10. febrúar 2010

Erfiljóð

Erfiljóð voru áreiðanlega vinsælasta grein tækifæriskveðskapar á Íslandi í margar aldir. Þessi tegund kvæða hefur  samt ekki fengið mikið pláss í bókmenntasögunni, líklega eru erfiljóðin ekki beinlínis góð heimild um hina látnu heldur frekar almennt oflof og oft óttalegur leirburður.  Í dag heyrist oft vitnað í erfiljóð Bjarna Thorarensen um Baldvin Einarsson, sem dó af brunasárum í Kaupmannahöfn 1833, Íslands óhamingju verður allt að vopni ... Flestir sem hafa þessi orð yfir vita örugglega ekkert hvaðan þau eru komin (enda kannski engin furða). Ég er illa að mér um erfiljóð en man þó eftir vísunni sem Álfgrímur í Brekkukoti orti eftir Snata sinn.

Blessaður hjartahundurinn
sem hundar allir lofa.
Svíf þú með hundum eingla inn
í einglahundakofa.

Þegar ég sló orðið erfiljóð inn í leitarvélina á timarit.is. Birtist meðal annars þetta:

erfiljod

Þórdís

5 ummæli:

Harpa J sagði...

Þetta er alveg rakið. Mannkostirnir fylgja greinilega nafninu.

Þórdís sagði...

Úr þessu ljóði má allavega lesa hverjir hafa þótt helstu kostir kvenna á 19.öld. Hefur það breyst mikið?

Harpa J sagði...

Nei, ætli það?

Gísli Ásgeirsson sagði...

Mér þótti vel til takast þegar Ragnar Pálsson var kvaddur. Þá lögðu margir hönd á erfiljóðaplóginn.
http://malbein.net/?p=2012

Þórdís sagði...

Takk fyrir að minna okkur á þetta Gísli. Ef erfiljóðin um Ragnar heitinn koma fólki ekki í gott skap þá hlýtur það að vera ... dautt.