24. apríl 2010

Barna- og unglingabókmenntahátíð í Norræna húsinu

krummi1Í dag átti að vera fræðidagskrá um tengsl mynda og texta á barna- og unglingabókmenntahátíðinni Myndir úti í mýri í Norræna húsinu en því miður komst aðeins einn útlensku fræðimannanna til landsins (þið hafið kannski heyrt af þessu eldgosi)  svo dagskránni sem átti að vera í dag, laugardag, verður frestað fram á haust.

Á morgun, sunnudaginn 25. apríl, verður hins vegar dagskrá fyrir börn sem hefst kl. 11 með opnun sýningar á bókverkum barna á leikskólanum Sæborg, Fíasól og félagar sprella síðan og loks kynna barnabókahöfundar verk sín og lesa fyrir börn og fullorðna. Eitthvað verður lítið um útlenska höfunda en íslenskir barnabókahöfundar eru svo skemmtilegir að þeir valda engum vonbrigðum.

Stefnt er að því að setja upp nýja dagskrá  um myndskreyttar bækur helgina 11.-12. september. Heimasíða hátíðarinner er www.myrin.is

Engin ummæli: