Sýnir færslur með efnisorðinu Fimmta árstíðin. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Fimmta árstíðin. Sýna allar færslur

10. júní 2016

Ofbeldi á Fimmtu árstíðinni



Nú nýverið kom út hjá Uglu sænski reyfarinn Fimmta árstíðin eftir Mons Kallentoft – enda sumarið handan við hornið og þá fara líkin (þau prentuðu) jafnan að hlaðast upp. Fimmta árstíðin er fimmta bókin í flokknum um Malin Fors og félaga hennar á lögreglustöðinni í Linköping og ég hef lesið allar hinar - sem hverfast einmitt um árstíðirnar fjórar – Þorgerður skrifar um Vetrarblóð hér. Mér finnst Mons svolítið búinn að mála sig út í horn með tema og nafnið Fimmta árstíðin gengur ekki fullkomlega upp en samkvæmt bókinni vísar það (m.a.) til þess tímabils þegar sumarið er næstum komið en samt verður kalt og rignir og fólk veit ekki hvernig það á að klæða sig...nú veit ég ekki hvernig þetta er í Svíþjóð en hér á Íslandi heitir þetta bara vor. Nánari rannsókn á veraldarvefnum leiðir svo í ljós að Mons hefur guggnað á sjöttu árstíðinni og í næstu þremur bókum um Malin er kominn nýr vinkill en þær heita eftir frumefnunum fornu: Vattenänglar, Vindsjälar og Jordstorm – sem myndi útleggjast (í klunnalegri þýðingu minni) sem Vatnaenglar, Vindsálir og Jarðstormur.