Halastjarnan eftir Tove Jansson hefur verið endurútgefin á íslensku!
IBBY-samtökin á Íslandi fagna þessum tíðindum og og því verður haldið Múmínálfakvöld á Súfistanum í Máli og menningu á Laugavegi 18 í Reykjavík þar sem valinkunnir múmínaðdáendur fjalla um þessar geðþekku skepnur. Samkoman fer fram þriðjudagskvöldið 9. nóvember klukkan átta og fyrirlesarar verða:
Erna Erlingsdóttir - Seint í nóvember. Síðasta múmínbókin, fjarvera og ferðalög
Stefán Pálsson - Múmínsnáðinn, Kattholtsstrákurinn, Erlendur lögregluforingi & Sir Edmund Halley
Dagný Kristjánsdóttir - Múmínálfarnir og hamskiptin
Sérstakur gestur frá múmínvinunum í borgarstjórn verður Óttarr Ólafur Proppé.
Í þessu samhengi er vert að benda á grein um Halastjörnuna sem birtist í tímaritinu Börn og menning fyrr á árinu og var endurbirt hér á síðunni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli