Sýnir færslur með efnisorðinu Nora Ephron. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Nora Ephron. Sýna allar færslur

6. febrúar 2010

Fréttir frá Bótoxlandi

Nora Ephron (fædd er 1941) er bandarískur handritshöfundur, leikstjóri, kvikmyndaframleiðandi, rithöfundur, blaðamaður og bloggari á Huffington Post. Flestir kannast líklega við hana vegna rómantísku vasaklútakómedíanna sem enda allar rosa vel; When Harry met Sally, Sleepless in Seattle, You´we got Mail, Heartburn og margar fleiri en hún hefur komið að einhverjum hellingi af þekktum myndum, nú síðast Julie & Julia. Nora er líka þekkt fyrir að hafa, á sínum tíma, verið gift blaðamanninum Carl Bernstein sem er karlinn sem fletti ásamt félaga sínum ofan af Watergate-hneykslinu á áttunda áratugnum.

Um daginn keypti ég bókina I feel bad about my neck and other thoughts on being a woman eftir Noru Ephron, sem ég rakst á í útsölubókahrúgu í Eymó. Þetta metsölugreinasafn (útgefið 2006) er í raun óttalega ómerkilegt. Bókin vakti mig þó til umhugsunar (um hluti sem ég er svosem alltaf að hugsa um) og hún er alls ekki leiðinleg.  Ég las allavega hverja einustu grein – þrátt fyrir allt er áhugavert að kynnast hugsun og hegðun kvenna sem eru helteknar af útliti og til í að láta kapítalista hirða stjarnfræðilegar upphæðir af sér í þeirri trú að þær líti fyrir vikið út fyrir að vera yngri og sætari.