
Bókin fjallar um tvennt sem mér finnst alveg sérstaklega skemmtilegt (í skáldskap, ekki raunveruleikanum): raðmorðingja og spillingu innan lögreglunnar. Ég ætla ekki að útlista söguþráðinn, bara nefna þetta tvennt og segja ykkur að ég varð mjög spennt við lesturinn. (Söguþræðinum eru gerð skil á vefsíðu Uppheima og aftan á bókinni sjálfri.) Leynilögreglumaðurinn Harry Hole er aðalpersóna bókarinnar. Ég var fyrst um sinn svolítið skeptísk á hann, mér fannst hann eiginlega of týpískur. „Drykkfelldur og óstýrilátur einstæðingur sem getur ekki haldið í konu, en er besti og heiðarlegasti lögleglumaðurinn á svæðinu“-týpan. Það góða við Harry er þó að hann er ekki myndarlegur eða sjarmerandi, heldur bara afskaplega óheflaður suddi, sem höfundur bregður upp mjög skemmtilegum myndum af. Í uppáhaldssenunni minni liggur Harry uppi í rúmi á (mögulegum) vettvangi glæps og verður grátklökkur og rís hold samtímis þegar minningar um fyrrverandi kærustu leita á hann (sjá bls. 86 í Djöflastjörnunni). Svoleiðis senur björguðu þessum ágæta lögreglufulltrúa frá því að verða klisjukenndur.

Eins og Friðrika Benónýsdóttir bendir á í dómi sínum um bókina í Fréttablaðinu er „mikið lagt upp úr því að leggja að jöfnu kommúnisma og nasisma“ í bókinni. Bókin fjallar mikið nasismann, sem Feliks hefur alltaf hatað, og það hvernig honum er smám saman komið í skilning um það að fólkið sem hefur búið undir stjórn kommúnista undanfarna áratugi hafi þjáðst á sambærilegan hátt og fórnarlömb Hitlers. (Fjöldamorðingjarnir í titli þessa bloggs eru sem sagt Hitler og Stalín. – Titill bókarinnar sjálfrar, Brotin egg, vísar til ummæla harðbrjósta kommúnista þegar þeir heyrðu af grimmdarverkum Stalíns: „maður matreiðir ekki eggjaköku án þess að brjóta egg“ (Brotin egg, bls.184)).
Mér fannst niðurstaða bókarinnar reyndar bara vera hin margtuggna klisja: kapítalískt samfélag er það besta sem völ er á. Það er að minnsta kosti sú niðurstaða sem flestar persónur bókarinnar hafa komist að. Og æ, ég tek sénsinn á að hljóma eins og argasti kommúnisti: mér finnst það bara ekkert sérlega spennandi niðurstaða. Bókin er samt sem áður ágæt og alls ekki leiðinleg. Nú vil ég heyra hvað ykkur finnst.
*Á meðfylgjandi mynd er ég með brotið (og að vísu harðsoðið) egg og bókina Brotin egg.
5 ummæli:
Ég las barar hundrað síður af Brotnum eggjum (síðan lét ég þig fá bókina) og fannst hún skemmtileg só far.
Ég á Brotin egg uppí hillu, hef ekki enn lagt í hana!
Á hana líka uppi í hillu, en ég verð að viðurkenna að mér hrýs hugur við þessum nasisma-kommúnisma-fíling... ENDA VITA ALLIR AÐ NASISMINN VAR FRÁBÆR! Djók.
En sko, ég ætla klárlega einhvern tímann að skrifa bók sem heitir Rauðbyrstingur. ÞAÐ væri sko kommúnistabók í lagi. Kommúnískur kórstjóri t.d.?
Oooh, innsláttarvilla Kristín Svava. Innsláttarvilla sem ÉG ER NÚ BÚIN AÐ LAGA. En endilega skrifaðu bók sem heitir Rauðbyrstingur um kommúnískan kórstjóra!
Ef mig misminnir ekki þá var það Agnes Bragadóttir sem skrifaði ritdóminn um brotin egg í Moggan. Henni fannst hún æðisleg.
Skrifa ummæli