17. janúar 2011

Tré um vetur

winter-treesTil að rjúfa þögnina hér aðeins þá ætla ég að birta eitt af uppáhaldsljóðunum mínum. Ég set það bara inn í heilu lagi, það er hvortsemer að þvælast í heild sinni víða á veraldarvefnum.

Winter Trees

The wet dawn inks are doing their blue dissolve.
On their blotter of fog the trees
Seem a botanical drawing --
Memories growing, ring on ring,
A series of weddings.

Knowing neither abortions nor bitchery,
Truer than women,
They seed so effortlessly!
Tasting the winds, that are footless,
Waist-deep in history --

Full of wings, otherworldliness.
In this, they are Ledas.
O mother of leaves and sweetness
Who are these pietàs?
The shadows of ringdoves chanting, but chasing nothing.

Sylvia Plath (1962)

Ég veit ekki alveg hvað það er sem mér finnst svona frábært við þetta ljóð, en það hefur höfðað eitthvað ótrúlega sterkt til mín frá því ég las það fyrst einhverntíman í kringum 1992. Fyrsta erindið (Guði sé lof fyrir snara.is, gat ómögulega munað rétta hugtakið fyrir stanza) er bara svo óendanlega fagurt, maður sér einhvernveginn fyrir sér sveitalandslag með háum trjám, og þokuna sem býr til blekmynd af umhverfinu. Kannski er það tímaleysið, hringferð sem engan enda tekur, kyrrðin sem er samt smekkfull af hljóðum, sögum, fortíð; sagan sem endurtekur sig sem heillar í ljóðinu.

Næsta vers verður svo umfjöllun um Arsenikturninn – bókarskömmin sú er eitthvað að vefjast fyrir mér.

Sigfríður

Engin ummæli: