Fyrr í dag afhenti Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra Glerlykilinn í Norræna húsinu, en Glerlykillinn veitir Skandinaviska Kriminalsällskapet fyrir bestu norrænu glæpasöguna. Verðlaunin hlaut Svíinn Johan Theorin fyrir bókina Nattfåk, sem þótti best þeirra fimm glæpasagna sem tilnefndar voru. Aðrir tilnefndir voru Arnaldur Indriðason, Lene Kaaberböl og Agnete Friis (Danmörku), Marko Kilpi (Finnlandi) og Vidar Sundstöl (Noregi)
Dagskrá Norrænu glæpabylgjunnar er hér fyrir neðan (stækkið með því að klikka á plakatið), dagskráin er ókeypis og öllum opin!
29. maí 2009
Proust og sófagarðyrkja
Þvílík er deyfðin hérna að það mætti halda að gjörvallt druslubókagengið væri orðið ólæst og óskrifandi. En ég fullyrði að svo er ekki, flækingur, barneignir, próf og brauðstrit slíta bara svo í sundur dagana fyrir okkur.
Ég skrapp til Danmerkur og Svíþjóðar um daginn. Í Kaupmannahöfn keyptum við Þorgerður okkur samloku og kók fyrir á fjórða þúsund á manninn og ég borgaði tæpar fimmtánhundruð fyrir bjórinn, það er varla nokkuð hægt að gera nema flissa yfir þessu rugli. En í Malmö og Lundi keypti ég hins vegar fullt af bókum og þær voru ekki dýrar, jafnvel þótt gengi íslensku krónunnar væri einhversstaðar í spilinu. Í Svíþjóð er hægt að kaupa sér fjórar kiljur og borga fyrir þrjár og nóg er úrvalið af bókum svo ekki sé meira sagt og verðið mjög sanngjarnt. Aðeins ein bókanna sem ég keypti er skáldsaga, sú er eftir glæpasagnasnillinginn Håkan Nesser (lufsist til að láta þýða meira af honum kæru útgefendur!) en hitt er allt rassvasaspeki og endurminningar, þar eru Hitler og Jack the Ripper meðal aðalpersóna.
Þrjár bókanna er ég búin að lesa, ein er Mig äger ingen eftir Åsu Linderborg, sem Guðrún Lára minntist á fyrir nokkru, alveg sérlega eftirminnileg endurminningabók, sem allir lesendur virðast heillast botnlaust af og ég hef nú bæst í þann hóp. Annað sem ég hef lesið úr bunkanum er How Proust Can Change Your Life eftir Alain de Botton og slatta í The Therapeutic Garden eftir Donald Norfolk. Ég hef aldrei áður lesið neitt eftir Alain de Botton og á örugglega eftir að leggjast í hans hversdagsfílósófíurassvasapeki við tækifæri, hann er fyndinn og hugmyndaríkur. Svona sófagarðyrkjurit eins og bók Norfolks er bókmenntategund sem ekki er til á Íslandi mér vitandi en á stærri málsvæðum er til fullt af skemmtilegum garðyrkjubókum þar sem engar eða fáar myndir eru og markmiðið er ekki að leiðbeina fólki beinlínis um rósarækt og trjáklippingar. Auk þessara bóka las ég nýlega Tolkien og Hringinn eftir Ármann Jakobsson, sem er dálítið skemmtileg, meira að segja fyrir konu sem aldrei hefur lesið Hringadróttinssögu. Ég stefni að því að skrifa í ellinni eftirhermubók eftir þeirri síðastnefndu um Tove Jansson og múmínálfana. Þá vitið þið það og gleðilega Hvítasunnuhelgi!
Ég skrapp til Danmerkur og Svíþjóðar um daginn. Í Kaupmannahöfn keyptum við Þorgerður okkur samloku og kók fyrir á fjórða þúsund á manninn og ég borgaði tæpar fimmtánhundruð fyrir bjórinn, það er varla nokkuð hægt að gera nema flissa yfir þessu rugli. En í Malmö og Lundi keypti ég hins vegar fullt af bókum og þær voru ekki dýrar, jafnvel þótt gengi íslensku krónunnar væri einhversstaðar í spilinu. Í Svíþjóð er hægt að kaupa sér fjórar kiljur og borga fyrir þrjár og nóg er úrvalið af bókum svo ekki sé meira sagt og verðið mjög sanngjarnt. Aðeins ein bókanna sem ég keypti er skáldsaga, sú er eftir glæpasagnasnillinginn Håkan Nesser (lufsist til að láta þýða meira af honum kæru útgefendur!) en hitt er allt rassvasaspeki og endurminningar, þar eru Hitler og Jack the Ripper meðal aðalpersóna.
Þrjár bókanna er ég búin að lesa, ein er Mig äger ingen eftir Åsu Linderborg, sem Guðrún Lára minntist á fyrir nokkru, alveg sérlega eftirminnileg endurminningabók, sem allir lesendur virðast heillast botnlaust af og ég hef nú bæst í þann hóp. Annað sem ég hef lesið úr bunkanum er How Proust Can Change Your Life eftir Alain de Botton og slatta í The Therapeutic Garden eftir Donald Norfolk. Ég hef aldrei áður lesið neitt eftir Alain de Botton og á örugglega eftir að leggjast í hans hversdagsfílósófíurassvasapeki við tækifæri, hann er fyndinn og hugmyndaríkur. Svona sófagarðyrkjurit eins og bók Norfolks er bókmenntategund sem ekki er til á Íslandi mér vitandi en á stærri málsvæðum er til fullt af skemmtilegum garðyrkjubókum þar sem engar eða fáar myndir eru og markmiðið er ekki að leiðbeina fólki beinlínis um rósarækt og trjáklippingar. Auk þessara bóka las ég nýlega Tolkien og Hringinn eftir Ármann Jakobsson, sem er dálítið skemmtileg, meira að segja fyrir konu sem aldrei hefur lesið Hringadróttinssögu. Ég stefni að því að skrifa í ellinni eftirhermubók eftir þeirri síðastnefndu um Tove Jansson og múmínálfana. Þá vitið þið það og gleðilega Hvítasunnuhelgi!
18. maí 2009
Vorvindar
Allt frá árinu 1987 hefur Íslandsdeild IBBY-samtakanna veitt viðurkenningar fyrir framlag til barnamenningar á Íslandi. Í gær hlutu fjórir einstaklingar viðurkenninguna Vorvinda. Þau eru Jónína Leósdóttir sem fékk viðurkenningu fyrir bækurnar Kossar og ólífur og Svart og hvítt, Brynhildur Björnsdóttir og Kristín Eva Þórhallsdóttir fyrir Leynifélagið sem er þáttur fyrir krakka í Ríkisútvarpinu og Halldór Á. Elvarsson fyrir skemmtilegar og nýstárlegar bækur fyrir yngstu börnin.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)