Fengur GE árið 2012. |
25. febrúar 2012
Bókakaupæði
Árlega rennur á mig kaupæði, eins og konum á víst að vera eðlislægt. Þetta æði nær tökum á mér þegar bókamarkaðurinn í Perlunni hefst.
Og bókamarkaðurinn hófst í gær. Nú vil ég alls ekki hvetja ykkur til að eyða peningum – flest af þessu má fá á bókasöfnum. Ég vil bara benda á að þarna eru ótrúlega margar bækur sem kosta lítið og því er tilvalið að ljúka hluta af afmælis- og jólagjafakaupum þessa árs af núna. Svo má kannski láta það allra mikilvægasta eftir sér líka.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Ó, ó, hvað mig langar í þessa Richard Scarry-bók! Ég á enga peninga og hyggst því ekki fara á markaðinn í ár, en ó, ó, ó ...
Salka
Skrifa ummæli