Einhver ljóða Södergran hafa komið út á íslensku, m.a. var Landet som icke är gefin út 1992 í þýðingu Njarðar P. Njarðvík undir heitinu Landið sem ekki er til. Á síðasta ári kom svo út svonefnt Ljóðasafn með ljóðum hennar í þýðingu Þórs Stefánssonar - ég vissi satt að segja ekki af tilvist þess safns fyrr en ég sá það rétt í þessu á Gegni, en fagna því virkilega að ljóðum Edithar Södergran sé haldið á lofti því hún er afskaplega gott skáld. Langvinn veikindin settu mark sitt á verk hennar sem eru þrungin þjáningu og forgengileika, dauðinnn skammt undan og jafnvel að komu hans virðist beðið með óþreyju á stundum. Ég læt fylgja hér eitt ljóð í þýðingu Njarðar P., úr Landinu sem ekki er til:
Skuggi framtíðar
Ég skynja skugga dauðans.
Ég veit að örlög okkar liggja í haugum á borðum norna.
Ég veit að jörðin drekkur ekki einn dropa regns
sem ekki er skráður á bók eilífðarinnar.
Ég veit jafnvel og að sólin rennur upp,
að ég mun aldrei líta þá óumræðilegu stund, þegar hún rís hæst.
Framtíðin varpar á mig sælum skugga;
hún er ekkert nema flæðandi sólskin:
gegnumníst ljósi mun ég deyja,
þegar ég hef traðkað á hverri tilviljun,
mun ég brosandi snúa baki við lífinu.
4 ummæli:
Ég þýddi úrval úr aforismum hennar og birti m.a. hérna:http://norddahl.org/islenska/2007/03/29/edith-sodergran/
Og í þýðingasafninu 131.839 slög með bilum (sem ég held að sé hvergi til og ekki einu sinni í Gegni).
Nei, sorrí, ég er að rugla. Þetta fór ekki í bókina.
Gott stöff hjá Södergran.
Miklu betra en ljóðið hans Gunter Grass gegn yfirvofandi innrás Ísraelsmanna í Íran sem er að gera allt vitlaust núna í dag. Það þyrfti nú kannski einhver að þýða það samt.
Hermann
Takk fyrir þetta, Eiríkur! Sést í mörgu þarna hvað hún var hneigð til ofurmennskupælinga.
Já, ég kann ekki þýsku og hef bara lesið um ljóðið hans Grass... fann eina enska þýðingu á netinu, sem var arfaslök. og á einhverjum fonti sem var kómískari en comic sans.
Skrifa ummæli