20. september 2017

Hér hefur kúasmali verið á ferð: Sigurður Pálsson látinn

Vegalengdir og skógarbotn

Salthnullungar, ætlaðir kúnum, þær sleiktu þessa steina hægum tungustrokum, sleiktu sér salt í kroppinn sinn hlýja og stóra.

Salt. Fjögra stafa orð. Ef ég væri beðinn um skilgreiningu á kjarna lífsins myndi ég skrifa þetta orð. Lífið er ekki saltfiskur, lífið er salt.

Rak kýrnar eftir slóðanum, hugsaði: merkiði slóðina vel með þyngslalegum skrokki ykkar og klunnalegu fótum með hörðu klaufum.

Merkiði götuna, þrykkið nærveru ykkar niður í svörðinn svo mín tilvist komist til skila líka, svo framtíðin sjái að hér hefur kúasmali verið á ferð.



(Úr Bernskubók, 2011)

Engin ummæli: