13. mars 2009

Flestar druslubókadömurnar virðast vera horfnar af yfirborði jarðar þótt þær séu í raun allar hérna megin grafar. Frést hefur af einni í öndergrándlistamannakreðslum nágrannastórborgar, önnur er víst gengin í hryðjuverkasamtök í annarri alræmdri borg, einhver er líklega að vasast í pólitík eða jafnvel að reyna að verða ólétt og ein fraukan gæti hugsanlega verið komin á togara eða lent í slæmum félagsskap með tilheyrandi óreglu og ólifnaði. En til að svara kalli um nýtt efni hefur Neyðarstjórn Druslubóka og doðranta grafið upp ævaforna grein úr Fréttablaðinu, eitthvað er vonandi sígilt í þessum pistli þótt breytingar hafi víða orðið. Það skal samt tekið fram að von er á ýmsu áhugaverðara efni - eða svo er allavega sagt.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvad thydir ad vera "domsaralegur"?

Nafnlaus sagði...

slappur

Unknown sagði...

Það er rétt hjá þér að sjónvarpsþáttur um bókmenntir þarf ekki að vera dýr til þess að ná markmiði sínu. Fyrir tíu árum sáum við Vilborg Halldórsdóttir um bókmenntaþáttinn Tvípunkt á Skjá einum. Þar treystum við algjörlega á að þeir áhorfendur sem yfirleitt hefðu áhuga á viðfangsefninu myndu þola að að horfa á 2 x 15 mínútur um tvær bækur. Þetta er sjálfsagt einn ódýrasti þáttur í sögu ljósvakafjölmiðlunar á Íslandi, settið var þrír venjulegir stólar (enda sást fyrst og fremst efri hluti líkama stjórnenda og viðmælends) og veggur með ljósmynd í bakgrunni. Formið var það að við tókum tvær bækur fyrir og skiptum þeim á milli okkar. Viðmælendur voru höfundurinn og lesandi utan úr bæ. Á milli þeirra sat stjórnandinn og svo var talað í 15 mínútur um verkið. Og ég held að þetta hafi bara verið helvíti gott hjá okkur - og jafnvel svolítið breytt því hvernig talað er um bækur í sjónvarpi. Lykill var þó að lesandinn var alltaf nýr og ekki leitað á náðir seleba heldur raunverulegs áhugafólks um bókmenntir. Tríóið í upphafi hvers Kiljuþáttar er svolítið eins og Spaugstofuútgáfa af þessari uppsetningu sem við Vilborg fundum upp á.

Kkv,

Sjón

Erna Erlingsdóttir sagði...

Já, Tvípunktur var fínn þáttur ef ég man rétt. Mér fannst þátturinn hans Þorsteins J., Regnhlífarnar í New York, líka ágætur þótt hlutur fjölmiðlafólks meðal viðmælenda yrði fullstór þegar á leið. Þessir þættir snerust allavega um bækur. Kiljan snýst aðallega um fólk.