3. september 2010

Málþing um tengsl texta og myndskreytinga

Föstudaginn 10. september kl. 14-17 verður síðari hluti barna- og unglingabókmenntahátíðarinnar Myndir úti í mýri haldinn í sal Norræna hússins en þá verður haldið málþing um tengsl myndskreytinga og texta í barna- og unglingabókum.  Dagskráin er mjög spennandi  og áhugaverð og meðal annars flytur doktor í Múmínálfafræðum fyrirlestur um myndir og texta í þeim góðu bókum, þar sem dans kemur við sögu.

Allir eru velkomnir á málþingið en fólk er samt vinsamlega beðið að skrá sig.  Sjá nánar á heimasíðu Mýrarinnar http://myrin.is.

Dagskrá:

14.00-14.30: Dr. Elina Druker, Stokkhólmsháskóla: Recent trends in Nordic Picture Books.

14.30-15.00: Kristín Ragna Gunnarsdóttir, teiknari: The relationship between words & pictures in Icelandic picture books. Do the pictures stand a chance?

15:00-15.30: Dr. Sirke Happonen, Helsinkiháskóla: The Dancing Moominvalley: A Choreographic View on Tove Jansson’s Art and Literature.

15:30-16.00: Þórarinn Leifsson rithöfundur og myndskreytir: What does a Cannibal and a Librarian have in common with a Street Painter?

Engin ummæli: