Úrslit verða tilkynnt von bráðar, en eins og fyrr segir eru verðlaunin ekki af verri endanum, heldur sæti á jólabókaflóðsnámskeiði Endurmenntunar sem hefst á fimmtudaginn í næstu viku.
Og vindum okkur þá í fjórtánda liðinn.
Í hvaða verki birtist eftirfarandi textabrot og hver er höfundur þess?
„Nákvæmlega klukkan 00.25 eftir miðnætti leit Chris upp úr handritinu og hleypti brúnum. Hún heyrði undarleg högg. Þau voru óregluleg. Lág. Djúp. Hrynjandilaus. Annarleg eins og dauður maður berði.
Skrítið.
Hún hlustaði andartak; missti síðan heyrnar á höggunum, en þegar þau héldu áfram, gat hún ekki einbeitt sér að handritinu. Hún lagði það frá sér á rúmið.
Drottinn minn, ég þoli þetta ekki!Hún stóð upp til að kanna málið. Hún fór fram á ganginn og svipaðist um. Hljóðin virtust koma úr svefnherbergi Regans.“
2 ummæli:
The Excorcist eftir William Peter Blatty.
Haldin illum anda, já, eftier William Peter Blatty
Skrifa ummæli