
Þeir sem lesið hafa það sem Óskar Árni hefur áður skrifað kannast við fílgúdd-tóninn í bókum hans. Það er huggulegt andrúmsloft og ljúfur tónn í ljóðunum og ýmislegt skemmtilegt sem kemur á óvart. Ef fólk er að leita að pönki eða byltingu þá eru Þrjár hendur ekki málið en með morgunkaffinu, þegar maður er að róa sig niður eftir að hafa lesið yfir sig af heimskulegum netpistlum og Eyjukommentum, eða rifist við góða feisbúkkvini um bann við hænsnahaldi í borgum, er bókin róandi innspýting frá nærgætnum smáskammtalækni.
Hitti aldrað ljóðskáld í Austurstrætinu
komdu með út í Hljómskálagarð
segir hann og lyftir brúnum bréfpoka
við setjumst á bekk við Tjörnina
súpum á og horfum þegjandi á fuglana
svo togar hann í skeggið
hallar sér að mér og hvíslar
Andarsteggirnir eru víst býsna graðir núna
Þórdís
Engin ummæli:
Skrifa ummæli