Hausthefti Barna og menningar kemur út á næstunni. Meðal efnis má nefna að Þórdís Gísladóttir fjallar um fjöldaframleiddar eftirprentanir af grátandi börnum, Ármann Jakobsson skrifar grein um bók J.R.R. Tolkiens, Gvendur bóndi á Svínafelli, sem var þýdd á íslensku fyrir þremur áratugum, bækurnar vinsælu um Fíusól eru til umfjöllunar í grein eftir Þorgerði E. Sigurðardóttur og umsjónarmenn Leynifélagsins, sem er barnaþáttur á dagskrá Rásar 1 hjá RÚV, skrifa grein um dagskrárgerð þáttarins. Þá eru í Börnum og menningu greinar um þrjár nýlega þýddar barna- og unglingabækur; Erla Elíasdóttir fjallar um hinn sígilda Bangsímon eftir A.A.Milne, Ingólfur Gíslason um Doktor Proktor og prumpuduftið eftir Jo Nesbø og Helga Ferdinandsdóttir um Göngin eftir Roderick Gordon og Brian Williams.
Börn og menning kemur út tvisvar á ári en það er eina íslenska tímaritið sem tekur eingöngu til umfjöllunar menningartengt efni fyrir börn. Blaðið er gefið út af IBBY á Íslandi, sem er félagsskapur áhugafólks sem vill efla barnamenningu.
Ritstjóri Barna og menningar er Þórdís Gísladóttir. Beiðni um áskrift má senda á bornogmenning@gmail.com.
22. október 2009
16. október 2009
Kjötfars og bókmenntir - játning
Í vikunni játaði Þórdís á sig nokkra vafasama og minna vafasama smáglæpi á vef bókaútgáfunnar Bjarts. Hér má lesa játninguna og hér er krækja á vefsíðu umrædds sænsks tímarits fyrir bókelska alþýðu.
13. október 2009
Snaran – tímalaus snilld
Sumar bækur eru þannig gerðar að þær gera nær alla lesendur æsta, fylla suma eldmóði en reita aðra til reiði. Ein þeirra er Snaran eftir Jakobínu Sigurðardóttur, sem kom fyrst út árið 1968, hefur verið ófáanleg um langt skeið en er nú nýkomin út í klassíska kiljuklúbbnum hjá Forlaginu.
Snaran er framtíðarsaga og birtist lesandanum sem önnur hliðin á samtali tveggja sópara í verksmiðju á 9. áratug 20. aldar, um tuttugu árum eftir ritunartíma bókarinnar. Þetta frásagnarform hefur verið kallað dramatískt eintal og er vel þekkt í ljóðlist og leikritun en mjög sjaldgæft er að heilar skáldsögur séu dramatísk eintöl frá upphafi til enda. Raunar þekki ég enga aðra slíka skáldsögu á íslensku og auglýsi hér með eftir ábendingum frá lesendum.
Mörgum finnst formið erfitt í lestri og Snörunni var örugglega aldrei ætlað að vera skemmtilesning því Jakobína sagði sjálf að hún vildi virkja lesendur og hafa áhrif á þá. Form sögunnar gerir hana í raun að einni stórri persónulýsingu. Sögumaðurinn segir oft eitt en meinar annað, lýgur vísvitandi, er orðljótur og réttlætir sjálfan sig og gerðir sínar í sífellu. Hann er bleyða sem metur peninga meira en hugsjónir og hagar seglum eftir vindi hverju sinni. Lesendur kynnast þessum bjána eins og þegar maður hlustar (óvart) á ókunnugan mann tala í símann í biðröð. Það eina sem byggir upp mynd okkar af þessum karakter er hvað hann segir og gerir þennan stutta tíma meðan samtalið varir – og ég held að fáir myndu vilja adda honum sem vini á Facebook. En af hverju í ósköpunum ætti höfundur að skrifa heila skáldsögu um svona óaðlaðandi persónu?
Svört samfélagsmynd sögunnar var gjarnan talin óraunsæishjal þegar bókin kom út. Nú 40 árum síðar sjáum við að auðvitað „rættist“ framtíðarspáin ekki í þeim skilningi að í bókinni sé raunsæ lýsing á íslensku samfélagi á 9. áratugnum en ef að er gáð má sjá ýmislegt áhugavert. Í Snörunni er straumur erlends vinnuafls inn í landið vandamál og þótt verkamenn frá Póllandi og Kína hafi komið í stað fagmenntaðra Þjóðverja sýnir grunnhugmyndin um að íslenskt samfélag þróist með þeim hraða að til að halda því gangandi þurfi að flytja inn erlent vinnuafl að Jakobína var ótrúlega sannspá. Ítök Bandaríkjamanna á Íslandi virðast mikil í samfélagi Snörunnar og Íslendingar eiga hvorki né reka fyrirtækið þar sem félagarnir vinna. Í þessari framtíðarsýn Jakobínu er útrás íslenskra bankamanna hvergi nærri en aftur á móti þarf ekki annað en nefna Alcoa og Alcan til að lesendur heyri bjöllur hringja.
Það sem gerir Snöruna þó tímalausa er sögumaðurinn sjálfur. Mannlýsingin er undirstaða ádeilunnar í sögunni, ekki samfélagslýsingin, Sögumaðurinn og skoðanir hans eru andstæðar Jakobínu og yfirlýstum (sumir myndu segja kommúnískum) skoðunum hennar sem birtast skýrt í greininni „Himnasendingar“ sem hún skrifaði í Þjóðviljann tveimur árum áður en Snaran kom út. Þar fjallar hún um ábyrgð hins almenna borgara á því sem fram fer í landinu og bendir á að ekki sé hægt að kenna stjórnvöldum um allt heldur verði hver einstaklingur að taka afstöðu til þess sem gerist í kringum hann. Sögumann Snörunnar skortir fyrst og fremst sjálfsvirðingu. Hann er hinn ábyrgðarlausi, almenni borgari sem Jakobína húðskammar í grein sinni, sá sem „hniprar sig saman eins og hræddur brekkusnigill og fullyrðir: Ég hef ekkert vit á þessum málum. Það eru víst bara kommúnistar, sem eru á móti þessu.“ Ég tel að ádeila Snörunnar felist fyrst og fremst í gagnrýni á þess konar hugsunarhátt og hegðun, ekki framtíðarspá eða and-kapítalískum áróðri.
Á þessi ádeila ekki við enn í dag? Getur ekki verið að í búsáhaldabyltingunni eftir bankahrunið haustið 2008 hafi sniglarnir loksins byrjað að skríða út úr skelinni? Og ef við lítum á aðra bresti sögumannsins, kannast ekki einhver við að hafa réttlætt gerðir sínar eða staðið sig að því að vera í mótsögn við sjálfan sig? Fussað og sveiað yfir siðlausum lögbrjótum og farið svo á netið og halað niður Fangavaktinni? Þess vegna held ég að Jakobína hafi skrifað heila bók um svona ömurlegan gaur – meðal annars til þess að lesendur kæmu auga á brestina í sjálfum sér. Einmitt vegna þess hve mannlýsingin í Snörunni er einstaklega vel unnin er bókin ekki bara framtíðarsaga eða ádeila sem á við ákveðinn sögulegan tíma heldur á hún alltaf við, ekki síst nú. Húrra fyrir endurútgefinni Snöru!
Ásta Kristín Benediktsdóttir
P.S. Áhugavert viðtal við Jakobínu birtist í Þjóðviljanum árið 1988.
Snaran er framtíðarsaga og birtist lesandanum sem önnur hliðin á samtali tveggja sópara í verksmiðju á 9. áratug 20. aldar, um tuttugu árum eftir ritunartíma bókarinnar. Þetta frásagnarform hefur verið kallað dramatískt eintal og er vel þekkt í ljóðlist og leikritun en mjög sjaldgæft er að heilar skáldsögur séu dramatísk eintöl frá upphafi til enda. Raunar þekki ég enga aðra slíka skáldsögu á íslensku og auglýsi hér með eftir ábendingum frá lesendum.
Mörgum finnst formið erfitt í lestri og Snörunni var örugglega aldrei ætlað að vera skemmtilesning því Jakobína sagði sjálf að hún vildi virkja lesendur og hafa áhrif á þá. Form sögunnar gerir hana í raun að einni stórri persónulýsingu. Sögumaðurinn segir oft eitt en meinar annað, lýgur vísvitandi, er orðljótur og réttlætir sjálfan sig og gerðir sínar í sífellu. Hann er bleyða sem metur peninga meira en hugsjónir og hagar seglum eftir vindi hverju sinni. Lesendur kynnast þessum bjána eins og þegar maður hlustar (óvart) á ókunnugan mann tala í símann í biðröð. Það eina sem byggir upp mynd okkar af þessum karakter er hvað hann segir og gerir þennan stutta tíma meðan samtalið varir – og ég held að fáir myndu vilja adda honum sem vini á Facebook. En af hverju í ósköpunum ætti höfundur að skrifa heila skáldsögu um svona óaðlaðandi persónu?
Svört samfélagsmynd sögunnar var gjarnan talin óraunsæishjal þegar bókin kom út. Nú 40 árum síðar sjáum við að auðvitað „rættist“ framtíðarspáin ekki í þeim skilningi að í bókinni sé raunsæ lýsing á íslensku samfélagi á 9. áratugnum en ef að er gáð má sjá ýmislegt áhugavert. Í Snörunni er straumur erlends vinnuafls inn í landið vandamál og þótt verkamenn frá Póllandi og Kína hafi komið í stað fagmenntaðra Þjóðverja sýnir grunnhugmyndin um að íslenskt samfélag þróist með þeim hraða að til að halda því gangandi þurfi að flytja inn erlent vinnuafl að Jakobína var ótrúlega sannspá. Ítök Bandaríkjamanna á Íslandi virðast mikil í samfélagi Snörunnar og Íslendingar eiga hvorki né reka fyrirtækið þar sem félagarnir vinna. Í þessari framtíðarsýn Jakobínu er útrás íslenskra bankamanna hvergi nærri en aftur á móti þarf ekki annað en nefna Alcoa og Alcan til að lesendur heyri bjöllur hringja.
Það sem gerir Snöruna þó tímalausa er sögumaðurinn sjálfur. Mannlýsingin er undirstaða ádeilunnar í sögunni, ekki samfélagslýsingin, Sögumaðurinn og skoðanir hans eru andstæðar Jakobínu og yfirlýstum (sumir myndu segja kommúnískum) skoðunum hennar sem birtast skýrt í greininni „Himnasendingar“ sem hún skrifaði í Þjóðviljann tveimur árum áður en Snaran kom út. Þar fjallar hún um ábyrgð hins almenna borgara á því sem fram fer í landinu og bendir á að ekki sé hægt að kenna stjórnvöldum um allt heldur verði hver einstaklingur að taka afstöðu til þess sem gerist í kringum hann. Sögumann Snörunnar skortir fyrst og fremst sjálfsvirðingu. Hann er hinn ábyrgðarlausi, almenni borgari sem Jakobína húðskammar í grein sinni, sá sem „hniprar sig saman eins og hræddur brekkusnigill og fullyrðir: Ég hef ekkert vit á þessum málum. Það eru víst bara kommúnistar, sem eru á móti þessu.“ Ég tel að ádeila Snörunnar felist fyrst og fremst í gagnrýni á þess konar hugsunarhátt og hegðun, ekki framtíðarspá eða and-kapítalískum áróðri.
Á þessi ádeila ekki við enn í dag? Getur ekki verið að í búsáhaldabyltingunni eftir bankahrunið haustið 2008 hafi sniglarnir loksins byrjað að skríða út úr skelinni? Og ef við lítum á aðra bresti sögumannsins, kannast ekki einhver við að hafa réttlætt gerðir sínar eða staðið sig að því að vera í mótsögn við sjálfan sig? Fussað og sveiað yfir siðlausum lögbrjótum og farið svo á netið og halað niður Fangavaktinni? Þess vegna held ég að Jakobína hafi skrifað heila bók um svona ömurlegan gaur – meðal annars til þess að lesendur kæmu auga á brestina í sjálfum sér. Einmitt vegna þess hve mannlýsingin í Snörunni er einstaklega vel unnin er bókin ekki bara framtíðarsaga eða ádeila sem á við ákveðinn sögulegan tíma heldur á hún alltaf við, ekki síst nú. Húrra fyrir endurútgefinni Snöru!
Ásta Kristín Benediktsdóttir
P.S. Áhugavert viðtal við Jakobínu birtist í Þjóðviljanum árið 1988.
Nægur tími til lestrar
Sumu fólki verður heldur meira úr verki en öðru. Amerísk nokkurra barna móðir á fimmtugsaldri, Nina Sankovitch, heldur úti eigin bókabloggsíðu og hún er heldur afkastameiri lesandi og bókabloggari en við sem skrifum á þessa síðu. Hér er krækja á grein í New York Times sem fjallar um lestrarvenjur Ninu. Þetta kallar maður að kunna að forgangsraða!
8. október 2009
Herta Müller - nokkrir linkar
Símaviðtal við Hertu Müller á nóbelsverðlaunavefnum (á þýsku).
Ein af skáldsögum Hertu Müller, Der Fuchs var damals schon der Jäger, hefur verið þýdd á íslensku undir heitinu Ennislokkur einvaldsins, á vef Ormstungu er hægt að lesa sýnishorn og kaupa bókina auk þess sem hún er fáanleg á ýmsum bókasöfnum.
Hér er hægt að hlusta á Hertu Müller lesa nokkur ljóða sinna.
Sýnishorn af nýjustu skáldsögu Hertu Müller: Atemschaukel:
- á þýsku
- ensk þýðing
Grein eftir Hertu Müller um rúmensku leyniþjónustuna:
- á þýsku
- ensk þýðing
Ein af skáldsögum Hertu Müller, Der Fuchs var damals schon der Jäger, hefur verið þýdd á íslensku undir heitinu Ennislokkur einvaldsins, á vef Ormstungu er hægt að lesa sýnishorn og kaupa bókina auk þess sem hún er fáanleg á ýmsum bókasöfnum.
Hér er hægt að hlusta á Hertu Müller lesa nokkur ljóða sinna.
Sýnishorn af nýjustu skáldsögu Hertu Müller: Atemschaukel:
- á þýsku
- ensk þýðing
Grein eftir Hertu Müller um rúmensku leyniþjónustuna:
- á þýsku
- ensk þýðing
Nóbelsverðlaun - Herta Müller
Rétt í þessu tilkynnti nýlega ráðinn talsmaður sænsku akademíunnar, Peter Englund, að þýsk-rúmenski höfundurinn Herta Müller (fædd 1953) hljóti Nóbelsverðlaunin í bókmenntum í ár. Ég hef aldrei heyrt á höfundinn minnst en Dagens nyheter segir Hertu Müller vera afkastamikinn skáldsagnahöfund og esseyista og Peter Englund hafði orð á því þegar hann stóð í dyrum Börssalarins að hún væri einstaklega kraftmikill og sérstakur höfundur. Það verður vafalaust spennandi að kynna sér verk Hertu Müller en nú er slæmt að vera illa stautfær á þýsku.
Wikipedia um höfundinn.
Wikipedia um höfundinn.
5. október 2009
Ian Rankin: The Complaints
Það er ósanngjarnt að dæma bækur út frá því sem þær eru ekki. Klassískur ósiður en ósanngjarn. Stundum langar mann bara svo óskaplega til þess. Og svo ég komi mér strax að kvörtunarefninu: The Complaints, nýja skáldsagan eftir Ian Rankin hefur þann stóra galla að fjalla hvorki um Rebus né Siobhan.
Grunnupplýsingar fyrir þá sem ekki þekkja til: Í bókaflokknum um Rebus, rannsóknarlögreglumann í Edinborg, eru sautján skáldsögur auk þess sem hann birtist í einni nóvellu og nokkrum smásögum. Þegar líður á bókaflokkinn fær Siobhan, samstarfskona Rebusar, aukið vægi og í síðustu sögnunum er álíka mikið fjallað um hana og Rebus sjálfan. Skáldsögurnar gerast í rauntíma þannig að Rebus eldist með hverri bók og þar sem skoskum lögreglumönnum er skylt að láta af störfum þegar þeir verða sextugir var óhjákvæmilegt að Rebus færi á eftirlaun í hitteðfyrra. Staðreyndin hafði valdið mörgum kvíða og einn af fjölmörgum aðdáendum hafði meira að segja borið upp fyrirspurn í skoska þinginu um hvort ekki væri hægt að hækka eftirlaunaaldurinn svo að Rebus gæti haldið áfram störfum!
Ef einhverjir þekkja Rebus bara af sjónvarpsmyndunum sem hafa verið sýndar síðustu ár, þar sem Ken Stott leikur aðalhlutverkið, er rétt að nefna að þær eru beinlínis hræðilegar og gjörólíkar bókunum. Stundum efast ég um að nokkur sem vinnur við gerð þeirra hafi lesið bækurnar, þar með talinn handritshöfundurinn. Slökkvið endilega á sjónvarpinu ef þær verða oftar á dagskrá og takið ykkur frekar bækurnar í hönd.
Auðvitað er skiljanlegt að Ian Rankin hafi viljað nota tækifærið þegar Rebus þurfti að fara á eftirlaun til að komast upp úr hjólförunum og skrifa eitthvað allt annað, jafnvel þótt hann hafi verið búinn að byggja Siobhan svo vel upp sem persónu að borðleggjandi hefði verið að halda bókaflokknum áfram með hana sem aðalpersónu. Rankin er greinilega að nota nýfengið frelsi til að leika sér, sem er hið besta mál: hann skrifaði textann í teiknimyndasögu sem er nýkomin út, hann hefur skrifað líbrettó fyrir stutta óperu, og í fyrra kom út skáldsagan Doors Open sem er af nokkuð öðrum toga en Rebus-bækurnar þótt hún falli einnig í flokk glæpasagna. Þar er fjallað um listaverkarán og sagan er sögð frá sjónarhóli eins af þátttakendunum í ráninu. Bókin var alveg ágætlega heppnuð en samt biðu ófáir lesendur áreiðanlega eftir því mestalla bókina að Rebus birtist. (Ef ég man rétt sást hann reyndar í mýflugumynd en þá hófst bara ný bið eftir að hann birtist aftur.)
Tilfinningin um að Rebus eða Siobhan hljóti ávallt að vera rétt handan við hornið er ennþá áleitnari í nýju bókinni, The Complaints. Þar víkur sögunni aftur inn í lögregluliðið og þótt aðalpersónan, Malcolm Fox, sé yngri en Rebus, í betri tengslum við ættingja sína, hafi önnur áhugamál og ástundi heilbrigðari lifnaðarhætti, þá er þetta einnig samtímaskáldsaga um lögreglumann í Edinborg. Já og þótt Malcolm Fox sé þurr alki en Rebus hafi ekki hætt að drekka, þá er ítrekað gert að umtalsefni að það sé enginn leikur fyrir Fox að halda sig frá flöskunni þannig að óhætt er að segja að báðir eigi í vandræðum með áfengi. Þegar við bætist sívaxandi tilhneiging Fox til að fara á svig við reglurnar er samanburðurinn orðinn illhjákvæmilegur. Líkindin eru nógu mikil til að fjarvera Rebusar verður æpandi.
En það er nú sennilega sanngjarnt að víkja aðeins frá samanburðinum við Rebus og skrifa svolítið um bókina sjálfa.
Aðalpersónan í The Complaints heitir Malcolm Fox og hann starfar í innra eftirliti lögreglunnar, gætir þeirra sem eiga að gæta laga og réttar. Í byrjun bókarinnar er Fox beðinn að taka til athugunar löggu að nafni Jamie Breck og hann er rétt byrjaður að skoða málið þegar tilviljunin hagar því svo til að hann kynnist Breck persónulega. Kærasti systur Fox er nefnilega drepinn og Breck er meðal þeirra sem rannsaka morðið. Þeir verða brátt mestu mátar og Fox fyllist fljótt efasemdum um að tilefni sé til eftirlitsins. Þegar Fox lendir sjálfur undir eftirliti flækjast málin svo enn frekar og þráðunum milli persónanna sem koma við sögu fjölgar. Þótt Fox og Breck sé vikið frá störfum halda þeir áfram að rannsaka málin og smám saman fer Fox, maðurinn átti að gæta þess að öllum reglum væri fylgt, á svig við sífellt fleiri reglur.
Valdið til að greina rétt frá röngu, ástæður sem liggja að baki rannsókn mála og aðferðunum sem beitt er, auk spurningarinnar um hvort tilgangurinn helgi meðalið eru meðal umfjöllunarefnanna undir yfirborði bókarinnar. Þetta er allt gott og gilt. Samfélagslýsingin á líka ágætis spretti, í bakgrunni eru byggingasvæði með hálfbyggðum húsum þar sem framkvæmdir hafa stöðvast; það er víðar en á Íslandi sem framkvæmdagleðin varð skynseminni yfirsterkari. Sagan er því ekkert óáhugaverð en hún er ekki heldur sérlega spennandi og samsærisplottið reynist frekar langsótt.
Bókin er líka of litlaus til að umfjöllunin nái einhverri dýpt, til dæmis er textinn dauflegri en í bókunum um Rebus – svo þeim ósanngjarna samanburði sé haldið áfram. Í Rebus-bókunum leynir textinn á sér. Hann er einfaldur á yfirborðinu og virðist renna áreynslulaust - en það er hægara sagt en gert að skrifa svoleiðis. Rankin sýnir t.d. næma tilfinningu fyrir rythma sem er mikilvægur liður í því hvað andrúmsloftið í bókunum er sterkt. Textinn í The Complaints er alveg skikkanlegur en það neistar ekkert af honum.
Persónusköpunin er líka ófullnægjandi. Fox er ekki nógu spennandi persóna til að mig langi sérstaklega að lesa fleiri bækur um hann. Til að einhverrar sanngirni sé gætt í samanburðinum við Rebus er þó rétt að taka fram að því fór fjarri að Rebus stykki fullskapaður fram í fyrstu bók. Einn af stærstu kostum þess bókaflokks – og hluti af því sem gerði hann óvenjulegan – var einmitt hvernig hann batnaði eftir því sem á leið, andrúmsloftið varð magnaðra, persónurnar sífellt margbrotnari. Kannski getur Rankin þróað Fox og hinar persónurnar í The Complaints áfram á áhugaverðan hátt. En hann er ekki lengur nýr höfundur, kröfurnar hafa aukist og það er erfitt að sýna því þolinmæði að ný persóna þokist varla frá byrjunarreitnum.
The Complaints er þokkaleg bók en ekki meira. Ef Ian Rankin vill sætta aðdáendur sína við líf án Rebusar og Siobhan verður hann að gera betur og það fyrr en síðar.
Grunnupplýsingar fyrir þá sem ekki þekkja til: Í bókaflokknum um Rebus, rannsóknarlögreglumann í Edinborg, eru sautján skáldsögur auk þess sem hann birtist í einni nóvellu og nokkrum smásögum. Þegar líður á bókaflokkinn fær Siobhan, samstarfskona Rebusar, aukið vægi og í síðustu sögnunum er álíka mikið fjallað um hana og Rebus sjálfan. Skáldsögurnar gerast í rauntíma þannig að Rebus eldist með hverri bók og þar sem skoskum lögreglumönnum er skylt að láta af störfum þegar þeir verða sextugir var óhjákvæmilegt að Rebus færi á eftirlaun í hitteðfyrra. Staðreyndin hafði valdið mörgum kvíða og einn af fjölmörgum aðdáendum hafði meira að segja borið upp fyrirspurn í skoska þinginu um hvort ekki væri hægt að hækka eftirlaunaaldurinn svo að Rebus gæti haldið áfram störfum!
Ef einhverjir þekkja Rebus bara af sjónvarpsmyndunum sem hafa verið sýndar síðustu ár, þar sem Ken Stott leikur aðalhlutverkið, er rétt að nefna að þær eru beinlínis hræðilegar og gjörólíkar bókunum. Stundum efast ég um að nokkur sem vinnur við gerð þeirra hafi lesið bækurnar, þar með talinn handritshöfundurinn. Slökkvið endilega á sjónvarpinu ef þær verða oftar á dagskrá og takið ykkur frekar bækurnar í hönd.
Auðvitað er skiljanlegt að Ian Rankin hafi viljað nota tækifærið þegar Rebus þurfti að fara á eftirlaun til að komast upp úr hjólförunum og skrifa eitthvað allt annað, jafnvel þótt hann hafi verið búinn að byggja Siobhan svo vel upp sem persónu að borðleggjandi hefði verið að halda bókaflokknum áfram með hana sem aðalpersónu. Rankin er greinilega að nota nýfengið frelsi til að leika sér, sem er hið besta mál: hann skrifaði textann í teiknimyndasögu sem er nýkomin út, hann hefur skrifað líbrettó fyrir stutta óperu, og í fyrra kom út skáldsagan Doors Open sem er af nokkuð öðrum toga en Rebus-bækurnar þótt hún falli einnig í flokk glæpasagna. Þar er fjallað um listaverkarán og sagan er sögð frá sjónarhóli eins af þátttakendunum í ráninu. Bókin var alveg ágætlega heppnuð en samt biðu ófáir lesendur áreiðanlega eftir því mestalla bókina að Rebus birtist. (Ef ég man rétt sást hann reyndar í mýflugumynd en þá hófst bara ný bið eftir að hann birtist aftur.)
Tilfinningin um að Rebus eða Siobhan hljóti ávallt að vera rétt handan við hornið er ennþá áleitnari í nýju bókinni, The Complaints. Þar víkur sögunni aftur inn í lögregluliðið og þótt aðalpersónan, Malcolm Fox, sé yngri en Rebus, í betri tengslum við ættingja sína, hafi önnur áhugamál og ástundi heilbrigðari lifnaðarhætti, þá er þetta einnig samtímaskáldsaga um lögreglumann í Edinborg. Já og þótt Malcolm Fox sé þurr alki en Rebus hafi ekki hætt að drekka, þá er ítrekað gert að umtalsefni að það sé enginn leikur fyrir Fox að halda sig frá flöskunni þannig að óhætt er að segja að báðir eigi í vandræðum með áfengi. Þegar við bætist sívaxandi tilhneiging Fox til að fara á svig við reglurnar er samanburðurinn orðinn illhjákvæmilegur. Líkindin eru nógu mikil til að fjarvera Rebusar verður æpandi.
En það er nú sennilega sanngjarnt að víkja aðeins frá samanburðinum við Rebus og skrifa svolítið um bókina sjálfa.
Aðalpersónan í The Complaints heitir Malcolm Fox og hann starfar í innra eftirliti lögreglunnar, gætir þeirra sem eiga að gæta laga og réttar. Í byrjun bókarinnar er Fox beðinn að taka til athugunar löggu að nafni Jamie Breck og hann er rétt byrjaður að skoða málið þegar tilviljunin hagar því svo til að hann kynnist Breck persónulega. Kærasti systur Fox er nefnilega drepinn og Breck er meðal þeirra sem rannsaka morðið. Þeir verða brátt mestu mátar og Fox fyllist fljótt efasemdum um að tilefni sé til eftirlitsins. Þegar Fox lendir sjálfur undir eftirliti flækjast málin svo enn frekar og þráðunum milli persónanna sem koma við sögu fjölgar. Þótt Fox og Breck sé vikið frá störfum halda þeir áfram að rannsaka málin og smám saman fer Fox, maðurinn átti að gæta þess að öllum reglum væri fylgt, á svig við sífellt fleiri reglur.
Valdið til að greina rétt frá röngu, ástæður sem liggja að baki rannsókn mála og aðferðunum sem beitt er, auk spurningarinnar um hvort tilgangurinn helgi meðalið eru meðal umfjöllunarefnanna undir yfirborði bókarinnar. Þetta er allt gott og gilt. Samfélagslýsingin á líka ágætis spretti, í bakgrunni eru byggingasvæði með hálfbyggðum húsum þar sem framkvæmdir hafa stöðvast; það er víðar en á Íslandi sem framkvæmdagleðin varð skynseminni yfirsterkari. Sagan er því ekkert óáhugaverð en hún er ekki heldur sérlega spennandi og samsærisplottið reynist frekar langsótt.
Bókin er líka of litlaus til að umfjöllunin nái einhverri dýpt, til dæmis er textinn dauflegri en í bókunum um Rebus – svo þeim ósanngjarna samanburði sé haldið áfram. Í Rebus-bókunum leynir textinn á sér. Hann er einfaldur á yfirborðinu og virðist renna áreynslulaust - en það er hægara sagt en gert að skrifa svoleiðis. Rankin sýnir t.d. næma tilfinningu fyrir rythma sem er mikilvægur liður í því hvað andrúmsloftið í bókunum er sterkt. Textinn í The Complaints er alveg skikkanlegur en það neistar ekkert af honum.
Persónusköpunin er líka ófullnægjandi. Fox er ekki nógu spennandi persóna til að mig langi sérstaklega að lesa fleiri bækur um hann. Til að einhverrar sanngirni sé gætt í samanburðinum við Rebus er þó rétt að taka fram að því fór fjarri að Rebus stykki fullskapaður fram í fyrstu bók. Einn af stærstu kostum þess bókaflokks – og hluti af því sem gerði hann óvenjulegan – var einmitt hvernig hann batnaði eftir því sem á leið, andrúmsloftið varð magnaðra, persónurnar sífellt margbrotnari. Kannski getur Rankin þróað Fox og hinar persónurnar í The Complaints áfram á áhugaverðan hátt. En hann er ekki lengur nýr höfundur, kröfurnar hafa aukist og það er erfitt að sýna því þolinmæði að ný persóna þokist varla frá byrjunarreitnum.
The Complaints er þokkaleg bók en ekki meira. Ef Ian Rankin vill sætta aðdáendur sína við líf án Rebusar og Siobhan verður hann að gera betur og það fyrr en síðar.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)