16. apríl 2009

Norskir höfundar í Norræna húsinu í kvöld

Í kvöld, 16. apríl, kl. 20:00 verður dagskrá í Norræna húsinu þar sem norsku rithöfundarnir Nikolaj Frobenius og Karin Fossum munu kynna nýjustu bækur sínar og spjalla við gesti. Norski sendikennarinn Tiril Myklebost fjallar einnig almennt um bókaútgáfu í Noregi árið 2008. Boðið verður upp á léttar veitingar í hléi.

Allir velkomnir, aðgangur ókeypis og bókasafnið opið.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Svo má kannski benda fólki á þessa mynd: http://midi.is/bio/10/1833, sem er byggð á bókinni Låt den rätte komma in eftir John Ajvide Lindqvist.