Viltu vera vinur minn? sem kemur út núna fyrir jólin hjá Bókabeitunni er sérlega falleg og notaleg bók fyrir yngstu bókaormana. Hún fjallar um litla kanínu sem er einmana og finnst eins og allir aðrir eigi vini til að leika við. Þar sem þetta er ráðagóð og lausnamiðuð kanína hefst hún strax handa við að byggja brú yfir ána í von um að hún geti fundið leikfélaga á hinum bakkanum. En ekki byggir maður brú einsamall og fuglarnir, birnirnir og íkornarnir koma henni til hjálpar. Þegar loks brúin er risin er engin ástæða fyrir kanínuna til að fara yfir ána – hún hefur þegar eignast góða vini – og kannski voru þeir þarna allan tímann – kannski er bara nóg að spyrja hvor einhver vilji vera vinur manns!
26. nóvember 2015
21. nóvember 2015
Sleipiefni glansmyndanna
Úlfhildur Dagsdóttir sendi „Dungeons and Dragons“ þessa umfjöllun um bókina Velúr (sem kom út árið 2014) en af óviðráðanlegum orsökum fékk hún ekki inni á sínum upphaflega ætlaða samastað.
Á vef mbl.is er mest lesna fréttin að þekkt hjón úr miðbæjarlífinu séu að selja glæsihýsi sitt og flytja í ‚höll Guðjóns Samúelssonar‘ í Vesturbænum. Svo vill til að ég hef séð þetta glæsihús út um gluggana hjá mér undanfarin átta ár eða svo og forvitnaðist því í myndirnar sem fylgdu fréttinni (en hún var sumsé fasteignaauglýsing). Og sat svo með hrukkað ennið eins og múmínálfurinn og reyndi að átta mig á öllum glæsileikanum.
Líklega á ég betur heima í ljóðabók Þórdísar Gísladóttur, Velúr, en í glæsihýsinu, en innan veggja hennar ríkir hversdagsleikinn – sá sem lætur það stundum eftir sér að hnýsast í glansmyndir og veltir fyrir sér hinu fullkomna lífi, en er þó ekki alveg viss hvað í því felst. Svona álíka og hún Margrét, sem í samnefndu ljóði reynir að fylgjast með fjölmiðlum og fésbókinni, en finnst hún samt „dálítið utangátta“: Hún kannast ekki við marga Grímuverðlaunahafa, skilur takmarkað í ýmsum sjónvarpsþáttum, þekkir ekki hráefnið í uppskriftum sem hún les á netinu og hefur aldrei þorað að smakka sushi.
Velúr er önnur ljóðabók Þórdísar en hún er einnig afkastamikill þýðandi og hefur skrifað barnabækur. Einhverjir þekkja hana einnig úr heimi netsins, en hún hélt lengi út bloggi og færir fjasbókinni reglulegar fréttir. Í þeim skrifum birtast sömu einkenni og í ljóðabókunum, íhugul kímni og snörp sýn á samfélag og samtíma, auga fyrir hinu furðulega og venjulega – jafnvel hinu furðulega venjulega – og hæfileikinn til að súmma þetta allt upp í ljóslifandi myndum. Ljóðin hreinlega kvikna á síðunum og tilvera persóna þeirra breiðir úr sér í leikþáttum, jafnvel sjónvarpsþáttaseríum.
Á vef mbl.is er mest lesna fréttin að þekkt hjón úr miðbæjarlífinu séu að selja glæsihýsi sitt og flytja í ‚höll Guðjóns Samúelssonar‘ í Vesturbænum. Svo vill til að ég hef séð þetta glæsihús út um gluggana hjá mér undanfarin átta ár eða svo og forvitnaðist því í myndirnar sem fylgdu fréttinni (en hún var sumsé fasteignaauglýsing). Og sat svo með hrukkað ennið eins og múmínálfurinn og reyndi að átta mig á öllum glæsileikanum.
Líklega á ég betur heima í ljóðabók Þórdísar Gísladóttur, Velúr, en í glæsihýsinu, en innan veggja hennar ríkir hversdagsleikinn – sá sem lætur það stundum eftir sér að hnýsast í glansmyndir og veltir fyrir sér hinu fullkomna lífi, en er þó ekki alveg viss hvað í því felst. Svona álíka og hún Margrét, sem í samnefndu ljóði reynir að fylgjast með fjölmiðlum og fésbókinni, en finnst hún samt „dálítið utangátta“: Hún kannast ekki við marga Grímuverðlaunahafa, skilur takmarkað í ýmsum sjónvarpsþáttum, þekkir ekki hráefnið í uppskriftum sem hún les á netinu og hefur aldrei þorað að smakka sushi.
Velúr er önnur ljóðabók Þórdísar en hún er einnig afkastamikill þýðandi og hefur skrifað barnabækur. Einhverjir þekkja hana einnig úr heimi netsins, en hún hélt lengi út bloggi og færir fjasbókinni reglulegar fréttir. Í þeim skrifum birtast sömu einkenni og í ljóðabókunum, íhugul kímni og snörp sýn á samfélag og samtíma, auga fyrir hinu furðulega og venjulega – jafnvel hinu furðulega venjulega – og hæfileikinn til að súmma þetta allt upp í ljóslifandi myndum. Ljóðin hreinlega kvikna á síðunum og tilvera persóna þeirra breiðir úr sér í leikþáttum, jafnvel sjónvarpsþáttaseríum.
19. nóvember 2015
Flugþol órólegra hugmynda
Það eru ekki bara frumsamdar bækur í ljóðabókaflóði haustsins, það eru líka að koma út söfn áður útgefinna ljóða. Forlagið gefur út ljóðasafn Vilborgar Dagbjartsdóttur, sem inniheldur allar hennar ljóðabækur og meira til, og hjá Dimmu kemur út úrval af ljóðum Gyrðis Elíassonar. Bókin heitir einfaldlega Ljóðaúrval 1983-2012 og í henni birtast ljóð úr fjórtán bókum Gyrðis, frá Svarthvítum axlaböndum til Hér vex enginn sítrónuviður. Það eru Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson og Magnús Sigurðsson sem velja ljóðin og bókin er öll vönduð og vel frágengin eins og við má búast af Dimmu.
Útgáfa sem þessi er fyllilega nauðsynleg og tímabær. Gyrðir er eitt fremsta ljóðskáld landsins og meira en sjálfsagt að ljóð hans séu gerð aðgengileg nýjum kynslóðum – þá meina ég mér – ekki bara á bókasöfnum heldur líka til kaups, en elstu bækur hans eru löngu uppseldar í almennum bókaverslunum og fást nú einkum á fágætisverði í fornbókabúðum, sé maður ekki svo heppinn að rekast á þær hjá kristniboðunum (elsta ljóðabókin eftir Gyrði sem er til á Bókin.is þegar þetta er skrifað er Mold í Skuggadal frá 1992 og hún kostar 5900 krónur, eða 2810 krónum meira en ljóðaúrvalið, sem er á mjög sanngjörnu verði).
Það er sumpart vandmeðfarið að endurútgefa skáld sem eru enn í fullu fjöri og ekki að fara að „loka ferlinum“ með heildarljóðasafni. Ljóðaúrval sem þetta er vel til þess fallið að kynna skáldið fyrir nýjum lesendum, og dregur upp ákveðna heildarmynd af þróun ljóðagerðar Gyrðis á þrjátíu ára tímabili. Sem slík er þessi bók prýðileg.
Útgáfa sem þessi er fyllilega nauðsynleg og tímabær. Gyrðir er eitt fremsta ljóðskáld landsins og meira en sjálfsagt að ljóð hans séu gerð aðgengileg nýjum kynslóðum – þá meina ég mér – ekki bara á bókasöfnum heldur líka til kaups, en elstu bækur hans eru löngu uppseldar í almennum bókaverslunum og fást nú einkum á fágætisverði í fornbókabúðum, sé maður ekki svo heppinn að rekast á þær hjá kristniboðunum (elsta ljóðabókin eftir Gyrði sem er til á Bókin.is þegar þetta er skrifað er Mold í Skuggadal frá 1992 og hún kostar 5900 krónur, eða 2810 krónum meira en ljóðaúrvalið, sem er á mjög sanngjörnu verði).
Það er sumpart vandmeðfarið að endurútgefa skáld sem eru enn í fullu fjöri og ekki að fara að „loka ferlinum“ með heildarljóðasafni. Ljóðaúrval sem þetta er vel til þess fallið að kynna skáldið fyrir nýjum lesendum, og dregur upp ákveðna heildarmynd af þróun ljóðagerðar Gyrðis á þrjátíu ára tímabili. Sem slík er þessi bók prýðileg.
14. nóvember 2015
Münchenarblús: Þórdís og Kristín Svava spjalla um skáldævisöguna Sjóveikur í München
Hallgrímur Helgason hefur söðlað um síðan hann gagnrýndi svo harðlega hið eintóna misgengi jazz-músíkurinnar sem náði dáleiðandi heljartökum á fjöldanum. |
ÞG: Já, maður spyr sig! Ég ímynda mér að margir höfundar sem eiga bækur sem mara í hálfu kafi eða virðast vera að sökkva til botns í jólabókaflóðinu séu afbrýðisamir yfir að þessi bók hafi verið bók vikunnar þegar hún var bara rétt komin út. En Hallgrímur er auðvitað einn helsti höfundur Íslands í dag. Hann hefur skrifað verk sem hafa orðið klassík um leið og koma jafnvel út samtímis á Íslandi og í útlöndum (Sjóveikur í München er komin út í Þýskalandi), en svo er hann líka býsna umdeildur höfundur. Ég hef að minnsta kosti tekið eftir að allir sem á annað borð hafa bókmenntaáhuga hafa skoðun á honum. Nú og svo kom margumrædda innleggið frá skáldinu úr Grindavík og í kjölfarið status frá háfleygum bókmenntamanni um mögulegan dauða fagurfræðinnar, við komum nú aðeins inn á það í spjallinu í bók vikunnar á RÚV um daginn.
KST: Já, ég verð að taka undir það sem þú sagðir þar, að það sé nokkuð djúpt í árinni tekið að fagurfræðin sé dauð þótt fólk sé ekki til í að samþykkja að skrif Guðbergs Bergssonar á DV.is séu einhvers konar helsúrt en hárbeitt konseptlistaverk - hann sé jú að „vinna með rausið“. Ég trúi því varla að þeir sem saka Hallgrím um að vera að hoppa á einhvern undarlegan vinsældavagn með því að skrifa um kynferðisofbeldið sem hann varð fyrir þennan vetur séu búnir að lesa bókina - þessari umtöluðu nauðgun er lýst á einni blaðsíðu af 325 og þótt þetta sé áhrifaríkur og mikilvægur þáttur í frásögninni fer því fjarri að höfundurinn sé eitthvað að velta lesendum upp úr ofbeldinu né einu sinni að úttala sig neitt sérstaklega um það. Umfjöllun fjölmiðla stýrist náttúrulega oft af vænlegum klikkbeitum og það getur vissulega verið óþolandi og yfirborðskennt en mér finnst mjög ómaklegt að gera ráð fyrir því að höfundurinn hljóti þar af leiðandi að vera haldinn athyglissýki á háu stigi. Það verður að vera hægt að skrifa um kynferðisofbeldi í bókmenntum rétt eins og aðra lífreynslu, hvort sem um er að ræða ævisöguleg skrif eða ekki, án þess að melódramatískar tilhneigingar fjölmiðla (sem DV, svona sem dæmi, hefur aldeilis ekki verið laust við gegnum tíðina) stýri viðtökum þeirra.
Mér finnst reyndar líka ólíklegt að Guðbergur Bergsson hafi verið búinn að lesa Sjóveikur í München þegar hann skrifaði fyrrnefndan pistil - ég held að ekki einu sinni þessi vieillard terrible sé svo laus við hégóma - því Hallgrímur fer þar mjög fögrum orðum um verk hans og stillir þeim raunar upp sem andstæðu þess húmors- og andlausa karlakúltúrs sem hafi verið ríkjandi. Og hér erum við á 21. öldinni og höfundur Tómasar Jónssonar virðist leggja allan metnað í að halda uppi merkjum ársins 1981 í samfélagsumræðunni. Svona fara hlutirnir í hringi, maður verður bara sjóveikur í Reykjavík.
ÞG: Guðbergur var örugglega ekki búinn að lesa. Hann veit sennilega ekki enn að ein sympatískasta kvenpersóna bókar Hallgríms er einmitt skemmtileg því hún rifjar upp kafla úr Tómasi Jónssyni Ungum Manni til skemmtunar. En varðandi andlausan karlakúltúr níunda áratugarins þá man ég hann svo sannarlega, jafnvel betur en ég kæri mig um.
9. nóvember 2015
Paradísarmissir í Breiðholtinu - um ævisögu Mikaels Torfasonar
Bókaforlagið Sögur gaf nú nýverið út Týnd í paradís eftir Mikael Torfason. Á kápu er gefið upp að Mikael segi hér sögu sína, foreldra sinna og forfeðra – en þetta er ekki ævisaga í hefðbundnum skilningi orðsins (eins og fæstar ævisögur eru raunar núorðið).
Í grófum dráttum segir Mikael hér söguna af því þegar hann sem ungabarn og síðar ungur drengur lá ítrekað fyrir dauðanum á Landspítalanum vegna meðfædds sjúkdóms en mátti ekki þiggja blóðgjafir þar sem fjölskyldan var innvígð í Votta Jehóva og það stríðir gegn trúarsannfæringu þeirra að fá blóð. Hann lýsir baráttu foreldra sinna – og þá sérstaklega föður síns - gegn heilbrigðiskerfinu og útlistar þær þjáningar sem hann, barnið, mátti þola í kjölfar hverrar orrustu sem faðir hans sigraði. Nú væri höfundi (og um leið lesanda) í lófa lagið að afgreiða foreldra hans með einu pennastriki en hér er kafað dýpra en svo og bókin er ekki síður saga kornungra foreldra af brotnum eða fátækum heimilum, saga alþýðufólks sem aldrei hafði ástæðu til að treysta stofnunum. Síðast en ekki síst er þetta saga Votta Jehóva – bæði hér á landi og erlendis – og er sú saga ekki síður áhugaverð en persónuleg fjölskyldusaga Mikaels.
Í grófum dráttum segir Mikael hér söguna af því þegar hann sem ungabarn og síðar ungur drengur lá ítrekað fyrir dauðanum á Landspítalanum vegna meðfædds sjúkdóms en mátti ekki þiggja blóðgjafir þar sem fjölskyldan var innvígð í Votta Jehóva og það stríðir gegn trúarsannfæringu þeirra að fá blóð. Hann lýsir baráttu foreldra sinna – og þá sérstaklega föður síns - gegn heilbrigðiskerfinu og útlistar þær þjáningar sem hann, barnið, mátti þola í kjölfar hverrar orrustu sem faðir hans sigraði. Nú væri höfundi (og um leið lesanda) í lófa lagið að afgreiða foreldra hans með einu pennastriki en hér er kafað dýpra en svo og bókin er ekki síður saga kornungra foreldra af brotnum eða fátækum heimilum, saga alþýðufólks sem aldrei hafði ástæðu til að treysta stofnunum. Síðast en ekki síst er þetta saga Votta Jehóva – bæði hér á landi og erlendis – og er sú saga ekki síður áhugaverð en persónuleg fjölskyldusaga Mikaels.
7. nóvember 2015
Flugnagildran
„Enginn viti borinn maður hefur áhuga á flugum, allra síst kvenfólk. Ekki ennþá, er ég vanur að hugsa en á endanum er ég samt alltaf svolítið feginn að aðrir skuli ekki hafa áhuga á þeim. Samkeppnin er ekki sérlega hörð.“ (Flugnagildran bls.15)
Fredrik Sjöberg |
Flugnagildran er eftir sænska skordýrafræðinginn Fredrik Sjöberg (f. 1958) og hún er ein af þeim bókum sem bókasafnsfræðingar eiga áreiðanlega í stökustu vandræðum með að flokka því hún fjallar um svo margt. Í upphafi bókarinnar segir höfundurinn frá því þegar hann starfaði í leikmunadeild Konunglega leikhússins í Stokkhólmi og þurfti að hafa hemil á lifandi lambi og skúra pissið úr Peter Stormare, sem kastaði af sér vatni í sýningu eftir sýningu á verki eftir Sam Shepard. Í stuttu máli þá missti Sjöberg fljótlega áhugann á þessu starfi og flutti til eyjar í Skerjagarðinum fyrir utan Stokkhólm, þar sem búa um 300 manns, og fór að safna sveifflugum. Þegar þar er komið sögu að hann er að skrifa bókina hefur hann safnað 202 ólíkum tegundum.
Sveiffluga - Episyrphus balteatus |
Við söfnunina notar Fredrik Sjöberg merkilega flugnagildru, sem er 6x3 metrar og kennd við sænskan skordýrafræðing, landkönnuð og listaverkasafnara sem hét René Malaise (1892-1978). Malaise stundaði merkar rannsóknir, meðal annars á Kamtjatka, en hann er líka ein aðalpersóna Flugnagildrunnar því hún segir ævisögu hans. Inn í ævisögu Malaise og frásögn af eigin lífi vefur Fredrik Sjöberg síðan allskonar vangaveltum og fróðleik. Hann segir frá skordýraveiðum sínum, ferðamönnum og grasafræðingum sem koma til eyjarinnar og spjalla við hann og frá ferðum sínum um heiminn, m.a. siglingu upp Kongó-fljót. Hann víkur líka að allskonar hlutum sem koma okkur öllum við og vísar í hina og þessa rithöfunda í ýmsu samhengi, við sögu koma m.a. D.H. Lawrence, William Golding, Milan Kundera og Bruce Chatwin. Hér og þar er líka ýmsu gaukað að lesendum: „staðreyndin er sú að einhleypar konur finna varla betri veiðilendur en samkomur skordýrafræðinga. Þangað mæta frumlegar manngerðir og samkeppnin er engin. Ég vildi bara stinga þessu að.“ (bls. 160).
Skordýrasafn úr bernsku sonar bókabloggara og eintak af Flugnagildrunni |
3. nóvember 2015
Óþekk amma og tröll í léttlestrarbók
Jenny Kolsöe |
Höfundur Ömmu óþekku og tröllanna í fjöllunum er Jenny Kolsöe – sem netrannsókn leiðir í ljós að er sjálf amma sem hefur komið víða við og skrifað heilmikið þótt Amma óþekka sé fyrsta bók hennar sem kemur út á pappír. Þetta er eins og áður sagði barnabók – nánar tiltekið léttlestrar bók fyrir þau sem eru að byrja að lesa sjálf. Hér er raunar strax tilefni til að fagna því eins og allir sem hafa lært að lesa vita þá er ekki offramboð af slíku efni. Hver kannast ekki við fleygar setningar á borð við „Anna sá sól” og „Snati á ól“ (Hvað er þetta annars með íslensku stafina og ólar? Sonur minn er alltaf jafn ringlaður þegar við rennum yfir myndskreytt stafróf og segir hikandi: og svo „Ó“ eins og í...belti...?) Amma óþekka er hluti af Ljósaseríunni sem er bókaflokkur ætlaður þeim sem eru að æfa sig í lestri – mér sýnist hún vera önnur bókin í flokknum. Hún er 57 bls. með stóru letri og góðu bili milli fremur stuttra málsgreina til að auðvelda lesturinn.
Vandamálið við léttlestrarbækur er að þær mega ekki vera of langar og ekki með svo miklum textamassa að það fæli byrjendur frá – en hins vegar mega efnistök og setningarnar ekki vera of einfaldar eða barnalegar því þótt lesendurnir séu ungir er skilningur á heiminum yfirleitt kominn langt fram úr lesskilningnum. Það þarf því stutta og auðlesna bók sem þó hefur einhverja áhugaverða og helst skemmtilega sögu að segja. Amma óþekka og tröllin í fjöllunum uppfyllir ágætlega þessar kröfur. Ég las hana raunar með fjögurra ára syni mínum sem féll bæði fyrir nafninu og myndunum og krafðist þess að fá að heyra hana. Myndirnar eru eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur og eru bæði líflegar og skemmtilegar enda hefur Bergrún getið sér gott orð sem myndskreytir á síðustu árum og var nú síðast tilnefnd til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir bókina Vinur minn vindurinn. Sonur minn var sérstaklega heillaður af stærstu myndinni sem er heil opna fyrir miðri bók og sýnir ömmu óþekku sem situr á öxlinni á tröllinu Truntu á meðan stúlkan Fanney Þóra situr á öxlinni á tröllastráknum Tappa sem aukinheldur er með bílinn hennar ömmu undir öðrum handleggnum.
Bergrún Íris myndskreytir |
Hér er unnið með ýmsa þræði – Fanney Þóra er fyrst hrædd við tröllin en svo kemur í ljós að tröllin eru ekki skelfileg heldur hjálpleg – en í staðinn kemur ógn úr annarri óvæntri átt þegar eldgosið hefst. Amma áréttar fyrir barnabarni sínu að bera virðingu fyrir náttúrunni á ýmsa vegu - hún mælist til þess að Fanney Þóra sé kurteis við tröllabörnin og gæti þess að stíga ekki á tærnar á þeim – annars gætu þau farið að grenja og þá rignir ósköpin öll og hætt er við að þær fái báðar tröllakvef sem einkennist af grænu slími og slæmum hósta. Þá er ekki síður mikilvægt að muna að það má pissa bak við runna en ef maður þarf að kúka er mikilvægt að grafa holu með lítilli skóflu og moka vel ofan í hana aftur þegar maður hefur lokið sér af – annars gæti tófan komið og étið skítinn. Þetta eru góð ráð og jafnvel spurning um að fá ömmu óþekku í ferðamálráð? Eins er skemmtilega unnið með mörk raunveruleika og ímyndunar í birtingarmyndum tröllanna. Þegar Fanney Þóra horfir yfir ána sér hún allt í einu risastóran stein sem henni finnst ekki hafa verið þar áður. Steinninn er þegar nánar er að gáð alveg eins og tröllastrákur og talar og hreyfir sig. Þegar amma laumast síðar til að taka mynd af Fanneyju Þóru og tröllunum sést bara mynd af litlu stelpunni á milli tveggja kletta sem þó hafa á sér ákveðna mannsmynd eða öllu heldur tröllamynd. Á leiðinni heim er það svo að frumkvæði Fanneyjar Þóru sem þær ákveða að segja engum frá tröllunum svo þau fái nú örugglega að vera í friði uppi í fjöllunum sínum. Ekki kæra þau sig um straum af fólki og fréttamönnum að elta sig á röndum. Það eru því ýmis skilaboð til ungra lesenda sem leynast í sögunni sem er þó fyrst og fremst skemmtileg og spennandi.
Þetta er eins og áður sagði fyrsta útgefna bók höfundar og textinn er á köflum örlítið flatur og stirður en hins vegar er hann skýr og blátt áfram og sagan er eins og áður segir bæði litrík og skemmtileg. Einstaka sex eða sjö ára börn gætu verið á því að þau séu vaxinn upp úr ömmum og tröllum en ég árétta að þetta er heilmikil hasarbók eins og þegar tröllin hlaupa með þær stöllur undan rauðglóandi hrauninu. Ég mæli hiklaust með þessari bók fyrir unga lesendur – og sömuleiðis þá sem yngri eru og vilja frekar hlusta.
19. október 2015
Stórir hamstrar - gullhamstrar?
Í gær birtu Druslubækur og doðrantar bloggfærslu þar sem bent var á að með helgarviðtali Fréttatímans við nýjustu viðbótina í höfundaflóru Forlagsins, Evu Magnúsdóttur, hefði birst mynd sem tekin er af netinu og er af þeirri tegund sem eru í myndarömmum þegar maður kaupir þá.
Vísir og DV birtu fljótlega frétt um málið. Rætt var við Friðriku Benónýs, sem tók viðtalið við Evu fyrir Fréttatímann, að eigin sögn í góðri trú, og kynningarfulltrúa Forlagsins, sem sór einnig af sér vitneskju um gabbið. Fjölmiðlar náðu hins vegar ekki tali af eiganda Forlagsins, sem sagður var eini maðurinn sem vissi hver stæði á bak við höfundarnafnið Evu Magnúsdóttur. Glöggur lesandi Druslubóka og doðranta benti á að Eva Magnúsdóttir er skráð sem dulnefni í gagnagrunni bókasafna, enda fokkar enginn í bókasafnsfræðingum eins og skáldið sagði.
Í athugasemdum við frétt DV er stungið upp á Þorgrími Þráinssyni og Davíð Oddssyni sem mögulegum pennum á bak við Evu Magnúsdóttur en þótt það séu góðar tillögur og frábærir höfundar tökum við ekki undir þær. Textafræðideild Druslubóka og doðranta rýndi í brot úr bókinni sem finna má á vef Forlagsins og komst að þeirri niðurstöðu að bæði í stíl og efnistökum mætti sjá ýmsar eindregnar hliðstæður við verk höfundarins Steinars Braga.
