Mjallhvít er menntaskólanemi sem býr ein í pínulítilli íbúð og fljótlega áttar lesandinn sig á því að hún hefur verið lögð í einelti og fer yfirleitt með veggjum í lífinu en sækir samt listasýningar og æfir bardagaíþróttir. Alveg óvart lendir Mjallhvít, sem er áhugaverð týpa sem segist vera „laundóttir Hercule Poirot og Lísbetar Salander“, í æsilegum atburðum sem hefjast á því að hún finnur fullt af nýþvegnum peningaseðlum í myrkraherbergi menntaskólans og þrúgandi blóðlykt liggur í loftinu. Í ljós kemur að yfirstéttarkrakkar í skólanum hafa fundið blóðuga peningana eftir mikið djamm og rugl og þau draga Mjallhvíti óviljuga inn í atburðarás sem er býsna spennandi. Þar koma við sögu rússneskir eiturlyfjasmyglarar sem eru engin lömb að leika sér við og gjörspilltur finnskur lögregluþjónn.
Salla Simukka |
*Ég er ekki viss um að táningabók sé gott orð fyrir svokallaðar Young Adult-bækur því ég held að orðið táningur sé hálfgert fornmál, ég nota það samt.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli