16. október 2009

Kjötfars og bókmenntir - játning

Í vikunni játaði Þórdís á sig nokkra vafasama og minna vafasama smáglæpi á vef bókaútgáfunnar Bjarts. Hér má lesa játninguna og hér er krækja á vefsíðu umrædds sænsks tímarits fyrir bókelska alþýðu.

5 ummæli:

Sigfríður sagði...

Dásamlegar játningar frú Þórdís. Verð að játa að ég er sammála öllu, nema þessu með kjötfarsbollurnar - hinsvegar eru fiskibollur úr dós fínasti matur finnst mér.

Nafnlaus sagði...

Æ já, það er eitthvað við Ora fiskibollur í dós...

Eiríkur Örn Norðdahl sagði...

Fínn pistill.

En ég keypti mér eitt svona Vi Läser um daginn, með Khemiri á forsíðu og umfjöllun um bókablogg og ég var voða forvitinn. En svo var þetta ekki neitt neitt. Óttalega þunnt. Ég ætla að eyða peningunum mínum í eitthvað annað í framtíðinni.

Þórdís Gísladóttir sagði...

Haha, ég er greinilega að mæla með einhverju rusli. Ég hef minnir mig bara séð eitt eintak af þessu blaði.
Kannski er ekkert góð hugmynd að Séð og heyrt-væða bókmenntaumræðuna :)

George Gordon Noel, Lord Byron sagði...

Það er rétt að Njála er torf, en Völsunga Saga er hins vegar tær og ómenguð snilld og besta riddarasaga sem sögð hefur verið.