
Þarna eru skemmtilegar pælingar um það hverjir vinni til verðlauna – og niðurstaðan liggur í loftinu – það eru oftast kannski ekki þeir sem mest lögðu á sig og ættu þau helst skilið. Hverjir lesa og hverjir ekki – uppúr hvaða jarðvegi spretta rithöfundar og listamenn. Hversu langt nær ímyndunarafl okkar – geta krakkar úr velmegandi fjölskyldum sem ganga í þá bestu skóla sem hægt er að hugsa sér og hafa allt til alls þannig séð ímyndað sér hvernig það er að alast upp í þorpi í Zimbabwe, geta hugsanlega gengið í skóla þarsem kennarinn hefur varla lokið formlegu námi sjálfur, þarsem varla eru til kennslubækur, engin kennslutæki, vatnið er af skornum skammti og skrjáfaþurr rauð moldin fýkur um allt.
Ég veit það ekki – og Lessing kemst svosem ekki að niðurstöðu heldur, að öðru leyti en því að líklegast er ákveðinn slagur nauðsynlegur til að halda okkur við efnið.
Sigfríður
3 ummæli:
Þessi kona er alvöru töffari. Ekkert jólahreingerningaæði og lakkrístoppaþrugl á þeim bænum.
Hnei, Doris er ekki týpan sem blandar saman lakkrís og marengsvibba af því að aðrir gera það.
En svona í framhjáhlaupi þá bíð ég háfleygu bókadómanna - eða lágfleygu - ég er með einn alveg uppskrúfaðan í smíðum sem verður ekki kláraður og settur inn fyrr en einhver ennþá háfleygari birtist.
Skrifa ummæli