![]() |
Joan Didion fyrir skömmu |
Joan Didion er fædd 1934 í Kaliforníu og var blaðakona við tímaritið Vogue áður en hún varð þekktur höfundur bóka (fyrsta skáldsagan, Run River kom út 1963), esseia og kvikmyndahandrita sem hún skrifaði ásamt manninum sínum John Gregory Dunne. Nefna má A Star is Born sem Barbara Streisand lék aðalhlutverkið í og Panic in Needle Park sem gerði Al Pacino fyrst frægan árið 1971 (þar lék hann heróínista og skv. Mogganum var myndin niðurdrepandi en ég hef ekki séð hana). Ég hef sem fyrr segir ekki lesið neitt eftir Joan Didion nema The Year of Magical Thinking en greinar sem ég hef rennt yfir segja bækur hennar oft fjalla um konur á krossgötum og verkin lýsa sársauka, leiðindum og niðurbroti. Didion sjálf segist skrifa undir áhrifum frá m.a. Hemingway en henni er líka líkt við t.d. Hunter S. Thompson og Marguerite Duras og í New York Times stóð að Bret Easton Ellis dái hana mikið og hafi reynt að stæla hana.*