
Undanfarin ár hefur komið út töluvert af bókum sem virðast höfða jafnt til fullorðinna sem barna. Harry Potter-bækurnar eru að sjálfsögðu meðal þessara verka, en nefna má margar fleiri, t.d. Furðulegt háttarlag hunds um nótt eftir Mark Haddon og bækur Philip Pullman og Terry Pratchett. Í bókakaffi IBBY á Íslandi, sem haldið verður kl. 20 fimmtudaginn 26. febrúar á Laugavegi 18, halda þrír snjallir bókmenntafræðingar erindi og yfirskrift kvöldsins er:
Barnabækur fyrir fullorðna eða fullorðinsbækur fyrir börn? Allir áhugasamir eru hvattir til að mæta.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli