24. janúar 2014

Úrslit bókmenntagetraunar! Bráðabani!

Úrslit hinnar æsispennandi bókmenntagetraunar liggja þá fyrir og spennan á bara eftir að aukast því Gísli og Þórdís Kristleifsdóttir eru jöfn með þrjú stig hvort!

Okkur er því nauðugur einn kosturinn að efna til bráðabana og biðjum keppendur því vinsamlegast um að senda tölvupóst á bokvit@gmail.com og við munum reyna að skera úr um hvort þeirra hlýtur sæti á hinu geysivinsæla námskeiði Eftir jólabókaflóðið: Yndislestur í góðum hópi, sem er meira að segja svo vinsælt að það er orðið uppselt á það en áhugasamir geta samt enn skráð sig á biðlista og vonað það besta. 

Nú, eða þau Gísli og Þórdís geta gert sér lítið fyrir og giskað á ellefta lið, sem enn hefur ekki borist fullnægjandi svar við.

Rétt svar við fjórtánda og síðasta lið var auðvitað hin ógnvænlega Haldin illu anda eða The Exorcist eftir William Peter Blatty.

Annars þökkum við bara kærlega öllum þeim sem tóku þátt!

1 ummæli:

Gisli sagði...

Hef sent ágiskun í tölvupósti skv. umtali.