16. janúar 2013

Hvað er sögulegur skáldskapur? Hádegisfyrirlestrar Sagnfræðingafélagsins

Það er mér ljúft og skylt að vekja athygli á hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands á þessum vettvangi, en yfirskrift fyrirlestraraðarinnar í vor er Hvað er sögulegur skáldskapur? Fyrsti fyrirlesturinn var haldinn í gær, þar sem Hólmfríður Garðarsdóttir ræddi um nýju sögulegu skáldsöguna í Rómönsku Ameríku, en fimm fyrirlestrar á mörkum sagnfræði og skáldskapar eru eftir:

29. janúar
Guðni Th. Jóhannesson: Hvað ef? Íslandssagan sem gæti hafa gerst

12. febrúar
Dagný Kristjánsdóttir: Saga handa börnum

12. mars
Þórunn Erlu Valdimarsdóttir: Af landamærahéruðum Clio og skáldgyðjanna

26. mars
Hjalti Snær Ægisson: Sögulega skáldsagan á Ítalíu eftir 1980

9. apríl
Guðrún Harðardóttir: Skáldað í byggingararfinn?

Fyrirlestrarnir fara fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins kl. 12:05-13:00. Þeir eru jafnan teknir upp og hægt að hlusta á þá síðar á heimasíðu Sagnfræðingafélagsins.

Engin ummæli: