Í vefútgáfu breska dagblaðsins The Guardian er sagt frá því að rithöfundurinn Irvine Welsh hyggist styrkja skosku góðgerðarsamtökin Love in action með því bjóða fram möguleikann á því að hæstbjóðandi á uppboði verði persóna í næstu skáldsögu hans. Næsta skáldsaga segir frá sömu persónum og skáldsagan
Trainspotting og mun heita
Skagboys. Margir muna eflaust eftir ástsælum heróínfíklum í
Trainspotting, hver vill ekki verða næsti Renton eða Sick Boy? Þeim auðmönnum sem tókst að stinga einhverju undan í bankahruninu er bent á þennan möguleika, það er miklu svalara að vera persóna í skáldsögu en að kaupa ómálað málverk eftir Hallgrím Helgason eða fá Elton John til að gaula í afmælinu sínu. Jón Ásgeir og Spud slaka á í snekkjunni, Hannes og Sick Boy fá sér einn gráan í Chelsea íbúðinni...möguleikarnir eru endalausir.
Hér má kynna sér málið.
Hér er svo dálítið
skemmtilegt prójekt. Sjö konur lesa The Golden Notebook eftir Doris Lessing og kommentera á "spássíurnar". Kannski ættu druslubókakerlur að gera eitthvað svona? Þetta er að minnsta kosti sniðug hugmynd.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli