Í gær voru níu bækur tilnefndar til Fjöruverðlaunanna - bókmenntaverðlauna kvenna. Þær eru:
Jarðnæði eftir Oddnýju Eir Ævarsdóttur, Kanill eftir Sigríði Jónsdóttur, Jójó eftir Steinunni Sigurðardóttur, Með heiminn í vasanum eftir Margréti Örnólfsdóttur, Flugan sem stöðvaði stríðið eftir Bryndísi Björgvinsdóttur, Gegnum glervegginn eftir Ragnheiði Gestsdóttur, Ríkisfang: Ekkert eftir Sigríði Víðis Jónsdóttur, Nútímans konur: Menntun kvenna og mótun kyngervis á Íslandi 1850-1903 eftir Erlu Huldu Halldórsdóttur og Mannvist. Sýnisbók íslenskra fornleifa eftir Birnu Lárusdóttur. Hér fyrir neðan er mynd af þeim sem eru tilnefndar eða þeim sem tóku við tilnefningum fyrir þeirra hönd.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli