Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir frá síðustu bókmenntahátíðaruppákomunni í Iðnó í gærkvöldi. Allir voru glaðir og prúðir og frjálslegir í fasi og fullt af fólki eins og venjulega. Mér fannst frekar lélegt hjá Nawal El Saadawi að nenna ekki að lesa upp, hvers vegna getur fólk ekki bara gert það sem það er beðið um? (ég geri ráð fyrir að hún hafi fengið þau skilaboð að þetta væri upplestrakvöld). Flottustufataverðlaun Druslubóka og doðranta fær Oddný Eir fyrir hattavestið (sjá mynd fyrir neðan), krúttkarlaverðlaunin fær Horacio Castellanos Moya (ég er að lesa dónalegu bókina með löngu setningunum) og hann deilir líka örugglega upplestrarverðlaunum með Kristínu Svövu, Bergsveini og Eiríki Erni. Svo fá margir aðrir allskonar verðlaun og tilnefningar og þakklæti fyrir almenn skemmtilegheit og ánægjuleg kynni.
|
Fólk í Iðnó |
|
Kona, Sadaawi, Moya, Oddný Eir og Paolo Giordano |
|
Flestir á sínum stað og tilbúnir í stuðið |
|
Eiríkur Örn performerar, Þorgerður Agla og höfundar glotta |
|
Hattaflík Oddnýjar Eirar |
|
Ugla, Saga, Moya, Óli |
|
Sölvi og Agla |
|
Þær eru frísklegar og glaðar stúlkurnar |
|
Leikfangasafn - einnig kallað Krípí dótahornið |
|
Fleiri áheyrendur í Iðnó |
3 ummæli:
Ég myndi bæta við kúlverðlaunum handa Söru Stridsberg og Hertu Müller, og láta Moya deila krúttverðlaununum með Alberto Blanco.
Svo fannst mér líka gaman að heyra í Oddnýju Eir og Ísak Harðarsyni, þótt ég hefði helst viljað vera með óskaljóðalista fyrir þann síðarnefnda.
Sammála!
En flest ofantalinna mættu ekki á ballið og fá mínusstig fyrir það.
Skrifa ummæli