Eftir góða rispu af reyfurum er ég núna á kafi í ævi Stephens Fry og það er ekki leiðinlegt. Fyrsta bindið af sjálfsævisögu hans ber það þjála og eftirminnilega nafn
Moab is My Washpot (þótt ég hafi heyrt nafnið og lesið ótal sinnum þurfti ég að fletta því upp eina ferðina enn fyrir þessa færslu) og þar fjallar hann um æsku sína. Í næsta bindi – sem ég hef verið að lesa – skrifar hann m.a. um háskólaárin í Cambridge og fyrstu skrefin í leikhúsheiminum. Nafn þessa bindis er jafn einfalt og hitt er flókið (það er raunar svo frábrugðið því fyrra að maður veltir því fyrir sér hvort útgefandinn hafi grátbeðið um þægilegra nafn) - nýja bókin heitir
The Fry Chronicles.
|
Hver man ekki eftir Jeeves og Wooster? |
The Fry Chronicles tekur upp þráðinn þar sem
Moab is My Washpot endar og fjallar um næstu átta ár í lífi Fry. Í þessi átta ár fara tæplega 450 blaðsíður og það hvarflar að manni að hann hefði nú getað komist af með færri - en öfugt við höfunda Íslendingasagnanna leggur Fry ekki mikið upp úr knöppum texta. Hann er gríðarlega langorður og í frásögninni villist hann ítrekað af leið og fer í sífellda útúrdúra frá þeim þræði sem hann lagði af stað með – en þetta er nokkuð sem maður kemst upp með þegar maður er jafn skemmtilegur penni og Stephen Fry. Hann er líka fullkomlega meðvitaður um þennan “galla” á bókinni og segir í upphafi: If a thing can be said in ten words, I may be relied upon to take a hundred to say it. I ought to apologize for that. I ought to go back and ruthlessly prune, pare and extirpate excess growth, but I will not. I like words – strike that, I love words – and while I am fond of the condensed and economical use of them in poetry, in song lyrics, in Twitter, in good journalism and smart advertising, I love the luxuriant profusion and mad scatter of them too. After all, as you will already have noticed, I am the kind of person who writes things like ‘I shall append a superscribed obelus, thus’. If my manner of writing is a self-indulgence that has you grinding your teeth then I worry, but I am too old a dog to be taught to bark new ones.“ (bls. 2) Fry notar aldrei eitt lýsingarorð þegar hann kemst upp með að nota tvö og aldrei tvö þegar hann getur notað fimm: „It is natural for people to despise the very idea of Oxford and Cambridge. Elitist, snobbish, hidebound, selfsatisfied, arrogant and remote, the Ancient Universities, as they conceitedly style themselves, seem to embody the irrelevant, archaic, moribound and shameful past that Britain appears to be trying so hard to shed.“ (bls. 65) Með öðrum orðum ákvað Fry greinilega að hafa bókina fullkomlega eftir eigin höfði og kemst auðveldlega upp með það!
Bókin er í grunninn safn af skemmtilegum sögum frá Cambridge og enn skemmtilegra name-droppi en á háskóla-árunum var Fry í leikhópi með fólki á borð við Emmu Thompson og Hugh Laurie og hitti þar að auki fjölda annarra frægra og alræmdra persóna úr leikhúslífi Breta. Hann er heiðarlegur í skrifunum og hlífir sér hvergi þegar hann er óánægður með sjálfan sig. Einhverjum gagnrýnendum fannst jafnvel bera á sjálfshatri þegar hann lýsir endalausu óöryggi sínu og fjölmörgum fíknum (m.a. í sykur, nikótín og önnur nokkuð sterkari efni) en mér finnst hann jafn heiðarlegur varðandi þá þætti í fari sínu sem hann er ánægður með - hann þekkir sína kosti og galla – og deilir þeim með okkur. Það er ugglaust blekking en þessi stíll og frásagnaraðferð gerir það að verkum að lesandanum finnst hann raunverulega kynnast Fry við lesturinn og gerir það bókina enn áhugaverðari og skemmtilegri. Ég get ímyndað mér að þessi bók sé fullkomlega óbærileg fyrir þann sem ekki kann að meta Stephen Fry – en ég veit svo sem ekki af hverju þeir ættu að vera að lesa hana. Fyrir fólk (eins og mig) sem finnst hann með skemmtilegri mönnum er hún dásamleg.
4 ummæli:
Fyndið, ég las einmitt fyrsta kaflann í þessari bók (og fékk hana umsvifalaust lánaða til að geta lesið áfram) daginn áður en þessi færsla birtist. Ég hatast yfirleitt við langorða höfunda og bækur mega helst ekki vera meira en 400 bls. til að ég nenni að lesa þær sjálfviljug - en Steven Fry tókst að halda mér límdri við lesturinn þótt hann tæki 30-40 bls í að lýsa sykuráti sínu í bernsku.
hahaha - já einmitt! Endalausar upptalningar á mismunandi sælgætistegundum sem fengust í UK fyrir fjörtíu árum og maður fletti áfram fullur áhuga - það fara fáir í skóna hans!
Því má bæta við að Fry minnist á hina stórskemmtilegu Sandi Toksvik sem nú ert stödd á landinu og ber henni vel söguna!
Ég á þessa á hljóðbók og það er dásamlegt að hlusta á Fry sjálfan lesa þetta. Mæli með því.
Ásdís
Skrifa ummæli