4. apríl 2011

Gyrðir Elíasson á afmæli

Í dag, 4. apríl, er Gyrðir Elíasson fimmtugur. Víðsjá á föstudaginn var tileinkuð Gyrði og á vef RÚV má hlusta á þáttinn.
Uppheimar gefa af tilefni afmælisins út þýðingu Gyrðis á safni ljóða eftir 36 skáld víðsvegar að úr heiminum. Það elsta, kínverska skáldið Tao Tsien, var uppi á fjórðu öld en það yngsta, bandaríska skáldkonan Jane Hirshfield, er fædd 1953. Bókin heitir Tunglið braust inn í húsið og í fréttatilkynningu um hana segir:
Hópurinn sem hér hefur valist saman gæti virst sundurleitur við fyrstu sýn – heims þekkt skáld, sem Íslendingum eru að góðu kunn, innan um lítt þekkt ljóð skáld sem ekki hafa verið þýdd áður. Fljótlega koma þó í ljós þeir þræðir sem liggja á milli skálda, þótt þau tilheyri ólíkum menningar heimum. Einn þráður sem má lesa sig eftir er hvernig kínversk og japönsk ljóðahefð hefur markað spor sín í ljóðlist heimsins; annar sýnir hvernig með skáldskapnum er tekist á við skuggana í sálarlífi mannsins. Sterkasti þráðurinn liggur þó í valinu á skáldum og ljóðum því þýðandinn, Gyrðir Elíasson, kynnir hér úrval sem fléttast listilega saman við hans eigin skáldskap.
Ég er komin með eintak af bókinni og ætla að glugga í hana næstu daga og segja ykkur svo nánar frá þeirri lestrarreynslu.
Þórdís

Engin ummæli: