20. mars 2010

GÓUGLEÐIN 2010 – FYRIRLESTUR OG FJÖRUVERÐLAUNOrangeÁ morgun, sunnudaginn 21. mars, klukkan 11 heldur breski metsöluhöfundurinn Kate Mosse fyrirlestur um tilurð og sögu Orange bókmenntaverðlaunanna sem einungis eru veitt konum.  Mosse er helsta hvatamanneskja þessara virtu bókmenntaverðlauna og er nú heiðursfélagi samtakanna sem veita þau. Fyrirlesturinn fer fram á Hótel Sögu (sem nú heitir Radisson Blu) í fundarsal á 1. hæð.

Um kl. 12.00 verða Fjöruverðlaunin – bókmenntaverðlaun kvenna síðan veitt í fjórða sinn, í þremur flokkum: Fagurbókmennta, fræðirita og barna- og unglingabóka.

Að lokum verður boðið upp á léttar veitingar.

Það er Góuhópurinn (grasrótarhópur kvenna innan Rithöfundasambands Íslands og Hagþenkis) sem stendur að Góugleðinni, fjórða árið í röð og allt áhugafólk um bókmenntir er velkomið.

Engin ummæli: