar eitthvert léttmeti og þar sem ég hafði heyrt góða hluti um bókina ákvað ég að gefa henni séns og til að gera langa sögu stutta gat ég ekki lagt hana frá mér fyrr en yfir lauk. Tre sekunder fjallar um Piet Hoffman sem leikur tveimur skjöldum, hann er annars vegar kominn í innsta hring pólsks eiturlyfjahrings og hins vegar flugumaður á vegum lögreglunnar. Pólverjarnir ákveða að senda hann inn í eitt stærsta öryggisfangelsi landsins til að taka yfir allan eiturlyfjamarkað þar og um leið lofa bæði lögreglan og sænskir ráðamenn að aðstoða hann við að komast út úr fangelsinu og í öruggt skjól um leið og hann hefur gefið þeim nægar upplýsingar til að hægt sé að uppræta hringinn. Að sjálfsögðu fara öll plön til fjandans og Hoffman þarf einn og óstuddur að verja sig fyrir bæði morðóðum samföngum og háttsettum pólitíkusum sem þykjast ekkert vita af tilvist hans. Allt leysist þetta upp í æsilegan hasar fullan af ævintýralegum smyglleiðum, míní-byssum, sprengingum og eldtungum og ég var sveitt í lófunum og „mamma-ætlar-bara-aðeins-að-lesa-og-svo-fáið-þið-að-borða“-spennt. Að lestrinum loknum var ég sannfærð um að ég hefði sennilega misst af stórkostlega skemmtilegri og spennandi glæpasagnaseríu og að ég yrði að lesa fleiri bækur eftir þá félaga – með fyrrgreindum afleiðingum.
Að lokinni bókmenntahátíð
Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir frá síðustu bókmenntahátíðaruppákomunni í Iðnó í gærkvöldi. Allir voru glaðir og prúðir og frjálslegir í fasi og fullt af fólki eins og venjulega. Mér fannst frekar lélegt hjá Nawal El Saadawi að nenna ekki að lesa upp, hvers vegna getur fólk ekki bara gert það sem það er beðið um? (ég geri ráð fyrir að hún hafi fengið þau skilaboð að þetta væri upplestrakvöld). Flottustufataverðlaun Druslubóka og doðranta fær Oddný Eir fyrir hattavestið (sjá mynd fyrir neðan), krúttkarlaverðlaunin fær Horacio Castellanos Moya (ég er að lesa dónalegu bókina með löngu setningunum) og hann deilir líka örugglega upplestrarverðlaunum með Kristínu Svövu, Bergsveini og Eiríki Erni. Svo fá margir aðrir allskonar verðlaun og tilnefningar og þakklæti fyrir almenn skemmtilegheit og ánægjuleg kynni.
Fólk í Iðnó |
Kona, Sadaawi, Moya, Oddný Eir og Paolo Giordano |
Flestir á sínum stað og tilbúnir í stuðið |
Eiríkur Örn performerar, Þorgerður Agla og höfundar glotta |
Hattaflík Oddnýjar Eirar |
Ugla, Saga, Moya, Óli |
Sölvi og Agla |
Þær eru frísklegar og glaðar stúlkurnar |
Leikfangasafn - einnig kallað Krípí dótahornið |
Fleiri áheyrendur í Iðnó |
11. september 2011
Bókmenntahátíð og ólesnar bækur
Bókmenntahátíð minnir mig stundum á hegðunarvandamál í eigin fari: Að kaupa bækur og lesa þær ekki. Tilfellið er nefnilega að ef ég les bækur ekki fljótlega eftir að ég kaupi þær, þá geta liðið ár og dagar án þess að ég opni þær. Þegar dagskrá bókmenntahátíðar er kynnt er ekki óalgengt að ég sjái a.m.k. einn höfund, stundum fleiri, á listanum sem ég á ólesna bók eftir. Kosturinn er að þetta ýtir þá á mig að gera eitthvað í málinu. Ég hafði t.d. keypt Drömfakulteten eftir Söru Stridsberg fyrir löngu en las bókina loksins helgina fyrir bókmenntahátíð og heillaðist af frumlegum textanum og margbrotinni frásagnaraðferðinni. Það má lesa meira um bókina í pistli eftir Þórdísi sem birtist á þessari síðu í hitteðfyrra.
Áminningar sem þessar um ólesnar bækur eru einn af mörgum kostum bókmenntahátíðar. En hátíðin getur samt líka magnað vandann. Nú þegar er ég t.d. búin að kaupa fjórar bækur eftir höfunda á hátíðinni til viðbótar við þær sem ég átti fyrir og óttast að það muni frestast óhóflega lengi að lesa þær, þrátt fyrir mikinn vilja. Þar kemur að annars konar klemmu sem hátíðin getur komið lesanda í. Er tímanum best varið í að sækja dagskrána á bókmenntahátíð og hlusta á áhugaverða höfunda (og einstöku sinnum óáhugaverða höfunda) lesa úr verkum sínum og segja frá? Eða er sniðugra að hanga bara heima og lesa? Ef maður sækir bókmenntahátíð nefnilega að einhverju ráði er veruleg hætta á að lesturinn sjálfur sitji á hakanum. Samt vel ég yfirleitt fyrri kostinn og sé sjaldnast eftir því.
Áminningar sem þessar um ólesnar bækur eru einn af mörgum kostum bókmenntahátíðar. En hátíðin getur samt líka magnað vandann. Nú þegar er ég t.d. búin að kaupa fjórar bækur eftir höfunda á hátíðinni til viðbótar við þær sem ég átti fyrir og óttast að það muni frestast óhóflega lengi að lesa þær, þrátt fyrir mikinn vilja. Þar kemur að annars konar klemmu sem hátíðin getur komið lesanda í. Er tímanum best varið í að sækja dagskrána á bókmenntahátíð og hlusta á áhugaverða höfunda (og einstöku sinnum óáhugaverða höfunda) lesa úr verkum sínum og segja frá? Eða er sniðugra að hanga bara heima og lesa? Ef maður sækir bókmenntahátíð nefnilega að einhverju ráði er veruleg hætta á að lesturinn sjálfur sitji á hakanum. Samt vel ég yfirleitt fyrri kostinn og sé sjaldnast eftir því.
10. september 2011
„Stella! STELLLAAAA!“
Það er líklega ekkert jafn skemmtilegt og að horfa skipulega á kvikmyndir. Nema kannski það að lesa bækur sem tengjast hverju þema (eða liggja því jafnvel til grundvallar) samhliða skipulegu áhorfi. Í sumar fannst mér rosalega sniðugt að horfa á myndir sem mér fannst eins og ég ætti að vera búin að sjá vegna þess hversu oft er vitnað í þær í öðrum myndum eða sjónvarpsþáttum. Það er ekki auðvelt að velja efni í svoleiðis vídjókvöld (ég á eftir að sjá yfir þrjátíu af myndunum á þessum lista), en ég valdi fyrstu myndirnar, ...And Justice for All og A Few Good Men, vegna þess að þær eru báðar réttardrömu sem geyma einhverjar þekktustu línur kvikmyndasögunnar (þetta er a.m.k. tilfinning mín, út af þáttum eins og Seinfeld og The Simpsons): „You're out of order! You're out of order! The whole trial is out of order! They're out of order!“ og „- I want the truth! - You can't handle the truth!“
Mér finnst mjög áhugavert að pæla í því hvernig akkúrat þetta fyrirbæri hefur áhrif á lestur. Hvernig les maður til dæmis fyrstu línur Önnu Kareninu, þegar maður hefur heyrt eða lesið þær oft áður í öðru samhengi? Og hvernig upplifum við magðalenukökudýfingar Prousts þegar hefur heyrt um þær mörgum sinnum áður en maður kemst í að lesa Í leit að glötuðum tíma? Svörin við þessu eru eflaust mjög einstaklingsbundin (en margir fá örugglega þessa tilfinningu fyrir mikilvægi þess sem þeir eru að gera, sem ég minntist á hér að ofan).
Um daginn las ég leikrit sem mig hefur lengi langað að lesa. Eða réttara sagt, sem mig hefur langað til að lesa síðan ég kynntist druslubókadömunni og skáldinu Kristínu Svövu (sem tekur þátt í bókmenntahátíðinni sem er nú í fullum gangi og les t.d. í bókmenntagöngu í kvöld). Kristín kynnti mig nefnilega fyrir Simpsonsþættinum „A Streetcar Named Marge“. Ég leyfi mér að fullyrða að sá þáttur sé meðal fyndnustu Simpsonsþátta sem gerðir hafa verið. Verkið sem verið er að setja upp í þættinum er auðvitað A Streetcar Named Desire eftir Tennessee Williams. Leikritið er dúndurgott, en það er einmitt eitt af þessum verkum sem maður hefur oft heyrt frægar línur úr í popp-menningunni, þá kannski helst hróp Stanleys: „Stella! Stella!“ og fræg orð Blanche DuBois: „I have always depended on the kindness of strangers“.
Þótt það sé auðvitað virðingarvert að lesa leikrit til þess að kunna betur að meta Simpsonsþátt sem maður heldur upp á, verð ég að mæla með því að þið lesið Streetcar áður en þið sjáið þáttinn (svo verðið þið samt að sjá þáttinn, lofið mér því). Aðalástæður þess eru að þátturinn er mjög fyndinn og lögin í honum grípandi (leikritið er sett upp sem söngleikur), en sjálft leikritið er hádramatískt og tekur m.a. á mjög alvarlegum vandamálum tengdum kynhneigð, kyni og stétt. Það verður að viðurkennast að það að sjá Ned Flanders alltaf fyrir sér í hlutverki Stanleys, dregur örlítið úr alvarleika atburðarásarinnar (ég fór t.d. óvart að raula: Stella! STELLLAAAA! Can't you hear me YELLA! You're puttin' me through HELLA! Stella... STELLLAAAA!).
Jæja, nú er ég búin að skipuleggja svona eins og einn eftirmiðdag fyrir ykkur. Lesið leikritið A Streetcar Named Desire og horfið á svo Simpsonfjölskylduna (og kannski Vivien Leigh- og Marlon Brando-myndina líka). Þið megið líka benda mér á góðar samsetningar bóka, kvikmynda og sjónvarpsþátta í kommentakerfinu ef þið nennið.
Það er mjög skrítið að heyra línur, sem maður hefur heyrt svo ótalmörgum sinnum áður, í sínu upprunalega samhengi. Það gefur manni (falska) tilfinningu fyrir því að eitthvað mikilvægt sé að gerast og maður verður rosalega kátur.
Mér finnst mjög áhugavert að pæla í því hvernig akkúrat þetta fyrirbæri hefur áhrif á lestur. Hvernig les maður til dæmis fyrstu línur Önnu Kareninu, þegar maður hefur heyrt eða lesið þær oft áður í öðru samhengi? Og hvernig upplifum við magðalenukökudýfingar Prousts þegar hefur heyrt um þær mörgum sinnum áður en maður kemst í að lesa Í leit að glötuðum tíma? Svörin við þessu eru eflaust mjög einstaklingsbundin (en margir fá örugglega þessa tilfinningu fyrir mikilvægi þess sem þeir eru að gera, sem ég minntist á hér að ofan).
Um daginn las ég leikrit sem mig hefur lengi langað að lesa. Eða réttara sagt, sem mig hefur langað til að lesa síðan ég kynntist druslubókadömunni og skáldinu Kristínu Svövu (sem tekur þátt í bókmenntahátíðinni sem er nú í fullum gangi og les t.d. í bókmenntagöngu í kvöld). Kristín kynnti mig nefnilega fyrir Simpsonsþættinum „A Streetcar Named Marge“. Ég leyfi mér að fullyrða að sá þáttur sé meðal fyndnustu Simpsonsþátta sem gerðir hafa verið. Verkið sem verið er að setja upp í þættinum er auðvitað A Streetcar Named Desire eftir Tennessee Williams. Leikritið er dúndurgott, en það er einmitt eitt af þessum verkum sem maður hefur oft heyrt frægar línur úr í popp-menningunni, þá kannski helst hróp Stanleys: „Stella! Stella!“ og fræg orð Blanche DuBois: „I have always depended on the kindness of strangers“.
Þótt það sé auðvitað virðingarvert að lesa leikrit til þess að kunna betur að meta Simpsonsþátt sem maður heldur upp á, verð ég að mæla með því að þið lesið Streetcar áður en þið sjáið þáttinn (svo verðið þið samt að sjá þáttinn, lofið mér því). Aðalástæður þess eru að þátturinn er mjög fyndinn og lögin í honum grípandi (leikritið er sett upp sem söngleikur), en sjálft leikritið er hádramatískt og tekur m.a. á mjög alvarlegum vandamálum tengdum kynhneigð, kyni og stétt. Það verður að viðurkennast að það að sjá Ned Flanders alltaf fyrir sér í hlutverki Stanleys, dregur örlítið úr alvarleika atburðarásarinnar (ég fór t.d. óvart að raula: Stella! STELLLAAAA! Can't you hear me YELLA! You're puttin' me through HELLA! Stella... STELLLAAAA!).
Jæja, nú er ég búin að skipuleggja svona eins og einn eftirmiðdag fyrir ykkur. Lesið leikritið A Streetcar Named Desire og horfið á svo Simpsonfjölskylduna (og kannski Vivien Leigh- og Marlon Brando-myndina líka). Þið megið líka benda mér á góðar samsetningar bóka, kvikmynda og sjónvarpsþátta í kommentakerfinu ef þið nennið.
9. september 2011
Höfundur Játninga mjólkurfernuskálds svarar spurningum
Okkur druslubókadömum datt í hug að fá sniðugt fólk, sem við erum forvitnar um, til að svala forvitni okkar öðru hverju. Arndís Þórarinsdóttir er sú fyrsta sem við sendum nokkrar spurningar, en hún er formaður Íslandsdeildar IBBY og höfundur unglingabókarinnar Játningar mjólkurfernuskálds, sem kemur út hjá Máli og menningu í október.
Hvaða bók finnst þér allir eiga að lesa?
Það er auðvitað klisja, en Múmínálfarnir koma strax upp í hugann. Mér finnst einhvern veginn að alltaf þegar ég lesi þessar bækur finni ég eitthvað nýtt í þeim. Mögulega er það vegna þess að ég gleymi því bara jafnóðum hvað ég uppgötvaði síðast, en ég lifi í þeirri trú að það sé vegna þess að textinn sé sískemmtilegur, sama hvaðan maður kemur að honum. Ætli Eyjan hans Múmínpabba sé ekki í uppáhaldi núna. Svo ættu allir að prófa Sandman-seríu Neil Gaiman. Bæði af því að þar er á ferðinni verulega flottur skáldskapur og líka af því að þessi fræga sería er góð leið til að átta sig á því hvað myndasögur eru magnaður miðill. Og það getur breytt lestrarvenjum manns til frambúðar, sem er ekki lítill galdur.
Hvaða bók hefur haft mest áhrif á þig sem persónu?
Bókin sem fylgir mér alla daga er Glæpur og refsing eftir Dostojevskíj. Þó ekki vegna þess að hún hafi haft svo djúpstæð áhrif á mig (sem hún gerði svo sem, á frekar langdreginn hátt), heldur vegna þess að þegar við vorum 14 og 15 ára nemendur í Hagaskóla las besta vinkona mín bókina og ákvað að nefna allar stelpurnar í vinahópnum nöfnum úr bókinni. Sú sem var Pjotr Petrovitsj gengdi því nafni ekki lengi, en ég heiti í vissum kreðsum Dúnja til þessa dags.
Hver er versta bók sem þú hefur lesið?
Ég nenni sjaldnast að klára mjög vondar bækur – en ég get slegið um mig með því að ég ætla að nota fyrsta kaflann í ónefndri skáldsögu Danielle Steel sem kennsluefni í ritsmiðjunni sem ég stýri á Bókasafni Kópavogs næstu vikur. Hann fellur merkilega illa að öllum þeim ritlistarhugsjónum sem ég reyni að halda á lofti á ritsmiðjufundum, en eitthvað er greinilega samt að virka fyrst kerlingin selur þetta í tugmilljónum eintaka um allan heim. Það verður dálítið forvitnilegt að skoða þetta nánar.
Hefurðu orðið ástfangin af skáldsagnapersónu?
Ekki beinlínis – ætli hún komist ekki næst því, þráhyggjan sem greip mig gagnvart aðalpersónu Gauragangs, Ormi Óðinssyni, þegar ég var 12-13 ára. Ég vildi vera Ormur, yrkja ljóð og drekka brennivín og fara aðeins of sjaldan í bað. En ég held að ég hafi jafnvel þá gert mér grein fyrir því að hann væri ekki mjög gott kærastaefni.
Hvað ertu að lesa núna?
Ég var að klára bók sem ég átti uppi í hillu og hélt að ég hefði lesið fyrir löngu og ætlaði að lesa aftur. Bókin reyndist ólesin með öllu og var ansi mögnuð – heitir Gathering Light eftir Jennifer Donnelly. Frekar hefðbundin þroskasaga sem gerist árið 1906 í Bandaríkjunum, en svo listilega skrifuð að ég stóð á öndinni að lestri loknum. Ætla að leita uppi fleiri bækur eftir Jennifer þessa við fyrsta tækifæri. En áður en það gerist verð ég að drífa í því að lesa fyrsta bindið af Dalalífi sem afi minn lánaði mér, en langamma mín átti bókina og var mikill aðdáandi Guðrúnar frá Lundi. Vandinn er hins vegar sá að ég les langmest í baði en bækur á sjötugsaldri eiga lítið erindi þangað. Það miðar því hægt og fjölskylduboðin verða æ vandræðalegri þegar afi spyr spenntur hvernig mér finnist bókin.
Hvernig bók er Játningar mjólkufernuskálds og ertu búin að vera lengi að skrifa hana?
Játningar mjólkurfernuskálds er hrakfallasaga 13 ára stelpu sem var áður fyrr svo mikið fyrirmyndarbarn að hún orti meira að segja ljóð á mjólkurfernur. Þegar sagan hefst hefur hún hins vegar lent í smá klandri er varðar dópsmygl og hefur flutt úr kunnuglegum Vesturbænum í hálfbyggt úthverfi Reykjavíkurborgar. Þar reynir hún með misjöfnum árangri að venjast nýju hlutverki í tilverunni og sannfæra sjálfa sig og aðra um að hún sé orðin vandræðaunglingur. Svo er auðvitað sætur strákur, kaldhæðin vinkona, æsispennandi spurningakeppni, átök um innstu rök tilverunnar og fleira sem tilheyrir í svona sögu. Það munu líða eiginlega akkúrat tvö ár frá því að ég skrifaði fyrstu setninguna og til útgáfudags, sem er ekkert alslæmt í ljósi þess að dóttir mín var fimm mánaða þegar ég byrjaði og svo hef ég verið í fullri vinnu. Það er mikið lán að eiga lífsförunaut sem tekur að sér meira en helminginn af barnaumsjón og heimilisstörfum svo maður geti sinnt ímynduðu vinum sínum.
Hvernig líst þér á yfirstandandi bókmenntahátíð?
Dagskráin er mjög metnaðarfull og margir áhugaverðir höfundar sem láta sjá sig. Það er líka skemmtilegt að fá í búðir þýðingar á bókum sem maður hefði annars ekki lesið. Þetta var óáhugaverða og fyrirsjáanlega (en samt einlæga!) svarið, en ef ég sest í skriftastólinn verð ég víst að viðurkenna að ég efast um að gefa mér tíma til að mæta mjög stíft á viðburðina – nýt frekar afleiddra afurða í fyrrnefndu baðkari.
Hvaða bók finnst þér allir eiga að lesa?
Það er auðvitað klisja, en Múmínálfarnir koma strax upp í hugann. Mér finnst einhvern veginn að alltaf þegar ég lesi þessar bækur finni ég eitthvað nýtt í þeim. Mögulega er það vegna þess að ég gleymi því bara jafnóðum hvað ég uppgötvaði síðast, en ég lifi í þeirri trú að það sé vegna þess að textinn sé sískemmtilegur, sama hvaðan maður kemur að honum. Ætli Eyjan hans Múmínpabba sé ekki í uppáhaldi núna. Svo ættu allir að prófa Sandman-seríu Neil Gaiman. Bæði af því að þar er á ferðinni verulega flottur skáldskapur og líka af því að þessi fræga sería er góð leið til að átta sig á því hvað myndasögur eru magnaður miðill. Og það getur breytt lestrarvenjum manns til frambúðar, sem er ekki lítill galdur.
Hvaða bók hefur haft mest áhrif á þig sem persónu?
Bókin sem fylgir mér alla daga er Glæpur og refsing eftir Dostojevskíj. Þó ekki vegna þess að hún hafi haft svo djúpstæð áhrif á mig (sem hún gerði svo sem, á frekar langdreginn hátt), heldur vegna þess að þegar við vorum 14 og 15 ára nemendur í Hagaskóla las besta vinkona mín bókina og ákvað að nefna allar stelpurnar í vinahópnum nöfnum úr bókinni. Sú sem var Pjotr Petrovitsj gengdi því nafni ekki lengi, en ég heiti í vissum kreðsum Dúnja til þessa dags.
Hver er versta bók sem þú hefur lesið?
Ég nenni sjaldnast að klára mjög vondar bækur – en ég get slegið um mig með því að ég ætla að nota fyrsta kaflann í ónefndri skáldsögu Danielle Steel sem kennsluefni í ritsmiðjunni sem ég stýri á Bókasafni Kópavogs næstu vikur. Hann fellur merkilega illa að öllum þeim ritlistarhugsjónum sem ég reyni að halda á lofti á ritsmiðjufundum, en eitthvað er greinilega samt að virka fyrst kerlingin selur þetta í tugmilljónum eintaka um allan heim. Það verður dálítið forvitnilegt að skoða þetta nánar.
Hefurðu orðið ástfangin af skáldsagnapersónu?
Ekki beinlínis – ætli hún komist ekki næst því, þráhyggjan sem greip mig gagnvart aðalpersónu Gauragangs, Ormi Óðinssyni, þegar ég var 12-13 ára. Ég vildi vera Ormur, yrkja ljóð og drekka brennivín og fara aðeins of sjaldan í bað. En ég held að ég hafi jafnvel þá gert mér grein fyrir því að hann væri ekki mjög gott kærastaefni.
Hvað ertu að lesa núna?
Ég var að klára bók sem ég átti uppi í hillu og hélt að ég hefði lesið fyrir löngu og ætlaði að lesa aftur. Bókin reyndist ólesin með öllu og var ansi mögnuð – heitir Gathering Light eftir Jennifer Donnelly. Frekar hefðbundin þroskasaga sem gerist árið 1906 í Bandaríkjunum, en svo listilega skrifuð að ég stóð á öndinni að lestri loknum. Ætla að leita uppi fleiri bækur eftir Jennifer þessa við fyrsta tækifæri. En áður en það gerist verð ég að drífa í því að lesa fyrsta bindið af Dalalífi sem afi minn lánaði mér, en langamma mín átti bókina og var mikill aðdáandi Guðrúnar frá Lundi. Vandinn er hins vegar sá að ég les langmest í baði en bækur á sjötugsaldri eiga lítið erindi þangað. Það miðar því hægt og fjölskylduboðin verða æ vandræðalegri þegar afi spyr spenntur hvernig mér finnist bókin.
Hvernig bók er Játningar mjólkufernuskálds og ertu búin að vera lengi að skrifa hana?
Játningar mjólkurfernuskálds er hrakfallasaga 13 ára stelpu sem var áður fyrr svo mikið fyrirmyndarbarn að hún orti meira að segja ljóð á mjólkurfernur. Þegar sagan hefst hefur hún hins vegar lent í smá klandri er varðar dópsmygl og hefur flutt úr kunnuglegum Vesturbænum í hálfbyggt úthverfi Reykjavíkurborgar. Þar reynir hún með misjöfnum árangri að venjast nýju hlutverki í tilverunni og sannfæra sjálfa sig og aðra um að hún sé orðin vandræðaunglingur. Svo er auðvitað sætur strákur, kaldhæðin vinkona, æsispennandi spurningakeppni, átök um innstu rök tilverunnar og fleira sem tilheyrir í svona sögu. Það munu líða eiginlega akkúrat tvö ár frá því að ég skrifaði fyrstu setninguna og til útgáfudags, sem er ekkert alslæmt í ljósi þess að dóttir mín var fimm mánaða þegar ég byrjaði og svo hef ég verið í fullri vinnu. Það er mikið lán að eiga lífsförunaut sem tekur að sér meira en helminginn af barnaumsjón og heimilisstörfum svo maður geti sinnt ímynduðu vinum sínum.
Hvernig líst þér á yfirstandandi bókmenntahátíð?
Dagskráin er mjög metnaðarfull og margir áhugaverðir höfundar sem láta sjá sig. Það er líka skemmtilegt að fá í búðir þýðingar á bókum sem maður hefði annars ekki lesið. Þetta var óáhugaverða og fyrirsjáanlega (en samt einlæga!) svarið, en ef ég sest í skriftastólinn verð ég víst að viðurkenna að ég efast um að gefa mér tíma til að mæta mjög stíft á viðburðina – nýt frekar afleiddra afurða í fyrrnefndu baðkari.
Risar, hríslur og töfrandi ferðalög
Þessi býr í Lapplandi. |
Í vor fór ég aðra ferð, til Kaliforníu, skoðaði þar m.a. risafuruskóga með nokkur þúsund ára gömlum trjám og fannst vægast sagt frekar töff. Þetta var sömuleiðis fyrsta skipti sem ég kom út fyrir Evrópu og ég upplifði margt, meðal annars náttúruna, sem einhvernveginn merkjanlega útlendara en í gamla heiminum. Upplifði hvað þekking mín á ýmsum náttúrufyrirbærum er í raun takmörkuð og heimóttarleg, þar eð svo gríðarmargar sortir þrífast jú bara alls ekki uppi á Íslandi. Því þótti mér mikill fengur í því – og nálgast nú bókatengingar pistilsins – að finna í fornbókabúð í Norður-Kaliforníu (nánar til tekið í Mendocino, en dvöl í þeim krúttlega smábæ hefur eðalrithöfundurinn Richard Brautigan lýst á sinn grátbroslega einkennishátt í síðasta verki sínu, Ógæfusömu konunni) bókina Simon & Schuster's Guide to Trees. Þetta er um 400 síðna uppflettirit frá árinu 1978, með yfir 650 myndum – „350 in full color“!
R. Brautigan með stráhattinn (en undirrituð festi einmitt kaup á einum slíkum í Kaliforníureisunni). |
POPULUS ALBA, White Poplar (distributed from central-southern Europe to western Asia and North Africa): Etymology: Derived from arbor populi, the people's tree, the name the Ancient Romans used for the same plant.
SEQUOIA SIMPERVIRENS, Coast Redwood (native to California and Oregon): Etymology: Commemorates the Cherokee chief and scholar Sequoyah, who devised an alphabet for the Cherokee language.
Trjáabókin góða. |
Þetta fallega tré sást í San Fransiskó en deilir því miður jarðvegi með McDonald's. |
8. september 2011
Hátíð, hátíð!
Játs, það er alþjóðleg bókmenntahátíð í gangi í Reykjavík, hérna er dagskráin. Kristín Svava les m.a upp í Iðnó í kvöld, mætið endilega og hlustið!
Á setningunni í Norræna húsinu í gær voru haldnar ræður, Herta Müller hélt þá lengstu og bestu. Hún hófst svona:
Hér fyrir neðan eru nokkrar hæfilega vondar myndir frá setningarathöfninni og minglinu á eftir. Ég sat inni í bókasafni (það var auðvitað fullt út úr dyrum) og sá ekki þá sem héldu ræðurnar. Þess vegna eru engar myndir af ræðuhöldurunum.
Á setningunni í Norræna húsinu í gær voru haldnar ræður, Herta Müller hélt þá lengstu og bestu. Hún hófst svona:
Þegar Maó ferðaðist um sveitir Kína baðaði hann sig í stjórfljótunum. Lífverðirnir urðu að fylgja honum í djúpan ólgandi strauminn. Þeir voru hræddari um að Maó myndi drukkna en þeir sjálfir. Því drukknun hans hefði þýtt pyndingar og aftöku. Eigin drukknun hefði nánast verið mannúðlegur dauðdagi í þeim samanburði.
Þegar Erik Honecker hélt til veiða studdi hann riffilskeftinu ávallt við öxl sama lífvarðar. Þegar lífvörðurinn var orðinn heyrnarlaus af völdum skothvella gaf Honecker honum vestrænt heyrnartæki og notaði síðan öxl hans áfram.
Margot, ekkja Honeckers, er ellilífeyrisþegi og amma í dag. Hún býr í Chile og tók nýverið þátt í byltingarfagnaði á Kúbu, í boði Kastróbræðra. Á sviðinu steytti hún máttlausan hnefann. Viss í sinni sök mun hún sigra, allt til dauðadags. Hún ber ábyrgð á þvinguðum ættleiðingum barna sem áttu foreldra sem töldust óvinir ríkisins og sátu í fangelsum Austur-Þýskalands. Meira að segja tuttugu árum eftir fall ógnarstjórnarinnar sér hún eilífan sigur í glæpum sínum.
Hér fyrir neðan eru nokkrar hæfilega vondar myndir frá setningarathöfninni og minglinu á eftir. Ég sat inni í bókasafni (það var auðvitað fullt út úr dyrum) og sá ekki þá sem héldu ræðurnar. Þess vegna eru engar myndir af ræðuhöldurunum.
Herta, Karitas, Svandís, Anna, Óttarr |
Pétur Gunnarsson, Ingo Schulze, Þórarinn Eldjárn |
Halla og Mette |
Útvarpstýpurnar Þorgerður og Guðni tala við fræga |
Kristín og Hildur |
Silja og Ingo Schulze |
Bækur í safni Norræna hússins |
Agla og hálfur Hallgrímur |