25. janúar 2012

Íslensku bókmenntaverðlaunin 2011


Rétt í þessu var tilkynnt á Bessastöðum hvaða bækur hlytu Íslensku bókmenntaverðlaunin 2011. Í flokki fagurbókmennta hlaut Guðrún Eva Mínervudóttir verðlaunin fyrir skáldsögu sína Allt með kossi vekur en í flokki fræðibóka og bóka almenns efnis varð Páll Björnsson hlutskarpastur fyrir bók sína um Jón Sigurðsson, Jón forseti allur? Táknmyndir þjóðhetju frá andláti til samtíðar, en um báðar þessar bækur hefur verið fjallað á síðunni. Druslubókadömur óska Guðrúnu Evu og Páli hjartanlega til hamingju með verðlaunin!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Skandall. Guðrún Eva ætti að gefa Jóni Kalman verðlaunin, einsog þeir gerðu í handboltanum um daginn.