2. maí 2011

Druslubókadömur láta að sér kveða

Tvær Druslubókadömur senda frá sér bækur nú um þessar mundir.

Í síðustu viku kom Skrælingjasýningin, önnur ljóðabók Kristínar Svövu Tómasdóttur, út. Hennar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu allt frá því fyrsta ljóðabók hennar, Blótgælur, kom út árið 2007 og hlaut mikið lof.


Og á morgun kemur út bókin Sláttur, fyrsta skáldsaga Hildar Knútsdóttur, en hún fjallar um unga konu sem fór í hjartaskipti og er ákaflega forvitin um fyrri eiganda hjartans.


Báðar fást þær á afar sanngjörnu verði í öllum bestu bókabúðum landsins.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Óxla flottar bækur.

Nafnlaus sagði...

Ég ætla sko að kaupa þær báðar! Ekkert smá flottar kerlur, þær KS og HK!

kk
Þórunn Hrefna.

Elísabet sagði...

Búin að lesa báðar þessar bækur og er eitt sælubros. Takk!