
Rökin fyrir banninu eru þau að Fredrik Colting fái of mikið af efni að láni úr bók Salingers, bæði stíllega og efnislega. Í bók Fredrik Coltings (höfundurinn gefur út undir dulnefninu John David California) eru bæði Salinger sjálfur og skáldsagnapersónan Holden Caulfield sögupersónur, en Colting segir bókina vera e.k. nútíma-Frankenstein. Dómnum verður áfrýjað og það verður spennandi að sjá hvert framhaldið verður.
Mörgum finnst skrítið að hægt sé að banna þessa bók og að Salinger nenni að standa í þessu veseni. Nýlega kom út í Noregi bók eftir Johan Harstad, sem kemur á Bókmenntahátíð í Reykjavík í haust, þar sem Einar Áskell og vinir hans eru aðalpersónur þegar þau eru orðin fullorðið úthverfafólk að því er mér skilst. Einar Áskell hefur áður verið settur í svipaða aðstöðu, en þá í sænskum útvarpsgrínþætti þar sem hann var gerður að dónakalli og dópsala. Höfundur bókanna um Einar Áskel, Gunilla Bergström, fór í mál en tapaði því á öllum dómstigum. Frá þeim málaferlum er sagt í grein eftir Hörpu Jónsdóttur í Börnum og menningu 2/2006.
Hér má lesa grein í Guardian um mál Fredriks Colting.
2 ummæli:
Merkilegt raunar að dómurinn telur þetta ekki nógu mikla paródíu og ekki nógu mikla gagnrýni á Salinger, þannig að ef Colting hefði bara sparkað nógu fast í þá félaga Caulfield og Salinger hefði þetta þá væntanlega verið allt í lagi?
Já - samkvæmt málaferlunum um Einar Áskel þá er varla hægt að álykta annað.
Skrifa ummæli