1. júlí 2009

litabækur



Kristín Viðarsdóttir á Borgarbókasafninu sendi tvær myndir af bókum sem raðað er eftir lit. Neðri myndin er af regnbogaútstillingu sem var á Hinsegin dögum en efri myndin er af bleikum bókum sem stillt var upp 19. júní.

Er einhver sem les þetta sem raðar bókunum sínum eftir lit?

6 ummæli:

Harpa Jónsdóttir sagði...

Nei - en þegar yngri dóttirin var á allra mesta prinsessutímabilinu var reyndar svolítið bleik slikja á bókahillunni hennar.

Króinn sagði...

Ótrúlega flott. Mitt fólk á BBS klikkar ekki frekar en fyrri daginn.

Erna Erlingsdóttir sagði...

Flott útstilling, kemur mjög vel út þarna en ég gæti aldrei hugsað mér að gera eitthvað svona heima hjá mér. Einn af mörgum kostum við rúðustrikuðu stafrófsaðferðina mína finnst mér einmitt vera hvað hún býr til skemmtilegt litakaos. :)

baun sagði...

ég man að mamma, í einu tiltektarbrjálæðinu, gerði þetta fyrir margt löngu. ég var látin hjálpa til og man að mér fannst furðu margar bækur vínrauðar.

Nafnlaus sagði...

Mig minnir að blöðin og bækurnar á Gráa kettinum, við Hverfisgötu, sé raðað eftir lit. Mjög góðar pönnukökur!
Bryndis

Silja Bára Ómarsdóttir sagði...

Vinkona mín ein raðar bókum eftir lit og hefur tekið að sér að gera það hjá vinum og kunningjum. Mjög smart í hillu og á vegg, og ótrúlega skilvirkt þó ég hafni þessu sem skipulagi sjálf og haldi mig við bókasafnskerfi.