![brekiogdreki](http://bokvit.midjan.is/files/2010/11/brekiogdreki1.jpg)
Hjónin Aino Havukainen & Sami Toivonen eru myndlistarmenntuð og vinna saman bæði texta og myndir í bókum sínum. Það kemur ekki á óvart að þau hjónin segjast halda upp á bækur Richard Scarry því að eins og hjá honum er hver myndaopna fyllt til hins ýtrasta. Hér fær athyglisgáfa lesandans nóg að gera. Það er auðvelt að gleyma sér við að leita uppi fyndin smáatriði í litríkum myndunum. Hliðarfrásagnir leynast einnig víða. Eitt leikskólabarnið getur til dæmis alls ekki talað
fyrir geipilega stóru snuði en reynist ef vel er að gáð tjá sig lipurlega á latínu
með ýmsum ráðum.
![DB-har](http://bokvit.midjan.is/files/2010/11/DB-har1.jpg)
Breki og Dreki í leikskóla er ekki síst frábær bók fyrir foreldra. Eins og við þekkjum þá er það drep skemmtilegra bóka að þurfa að lesa þær aftur og aftur. En höfundarnir halda áhuga eldri lesenda ekki síður en þeirra yngri með aragrúa af óvenjulegum vísunum. Við höfum nú lesið Breka og Dreka í leikskóla á hverju kvöldi í marga daga og erum enn að uppgötva eitthvað nýtt. Síðast var það bleyjusugan.
Helga Ferdinandsdóttir
2 ummæli:
Ég bíð enn eftir því að einhver leysi gátuna um Unu.
Mikið líst mér vel á þessa!
Skrifa ummæli