Mig minnir endilega að í Hvunndagshetju Auðar Haralds sé sagt frá manni sem féll fyrir bókahillu Auðar (bókahillur mínar eru þessa dagana í slíkum ólestri að ég legg ekki á mig að fara upp stigann og leita að bókinni). Littererar dömur eiga það örugglega líka til að falla fyrir bókahillum karlmanna. Sömuleiðis hefur ljóðaflutningur, að sögn, gert margar tregar konur tilkippilegri í gegnum aldirnar. Ef eitthvað er að marka síðuna fastseduction.com er nú sem fyrr mjög vænlegt að grípa til ljóðaflutnings þegar kona skal giljuð. Á undirsíðu fann ég eftirfarandi texta:
Poems will sweep women off their feet. Take them out of your pockets and recite. Or send them in a letter. You can also memorise them if you really want to impress her but even the real poets almost never recite their own poems by heart. ... You can turn to classic love-poetry (libraries etc.) or - once you get a grasp of patterns, you can start writing your own poems with the themes and messages that you wish to include. There is always the moral dilemma of whether to present someone else's poetry as your own. Presenting it as your own will make her feel much more intense about the messages and pictures painted in the poem, but if such insincerity bothers you, it might make you feel that much worse. Then again, being able to make her feel even better should make you feel just as much better about it, so I leave it to thee to decide, how to go about this problem.
If you do present them as your own though, don't forget to add, that you're not really much of a poet and you write extremely seldom and only when you really deeply feel like it.
Síðan koma dæmi um vænleg ljóð sem elskuginn tilvonandi gæti stolið:
An orange on the table
A dress on the carpet
And you on my bed
A delicate present of the present
The coolness of night
The warmth of my life.
Og annað hefst svona:
Have you ever been fascinated
by someone whose words just seemed to
PENETRATE you?
Mér finnst eins og síðari textinn gæti verið eftir Adrian Mole.
Skoðið endilega síðuna (hér er krækja) þarna eru fleiri dæmi um ljóð sem eiga að bræða kvenfólk! Ef einhver hefur prófað þetta, eða er til í að gera tilraun, þá má sá hinn sami gjarna fræða okkur um árangurinn.
Þórdís
2 ummæli:
Ég held að ljóð hafi verið notuð í auknum mæli til viðreynslu síðan fólk byrjaði að höstla í gegnum sms. Ég man eftir að hafa fengið eftirfarandi sms frá stráki í 10. bekk þegar ég var 13 ára:
Þó að kali heitur hver,
hylji dali jökull ber,
steinar tali og allt, hvað er,
aldrei skal ég gleyma þér.
Þetta er örugglega rétt hjá þér Guðrún, það er líka alveg upplagt að senda sms-ljóðlínur. Ég hef bara einu sinni fengið ljóð frá karlmanni og það var handskrifað og límt inn í bók sem sérlegur sendiboði kom með heim til mín. Þetta var auðvitað 15 árum fyrir tíma sms-sendinga.
Skrifa ummæli