1. desember 2009

Fimmtán tilnefningar

medaliur_litil- – - – - – - – - – - – - – - – -

Það gengur á með tilnefningum í dag. Rétt í þessu var tilkynnt hvaða þýðendur og höfundar eru tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna (sem Bandalag þýðenda og túlka veitir) og Íslensku bókmenntaverðlaunanna (sem Félag íslenskra bókaútgefenda stendur fyrir). Druslubókadama lagði við hlustir þegar athöfninni var útvarpað og komst að því að tilnefningarnar eru sem hér segir:

Íslensku þýðingarverðlaunin

Elísa Björg Þorsteinsdóttir: Málavextir e. Kate Atkinson. Bjartur.
Guðbergur Bergsson: Öll dagsins glóð – safn portúgalskra ljóða frá 1900 til 2008. JPV.
Kristján Árnason: Ummyndanir e. Óvíd. Mál og menning .
María Rán Guðjónsdóttir: Kirkja hafsins e. Ildefonso Falcones. JPV.
Sigurður Karlsson: Yfir hafið og í steininn e. Tapio Koivukari. Uppheimar.

Í dómnefndinni voru: Hjörleifur Sveinbjörnsson, Steinunn Inga Óttarsdóttir og Þórdís Gísladóttir.

- – - – - – - – - – - – - – - – -

Íslensku bókmenntaverðlaunin

Fræðirit og bækur almenns efnis
Árni Heimir Ingólfsson: Jón Leifs. Líf í tónum. Mál og menning.
Helgi Björnsson: Jöklar á Íslandi. Opna.
Jón Karl Helgason: Mynd af Ragnari í Smára. Bjartur.
Kristín G. Guðnadóttir: Svavar Guðnason. Veröld.
Þórdís Elva Þorvaldsdóttir: Á mannamáli. Ofbeldi á Íslandi: brotin, dómarnir, aðgerðirnar og umræðan. JPV.

Í dómnefndinni voru: Védís Skarphéðinsdóttir, Salvör Aradóttir og Ólafur Stephensen.

Fagurbókmenntir
Böðvar Guðmundsson: Enn er morgunn. Uppheimar.
Guðmundur Óskarsson: Bankster. Ormstunga.
Gyrðir Elíasson: Milli trjánna. Uppheimar.
Steinunn Sigurðardóttir: Góði elskhuginn. Bjartur.
Vilborg Davíðsdóttir: Auður. Mál og menning.

Í dómnefndinni voru: Felix Bergsson, Ingunn Ásdísardóttir og Árni Matthíasson.

1 ummæli:

Bryndis B sagði...

Elísa Björg kenndi mér listasögu eitt sinn, ótrúlega eftirminnileg kona, fáránlega skemmtilegur kennari (og strangur, á einhvern undarlegan hátt). Það sem ég vildi sagt hafa: Ég er ánægð að það sé hægt að nálgast verk hennar á bókaformi, vona að hún skrifi líka sjálf eitthvað stöff.