Við veltum því fyrir okkur hvort hin dularfulla Eva Magnúsdóttir sé þá mögulega persóna í næstu bók Steinars. Hvað finnst lesendum um þá kenningu?
Vísir og DV birtu fljótlega frétt um málið. Rætt var við Friðriku Benónýs, sem tók viðtalið við Evu fyrir Fréttatímann, að eigin sögn í góðri trú, og kynningarfulltrúa Forlagsins, sem sór einnig af sér vitneskju um gabbið. Fjölmiðlar náðu hins vegar ekki tali af eiganda Forlagsins, sem sagður var eini maðurinn sem vissi hver stæði á bak við höfundarnafnið Evu Magnúsdóttur. Glöggur lesandi Druslubóka og doðranta benti á að Eva Magnúsdóttir er skráð sem dulnefni í gagnagrunni bókasafna, enda fokkar enginn í bókasafnsfræðingum eins og skáldið sagði.
Í athugasemdum við frétt DV er stungið upp á Þorgrími Þráinssyni og Davíð Oddssyni sem mögulegum pennum á bak við Evu Magnúsdóttur en þótt það séu góðar tillögur og frábærir höfundar tökum við ekki undir þær. Textafræðideild Druslubóka og doðranta rýndi í brot úr bókinni sem finna má á vef Forlagsins og komst að þeirri niðurstöðu að bæði í stíl og efnistökum mætti sjá ýmsar eindregnar hliðstæður við verk höfundarins Steinars Braga.
Við veltum því fyrir okkur hvort hin dularfulla Eva Magnúsdóttir sé þá mögulega persóna í næstu bók Steinars. Hvað finnst lesendum um þá kenningu?
18. október 2015
Lausnin: Portrait of beautiful woman with charming look
Meðal þeirra bóka sem Forlagið gefur út á þessu hausti er spennutryllirinn Lausnin eftir Evu Magnúsdóttur. Í viðtali við Evu sem birtist í Fréttatímanum um helgina kemur fram að hún sé á ferðalagi á leið til Íran og ætli ekkert að koma til Íslands til að fylgja nýju bókinni eftir. Hún lét þó tilleiðast að svara nokkrum spurningum Fréttatímans, hefur sennilega fengið að komast á netið hjá einhverjum af vinum sínum úr Baháí-söfnuðinum.
En þótt Eva Magnúsdóttir sé ný rödd í íslenskum bókmenntum má til gamans benda á að andlit hennar er að finna víða á netinu, til dæmis á Shutterstock og öðrum vefsíðum sem enda á -stock.
6. október 2015
Cause nothing mends a broken heart like Domino´s
Jólabókaflóðið í ár er sannkallað ljóðabókaflóð. Auk druslubókakvennanna undirritaðrar og Þórdísar Gísladóttur eru Óskar Árni Óskarsson og Halldór „DNA“ Halldórsson með ljóðabækur hjá Bjarti. Linda Vilhjálmsdóttir og Sjón gefa út ljóð hjá Forlaginu og þar er líka enginn annar en Ásbjörn Morthens með sína fyrstu bók. Hjá Meðgönguljóðum gefa tveir stofnendur útgáfunnar, Valgerður Þóroddsdóttir og Kári Tulinius, út bók í haust, í þetta sinn sitt hvora bókina en ekki sameiginlega eins og þau gerðu árið 2012 með Þungum forsetum, fyrstu Meðgönguljóðabókinni. Kári Páll Óskarsson gefur út sína þriðju ljóðabók hjá nýstofnaða grasrótarforlaginu Deigma og Ásgeir H. Ingólfsson gefur út sína aðra bók. Annað nýtt forlag, Bókstafur á Egilsstöðum, gefur út Lubba klettaskáld og Urði Snædal. Það sem ég hef séð af þessum bókum lofar mjög góðu.
Og síðast en ekki síst var ég að enda við að kaupa mér bók eftir splunkunýjan höfund og þann yngsta í þessum hópi, Eydísi Blöndal, sem gefur út hjá forlaginu Lús. Bókin heitir Tíst og bast og er mjög skemmtileg og ég mæli með að ljóðaáhugafólk tékki á henni.
Frá mínum bæjardyrum séð er helsti galli bókarinnar hvað ást og ástarsorg eru þar miðlægt viðfangsefni, sérstaklega í síðari hlutanum. Eins og þeir vita sem þekkja mig hef ég hart og kalt hjarta og mér hefur alltaf þótt ást leiðinlegt umfjöllunarefni í bókmenntum, nema mögulega hún byggi á einhvers konar athyglisverðri brenglun, sjúklegri þráhyggju og stjáklaratendensum, forboðinni ást milli dýrategunda, gúmmístígvélablæti eða einhverju af því tagi. Ég get þó varla ætlast til þess að aðrir fylgi mér endilega í þessu máli.
Eydís yrkir hins vegar líka um strætó, Dominos (sem ég er sérstök áhugamanneskja um að koma inn í íslenska ljóðlist), snjallsímaöldina, femínisma og listina að sjóða hæfilegt magn af pasta, allt á óhátíðlegan og afslappaðan hátt. Það er að mínu mati mjög eftirsóknarverður eiginleiki í ljóðagerð. Einhverra hluta vegna vilja ljóð oft vera tilgerðarleg, hvort sem tilgerðin snýr að erfiðu hlutskipti skáldsins í tilverunni, fegurð vorkvöldsins eða hinu háskalega næturlífi í borg óttans. Þetta eru ótilgerðarleg ljóð, sniðug og fyndin, mörg bara tíst en önnur lengri, ó-formleg og stundum dálítið hrá en vel gerð.
Það er hressandi að sjá aðferðir og einkenni snjallsímaaldarinnar innlimuð í ljóð - kannski finnst sumum það ekki nógu skáldlegt, og kannski er hætta á að ákveðnar vísanir í tækniumhverfið úreldist hratt, en það er eitthvað ankannalegt við að lifa svona stóran hluta daglegrar tilveru á/í netinu án þess að þess sjái merki í ljóðlist sem fjallar um hversdaginn, og það er svo sem fleira en tæknin sem getur fljótt orðið úrelt.
Einhverra hluta vegna höfðar strætó á sunnudegi sérstaklega til mín:
ekkkert segir: „ég er í fríi“
eins og að rölta út í strætóskýli
og pæla ekkert í því
hvað tímanum líður
Tíst og bast er líka mjög falleg bók, með fínni reykvískri kápumynd eftir Margréti Aðalheiði Önnu- og Þorgeirsdóttur.
Semsagt: skemmtilegt að byrja ljóðabókaflóðið á þessari!
Og síðast en ekki síst var ég að enda við að kaupa mér bók eftir splunkunýjan höfund og þann yngsta í þessum hópi, Eydísi Blöndal, sem gefur út hjá forlaginu Lús. Bókin heitir Tíst og bast og er mjög skemmtileg og ég mæli með að ljóðaáhugafólk tékki á henni.
Frá mínum bæjardyrum séð er helsti galli bókarinnar hvað ást og ástarsorg eru þar miðlægt viðfangsefni, sérstaklega í síðari hlutanum. Eins og þeir vita sem þekkja mig hef ég hart og kalt hjarta og mér hefur alltaf þótt ást leiðinlegt umfjöllunarefni í bókmenntum, nema mögulega hún byggi á einhvers konar athyglisverðri brenglun, sjúklegri þráhyggju og stjáklaratendensum, forboðinni ást milli dýrategunda, gúmmístígvélablæti eða einhverju af því tagi. Ég get þó varla ætlast til þess að aðrir fylgi mér endilega í þessu máli.
Eydís yrkir hins vegar líka um strætó, Dominos (sem ég er sérstök áhugamanneskja um að koma inn í íslenska ljóðlist), snjallsímaöldina, femínisma og listina að sjóða hæfilegt magn af pasta, allt á óhátíðlegan og afslappaðan hátt. Það er að mínu mati mjög eftirsóknarverður eiginleiki í ljóðagerð. Einhverra hluta vegna vilja ljóð oft vera tilgerðarleg, hvort sem tilgerðin snýr að erfiðu hlutskipti skáldsins í tilverunni, fegurð vorkvöldsins eða hinu háskalega næturlífi í borg óttans. Þetta eru ótilgerðarleg ljóð, sniðug og fyndin, mörg bara tíst en önnur lengri, ó-formleg og stundum dálítið hrá en vel gerð.
Það er hressandi að sjá aðferðir og einkenni snjallsímaaldarinnar innlimuð í ljóð - kannski finnst sumum það ekki nógu skáldlegt, og kannski er hætta á að ákveðnar vísanir í tækniumhverfið úreldist hratt, en það er eitthvað ankannalegt við að lifa svona stóran hluta daglegrar tilveru á/í netinu án þess að þess sjái merki í ljóðlist sem fjallar um hversdaginn, og það er svo sem fleira en tæknin sem getur fljótt orðið úrelt.
Einhverra hluta vegna höfðar strætó á sunnudegi sérstaklega til mín:
ekkkert segir: „ég er í fríi“
eins og að rölta út í strætóskýli
og pæla ekkert í því
hvað tímanum líður
Tíst og bast er líka mjög falleg bók, með fínni reykvískri kápumynd eftir Margréti Aðalheiði Önnu- og Þorgeirsdóttur.
Semsagt: skemmtilegt að byrja ljóðabókaflóðið á þessari!
21. ágúst 2015
Síðasti reyfari sumarsins - Mamma, pabbi, barn
Ég lauk umfjöllun minni um Piparkökuhúsið, fyrstu bók Carin Gerhardsen, á orðunum „Ég er til í að lesa aðra bók eftir Carin! Bring it!“ (dóminn í heild má lesa hér) og ári síðar er ég komin með næstu bók í hendur. Mamma, pabbi, barn olli svo sannarlega ekki vonbrigðum. Þriggja ára stúlka lokast inni í blokkaríbúð – móðir hennar myrt og ungabarnið bróðir hennar berst fyrir lífi sínu á spítala – faðirinn í Japan. Aðrir, ekki síður hrottalegir glæpir eru framdir og spennan er í hámarki alla bókina en það er erfitt að toppa þriggja ára barn eitt að dansa við dauðann lokað inni í lítilli íbúð í stórborg. Eins og vinkona mín sagði – þetta fær þig til að íhuga alvarlega að skrúfa allar hurðir af hjörunum heima hjá þér.
Þessa bók kláraði ég þrjú um nótt – og vart þarf að taka fram að ég lagði ekki kollinn mjúklega á koddann og sveif inn í draumalandið með friðsælan svip. Ég veit ekki einu sinni hvenær ég sofnaði – en þá var ég bæði búin að lesa nokkra kafla í Shakespeare's Local (sexhundruð ára saga kráar sem Shakespeare vandi komur sínar á og ljómandi dæmi um bók sem ekki heldur fyrir manni vöku) og leysa tvær krossgátur. Með öðrum orðum er Mamma, pabbi, barn gríðarlega spennandi reyfari en eins og sá síðasti sem ég las ekki fyrir viðkvæmar sálir – og skyldi ekki lesinn seint að kvöldi.
Þessa bók kláraði ég þrjú um nótt – og vart þarf að taka fram að ég lagði ekki kollinn mjúklega á koddann og sveif inn í draumalandið með friðsælan svip. Ég veit ekki einu sinni hvenær ég sofnaði – en þá var ég bæði búin að lesa nokkra kafla í Shakespeare's Local (sexhundruð ára saga kráar sem Shakespeare vandi komur sínar á og ljómandi dæmi um bók sem ekki heldur fyrir manni vöku) og leysa tvær krossgátur. Með öðrum orðum er Mamma, pabbi, barn gríðarlega spennandi reyfari en eins og sá síðasti sem ég las ekki fyrir viðkvæmar sálir – og skyldi ekki lesinn seint að kvöldi.
24. júlí 2015
Spennandi og dystópísk furðusaga
Á eyjunni Hrímlandi eru galdraöfl og seiðmagn náttúrunnar samofin daglegu lífi. Eyjan lýtur ógnarstjórn Kalmar-samveldisins, en íbúarnir þrá sjálfstæði. Höfuðborgina Reykjavík byggir mannfólk og huldufólk, marbendlar og náskárar. Náinn samgangur manna og huldufólks er litinn hornauga og blendingsbörn eru úrhrök samfélagsins. Óháð kynþáttum eiga íbúarnir þó sameiginlega óbeit sína á ofríki stjórnvalda.
Hrímland, fyrsta bók Alexanders Dans Vilhjálmssonar, er dystópísk fantasíu- og furðusaga sem sækir efnivið m.a. í íslenskan þjóðsagna- og menningararf. Eins og allar góðar dystópíu- og fantasíusögur hefur hún beitta samtímaskírskotun með pólitískum undirtónum, en hrímlenskt samfélag er staðsett í einhverskonar hliðarveruleika við okkar íslenska. Sögusviðið, að mestu í Reykjavík og nágrenni, er gamalkunnugt öðrum þræði en úrvinnslan um leið nýstárleg og fersk. Ég vil ekki fara náið út í sögusviðið eða -þráðinn, enda felst hluti lestraránægjunnar í að kynnast aðstæðum frá fyrstu hendi í lýsingu höfundar, en sagan er vel upp byggð, þétt og spennandi. Persónur eru margslungnar, mannlegar og sympatískar – einkum aðalpersónurnar tvær; Sæmundur óði, ungur og metnaðargjarn galdramaður og Garún, uppreisnargjörn blendingsstúlka á jaðri samfélagsins.
Hrímlandi var vel tekið þegar bókin kom út fyrir jólin 2014. Frumsamin tónlist Árna Bergs Zoëga, sem fylgir bókinni á geisladiski, er ómstríð og hæglátlega áleitin og hæfir sögunni vel. Þetta er í stuttu máli spennandi furðusaga sem alls konar lesendur ættu að geta haft gaman af, hvort sem þeir eru þegar aðdáendur furðusagna eða ekki.
Hrímland, fyrsta bók Alexanders Dans Vilhjálmssonar, er dystópísk fantasíu- og furðusaga sem sækir efnivið m.a. í íslenskan þjóðsagna- og menningararf. Eins og allar góðar dystópíu- og fantasíusögur hefur hún beitta samtímaskírskotun með pólitískum undirtónum, en hrímlenskt samfélag er staðsett í einhverskonar hliðarveruleika við okkar íslenska. Sögusviðið, að mestu í Reykjavík og nágrenni, er gamalkunnugt öðrum þræði en úrvinnslan um leið nýstárleg og fersk. Ég vil ekki fara náið út í sögusviðið eða -þráðinn, enda felst hluti lestraránægjunnar í að kynnast aðstæðum frá fyrstu hendi í lýsingu höfundar, en sagan er vel upp byggð, þétt og spennandi. Persónur eru margslungnar, mannlegar og sympatískar – einkum aðalpersónurnar tvær; Sæmundur óði, ungur og metnaðargjarn galdramaður og Garún, uppreisnargjörn blendingsstúlka á jaðri samfélagsins.
Alexander Dan Vilhjálmsson |
Hrímlandi var vel tekið þegar bókin kom út fyrir jólin 2014. Frumsamin tónlist Árna Bergs Zoëga, sem fylgir bókinni á geisladiski, er ómstríð og hæglátlega áleitin og hæfir sögunni vel. Þetta er í stuttu máli spennandi furðusaga sem alls konar lesendur ættu að geta haft gaman af, hvort sem þeir eru þegar aðdáendur furðusagna eða ekki.
20. júlí 2015
Sænskur hryllingur fyrir sumarfríið
Kristina Ohlsson í góðum gir |
9. júlí 2015
Óvenjulegur hryllingur frá Naja Marie Aidt
Naja Marie Aidt |
Eins og hin frábæra Bavíani er Skæri, blað, steinn þykk af andrúmslofti – þungu, óþægilegu andrúmslofti. Það fylgir textum Aidt þessi næstum óbæriega fullvissa um að eitthvað andstyggilegt sé yfirvofandi. Nú mætti spyrja af hverju lesandinn ætti að kvelja sig með lestri slíks texta en ástæðandi er sú að samfara óþægindunum er eitthvað ótrúlega heillandi við skrif Aidt – heillandi og ófyrirsjáanlegt – maður hefur sterklega á tilfinningunni að eitthvað hræðilegt sé að fara að gerast – en hvað og hvernig það gerist veit maður ekki og finnur sig knúinn til að lesa áfram og komast að því.
24. júní 2015
Hver er höfundurinn?
Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir af íslenskum rithöfundum. Þær eiga það sameiginlegt að vera teknar fyrir allnokkrum árum eða áratugum. Veist þú hvaða höfundar þetta eru? Það eru engin verðlaun í boði, bara skemmtunin.
25. maí 2015
Hrútar með kindabyssur
Við á Druslubókum og doðröntum erum almennt séð opnar fyrir sveigjanleika varðandi það hvernig skrif okkar eru túlkuð. Fólk kemur jú að texta með sinn farangur og fordóma, sína fyrirframgefnu afstöðu og allt það. Þessu þurfa allir að gera ráð fyrir sem láta frá sér texta og að geta þolað. Við erum fjórtán sem skrifum hér, höfum hver okkar stíl og svo getur sama manneskjan beitt fyrir sig mismunandi stílbrögðum eftir því hvernig á henni liggur. Oft höfum við verið tregar til að mata lesendur á maukaðri fæðu og margar okkar hafa gaman af að beita fyrir sig margræðni og gefa lesendum færi á að draga eigin ályktanir. Í því felst ákveðið traust til lesenda: Þegar lesendum er ætlað að ráða í texta hafa þeir vissulega ákveðið frelsi en það hvílir þá líka á þeirri forsendu að þeir rjúki ekki beint út í móa og eigni höfundi eitthvað sem alls enginn fótur er fyrir. Túlkun hlýtur alltaf að þurfa að byggjast á einhverju sem finna má stað í viðkomandi texta.
Í pistli sínum „Einkabréf og fjölpóstur“ sem birtist á Kjarnanum fyrir nokkrum dögum skrifar Hjalti Snær Ægisson að pistillinn „Bögglapóststofan neðanjarðar“, sem birtist 29. apríl hér á Druslubókum og doðröntum, hafi verið skrifaður í jákvæðum tón. Þessi túlkun Hjalta er svo furðuleg að við eigum erfitt með að trúa að í henni felist heiðarleg tilraun til að gera grein fyrir því sem þar stendur. Lítið fer fyrir gildishlöðnum lýsingarorðum í pistlinum; til að byrja með er sagt með fremur hlutlausum hætti frá bók Braga Ólafssonar, Bögglapóststofunni. Undir lok lýsingarinnar er reyndar að finna tveggja setninga umsögn um innihald bókarinnar sem má kannski teljast í jákvæðari kantinum, alla vega ef við gefum okkur að lesandinn sé aðdáandi Braga Ólafssonar: „Frásögnin er hlaðin kunnuglegum húmor. Þetta er semsagt mjög Braga Ólafssonarleg bók, sem aðdáendur hans væru ekki sviknir af.“
Að þessu loknu er farið út í aðra sálma sem afar langsótt er að kalla jákvæða. Því er haldið fram að ef til vill sé „bók“ ekki réttnefni heldur sé um að ræða markpóst, bent er á að skilaskyldu til Landsbókasafns hafi ekki verið sinnt, beina tilvitnunin „nákvæmlega fyrir viðskiptavini GAMMA og enga aðra“ er dregin fram og bent er á skort á frumleika í kápuhönnun. Þarna ætti nú gagnrýninn broddur að vera augljós og ekki að þurfa sérstakra skýringa við. Í framhaldinu kemur sjálfshæðin frásögn af því að hafa náð í eintak gegum sambönd í undirheimum vegna taumhaldslausrar aðdáunar á verkum Braga og líking við samizdat í Sovétríkjunum sem er augljóslega ýkt. Það er ekki eins og dreifing á exklúsífum markpósti á Íslandi 2015 sé jafn áhættusöm og dreifing á ólöglegu efni var í Sovétríkjunum, og það má jafnt höfundum pistilsins sem lesendum hans vera ljóst. Þessi síðasti hluti er kannski opnastur fyrir margvíslegri túlkun. Eru höfundar pistilsins einlægir aðdáendur Braga eða er um kaldhæðni að ræða? Lögðu höfundar í raun og veru mikið á sig til að komast yfir bókina/markpóstinn eða kom hún upp í hendurnar á þeim fyrir tilviljun? En hvernig sem á þetta er litið er tæpast hægt að líta svo á að þarna sé um jákvæðni að ræða eða einhverja aðdáun á útgáfuforminu; í besta falli má skilja þennan hluta sem svo að höfundar hafi vegna einlægrar aðdáunar sinnar á verkum Braga Ólafssonar ákveðið að hafa fyrir því að komast yfir bókina og lesa hana þrátt fyrir útgáfuformið sem þeim augljóslega mislíkar.
Í kjölfar víðfrægrar greinar Rebeccu Solnit „Men Explain Things To Me“ frá 2008 kom hið óendanlega gagnlega hugtak hrútskýring (e. mansplaining) fram á sjónarsviðið. Það eina sem er óskiljanlegt við hugtakið er að það skuli ekki hafa komið fram miklu, miklu fyrr. Við látum það eiga sig að setja fram skilgreiningu á hugtakinu hér, enda hægur leikur fyrir sjálfbjarga lesendur að afla sér hennar án okkar hjálpar. En við getum tekið tilviljanakennt dæmi: karlkyns bókmenntafræðingur úti í bæ tekur það óbeðinn að sér að útskýra hægt og rólega fyrir hópi af kvenkyns bókabloggurum að það sé eitthvað athugavert við að landsþekktur rithöfundur skrifi markpóstsbók sem aðeins er aðgengileg þröngum hópi vildarvina fjárfestingarfélags, þrátt fyrir að á bloggi þeirra hafi þegar verið birt færsla þar sem sú skoðun kemur fram.
Í samskiptum beitir fólk ýmsum aðferðum leynt og ljóst til að marka og staðfesta vald sitt. Velþekkt greining á þessu, ekki síst með tilliti til valdaátaka í samskiptum milli karla og kvenna, eru hinar svokölluðu drottnunaraðferðir sem norska stjórnmálakonan og félagssálfræðingurinn Berit Ås hefur lýst. Aðferð númer eitt ætti að vera mörgum kunn: Að gera fólk ósýnilegt. Þessari aðferð er beitt með ýmsum hætti en undir hana falla auðvitað hunsun og þöggun. Leiðir til þöggunar eru margvíslegar en auk þess að hlusta ekki og láta eins og viðkomandi hafi hreinlega ekki sagt neitt má gera hluti eins og að afbaka merkingu þess sem sagt hefur verið eða láta eins og hinn aðilinn hafi sagt eitthvað sem hann aldrei sagði. Skilaboðin verða svipuð: „Það skiptir ekki máli hvað þú reynir að segja, ég mun stýra því hvað kemst á leiðarenda.“ Svo við tökum alveg tilviljanakennt og uppskáldað dæmi um þöggunartilraun þá gæti það verið svona: Karlmaður les texta þar sem konur láta í ljós gagnrýna afstöðu til útgáfu bókar. Hann skrifar síðar sjálfur grein þar sem hann viðhefur mikinn reiðilestur yfir sömu útgáfu. Til að gera sem mest úr eigin afrekum skrifar hann svo aðra grein þar sem hann heldur því fram að afstaðan í texta kvennanna hafi verið jákvæð og tónninn að auki kurteis og varfærnislegur, eignar sér þar með hugmyndina að því að eitthvað sé yfirleitt athugavert við útgáfuna og gerir lítið úr framlagi kvennanna til umræðunnar. Þessi karl gæti svo líka átt í einhvers konar undarlegri ritdeilu í þessum greinum sínum við karlkyns rithöfund um það hvort konurnar hafi átt erfitt eða auðvelt með að útvega sér umrædda bók og fjalla efnislega um hana. Þar væru þá tveir karlar að karpa um athafnir kvenna án þess að láta sér detta í hug að spyrja þær, enda óhugsandi að þær hefðu nokkuð um málið að segja. Við getum hugsað okkur að rithöfundurinn héti Hermann Stefánsson, hefði skrifað pistil á Kjarnann sem héti „Eymdarstuna úr ættarmóti“ og sagt eitthvað á borð við: „Hvers vegna er Hjalta það ofviða fyrst stelpurnar á Druslubókavefnum fóru létt með það?“
Eins og áður hefur verið nefnt höfum við tröllatrú á lesskilningi lesenda okkar en til að taka af allan vafa þá er þessi færsla ekki í jákvæðum tón. Eða eins og einni okkar varð að orði: Það er alveg ástæða til að gera eitthvað þegar sjálfstæðiskonur útí bæ eru farnar að senda manni skilaboð um „ótrúlega karlrembulegar athugasemdir um Druslubækur og doðranta“.
Í pistli sínum „Einkabréf og fjölpóstur“ sem birtist á Kjarnanum fyrir nokkrum dögum skrifar Hjalti Snær Ægisson að pistillinn „Bögglapóststofan neðanjarðar“, sem birtist 29. apríl hér á Druslubókum og doðröntum, hafi verið skrifaður í jákvæðum tón. Þessi túlkun Hjalta er svo furðuleg að við eigum erfitt með að trúa að í henni felist heiðarleg tilraun til að gera grein fyrir því sem þar stendur. Lítið fer fyrir gildishlöðnum lýsingarorðum í pistlinum; til að byrja með er sagt með fremur hlutlausum hætti frá bók Braga Ólafssonar, Bögglapóststofunni. Undir lok lýsingarinnar er reyndar að finna tveggja setninga umsögn um innihald bókarinnar sem má kannski teljast í jákvæðari kantinum, alla vega ef við gefum okkur að lesandinn sé aðdáandi Braga Ólafssonar: „Frásögnin er hlaðin kunnuglegum húmor. Þetta er semsagt mjög Braga Ólafssonarleg bók, sem aðdáendur hans væru ekki sviknir af.“
Að þessu loknu er farið út í aðra sálma sem afar langsótt er að kalla jákvæða. Því er haldið fram að ef til vill sé „bók“ ekki réttnefni heldur sé um að ræða markpóst, bent er á að skilaskyldu til Landsbókasafns hafi ekki verið sinnt, beina tilvitnunin „nákvæmlega fyrir viðskiptavini GAMMA og enga aðra“ er dregin fram og bent er á skort á frumleika í kápuhönnun. Þarna ætti nú gagnrýninn broddur að vera augljós og ekki að þurfa sérstakra skýringa við. Í framhaldinu kemur sjálfshæðin frásögn af því að hafa náð í eintak gegum sambönd í undirheimum vegna taumhaldslausrar aðdáunar á verkum Braga og líking við samizdat í Sovétríkjunum sem er augljóslega ýkt. Það er ekki eins og dreifing á exklúsífum markpósti á Íslandi 2015 sé jafn áhættusöm og dreifing á ólöglegu efni var í Sovétríkjunum, og það má jafnt höfundum pistilsins sem lesendum hans vera ljóst. Þessi síðasti hluti er kannski opnastur fyrir margvíslegri túlkun. Eru höfundar pistilsins einlægir aðdáendur Braga eða er um kaldhæðni að ræða? Lögðu höfundar í raun og veru mikið á sig til að komast yfir bókina/markpóstinn eða kom hún upp í hendurnar á þeim fyrir tilviljun? En hvernig sem á þetta er litið er tæpast hægt að líta svo á að þarna sé um jákvæðni að ræða eða einhverja aðdáun á útgáfuforminu; í besta falli má skilja þennan hluta sem svo að höfundar hafi vegna einlægrar aðdáunar sinnar á verkum Braga Ólafssonar ákveðið að hafa fyrir því að komast yfir bókina og lesa hana þrátt fyrir útgáfuformið sem þeim augljóslega mislíkar.
Í kjölfar víðfrægrar greinar Rebeccu Solnit „Men Explain Things To Me“ frá 2008 kom hið óendanlega gagnlega hugtak hrútskýring (e. mansplaining) fram á sjónarsviðið. Það eina sem er óskiljanlegt við hugtakið er að það skuli ekki hafa komið fram miklu, miklu fyrr. Við látum það eiga sig að setja fram skilgreiningu á hugtakinu hér, enda hægur leikur fyrir sjálfbjarga lesendur að afla sér hennar án okkar hjálpar. En við getum tekið tilviljanakennt dæmi: karlkyns bókmenntafræðingur úti í bæ tekur það óbeðinn að sér að útskýra hægt og rólega fyrir hópi af kvenkyns bókabloggurum að það sé eitthvað athugavert við að landsþekktur rithöfundur skrifi markpóstsbók sem aðeins er aðgengileg þröngum hópi vildarvina fjárfestingarfélags, þrátt fyrir að á bloggi þeirra hafi þegar verið birt færsla þar sem sú skoðun kemur fram.
Í samskiptum beitir fólk ýmsum aðferðum leynt og ljóst til að marka og staðfesta vald sitt. Velþekkt greining á þessu, ekki síst með tilliti til valdaátaka í samskiptum milli karla og kvenna, eru hinar svokölluðu drottnunaraðferðir sem norska stjórnmálakonan og félagssálfræðingurinn Berit Ås hefur lýst. Aðferð númer eitt ætti að vera mörgum kunn: Að gera fólk ósýnilegt. Þessari aðferð er beitt með ýmsum hætti en undir hana falla auðvitað hunsun og þöggun. Leiðir til þöggunar eru margvíslegar en auk þess að hlusta ekki og láta eins og viðkomandi hafi hreinlega ekki sagt neitt má gera hluti eins og að afbaka merkingu þess sem sagt hefur verið eða láta eins og hinn aðilinn hafi sagt eitthvað sem hann aldrei sagði. Skilaboðin verða svipuð: „Það skiptir ekki máli hvað þú reynir að segja, ég mun stýra því hvað kemst á leiðarenda.“ Svo við tökum alveg tilviljanakennt og uppskáldað dæmi um þöggunartilraun þá gæti það verið svona: Karlmaður les texta þar sem konur láta í ljós gagnrýna afstöðu til útgáfu bókar. Hann skrifar síðar sjálfur grein þar sem hann viðhefur mikinn reiðilestur yfir sömu útgáfu. Til að gera sem mest úr eigin afrekum skrifar hann svo aðra grein þar sem hann heldur því fram að afstaðan í texta kvennanna hafi verið jákvæð og tónninn að auki kurteis og varfærnislegur, eignar sér þar með hugmyndina að því að eitthvað sé yfirleitt athugavert við útgáfuna og gerir lítið úr framlagi kvennanna til umræðunnar. Þessi karl gæti svo líka átt í einhvers konar undarlegri ritdeilu í þessum greinum sínum við karlkyns rithöfund um það hvort konurnar hafi átt erfitt eða auðvelt með að útvega sér umrædda bók og fjalla efnislega um hana. Þar væru þá tveir karlar að karpa um athafnir kvenna án þess að láta sér detta í hug að spyrja þær, enda óhugsandi að þær hefðu nokkuð um málið að segja. Við getum hugsað okkur að rithöfundurinn héti Hermann Stefánsson, hefði skrifað pistil á Kjarnann sem héti „Eymdarstuna úr ættarmóti“ og sagt eitthvað á borð við: „Hvers vegna er Hjalta það ofviða fyrst stelpurnar á Druslubókavefnum fóru létt með það?“
Eins og áður hefur verið nefnt höfum við tröllatrú á lesskilningi lesenda okkar en til að taka af allan vafa þá er þessi færsla ekki í jákvæðum tón. Eða eins og einni okkar varð að orði: Það er alveg ástæða til að gera eitthvað þegar sjálfstæðiskonur útí bæ eru farnar að senda manni skilaboð um „ótrúlega karlrembulegar athugasemdir um Druslubækur og doðranta“.
29. apríl 2015
Bögglapóststofan neðanjarðar
Fyrir síðustu jól kom út lítil bók eftir einn af fremstu höfundum þjóðarinnar, sem þó fór ekki hátt. Það er Bögglapóststofan eftir Braga Ólafsson, nóvella í ellefu þáttum sem sögumaður segir að hafi upphaflega verið ætluð fyrir svið en ekki sé líklegt að verði að leikriti sem stendur „því ég hef sjálfur sem höfundur fremur misjafna reynslu af leikhúsi“ (10).
Bögglapóststofan gerist í hádeginu einn októberdag árið 1982, á bögglapóststofunni sálugu í Tryggvagötu. Samstarfsfólkið Gústaf, Ágústa, Herbert og Aðalsteinn eru aðalpersónur leiksins, en einnig kemur við sögu heimspekingurinn og sjónvarpsstjarnan Jódís Ósk, viðskiptavinur póststofunnar. Yfirmaður starfsfólksins á bögglapóststofunni hefur brugðið sér í hádegismat á Naustinu. Á meðan hefur Aðalsteinn verið lokaður ofan í póstpoka í refsingarskyni fyrir óviðurkvæmilega hegðun við samstarfskonu sína um morguninn.
Stórir atburðir eiga sér ekki stað í sögunni þótt frásögnin sé á sinn hátt hröð; samræðum persónanna er lýst nákvæmlega, þær eru hlaðnar spennu og óútskýrðri merkingu og jafnvel í smæstu tilsvörum hefur lesandinn á tilfinningunni að meira búi undir. Gústaf og Herbert sérstaklega eru eftirminnilegar persónur í hversdagslegum ógeðfelldleika sínum. Frásögnin er hlaðin kunnuglegum húmor. Þetta er semsagt mjög Braga Ólafssonarleg bók, sem aðdáendur hans væru ekki sviknir af.
Enn sem komið er hafa hins vegar fáir aðdáendur Braga aðgang að bókinni - sem er kannski ekki einu sinni bók, heldur markpóstur. Hún var allavega tilnefnd sem slík til Íslensku auglýsingaverðlaunanna í flokknum „Bein markaðssetning“. Það er líka vafaatriði hvort hægt sé að tala um útgáfu í tilviki Bögglapóststofunnar því hún finnst ekki í gagnagrunni bókasafnanna og því virðist skilaskyldu til Landsbókasafns ekki hafa verið sinnt. Það er fjármálafyrirtækið GAMMA sem prentaði Bögglapóststofuna í 300 tölusettum eintökum „nákvæmlega fyrir viðskiptavini GAMMA og enga aðra“, til þess að þakka þeim fyrir samstarfið á liðnu ári. GAMMA hyggur á frekari landvinninga á þessu sviði því Bögglapóststofan er fyrsta verkið í fyrirhugaðri ritröð, en hönnunin minnir óneitanlega á aðra ritröð sem komið hefur út um árabil.
Druslubækur og doðrantar eru ekki svo stórtækar í fjármálalífinu að þær teljist til viðskiptavina GAMMA. Við komumst þó um tíma yfir eintak af Bögglapóststofunni (enda margar okkar slíkir aðdáendur Braga Ólafssonar að við megum ekki til þess hugsa að hafa ekki kynnt okkur allt höfundarverk hans) gegnum sambönd okkar í undirheimunum, þar sem hún gengur manna á milli. Í Sovétríkjunum, sem eins og bögglapóststofan í Tryggvagötu eru liðin undir lok og koma nokkuð við sögu í Bögglapóststofunni, var slík neðanjarðardreifing á efni sem ekki átti að vera í almannahöndum kölluð samizdat. Það er ánægjulegt að geta lagt okkar af mörkum til hins íslenska samizdat anno 2015.
Bögglapóststofan gerist í hádeginu einn októberdag árið 1982, á bögglapóststofunni sálugu í Tryggvagötu. Samstarfsfólkið Gústaf, Ágústa, Herbert og Aðalsteinn eru aðalpersónur leiksins, en einnig kemur við sögu heimspekingurinn og sjónvarpsstjarnan Jódís Ósk, viðskiptavinur póststofunnar. Yfirmaður starfsfólksins á bögglapóststofunni hefur brugðið sér í hádegismat á Naustinu. Á meðan hefur Aðalsteinn verið lokaður ofan í póstpoka í refsingarskyni fyrir óviðurkvæmilega hegðun við samstarfskonu sína um morguninn.
Stórir atburðir eiga sér ekki stað í sögunni þótt frásögnin sé á sinn hátt hröð; samræðum persónanna er lýst nákvæmlega, þær eru hlaðnar spennu og óútskýrðri merkingu og jafnvel í smæstu tilsvörum hefur lesandinn á tilfinningunni að meira búi undir. Gústaf og Herbert sérstaklega eru eftirminnilegar persónur í hversdagslegum ógeðfelldleika sínum. Frásögnin er hlaðin kunnuglegum húmor. Þetta er semsagt mjög Braga Ólafssonarleg bók, sem aðdáendur hans væru ekki sviknir af.
Enn sem komið er hafa hins vegar fáir aðdáendur Braga aðgang að bókinni - sem er kannski ekki einu sinni bók, heldur markpóstur. Hún var allavega tilnefnd sem slík til Íslensku auglýsingaverðlaunanna í flokknum „Bein markaðssetning“. Það er líka vafaatriði hvort hægt sé að tala um útgáfu í tilviki Bögglapóststofunnar því hún finnst ekki í gagnagrunni bókasafnanna og því virðist skilaskyldu til Landsbókasafns ekki hafa verið sinnt. Það er fjármálafyrirtækið GAMMA sem prentaði Bögglapóststofuna í 300 tölusettum eintökum „nákvæmlega fyrir viðskiptavini GAMMA og enga aðra“, til þess að þakka þeim fyrir samstarfið á liðnu ári. GAMMA hyggur á frekari landvinninga á þessu sviði því Bögglapóststofan er fyrsta verkið í fyrirhugaðri ritröð, en hönnunin minnir óneitanlega á aðra ritröð sem komið hefur út um árabil.
Druslubækur og doðrantar eru ekki svo stórtækar í fjármálalífinu að þær teljist til viðskiptavina GAMMA. Við komumst þó um tíma yfir eintak af Bögglapóststofunni (enda margar okkar slíkir aðdáendur Braga Ólafssonar að við megum ekki til þess hugsa að hafa ekki kynnt okkur allt höfundarverk hans) gegnum sambönd okkar í undirheimunum, þar sem hún gengur manna á milli. Í Sovétríkjunum, sem eins og bögglapóststofan í Tryggvagötu eru liðin undir lok og koma nokkuð við sögu í Bögglapóststofunni, var slík neðanjarðardreifing á efni sem ekki átti að vera í almannahöndum kölluð samizdat. Það er ánægjulegt að geta lagt okkar af mörkum til hins íslenska samizdat anno 2015.
13. janúar 2015
Kalt í Finnlandi
Um daginn fann ég bók á náttborðinu mínu. Það var nýleg táningabók* eftir finnskan höfund sem heitir Salla Simukka. Bókin heitir Rauð sem blóð, titillinn vísar í ævintýrið um Mjallhvíti og aðalpersónan heitir einmitt Mjallhvít Andersson.
Mjallhvít er menntaskólanemi sem býr ein í pínulítilli íbúð og fljótlega áttar lesandinn sig á því að hún hefur verið lögð í einelti og fer yfirleitt með veggjum í lífinu en sækir samt listasýningar og æfir bardagaíþróttir. Alveg óvart lendir Mjallhvít, sem er áhugaverð týpa sem segist vera „laundóttir Hercule Poirot og Lísbetar Salander“, í æsilegum atburðum sem hefjast á því að hún finnur fullt af nýþvegnum peningaseðlum í myrkraherbergi menntaskólans og þrúgandi blóðlykt liggur í loftinu. Í ljós kemur að yfirstéttarkrakkar í skólanum hafa fundið blóðuga peningana eftir mikið djamm og rugl og þau draga Mjallhvíti óviljuga inn í atburðarás sem er býsna spennandi. Þar koma við sögu rússneskir eiturlyfjasmyglarar sem eru engin lömb að leika sér við og gjörspilltur finnskur lögregluþjónn.
Sögusviðið er Tampere í Finnlandi og það er ógeðslega kalt í þessari bók, frostið er að jafnaði mínus tuttugu og fimm gráður og djúpur snjór sem gerir fólki erfitt um vik að fela sig. Rauð sem blóð er fyrsta bókin í þríleik og ég ætla rétt að vona að hinar tvær komi út á íslensku í kjölfarið. Erla E. Völudóttir þýðir bókina úr finnsku yfir á sérlega fína íslensku og ég held að allir sem hafa gaman af að lesa unglingaspennusögur hljóti að kunna að meta þessa bók.
*Ég er ekki viss um að táningabók sé gott orð fyrir svokallaðar Young Adult-bækur því ég held að orðið táningur sé hálfgert fornmál, ég nota það samt.
Mjallhvít er menntaskólanemi sem býr ein í pínulítilli íbúð og fljótlega áttar lesandinn sig á því að hún hefur verið lögð í einelti og fer yfirleitt með veggjum í lífinu en sækir samt listasýningar og æfir bardagaíþróttir. Alveg óvart lendir Mjallhvít, sem er áhugaverð týpa sem segist vera „laundóttir Hercule Poirot og Lísbetar Salander“, í æsilegum atburðum sem hefjast á því að hún finnur fullt af nýþvegnum peningaseðlum í myrkraherbergi menntaskólans og þrúgandi blóðlykt liggur í loftinu. Í ljós kemur að yfirstéttarkrakkar í skólanum hafa fundið blóðuga peningana eftir mikið djamm og rugl og þau draga Mjallhvíti óviljuga inn í atburðarás sem er býsna spennandi. Þar koma við sögu rússneskir eiturlyfjasmyglarar sem eru engin lömb að leika sér við og gjörspilltur finnskur lögregluþjónn.
Salla Simukka |
*Ég er ekki viss um að táningabók sé gott orð fyrir svokallaðar Young Adult-bækur því ég held að orðið táningur sé hálfgert fornmál, ég nota það samt.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)