22. janúar 2012

Homo non sapiens: mannlýsingar

Ég fann svo skemmtilega mannlýsingu í bókinni sem ég er að lesa að ég fann mig knúna til að deila henni með ykkur:

„Robbins is about fifty, with the face of a Cockney informer, the archetypal “Copper´s Nark.“ He has a knack of pitching his whiny voice directly into your consciousness. No external noise drowns him out. Robbins looks like some unsuccessful species of Homo non sapiens, blackmailing the human race with his existence.

“Remember me? I´m the boy you left back there with the lemurs and the baboons. I´m not equipped for survival like some people.““

(Úr Interzone eftir William S. Burroughs, blaðsíðu 51.)

Munið þið eftir einhverjum góðum mannlýsingum?

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Úr Bárðar sögu Snæfellsáss:

... Þorkell skinnvefja. Hann var þá frumvaxta er hér var komið sögunni. Hann var hár maður og mjór og langt upp klofinn, handsíður og liðaljótur og hafði mjóva fingur og langa, Þunnleitur og langleitur, lágu hátt kinnarbeinin, tannber og tannljótur, úteygður og munnvíður, hálslangur og höfuðmikill, herðalítill og miðdigur, fæturnir langir og mjóvir.

Erla Elíasdóttir Völudóttir sagði...

Ég var einmitt að hugsa um Manngerðir Þeófrastosar í gær, þar eru náttúrlega karakterlýsingar fremur en útlits en oft mjög skemmtilegar.

Erla Elíasdóttir Völudóttir sagði...

Hey, og svo þessi sjálfslýsing:

Ég er afkomandi hraustra, bláeygðra víkinga. Ég á ætt að telja til hirðskálda og sigursælla konunga. Nafn mitt er Tómas Jónsson. Ég er gamalle

Erla Elíasdóttir Völudóttir sagði...

...mínus -e